Morgunblaðið - 16.08.1925, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1925, Blaðsíða 6
6 ORGT :jri aðið f^aeertfwess^wrarsrs?. a;ðar starfs og framkvæmda hægt og þnngt. Það er satt, hjer er hljótt, hjer er friður til margvís- legra hugsana og athugana á sjálf- um sjer, umhverfinu ig fyrirbrigð- um þjóðlífsins. Hjer öskrar enginn „Jazz-djöfull“ og hjer eru ekki bumbnr kaffihúsanna barðar nje básún troðin. En þó svo sje ekki, «r hjer samt lúf og starf, hljóð barátta og kyrlátlegir sigrar. Hver bóndabær er eins og ofurlítið ríki, þar sem unnið er kappsamlega að heill og viðgangi hins litla þjóð- fjelags. Starfið sjest alstaðar, hvert sem jeg lít. Úti um tún og engjar sveifla sláttumenn orfinu, svo að glampar á fagurskygða ljáina í sólskininu, og grasið hleðst í múg eftir múg. Ljósbúnar, ljettklæddar stúlkur svifta því saman í flekki. Heyrt er heim hey, alþurt, á ein- um bæ í tveim vögnum, bólstur eftir bólstur. Hlaðan íyllist smátt og smátt, og bóndinn gengur með fagnaðarglampa í augum yfir hin- um hirta og bjargaða feng. Börn bjástra með orf og hrífur, snúa flekkjum og taka saman, og þykj- ast dugleg — og eru það. Hvergi er skýrari mynd vinnu- seminnar, hins sífelda starfs í sveitunum, en hjá börnunum þar. Á hverjum morgni, um það leyti sem rosknir og ráðsettir borgarar í Reykjavík eru að fara á fætur, koma hingað í Hofsvíkina mjólk- urvagnar hvaðanæfa að. Með þá koma nær einvörðungu börn, oft um langan veg. Þau eru fullorð- insleg í fasi og útliti og bera þejs vott, að hafa snemma þurft að leggja fram allan þann andlega og líkamlega mátt, sem þau höfVi yfir að ráða. Þau bera á sjer yfir- bragð þroskaðs manns, svo lág sem þau eru í loftinu. * Þau fara með vagnana fram íi flæðarmálið, ef fjara er, annars með mjólkurbrúsana fram á bryggjuna. Þaðan eru þeir fluttir 1 vjelbátinn, sem færir Mjólkur- fjelagi Reykjavíkur mjólkina. Sið- an snúa þau heim aftur, hljóð og alvarleg, því líkt sem væru þan strax búin að týna æskunni og farin að hugsa um ráðgátur lífs- íns. IV. '| Þegar jeg litast um hjer og sje gróðrarflæmið breiða úr sjer hjer um alt nesið, finn angan hinnar íslensku moldar og er vottur aðj því, sem hún gefur af sjer, þá liggur mjer við að ófunda bóod- ann, yrkjanda jarðarinnar. Teg veit þó, að jörð hans er ekki alt af græn, að ekki leikur sífelt sól- skin um hann, að stundum • sverf- ur að honum. En hitt sje jeg, að þegar sólin skín á land hans, þá setti hann að vera sælastur allra manna. Hann sjer á hverri stundu ávexti iðju sinnar. Hann sjer gróa upp af verkum sínum. Hann lifirj á hverri stúndu i nánu og órjúf- ( ándi sambandi við það, sem er heill ^ bans og hamingja. Og enginn hef- ir jafn góða aðstöðu og bónd- inn til að festa rætur í íslenskri menningu, skil ja hana, unna henni og efla. Og svo hið síðasta og besta: Að hafa um sig leikandi ár og síð hið tárhreina, heilnæm? 1 >ft og umhverfis hin breiðu, blámötl- uðu fjöll og gróðurbeltaða dali. Af öllu þessu er bóndinn öfunds- verður, þrátt fyrir erfiði, áhyggj- ur og vökunætur. En þær hafa allir. V. Á morgnana, rjett eftir sólar- upprás, verður mjer stuúdum hugs að til þess, livernig það er að vakna í borginni. Þar er maður vakinn við bifreiðaöskur, vagna- skrölt, eimpípu-org eða eitthvað enn verra. Og líti maður út, þá sjer maður í mesta lagi niður á rykuga eða foruga götuna og yfir i næstu húshlið, og ef til vill ein- staka morgungrettan mann á leið til vinnu sinnar. Engán gróður, ekkert náttúrulíf. Ekkért annað en dauð, kuldaleg mannaverk. En hjer! Hjer er dýrðlegt að yakna! Sólin roðar tjaldveggina og kastar bjarmanum í andlit mjer. Fuglasöngur, þessi lofgerð- aróður lífsins, berst alstaðar að, utan af tiíninu, úr móunum, fram- an af sjónum. Grátitlingar og Maríuerlur þvrpast á tjaldið, trítla um það, skoða það í krók og kring og syngja, syngja. Um- hverfis tjaldið og yfir því er stöð- ugur þytur af flugi morgunglaðra fugla. í borginni er maður vakinn með skrölti, háreysti, öskri. Bn hjer af hinni máttugu, nýrisnu sól og lofsöngsóði ,vængjaðra hjarðaL Syo eru tjalddyrnar opnaðar og maður gengur út, teygar brjóstið fult af sólvermdu loftinu, litast um — og fagnar. Alt er baðað í sól, drukkið af sól! Hvert daggar- tár er þornað og grasið stendur hreint og dökkgrænt eftir baðið. Maður minnist vísu Thomsens: Leggur reyki beint upp bæja, blæ jeg finn ei nokkurn anda. En í sjónum gegnum-glæja gömul fjöll á höfði standa. Svo byrja .jeg á mínum fábrevttu og friðsamlegu störfum, ærsla- og hávaðalaust. Jeg kveiki á gasvjel- inni,set upp kaffiketilinn og drekk rjómakaffi. Sæki nýmjólk í brús- ann minn heim 'í Hof og afhendi konu minni til bjargræðis okkur. Það er ekki meira að starfa í svip og jeg tek Kjalnesingasögu og les um stund; lít við og við upp og út um sóltindrandi sveitina og nýt náttúrufegurðar og stíl- og mál- fegurðar í sömu andránni. Jeg held áfram lestrinum, lifi með Búa í helli hans, fylgi Esjn fóstru hans upp einstigið til hans. Jeg berst með honum á Klébergi og sje Kol- finn kolbít etja kappi við hann í ástamálunum og lúta í lægra haldi. Svona líður dagurinn, hamfara- og bardagalaust, til ósegjanlegra viðbrigða fyrir þann, sem er svo settur, að þurfa daglega aðra tíma að láta úti högg til og verj- ast spjótalögum aðsækinna blaða. VI. Þegar jeg horfi hjer austur með Esju, þá furðar mig á þvn, að eng- inn málara okkar skuli hafa farið hingað til þess að setja þetta ein- kennilega og svipmikla svæði á ljereftið. Hjer er verkefni fyrir þá Hjeðan að sjá minnir Esja á tind- ana fyrir ofan Hraun í Oxnadal. Hjeðan er hún á að líta enn stór- skomari og svipfastari en þegar hún blasir við frá Reykjavík. En neðan við hana tekur við iðja- græn hlíðin, breitt undirlendi, grasi vafið alt fram að sjó, þjett- eigui* yðai* hjjá & British Daminians Insurance Ca., btd. Aðalumboðsmaður á íslanöi Ihe Eagle Star GARÐAR GÍSLASON, Reykjavik. Pappírspokar lægst verð. Herluff Clauaen. Simi 39. sett bæjum, og síðan Brimnesið, víkur og vogar. Nakin, gróðurlaus, klettótt Esja og laufgræn, sumar- mild undirlendisbreiðan rjett við eru tákn um eðli og einkenni lands vors: Hart og kalt, en þó gróður- ríkt og sumarhlýtt og gott um leið. Það hefir dregið sem snöggvast fyrir sólina meðan jeg' sat inni í tjaldi mínu og skrifaði þetta. En nú hafa skýin greiðst sundur, og sólin sikín ií allri sinni dýrð.” Jeg geng út og fagna henni. J. B. Linoleum-gólfðúkar. Miklar birgðir nýkomnar. — Lægsta verð i bænum. Jónaten Þorsteinsson 6[ m i 8 6 4. Stærsffu pappfrsf r amleiðendur á Norðurlondum Uoion Paper Co, Ltd. Osló Afgreiða pantanir, hvort heldur beint erlendis frá eða af fyrir- liggjandi birgðum í Reykjavík. Einkasali á íslandi. Garðai* Gislason. (Magnétisme des laves et magnétisme terrestre) Eftir R. Chevallier. Náttúruafl það, sem beinir seg- ulnálinni í vissa átt, er mönnum i raun og veru ráðgáta enn í dag. Engin fullnægjandi skýring er enn fengin á jarðsegulaflinu. — Fyrstn athuganir á segulmagni voru gerðar fyrir fáum öldum síðan, en til þess að geta útskýrt og skilið þetta undra afl, er nauð- synlegt, að skygnast aftur í tím- ann, aftur í aldaraðirnar, sem á undan eru gengnar, og það sem maður þarf að skygnast eftir, eru breytingar þær á stöðu segulnál- ar eða afstöðu segulaflsins á fyrri tímum. Reynst hefir kleift að komast eftir þessu með því að rannsaka eldhraun. Til skýringar skal fyrst tekið fram: Allir þekkja frá barnæsku hið skeifumyndaða segnljárn, sem dregur að sjer smánálar. Ef mað- ur veitir nálunum eftirtekt, kem- ur það í ljós að nál, sem snortin e: af seguljárni, hún er þegar seg- ulmögnuð, og dregur til sín aðr- a. nálar. Pólar myndast á endum hinna .segulmögnuðu nála, og hef- ir norðurpóllinn tilhneigingu til þess að snúast í áttina til hins nyrðra segulskauts jarðarinnar. En fyrir þessa skuld er hægt að gera segulnálar í áttavita. Jörðin er einn meiri háttar „segulhnöttur“, sem hefir tvo póla. Þegar hið eldglóandi fljót- andi hraun, sem járnblandið er, streymir út úr eldgígunum, segul- magnast það fyrir áhrif jarðarinn- ar á sama hátt og saumnálar seg- ulmagnast fyrir áhrif seguljárns- ins. Hægt er með venjulegri næmri segulnál að ganga úr skugga um, að hver einasti hraunmoli er seg- ulmagnaður, að hann hefir pólana* 1 tvo, norður- og suðurpól. En það er stefnan milli þessara tveggja póla, eða stefna segnlafls- ins í hraununum, sem er eftir-! telitarverðust, því hún er eins í öllum þeim hraunmolum, sem reyndir eru í sama hrauninu. Ef athugaðir eru hraunmolar í sama hrauni, sem liggja til dæmis í beinni stefnu með kílómeters milli bili, þá kemur það í ljós, að segul- stefnan er hin sama í þeim öllum, þ. e. a. s. þessi stefna er hin sama og segulstefna jarðar, eða stefn- an á segulskaut jarðar var, er hraunið rann. Segulafl jarðarinnar breytist — segulskautin færast úr stað, en scgulstefnur hraunanna geymast óraskaðar, eins og þær urðu þeg- ar hraunin storknuðu. Segulstefn- nrnar, sem geymst hafa í hraun- nnum, leiða í ljós sögu jarðsegul- aflsins, frá löngu liðnum tímum. Það sem sjeð verður af hraun- unum, er í raun og veru það at- riði þessa máls, sem nokkru gildir. En hvar á jörðinni eru hraun, scm aldur þekkist á, yfir alllangt tímabil? Eigi er um marga staðí að velja. Það eru þrjii lönd, sem hjer koma til greina, ísland, ítalía og Japan. Hefi jeg byrjað á að rannsaka hraunin á ítalíu, og hefi þegar orðið þar áskynja um breytingar þær, sem orðið hafa á segulstefnu jarðarinnar síðan á 11. öld. Býst jeg við að halda þessum rann- sóknum áfram. Jeg á svo stutt að heiman til ítalíu, að jeg get komið því við. En hvað um ísland? Hver vill takast þetta starf á hendur hjer? Eðlilegast væri, að það væru ís- lendingar sjálfir, sem leystu það starf af hendi. Er jeg fullviss um það, að mikill árangur fengist af því starfi, og mikill ávinningur yi'ði það fyrir vísindin. Verkfær- in, sem til þess þurfa, eru einföld, og saga liraunanna er skráð í hin- um merku ritum Thoroddsens. Jeg notaði mjer tækifærið, er jeg kom hjer við, til að útvega mjer hraunmola-sýnishorn úr Þurárhrauni, sem á að hafa rnnn- ið nál. árið 1000. Þessi sýnishorn verða rannsökuð í Frakklandi. En eigi má við svo búið standa. Er þetta ekki nema lítilfjörleg byrj- nn á þessu mikla vísindastarfi, sem við eigum von á frá íslandi; rannsóknum á segulmagni hraun- anna miklu, sem gefa landi yðar alvöruþrunginn tignarsvip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.