Morgunblaðið - 28.05.1925, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1925, Blaðsíða 5
Aukabl. Morgunbl. 28. maí 1925. MOI.C L NBLAÐIÐ 5 Handa togurum. i Best Southyorkshire Association Steam kol, Ibiza og Santapola Salt fœst hjá undirrituðum. I. Stefán Jakohsson Marteinn Þorsteinsson&Co Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði Hermann Þorsteinsson & Co« Seyðisfirði WAS ICH IN ISLAND SAH! Niðurl. Iljer að framan hafa þá verið nefiicl nokkur dæmi þess, hve skilríkur þessi þýski doöstor er í frásögn sinni um land vort og þjóð, og hefir því verið skift í flokka til gleggra yfirlits. Bn þó er þetta aðeins ágrip, því að eng- um máími er kleift, eins og áður er sagt, að tína alt til, nema þá með því að þýða því nær alla bókitia. Hjer sku'lu enn að lokum tekin örfá dæmi af handahófi: íslendingar nenna aldrei á fæt- ur nema á Bolludaginn (79). Hingað koma heilii' skipsfarmar af jólatrjám (78). Spíritistar halda hjer margar leynilegar og' opinberar samkom- ur, en leig'ja auk þess fríkirkjuna til þess að lialda í guðsþjónustur sínar (hls. 80). Höf. gefur blöðum vorum vottorð um, að þati riti hreina, góða og ósvikna íslensku, þótt þau sjeu að öðru leyti ákaflega fátækleg (bls. 87). pýska er komin af íslensku, og er því auðveldara íslendingum að læra þýsku, en pjóíiverjum ís- lensku (bls. 100). Fjármarkið er málað á ullina, en þó stundum markað á eyrun (bls. 114, sbr. 144). Stundum eru og rangar skýr- ingar undir myndum, t. d. á bls. 201. Œljer kvað vera þýskur maður í búð, og veitir það Mohr átyllu til þess að fjölyrða um það, hve íslendingar sjeu seinir við af- greiðslu. Bn um heildsala lætur hann þess getið (bls. 75—76), að þegar þeir fái vöru, hringi þeir tipp alla sína viðskiftamenn og hrósi varningi sínum, og spyrji jafnframt, hvórt þeir þurfi ekki líka aðrar vörur, er þeir hafi fyr- irliggjandi. I’etta er margra daga starí', ef verslun er stór. Nú hafa þeir engan sjerstakan símaklefa, því að íslendingar skynja ekki hávaðii, og' getur því, segir JWohr, lesandinn getið sjer til, hvílíkt sasldarbrauð það sje að vinna á slíkum stað. 1 sambandi við þetta virðist rjett að geta um fjárglæframenn, er Mohr virðist ætla, að sje sjer- staklega íslenskt fyrirbrigði (bls. 150—151). Skrafdrjúgt: nokkuð verður höf. um þiið, er minst var í þinginu í fyrra á pjóðverja þá, er hjer búa; er liann mjög sár út af þessu, o, þykir landsmenn iial'a reynst illa, er enginn varð til að halda skildi fyrir þeiin. En hjer eins og ann- arsstaðar kennir skilningsleysis höf., ef ekki annars verra. pað Htiö þingið mintist á þetta mál, var því ekki sjerstaklega beint til pjóðverja, heldur var alment talað um erlenda menn, jafnframt því sem lögð var nokkur áhersla á það, að landsmenn sjálfir sætu fyrir um störf, en erlendir menn væru látnir mæta afgangi. Engri rýx'ð var, eða hefir verið varpað á pjóðverja þá, sem hjer búa, enda eru þeir allir geg'nir menn, að sögn þeirra, sem þekkja þá. En hitt hefði Molir mátt vera vor- kunnlaust að vita, að sú stefna er yfirleitt up])i )neð þjóðum, að hlyuna fyrst og fremst að sínum, og því skyldi þá ekki Alþingi mega taka þetta upp á stefnu- skrá sína. Auðvitað- hefir engum manni hjer dottið í hug að kenna Pjóðverjum lijer atvinnuleysið í bænum, og oigi er það heldur rjett hjá Molir, að það sje illri stjórn að kenna. Pað mætti ef til vill finna þess dærni, að jafnvel pjóðverjar fá ekki altaf reist röhd við rás viðburðanna, og þá er ekki að undra, þótt oss takist e'kki betur. Atviunuleysi það, sem verið hefir hje)- hjá oss nú á síð- ustu árúm, er að kenna heims- styrjöldinni, og átti< vor stjórn enga sök á henni. Loks skal þess getið, að höf. segir, að vjer tölum illa um er- lenda menn í skjóli þess, að þeír skilji yfirleitt ekki mál vort. — Vitanlega er Mohr opinber ósann- indamað))!1 að þessu sem svo mörg'u öðru í þessari fáránlegu ritsmíð sinni. En er hann gerir sig bvrstan og hótar að skrifa um okkur og segja frá þessu á sjö- tíu miljóna máli (bls. 230—231), þá er honum þar til því að svara, að enginn hjerl. maður mun hræð- ast Heipiu' lians; segi hann ósatt frá, og til þess er Ixann líklegast- ur, er það sjálfum honum til minkunar, ekkioss; ratist honutn satt á munn, ættum vjer að nxega una sæmiloga við. pað mætti nú þykja líklegt, að niarg'a mundi fýsa að vita, hvert erindi þýski doktorinn, Mohr, átti hingað til íslands, því að þrátt fyrir skrumauglýsingu þá, og lofsyrði frá eigin brjósti, cr hann birtir utn sjálfan sig í bók sinni, þegir hann þó vendilega um þ;ið, hvað hann var að vilja hing- að. En sú er saga til þessaiar Bjarmalandsferðar lians, er nú skal greina: Dr. Mohr kom hingað unt haustið 1923 í atvinnusnatti, og vár raðinn til þess að snúa brjef um á ensku fyrir eina heildversl un í þessum bæ. Jeg sá doktors þessa, fyrst getið í blöðumtm, er lxann auglýsti kenslu f: þýsku. ensku, frönsku, spönsku og ít- ölsku. Jeg verð nú að segja það. að mjer fanst mikið til uixx lær- dóxn þessa pjóðverja, er gat tekið að sjer kenslu í fimm tungumál- um, en var þó „doktor í lögum*', iiÉ og enn að auki rithöfundur, því = að svo kallaði hann sig jafnan §|! upp á síðkastið (ich bin eigent- lich ein Selii'iftsteller“, sagði hann). pá fanst mjer eigi minna til um liitt, að þessi regin-fræða- þulur skyldi koma liingað til vors fámenna lands, til þess að snúa á ensku fáeinum brjefum, þar sem aúla ínátti að slíkurn görpum sem lionum yrði síst starfsfátt í pýskalandi, því að svo er mjer frá sagt, að þar sjeu lærðir menn í hávegum hafðir, og í svo stóru og fjölmennu landi eru vitanlega verkefnin óþrjótandi slíkum afar- mennum, sem þessi maður hlaut áð vera. Nú var þess að vænta, að menn hjer vildu drekka í sig fróðleik úr þessu nýkomna þýska fræðakeraldi, enda fór þegar á fund lians piltur einn, og falaði kenslu í spanskri tungu, en gat þess jafnframt, að hann hefði not- ið tuttugu stunda tilsagnai' í því máli. En þá kom upp nokknð skrítið: Doktorinn sagði þá pilt- inum, að sjálfur hefði hann nxx raunar aldrei Iært spönsku, en ætlaði sjer að nema hana. jafn- framt því sem hann kendi, ef nokkur fengist nemandinn; kvaðst hann og eigi líta á þetta sem kenslu, lieldur sem „eine seluiell geschlossene Preundschaft“ (þ. e. vináttu, sem skjótt væri stofnuð). En hjer varð og annað undur: Piltur þessi talaði miður þýsku en ensku, og bað því þess að mega rnæla við doktorinn á enska tungu og fá skýringar á því máli. Nú virtist ekkert geta verið þessu til fyrirstöðu, er doktorinn hafði auglýst kenslu í hvorutveggja málinu. En er þeir svo tóku að mælast við á enska tungu, skildi Dr. Molir ek!ki orð eins og „like“, og geta ménn, ef tií vill, af því ráðið, hve staðgóð þekking hans hefir verið á því máli, enda mun það mála sannast, að ekki yrði dr. Mohr mosavaxinn í þýðara- stöðunni. Dr. Mohr telur oss litla garpa, íslendinga, um flesta hluti, en þö mundi það þykja ljelegur kennari hjer, sem e'kki hefði þekk- ixigu á því máli, sexn haíin tekur að s.jei' að kenna, t.il jafns við dreng, sem not.ið hefir 20 stxxnda tilsagnar í málinu. En því er ekki að leyna, að í spönsku tímunum ’kom það oft fyrir, að nemanda og kennara bar elcki saman um það, livað rjett væri, og var þá jafn- an viðkvæði „kennarans", eftir nákvæma leit í orðabók og mál- fræði: „já, þjer hafið alveg rjett lyrir yður“ (ja, Sie haben ganz i’ftcht). s'hylt er að vísu að virða þessa hreinskilni dr. Mohrs, en hitt heíði kennaranum niátt þykja lít- iH. V(,gsauki. að þurfa að játa svona átakanlega fáfræði sína fyrir ekki lærðari manni. Eigi var þó ,viuatta‘ þessi öldungis ókeypis, þótt skjótt væri stofnuð; piltur- inn varð að þægja Mohr með nokkruxn krónum, en auk þess átti hann og að fá honum atvinnu í ítalíu eða Spáni (því bæði málin kunni(!) Mohr). Hafi nú Mohr reynt samskonar góðvild og örlæti af hendi fleiri íuantxa hjer (nem- !enda(!) og annara), er síst, að undra, þótt hann, inuan tmi allan ósaiiniiidavefinn í hók sinni um Afgreiöum nú beint | frá De Foreneöe Bryggerier Kaupmannahöfn, allar hinar góðu og gömluj öl-tegundir. — Svo sem: K. B. Pilsner K. B. Porter K. B. Lageröl K. B. Skibsöl Reform Maltextrakt Central Maltextrakt Export Dobbeltöl. O. Johnson & Kaaber. Ir= A. & Ni. Smithy Limited, Aberdeen, Skotland. Fiskdamperejer og störste Saltfiskköbmand i Stor- britanien. Korrespondance paa dansk. að við sjeum einstaklega góðir náungar. Hitt hefir hann auðvitað ekki skilið,og fór slíkt að vonum, að vjer viljum gjarna, ef vjer höf- um efni á því, greiða nokkurt fje fyrir góða skemtun, og teljum þar fleira boðlegt en grammófóngarg, þótt Molir sje á öðru máli; — vjer höfurn t. d. einkar gaman af því, er erlendir skjalarar belgja sig hjer upp með lærdómshroka, en gera sig jafnframt að undri og athlægi með fáfræði sinni. Ekki er mjer kumiugt um önn- ur „afrek“ dr. Mohrs í „mála- keuslu“ hjer, en sagt var mjer þó af manni nok’krnm, er falaði áf honum 'kenslu í fíönsku; mælt.i sá við doktorinn á franska tungu, og kvað hann Molir ekki hafa skilið eitt oi’ð. Maður þessi hafði dvalið árum sanian með frönsku- mælandi þjóðum, og gerði þessa för á hendur doktornum, er skrum hans, fáfræði og mont var orðið hjer alment hlátursefni. Það eru menn eins og þessi dr. Mohr, sem oss hjer eru síst au- fúsugestir; þeir reyna í lengstu lög að fleyta sjer á ósannindum og g'orgeir, og hefir oss jafnan stafað tjón af skrifum þeirra, hafi uokkur glæpst á að trúa þeim. Og það er meira en leitt til þess að vita, að önnur eins merk- isþjóð og pjóðverjar eru fyrir alli-a hluta sakir, skuli þó eiga í fórum sínum aðra eins eindæxna vanmetakind og dr. Mohr virð- ist, vera. Hins er skylt að geta, að pjóðverjar hafa yfirleitt., einkmu á síðari tímurn, ritað um Uxnd vort og þjóð af traustri þekkingu og velvild. Hitt þarf ekki að taka fram, að jafnvel hjá slíkuminönn- um verður, seni eðlilegt er, ekki alt jafnan hárrjett. En „quod licet Jovi, non licet bovi“, sem lauslega þýtt gæti hljóðað eitt- hvað á þessa leið: „pótt sjeð sje í gegnum fingur um smá-óná- kvæmni hjá vönduðum fræði- mönnum, má eigi þegja um ósann- inda- og vanþekkingarvaðal slíkra þvaðrara sem þessa dr. Mohrs. Dr. Mohr hafði oft getið þess Pappirspokar lægst verð. Horluf Clauoen. Siml 39. i hjer, eins og áður er á vikið, að okkur, skjóti því að öðru hvoru, hann Væri „Sehriftsteller“. En ef dæma skal hann eftir bók lians, þeirri, er hjer hefir verið gerð að umtalsefni, þá er hann ek’lti rit- höfundur, heldur blaðasnápur, skriffinnur af allra aumasta tæi, maður, sem þykist liafa vit á öllu, geta skiúfað um hvað eiua, en veit þó fátt eða ekkert, svo að í lagi sje. Slíkir menn liafa alla sömu aðferð sem dr. Mohr: peir fylla eyður vanþekkingarinn- ar í skrifum sínum með and- styggilegum ósannindaþvættingi, og hafa sama foi'málann, sem dr. Mohr bregður fyrir sig í þessu í'iti sínu: „Landsmexxn sögðu mjer þetta“, „skilriíkir, erlendir menn.. sögðu höfundi“. Virðist þetta, bera vott um alveg ótrúlega meingall- að innræti höfundar: annars vegar löngunina til að bera oss sem allra hraklegast söguna, hins vegar heigulskapinn og kjarkleysið, er hann þorir ekki sjálfur að bera ábyrgð á þessum ósóma sínum, exi klínir honum á „skilríka erlenda menn“ og „landsmenn sjálfa“. pað er ekki líklegt, að dr. Molir leiti hingað aftur í atvinnu- sriatti, eða komi liingað enn einu- sinrii lil að heyja af á annan hátt. En ef svo yrði, er þess að vænta, að landsmenn kunni nix betur að taka á móti lionum og umgangast haini, en þá er hann rakst norður hingað nxi fyrir nærfelt hálfu öðru ári. Reykjavík, 19. xnaí 1925. | Bogi Ólafsson. Viðbót. Norskur maður, Olav Hoprek- stad, hefir gerst, til að i*ita um ,bó'k dr. Mohrs í Bergens Tidende, 3. apriíl siðastl., og hrósa henni; telur haim, að Noi'ðmeiin geti margt lært af bókinui. Af rit'- fregninni verður ekki með vissu sjeð, hvor „fróðari“ er um oss og hagi vora, dr. Mohr eða Hoprék stad. Mohr getur vfirleitt ekkí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.