Morgunblaðið - 05.11.1925, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1925, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAillÍ. ■ vll: Vllii. F!no«& iípfandi: r'JsJH* 5 •tcuatjorar: JOn KJari«.uiíoi.. ValtjT ■tatAniBoa. A.uKl?«m*a»tJ6rl: E. Hafb*r*. ébrifatofa Auaturatrwtl 8. Stuaar: nr. 498 oet 600. UisrSýsiDjraskrifmt:. tr. TtJO. ■U<» 'M&tltr.s.t: J. Ej. nr. 741. V. St. nr. illo. 3. Hafb. nr. 779. A»krlftagjald lnnanlands kr, 1.00 4 mánuCl. Utanlanda kr. 2.60. 'au«a«dlu 10 ntin -í 1 n ERLENDAR SÍMFREGNIR Khöfn 4. nóv. ’25. FB Frakkneska stjómin völt. Símað er frá París, að stjórnar- dagar Painlevé muni bráðum tald- ir. Sosíalistar hafa ákveðið að styðja hann ekki lengur, vegna þess að flestir þeirra vilja hætta við, eða að minsta kosti takmarka styrjöldina í Sýrlandi og í Mar- okkó. í Marokkó er enn harist. Austurrískir embættismenn gera verkfall. Símað er frá Vínarhorg, að helmingur austurrískra emhættis- manna hafi gert verkfall, að und- anteknum járnhrautar- og póst- mönnum. Verkfallið á rót sína að rekja til kaupdeilna. Öllum stjórnar- skrifstofum er lokað. Borgin er brauðlaus. Vetrarriki í Noregi. Símað er frá Oslo, að ákafleg snjóþyngsli sjeú víða í landinu og umferðateppa. Frá Rússlandi. Símað er frá Moskva, að gert sje ráð fyrir því, að Trotski verði eftirmaður Frunie. Sigur Alþjóðabandalagsins í grísk-búlgarska málinu. Símað er frá Stokkhólmi, að Undin utanríkismálaráðherra sje kominn heim af Alþjóðabanda- lagsfundinum. Fullyrðir hann, að viðspornun grísk-húlgarska stríðs- ins sje stórsigur fyrir bandalagið. Ræningjar vaða uppi í Sýrlandi. Símað er frá Damaskus, að ræn- ingjaflokkar herji víðsvegar um landið, stela og brenna og eru ákaflega erfiðir viðfangs, þar sem þeir eru fjölmennir. ítalir semja við Bandaríkjamenn. Símað er frá Washington, að 'ítölsk nefnd sje þangað komin til þess að semja um skuldir Italíu við Bandaríkin. Almenningur er sáróánægður yfir því, að ekki náð- ist samkomulag við Frakka á dög- unum. Vitskertur flugvjelarfarþegi. Símað er frá Prag, að vitskertur flugvjelarfarþegi hafi ráðist á flugmanninn í háa lofti. Flugmað- urinn hjelt dólgnum með annari hendi, en stýrði með hinni, og kom flugvjelinni óskaddaðri til . jarðar. K apptef lið. Á borði I var 5. leikur ísl. (hvítt) e 2—e 4 Á borði II var 4. leikur (svart) e 7—e 6. Rvík 4. nóv ’25. FB I morgun komu hingað leikir frá Norðmönnum á báðum borð- unum: so r Á borði I. var 5 leikur þeirra (svart) d 7 — d 6. Á borði II. £ var 5. leikur þeirra (hvítt) B f mÍ Uppðrættir af fyrirhugaðri viðbótarbyggingu við Hótel ísland. * \aUfttítT-o?ii e 2. £ Úr V.-Skaftafellssýslu. Símtal við Vík, 4. nóv. Skipstrand. Aðfaranótt þriðjudags s. 1. strandaði þýskur togari, „Hans von Pritzhuer“, frá Geestemunde, á Steinsmýrafjöru í Meðallandi. Um nóttina hafði heyrst mikið flaut frá skipi upp á bæi og fóru menn á fjöru og fundu strandið. Var veltubrim og skipið fast langt úti á rifi og enginn skips- manna kominn á land. Með tals- verðum erfiðleikum tókst mönn- um úr landi að bjarga öllum skipsmönnum, 14 að tölu, á land. Er talið víst, að allir skipsmenn hefðu farist, ef menn úr landi hefði ekki borið þarna að. Álitið er, að skipið muni sökkva í 'kaf og engu verði hægt að bjarga. Skipið kom beina leið frá Eng- landi. Skiphrotsmenn voru flutt- ir að Efri-Steinsmýri og verða brátt fluttir þaða.n áleiðis til Vík- ur, og áfram hingað, ef eigi verð- ur leiði í Vík. Mannslát. Nýlega er látinn í Hrauni á Landbroti, Páll Bjarnason, ungur efnispiltur. Páll sál. var greindur vel og ágætur smiður. Er með fráfalli hans mikill harmur kveð- inn upp meðal ættingja og vina, því Páll sál. hafði oft sýnt það, á sínu stutta æfiskeiði, að hann hafði mikinn mann að geyma og góðan dreng. Sandfok. Undanfarið hefir verið versta tíðarfar í Skaftafellssýslu, sifeld- ir stormar og rigningar. Hafa sandfok orðið óvenju mikil, og sumstaðar, einkum á Hnausum í Meðallandi, orðið stórtjón af sandfoki. ,,,,, ,r I ii ' {] Hótel fsland. Eigandi hótelsins Jensen-Bjerg kaupm. hefir í hyggju að auka húsrúm þar að miklum mun, og gera þar allan aðbúnað með nýtísku sniði. 1. loft. Skástrikaða svæðið er grunnflötur gamla hússins, sem á að standa óhaggað. (Tilk. frá Taflfjelagi Rvíkur). Rvík, 3. nóv. FB. í gærkvöldi voru sendir hjeðan Meikir á báðum borðunum. Með ári hverju verður það til- finnanlegra, hve bagalegt það er, að hjer skuli ekkert gistihús vera, sem uppfyllir kröfur þær, er vand- látir ferðamenn gera til gistihúsa. F'áum mun það þó eins ljóst, og Jensen-Bjerg kaupm., eiganda Hótel Ísland. Eins og hótelið er nú, er það bæði of lítið og hefir eigi þau þægindi, sem tíðkast á gistihúsmn erlendis. Mun það fá- títt í jafn stórum bæ og Reykja- vík er orðin, að þar skuli eigi vera gistihús, sem betra er að öll- um aðhúnaði en Hótel ísland er nú; enda eigi vansalaust fyrir höf- uðstaðinn, ef eigi verður bráðlega ráðin bót á þessu. Bæjarbúum má því vera það hið mesta ánægjuefni, að Jensen- Bjerg skuli nú hafa ákveðið að auka við hótelið að miklum mun og gera úr því gistihús með full- komnu nýtísku sniði. Hefir tíðindamaður Morgunbl. hitt Jensen-Bjerg að máli og fengið að sjá hjá honum upp- drætti af hinni fyrirhuguðu bygg- ingu. Ráðgert er, að rífa lágu bygg- ingarnar, sem nú eru meðfram Veltusundi og Vallarstræti og hyggja þrílyft hús meðfram þeim tveim götum, en láta aðal húsið, sem nú er, standa óhreyft að sinni. — Er þetta þegar ákveðið — spyrjum vjer Jensen-Bjerg. Já, í raun og veru er það svo; áætlanir eru að mestu gerðar, og nokkurt fje er fyrir hendi, þó jeg hafi enn ekki handbært alt það fje, sem til þarf, því það mun varla vera innan við 300 þús. kr. Leyfi byggingarnefndar og bæjar stjórnar er enn ófengið. Eins og sjeð verður á uppdrátt- unum, ■ er ætlast til, að hafa veit- ingasali á stofuhæð, samkomusali á 1. hæð, en gestaherbergi verða á 2. og 3. hæð. — Jeg ætlast til, segir Jensen- Bjerg, að hótelbyggingin, sem nú er, haldist að mestu óbreytt. — Gisting verður seld lágu verði í þeim hluta hótelsins. En nýju her- bergin verða með alt öðru sniði, húsbúnaður allur hinn vandaðasti, vatnsæðar með heitu vatni um öll herbergin, sími í öllum her- bergjunum. Baðherbergi verðaþar o. fl. til þæginda. Aðal inngangur hótelsins verður úr Austurstræti, í norðurendann á álmunni, sem verður meðfram Vallarstræti. Austurstræti á að breikka, og má því eigi byggja upp eins langt út í götuna og hús- ið er nú. Þegar inn kemur um aðaldyrnar, verður dyravarðarstöð á hægri hönd, en á vinstri hönd stigar upp' á loft. Gengið er beint úr anddyri inn í veitingasal. Á sá salur að vera fyrir almenning. En sunnan við hann í álmunni með fram Vallarstræti eiga að vera borðsalir hótelgestanna. Á fyrstu hæð eru samkomusalir, eins og fyrr er sagt og uppdrátt- urinn sýnir. Út að Veltusundi minni salir, en stór salur í álm unni að Vallarstræti. Þessi húsa- kynni eiga að vera þægileg, jafnt fyrir lítil sem stór samkvæmi. 1 salnum, sem snýr að Vallarstræti, eiga að geta setið 200 manns að borðum. — Hvenær er áformað að byrja á byggingunni? — Ef bæjarstjórnin getur fall ist á þetta byggingarfyrirkomu lag og þenna viðauka við gistihús bæjarins, ætlast jeg til, að byrjað verði á verkinu í vor. STAKA. í lok 19. aldarinnar og skömmu fyrir dauða höf. Líður á alda kalda kvöld kúgun margir finna, ósjálfbjarga eyðslu fjöld eignum farga hinna. Komin skóla er nú öld og áþján bænda nöpur, hamingjusól við hennar kvöld held jeg verði döpur. Davíð Jónsson, Heiði á Langanesi. 3 ! Helgidagafriðun. I. Alþýðublaðið hefir undanfarj» daga reynt að sverta mig fyrir framkomu mína á safnaðarfund- inum. 1 gær herðir það enn á í nafnlausri níðgrein, sem jeg skpi vikja nokkrum orðum að. Jeg vil þó fyrst geta þess, að forgöngumenn fundarins höfðu sjerstaklega mælst til þess, að nokkrir tilgreindir menn sæktu fundinn. Var jeg meðal þeirra. f fundarlok tók jeg til máls, vegna þess að fundarstjóri kvað tillög- ui þær, er upp voru bornar, sam- þyktar með öllum atkvæðum. Vildi jeg ekki villa á mjer hext» ildir, og kvað mjer því hljóðs, til að láta hinn einlita 1500 maníBi hóp vita um þennan „eina rang- láta“. Jeg skýrði hreinökilnislega frá því, að mjer væru ræður for- vígismannanna vonbrigði Það eru fleiri en klerkar og hreintrúaðir, sem sjá og skilja, að enginn er of sæll, þótt hann hvílist hinn sjöunda daginn, er hann hefir unnið hina sex. Friðun helgidags- ins er það enginn sigur, þótt 1500 manns staðfesti þessa skoðun með atkvæði sínu. Hitt mun sanni nær, að ekki finnast 15 menn í öllu landinu, sem andmæla henni. En þetta er aðeins önnur hlið máls- ins. Hin er annmarkarnir, sejn friðuninni fylgja. Það var tví- mælalaus skylda forvígismann- anna, að skýra þá, svo menn ættn hægra með að meta kost og löst. Þeirri skyldu brugðust þeir allir að mestu. Jeg get ekki játað, að það sje» drotni háðung, að menn sitji ekki auðum höndum á helgidögura. *— Drengilegt handtak til þarfa unnið, þótt á helgidegi sje, er drotni vafalaust þóknanlegra en dáðlaust, syndugt hugarfar. Með lagaboði verður mönnum ekki kent drotni að þjóna; en sjálf- sagt mætti fækka messuföllum hjer í landi, þótt helgidagalög- gjöfin stæði óbreytt. n. Jeg kem þá að ofannefndri nafnlausri grein Alþýðublaðsins. Jeg gat þess á safnaðarfundin- um, að varlega skyldu menn lög- banna helgidagavinnu, fyr en rannsakað væri hvað af hlytist. Um þetta farast höfundi þann- ig orð: „Jeg get ekki látið vera að lýsa andstýgð minni á því, að ganga fyrir altari drottins í kirkjunni og lýsa yfir því þati- an, að það verði að fara vax- lega í því að hlýða boðorðum hans. Það er samviskuleysi og ruddaskapur á afar háu stigi“. Jeg skal fúslega játa, að því fór fjarri að jeg byggist við að breyta skoðun nokkurs manns með þeim fáu orðum, er jeg sagði á safnaðarfundinujm Sú sýnist þó raunin p. orðin. Framangreind tilvitnun er sjalfsagt frumleg skoðun greinarhöf. á þeim, er ekki vildu skilyrðislaust banna alla helgidagavinnu,og leyfðu sjer að viðhafa slík ókvæðisorð sem „að fara varlega, þar til málið væri rannsakað“. Þetta hefir sjálfsagt verið bjargfast álit mannsins, og líklega er honum enn ekki ljóst að það hafi hagg- ast. Þó er það svo, og er ekki ólíklega tilgetið, að jeg hafi haft í áhrif á hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.