Morgunblaðið - 23.08.1925, Qupperneq 6
6
MO* GUNBLAÐIÐ
Mnniö eftip
þeasu eina
innlenda fjelagi
Þegar þjer sjó- og bruna-
tryggið.
Slmi 542.
Pósthólf 417 og 574.
Sfmnefnis Insurance.
ast vill. Nám þeirra og andlegur
þroski, sú hjálp, sem skólinn á
að veita þeim til þess að skilja
stöðu sína, samræma reynslu sína,
gjöra þær mentaðar konur og
vaxnar ábyrgðarríku starfi, alt
þetta situr á hakanum fyrir vinnu-
brðgðunum. Og þó slept sje að
minna.st á það, hve örðugt hjúkr-
unarnemum er gert fyrir með
þessu, fær hitt ekki dulist, að
þeír eru beinlínis beittir rang-
læti.
Yið flest annað samhærilegt
náin fær fólk einhvern ‘styrk,
einhverja hvöt og aðstoð. En við
smærri spítala, þar sem fátt er
um kensluáhöld og takmarkaða
reynslu að fá, er niðurstaðan sú,
að hjúkrunarnemar gera betur
en borga með vinnu sinni þá
fræðslu, sem þeir hljóta.
Nauðsynlegar umbætur.
' Hjúkrunarskólar stofnaðir.
Heilsuvarðveislan.
Þetta ástand er nú viðurkent
óviðunandi og gagngerðra umbóta
er krafist. 1 New-York og annar-
staðar þar, sem þessum málum
hefir verið best skipað og dyggi-
legast að þeim unnið, hafa verið
stofnaðir „hjúkrunarskólar,“ það
er þriggja mánaða undirbúnings-
tími, þar sem sjerstök systir kenn-
ir námsmeyjum og undirbýr þær.
Það eru til þeir hlutir í hjúkrun,
sem ekki verða kendir til fulln-
ustu á spítala, nema nota sjúka
menn við kensluna. — Slíkt er
óhæfa. Þar sem skilningur á þessu
er fenginn eru þessir skólar stofn-
aðir með margbrotnum áhöldum
og ekki horft í kostnað. Þar eru
námsmeyjar búnar svo undir að
þær geti hagnýtt sjer kenslu læ'kn-
anna. Að dæmi nokkurra fyrir-
myndarskóla er það nú að verða
almenn krafa, að heimta meiri
undirbúningsmentun, sem inntöku-
skilyrði. Sumir bestu skólamir
krefjast stúdentsprófa eða jafn-
gildi þess, aðrir því sem svarar
gagnfræðaprófi. Vinnutíminn á
sjúkrahúsunum er styttur, þ. e. a.
s., námsmeyjum er ætlaður meiri
tími til lestrar og náms og sjer-
stök systir með sjerkunnáttu feng- j
in til að leiðbeina þeim í hverri j
grein. Þungamiðja hjúkrunarnáms (
ins er færð til — vinnuleikni þyk- j
ir ekki lengur nægja. Það er bygt j
á þeirri meginhugsun, að heilbrigð
ir þurfi líka hjúkrunar við. Heilsu
varðveitsla (Public Health), þekk-
ing á andlegri heilbrigði (Mental
Hygiene) og heilbrigðisuppeldi
barna, verður nú eitt af höfuðvið-
fangsefnunum.
Starf F. í. H.
Því hefi jeg minst á þetta hjer,
að aðalstarf P. í. H. hefir verið
og verður að koma hjer upp sæmi-
legri kenslu fyrir hjúkrunarkonur.
Mjer fanst það ofraun, þegar pró-
fessorsfrú C. Bjarnhjeðinsson
byrjaði á því 1920 fyrir hönd F.
í. H., að ráða nema til Vífilsstaða,
sem síðar áttu að flytjast til
Klepps, Lauganess, Akureyrar og
ísafjarðar. Hvernig eigum við að
kenna hjúkrun þar sem alt vant-
ar, sjúkrahús og kensluáhöld, og
kenslan er algerlega komin undir
góðvild og hæfileikum spítala-
lækna og hjúkrunarkvenna, sem
hafa nóg annað að gera. Samt hef-
ir árangurinn orðið furðanlegur.
Hjúkrunarkonur, sem við höfum
sjálfar kent, hafa nú farið upp
til sveita, aðrar til Kaupmanna-
hafnar til frekara náms. Samt má
engri okkar dyljast hve ófullkom-
ið þetta er, þótt betra sje en
ekkert. Fyrst þegar landsspítalinn
kemur, verður okkur fært að
kenna hjúkrunarkonum svo í lagi
sje, og þó aðeins að læknastjettin
og þjóðin hafi fullan skilning á
mikilvægi þess. Alt sem slær
þumlung af þeirri hugsjón, að
aðeins það besta og fullkomnasta
sæmir okkur, hvað snertir ment-
un hjúkrunarkvenna, það er
nægjusemi skeytingarleysisins og
sjerþóttans og sjálfsánægjunnar,
sem varpar kotungsblæ á svo
marga góða viðleitni.
Varðveisla heilsunnar. Erfitt að
kenna þeim ráð sem
heilbrigðir eru.
„Public health“ var eitt af aðal-
viðfangsefnum þingsins. Helstu
brautryðjendur þessarar nýjustu
og merkilegustu hjúkrunarstarf-
semi voru þarna samankomnir
víðsvegar að. Var saga þessarar
starfsemi rakin þar í ræðum og
sýnt hvílíkum undraviðgangi þessi
hreyfing hefir náð. Florence Night
ingale var forgöngumaður á þessu
sem öðrum sviðum hjúkrunar. —
Hún skildi að hlutverk hjúkrun-
arkonunnar var ekki aðeins sjúkra
hjúkrun, heldur og að kenna fólki
a? varðveita heilsu sína, með auk-
inni þekkingu, hreinlæti, hollustu
híbýla, rjettri meðferð barna o. s.
frv. Public health, hjúkrunarstarf-
semi byrjaði fyrst sem líknarstarf
meðal fátæklinga, sem lágu sjúkir
á heimilum. Nú er starfið orðið
margbrotnara og markmiðin á-
kveðnari. En það hefir leitt til
þess, að komið hefir í ljós, að
venjuleg hjúkrunarmentun nægir
engan veginn til þess að leysa
þetta starf af hendi. Sjúkrahúsin
og hjúkrunarskólarnir nægja þar
ekki. Mönnum gengur yfirleitt illa
að skilja þetta. Þó er það ofur
Ijóst. Það þarf meiri skilning og
mentun til þess að fást við orsakir
hluta en afleiðingar, það er örð-
ugra að kenna fólki að gera hlut-
ina sjálft, en gera þá fyrir það.;
Heilbrigður maður er fúsari til
þess að hlýta heilsusamlegum ráð-
ur en sjúkur. Til þess því að geta
sagt ófræddu fólki vísindalegar j
staðreyndir, svo að gagn megi
verða, nægir ekki að hafa lært
þær eins og páfagaukur. Þar næg-
ir ekki minna en að skilja svo vel
að hægt sje að rekja áþreifanlegar
afleiðingar til orsakanna þann-;
ig, að einnig þær liggi í augum
uppi.Að öðrum kosti brestur þessa,
fræðslu alt sem orðið gæti að hvöt
til að breyta samkvæmt henni, —
fyr en um seinan.
i
Skólarnir, er kenna „heilsuvarð-
veislu".
Með þetta fyrir augum hafa
skólar verið stofnaðir fyrir lærð-'
ar hjúkrunarkonur, t. d. Bedford
College í London, og einnig í'
Ameríku. Þeim er ætlað að gera
hjúkrunarkonur svo úr garði, að
þær geti áttað sig á því, hvar
skórínn kreppir að, hvar sem þær
eru og meðal hverrar stjettar sem j
þær vinna. Aðaláherslan er lögð:
á þjóðfjelagsfræði, hagfræði, at-
vinnumálaþekkingu (Industrial
conditions), sálarfræði, uppeldis-
fræði, og heilsufræði, ásamt fleiru.
Þar að auki verkleg kensla á
öllu sem lýtur að því, hvernig
„Public health“ hjúkrunarkona á
að starfa. Nú vinna slíkar hjúkr-
unarkonur úti um allan heim, í
skólunum, á heimilunum, í verk-
smiðjunum, á berklavarnastöðvum
og að barnavelferðarmálum og
takmarkið er aðallega fræðsla,
meiri fræðsla og betri. Tilraun, er
allar hjúkrunarkonur, að minsta
kosti þær sem lagt hafa stund á
„Public health", fylgjast með eft-
irvæntingu með, eru hjúkrunar-
skólarnir amerísku, aðallega Roc-
kefellerskólinn við Yale-Univer-
sity. Einhver mentaðasta og merk-
asta ameríska hjúkrunarkonan
veitir honum forstöðu, prófessor
Goodrich og var hún á þinginu í
Helsingfors. Skólinn er ætlaður
forstöðukonum sjúkrahúsa, kenn-
urum hjúkrunarskóla og „public
health“ hjúkrunarkonum. Námið
er 5 ár. Helming tímans er starf-
að við sjúkrahús, hinn helmingur-
irn gengur til háskólanáms í þeim
greínum, sem áður er minst á.
Jeg sje mjer ekki fært að fara
nánar út í fleiri mál, er þarna
komu til umræðu. Álcveðið var að
næsta þing I. C. N. yrði haldið í
Kína árið 1929. Forseti til þess
tíma var kosin Nina D. Gage, for-
stöðukona hjúkrunarskóla þar í
landi. En barónessa Sophie Mann-
erheim ljet af þeim starfa.
Skemitanir.
Eins og nærri má geta, var
margt um að vera í sambandi við
þingið annað en fundarhöldin ein.
Voru það bæði sýningar og hljóm-
leikar, veislur og annar mannfagn-
aður. Sunnudaginn áður en þing-
ið hófst, var okkur til dæmis boð-
ið á kirkjuhljómleik í Nikolaj-
kirkjunni. Þar söng Suomen Lauln
meðal annars nýja Liturgie eftir
Sibelíus, sem hann hafði helgað
þessum fundi. Bæjarstjórnin bauð
til útiskemtunar úti ‘í Fölisön-
skemtigarðinum. Er þar einnig
finsk þjóðsýning, kirkjur, hús og
fornar menjar, margskonar. Einn-
ig voru okkur sýndir þar finskir
þjóðdansar og sungin finsk þjóð-
lög. Það var ákaflega gaman og
m.átti af því fá hugmynd um
margt í lífi og baráttu Finna. —
Framkvæmdanefnd þingsins hafði
einnig efnt til sýningar, að því er
snerti hjúkrun í ýmsum löndum,
voru þar bæði myndir og áhöld
til sýnis. Einnig var þar finsk
sýning af sama tagi. Hið merk-
asta á þeirri sýningu var vafalaust
það, sem barnavelferðarf jelag
General Mannerheims sýndi. En
af því jeg vona að geta skýrt
Reykvíkingum nánar frá þeirri
merkilegu starfsemi síðar, skal því
slept hjer.
Laugardaginn 25. var þinginu
slitið. Þá fór jeg með „Interna-
tionals" út í sveit. Fórum við til
eyjar einnar, er Koskensaari beitir
og er hvíldarheimili hjúkrunar-
kvenna. Dvöldum við þar nokkra
daga og hjeldum með okkur fundi.
Staðurinn er undrafagur og var
dvölin þar mjög ánægjuleg. Smá-
borg ein er þar gegnt, sem Hein-
ola heitir. Þótti þeim Heinolabú-
um svo mikill fengur í okkur í
sveitar fásinninu, að þeir gerðu
menn á fund okkar og buðu okkur
til veislu. Sem nærri má geta var
það þegið.
Barónessa Sophie Mannerheim.
Hin miskunsama systir og hinn
máttugi leiðtogi.
Mig langar til þess, að enda
þessar línur með nokkrum orðum
um barónessu Mannerheim. Ekki
það, að jeg ætli mjer að fara að
telja upp öll afrek hennar á sviði
hjúkrunar. Til þess er ekki tími.
Mjer er nóg að segja það, að
vegur Finnlands í þeim málum
má algerlega heita hennar verk.
Ár eftir ár hefir hún haft for-
yetuna á hendi, skipað hverju
vandamálinu á fætur öðru, trúað
þar sem aðra brast trú, sjeð mögu
leika þar, sem aðrir sáu úrræða-
leysi. Og þó er þetta aðeins ytra
borðið á starfi hennar. Þeir, sem
kunnugir eru á spítalanum henn-
ar, gætu best sagt frá því. Þar
hefir hún sjeð um uppeldi ótal
hjúkrunarkvenna, verið þeim
drotning og móðir, verið máttug
og miskunnsöm. Og hún, sem átti
kost á því að drotna, hefir lagt
á sig og fórnað, unnið látlaust og
gegndarlaust. Slík er Sophie Man-
nerheim.