Morgunblaðið - 17.07.1925, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1925, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ aiirŒriiia Tækifærisgjafir, mjög hentugar eru skrautlegir konfektkassar með rerulega góðu könfekti. peir fást í úrvali í Tóbakshúsinu, Austur- Btræti 17. Kvenreiðfataefni, verð 9 krón- ur meterinn, víbreiður. Karl- mannasokkar, hálsbindi, húfur, axlabönd, sprotar og margt Beira, Guðm. B. Vikar, Ijaugaveg 5, ———■ ..................... ** Reiðhjól, gummi og varahlutir x heildsöiu. H. Nielsen, Westend 3, Kbhvn. Vandað flygel til sölji á Lauf- ásveg 33. Landabrjef Þórðar Thoroddsen óskast keypt. Ætti helst að vera á stokkum. Mælikvarði 1:600. A. S. 1. vísar á. HIIJIIIIIIIIIIIIllillll Yimta. JllllUliillllllllllII Dugleg stúlka óskast, sem vinnukona á gott heimili í Eng- landi. Gott kaup. Fríar ferðir. (Enskukunnátta ekki skilyrði.) A. S. 1 vísar á. IIHBiFTsúsnæðínilB Heildsöluskrifstofur, (tvö her- bergi) óskast til leigu 1. október. Væntanlegir útleigjendur snúi sjer helst sem fyrst til A. S. 1. Fornminjafundir í Dan- mörku. Hvernig Borgbjerg komst til menta. Hálsmenið sem fanst í fóðurrófu. Kynstrin öll hafa jarðræktar- menn í Danmörku fundið af forn- minjum við plægingar, skurðgröft og Önnur jarðyrkjustörf. Jafnaðarmannaráðherrann Borg bjerg hefir einhverntíma sagt frá því, að haníi mætti þakka ment- un sína þeirri tilviljun, að faðir sinn hefði aldrei getað lært að plægja almennilega. Eins og þeir vita, sem til þekkja í sveitum Danmerknr, eru bændurnir ákaf- lega umhyggjusamir með það, ao plæging akranna sje hin vand- vi^tenislegasta og nákvæmasta. En eftir því sem Borgbjerg segist frá, á faðir hans aldrei að hafa komist upp á hið rjetta verklag við plæg- ingar. Og því var það eitt sinn er hann var við plægingu á akri sin- um, að plógurirn stakst mikið Ier*£ra niður ! moldina en til v*r ætlast. Rakst hnífurinn í ketil- hald, sem f. iir honum varð. Fs Borgbjerg hinn eldri fann þar dýr indis fjársjóð fornminja. Fekk hann fyrir fund sinn mikil fund- arlaun, samkv. lögum um fund fornminja. En fyrir fjeð fjekk hinn ungi Borgbjerg skólamentun. Fátæknr bóndi fann í fyrra dýrindis hálsmen á akri sínum. Menið fann hann á þann hátt, að fóðurrófa hafði flækt rótunum ut- anum menið og kom það npp með rófunni. DAGBÖK. Til Strandarkirkju: Áheit frá Kr. kr. 10,00, og áheit frá N. N. kr. 5,00. Thorefjelagið. Aðalfundur þess var nýlega haldinn í Höfn, og reyndist afkoma síðastliðins ars að* hafa verið mjög slæm. Tekju- halli varð kr. 34,000,00. Heiðursmerki. Garðar Gíslason stórkaupmaðnr, Gísli Johusen kon- súll, Magnús Sigurðsson hanka- stjóri, Sæmundur Halldórsson kaupmaður, og Sigurður Kristins- son forstjóri hafa verið sæmdir riddarakrossi Dannebrogsorðunnar er Ágúst Flygenring kommandör- krossi II. gráðu. Hljómleikarnir á ,Skjaldbreið.‘ „Morgunblaðið“ hefir verið beðið fyrir eftirfarandi: „Ekki verður á betri hljómlist kosið á kaffihús- nm hjer í hæ, en þá, sem heyra má daglega hjá Eymundi Árna- sjmi og Markúsi Kristjánssyni á „Skjaldbreið.“ Skal öllum þeim, er unna góðri hljómlist ráðlagt að hlusta á þá. Því hvorttveggja er, að þeir eru mjög vandir í vali sínu á hlutverkum þeim, er þeir spila, og virðast vera hið besta samæfðir og samtaka.“ Þ. Raft, heitir skip, sem hingað kom í gær með sement til Hall- gríms Benediktssonar og Co. Hef- ir það áður verið hjer og hjet þá Uno. Gatnagerðin í bænum. Á það var minst hjer í blaðinu í gær, að mikla umbót væri nú verið að gera á Hverfisgötu innanverðri. En víða annarstaðar hefir farið fram í sumar eða á að fara fram viðgerð á götum eða lagning nýrra. Gera á t. d. við Laugaveg innanverðan, og við Njálsgötu, við Aðalstræti norðanvert og Austur- stræti vestanvert, ennfremur á að leggja holræsi í Hallveigarstíg og fylla hann upp, en ekki verður sá stígur fullgerður í haust. Þær götur, sem nú er þegar hafin við- gerð á, eru t. d. Klapparstígur, frá Laugavegi og upp á Skóla- vörðustíg, nokkur hluti af Njarð- argötu; þá hafa og verið geíðir upp gamlir vegir, svo sem Kapla- skjólsvegur, var hann „pukkaður“ í vor, alla leið fra bænum, og vestur á Seltjarnarnes. Á Bræðra- borgarstíg hefir og mikil viðgerð fgrið fram. Á síðustu fjárhags- áætlun voru veittar 80 þúsund kr. til Hverfisgötu og Laugavegar, 80 þús. til viðhalds gatna og 9 þús. kr. til Njarðargötu. Barnaskólinn. Umsóknir hafa bæjarstjórninni borist um fastar kennarastöður við skólann frá þessum: Geir Gígja, Jóhannes Lín- dal Jónassyni, Pálma Jósefssyni, Sigurði Sigurðssyni og Hafliða M. Eigið þjer Lestrarbók Noröals? Hún er einhver allra eigulegasta bókin sem til er í bókabúðunum. Bókav. Sigfúsar Eymundssonar. Sæmundssyni, og um stundakenslu frá Helga Elíassvni. Smíðaáhöld í Bamaskólanum. Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í gær, samkvæmt tillögum skóla- nefndar, að kaupa smíðaáhöld í Barnaskólann, er nægi til að hafa 30—40 pilta í kenslustund í einu. Kosta þau rúml. 1460 kr. í Kaup- mannahöfn. Barnaskólalæknarnir. Á fundi skólanefndar bæjarstjórnarinnar liafði verið rætt um fyrir skömmu, hvort heppilegra mundi að hafa einn lækni við skólann, sem ann- aðist hæði almennar lækningar og tannlækningar. Leit skólanefndin svo á, að ekki væri að svo komnu ástæða til að breyta frá því fyrir- komulagi, sem nú er. Og sam- þykti bæjarstjórnin það. Haraldur Sigurðsson píanóleik- ari heldur hljómleika í kvöld. — Vafalaust verða það færri en vilja, sem geta komist að til þess að njóta listar hans, svo mjög hafa menn þráð komn hans. Verkefni Haralds verða í þetta sinn: Præ- lude, Fugue og Variations, eftir César Franck; Fantasi, eftir Schu- mann; tvö lög eftir Pál ísólfsson; Barcarole, eftir Chopin og Scher- zo, eftir sama. Þetta verður eina tækifærið, sem menn hafa til þess að hlusta á snillinginn nú, því á laugardag fer Haraldur og kona hans, frú Dóra, austur að Kald- aðarnesi, til stuttrar dvalar þar. íþróttavöllurinn nýi. Langt er nú komið að sljetta hann og marka fyrir hlaupabraut og knatt spyrnusvæði. En ekld er farið að girða neitt enn. ð Reiðjakkar vatnsheldir frá 35,00, Reiðbuxur frá 24,00. Mest úrval af alsk. vinnufatnaði. — Einkasala á íslandi fyr- ir Olskind olíufatnað. Reynið hann, og þið munuð aldrei nota ann- an olíufatnað, hann er ódýrastur en samt sterkur. Vöruhúsið GENGIÐ. Reykjavík í gær. Sterlingspund ........... 26,I Danskar krónur ........ 111,70- Norskar krónur............ 96,45 Sænskar krónur ........ 145,21 Dollar ................ 5,41341 Franskir frankar .v..... 25,64 STAKA. pótt mig langi að leika frí laus við hangið kífsins, verð jeg fangi innan i öldugangi lífsins. Ebenezer Árnason, Húnvetningur. SPÆJARAGILDRAN Duncombe kinkaði kolli og mælti: — Haldið þjer áfram. — Ungfrú Poynton kom hjer í fyrsta sinni fyrir mánuði eða sex vikum. Hún varð hjer stöð- ugur gestur. Hún kom altaf ein og talaði ekki við neinn. Hún var okkur öllum gáta. Hún eyddi miklu fje, og herra Alfred gætti þess jafnan að hafa til borð handa henni. Eitt kvöld hafði hann drukkið allmikið — það hefir hann aldrei gert, hvorki fyr nje síðar. Þá sagði hann okknr, að hún hefði spurt hann um bróður sinn, og að hann hefði getað sagt henni hvað af honum varð. Hann bjóst ekki við að sjá hana aftur. En næsta kvöld kom hún þó. Svo sagði hann okknr enn meira — það, að ungfrúin hefði ásett sjer að mála kaffihúsið. Hr. Alfred kvaðst mundn sjá um það, að koma því á sýning- una. Þjer vitið ef til vill, að ungfrúin málar? Þessi spurning kom svo skyndilega, að hún átti áreiðanlega að koma Duncombe í bobba. En það brást. __ Ilaldið þjer áfram, mælti hann hryssings- lega. Það er jeg, sem spyr yður, en þjer ekki mig. __ Svo vildi það til eitt kvöldið, að ungfrúin kom ekki einsömul. Með henni var karlmaður einn, og settist við sama borðið. Hann heitir D. Aubarde, og við þekkjum hann vel öll hjer. En það leit út fyrir, að unga stúlkan kannaðist ekki við hann. Þau töluðu saman með mikilli alvöru í eina klukku- fitund, og þegar hún fór, stóð maðurinn líka á fætur og fór. Duncombe var orðinn náfölur. Louis tók eftir því og brosti. — Flossie stóð úti fyrir hiisinu, og sá þau aka burtu í vagni D. Aubarde. Þau voru að sjá orðnir ágætir vinir. Síðan höfum við ekki sjeð þau. Og nú vitið þjer eins mikið og við. — Hvað er langt síðan? spurði Duncombe rólegur. , : 'U ' — í kvöld er nákvæmlega vika síðan. Duncombe lagði seðlabunka á borðið. — Jeg vil með þessu sýna ykliur, að mjer er alvara með starf mitt. Þess vegna borga jeg kon- unum þá upphæð, sem jeg Ipfaði, þó jeg sje ekki í hinum minsta vafa um það, að hvert orð, sem þjer hafið sagt er lýgi. — Herra minn! — Jeg endurtek það — lýgi! En heyrið þjer. Jeg ætla að freista einhvers ykkar til þess að leysa ykkur úr þeim læðingi þjofnaðar hafta, sem hvila 4 ykkur nú. Jeg hefi borgað 10 þúsund franka fyr- ir lýgi. Nú býð jeg 20 þúsund franka fyrir sann- leika. 20 þúsund franka fyrir sannar og öruggar upplýsingar um núverandi samastað. Flossie leit snögt á hann. Þar næst skotraði hún augunum til frúarinnar, og sá að hún varð öll að einni peningagræðgi. Duncombe gekk hægt til dyranna. — Jeg borga reikninginn frammi í salnum, sagði hann stuttlega. Góða nótt, vinir mínir. Hugs- ið um tilboð mitt. 20 þúsund frankar! Louis stóð upp og hneigði sig nokknð drembl- lega. Flossie dirfðist að senda Duneombe koss á fingrinum og frúin leit til hans með brosi, sem margt gat þýtt. Hurðin laukst aftur á eftir honum, og þau heyrðu hann ganga fram salinn. Þá tók frúinnafn- spjald hans og las hátt: George Duncombe, Risley Hall Norfolk I_ (j, ef niaður gœti sagt honum saimleikann,, tautaði frúin, fengið peningana — og — Louis brosti íbygginn. IX. KAFLI. Freistingin. Ungfrú Flossie var ekki sýnd sjerlega mikit kurteisi á Grand Hótel. Dyravörðurinn áleit, að , Duncombe væri farinn út. Ef ungfrúin vildi bíða, þá skyldi hann gæta að þvi. En liann visaði henni ekki inn í salinn, eins og skyldan bauð honum þó, og bauð henni ek'ki einu sinni sæti. Ungfrú Flossie var ein þeirra kvenna, sem finsti þær vera móðgaðar af öllum blntum. En 1 þetta sinn var hún í svo mikilH geðshræringn, að húni tók ekki eftir þessu. Meðan dyravörðnrinn var að c-æta að, hvort Duncombe væri heima, hrökk hún saman, ef hún heyrði fótatak. Og við og við leit hún * 1 með hræðslublandinni óró út á götuna. ,jjún varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar dyravörðurinn kom einn aftur. — George Duncombe er genginn út, nngfrú. Á jeg ekki að skila neinu? — Vitið þjer hve langt verður þangað til að Duneombe kemur heim ? __ Hann gat ekkert um það. Hann fór fyrir| morgunverð. Flossie bað um leyfi til að skrifa fáein orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.