Morgunblaðið - 05.11.1925, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.11.1925, Blaðsíða 5
Aukftbl. Morgbl. 5. nóv. '26. MOHGUNBLAÐIÐ Einræði Iðnskólast j órnar innar. Flestum er þegar kuuuugt ger- ræði það, er skólastjórn Iðnskól- ans gerði sig seka í, er hún rak Þórberg pórðarson frá kennara- stöðu þeirri er hann hafði á hendi í Iðnskólanum. Með þessu tiltæki liefir skóla- stjórnin höggvið næst nemendum skólans, þareð hún svifti þá, að ástæðulausu, hinum allrabesta ís- lensku kennara er fáanlegur var að skólanum. Það er því ekki furða þótt allir hugsandi menn byggjust við harðri árás frá nemendum skól- ans á skólastjórnina, eftir að hafa orðið fyrir slíku ranglæti. En þar sem engin slík árás hefir fram komið af hálfu nemendanna, eru þeir vitanlega álitnir andlegir aumingjar eða svo skeytingarlaus- ir um velferð sína, og skólans, að þeir láti sjer á sama standa livern ig skólastjórnin hagar sjer gagn- vart þeim. Mjer eru vel kunnugar þær erf- iðu ástæður er nemendur Iðnskól- ans hafa til andsvara, og eins þekki jeg líka nokkurnveginn þá hlið málsins er að nemendunum veit. Tel jeg það því skyldu mína, fyrst jeg er farinn úr skólanum, að bera blak af skólabræðrum mínum, þareð jeg býst við, að hver þeirra, sem opinberlega reyndi að bera sig upp undan þessu ofríki, myndi ekki þurfa að eyða fleiri kvöldstundum í Iðn- skólanum. Strax þegar nemendur skólans höfðu fengið vissu fyrir því hvernig á brottrekstri Þórbergs Þórðarsonar stóð, samþyktu þeir mótmæli gegn þessum afglöpum og sendu stjórnarnefnd skólans, þrátt fyrir aðvaranir skólastjór- ans, um að fara varlega þær sakir, þar sem að hann sagði við þann er þetta ritar, að þeir af nemendum skólans, sem yfirleitt ljetu skólanefndina á noklcurn hátt komast að því ,að þeir væru andvígir þessari ráðabreytni nefndarinnar myndu sennilega verða reknir úr skólanum, og sýndi um leið fram á það, að skól- inn gæti haldið áfram með fyrsta bekk einan, þótt allir efri bekkir skólans færu, þar sem þar væru nú alt að því eins margir nem- endur og verið hafa í öllum bekkj- um skólans undanfarna vetur. — Ennfremur gaf hann mjer það fyllilega í skyn að skólastjórnin hefði vald til þess að hringla með kennara skólans eftir eigin geð- þótta, án þess að taka vilja nem- endanna hið minsta til greina. Yar af þessu augljóst, að skólastjórnin hefir ætlað sjer að grípa til þe,ss örþrifaráðs gagn- vart nemendunum, að hóta þeim brottrekstri, ef á þyrfti að halda. Ein syndin býður annari heim og þannig fór fyrir skólastjórn- inni. Hún bætti ofbeldi ofan á ranglæti. Þegar hún hafði íengið mótmæl- jn frá nemendunum hefir hún sennilega orðið hrædd um að þeir Ijetu ekki þar við sitja og hugsað teitthvað á þá leið, að ekki væri ráð nema í tíma væri tekið og best myndi því vera að þagga niður í nemendunum nógu snemma. J þeim tilgangi mun skólastjóri hafa átt tal við nem- endurna úr tveim efri bekkjum skólans, eitt kvöldið, og ítrekað þar, á viðeigandi hátt, þær hót- anir, er hann var áður búinn að liafa í frammi við mig, og auk þess látið þá í skjóli þessara hót- ana lofa sjer því, að gera sig á- nægða með það sem komið væri, o£ hreyfa eigi framar frekari mót- mælum, vitandi, að þeir hinir sömu nemendur voru nýbúnir að senda skólastjórninni mótmæli gegn þess um gjörðum hennar. Þetta er að mínu áliti það alvar legasta, er komið hefir fram í þessu máli, fyrir nemendur skól- ans. pví telja má vafalaust að samnefndarmenn skólastjórans, minsta kosti hr. K. Zimsen, , standi þarna að baki hans. — Skólastjórnin hefir gripið til þess vopns, sem hún er ekki fær um að beita, og kemur það henni sennilega sjálfri í koll. Þó ekki væri nema af þeirri einu orsök, að nemendurnir greiða með skólagjöldum sínum meira en helming alls kostn- aðar við skólann, ættu þeir að hafa fullkominn rjett til þess að ráða að einhverju leyti fyrir- komulagi skólans, og þareð kenn- ararnir eiga að vera í skólanum vegna nemendanna, en ekki nem- endurnir vegna kennaranna, eða þeirra, er skólanum stjórna, hafa þeir lílca fullkominn rjett til þess að heimta það af skólastjórninni, að hún ráði þá bestu og hæfustu kennara að skólanum, sem völ er á, í stað þess að láta persónuleg- an illvilja eða trúmála- eða stjórn málahatur eins eða fleiri manna í skólanefndinni, verða til þess að einum ágætasta kennara skól- ans, sem reyndur er að hæfileik- ujn og trúmensku í starfi sínu, er rekinn frá skólanum, eins og átti sjer stað í þetta sinn. Sigfús Jónsson frá Búrfelli. Skólastjóri Iðnskólans Helgi Hermann Eiríksson, hefir sent Morgunblaðinu eftirfarandi Athugasemd. Ritstj. Morgbl. hefir lofað mjer að sjá ofanritaða grein og gera við hana eftirfarandi athugasemd- ir: — Mjer kom það nokkuð á óvart að sjá þannig lagaða grein frá þessum höf., eftir það, sem við i'onim búnir að talast við um málið. Jeg liafði álitið hann of gætinn og athugulan til þess að bíta sig fastan í allan þann mis- skilning, sem fram kemur í grein- inni, enda er auðsjeð af þeim orð- um hans, að „allir hugsandi menn byggjust við harðri árás frá nem- endum skólans á skólastjórnina“ og að „þeir sjeu álitnir andlegir aumingjar eða skeytingarlausir um velferð sína. og skólans“, fyrir að hafa ekki komið með þá árás fyrri. að hjer eru aðrir að verki, sem hafa blásið í glæðurnar. Misskilningur höf. er aðallega fólginn í eftirfarandi atriðum: 1. Að á nokkurn hátt sje höggv- ið nærri nemendum slíólans, með því að skifta um kennara. Þeim er og á að vera fullnægt ef að skólanum. kemur ekki lakari kenn ari en sá, sem fór. Þótt Þórberg- ur sje góður íslensku kennari, þá er hjer í bænum fjöldi manna, sem er eins fær um að kenna ís- lensku eins og hann, og jeg get fullvissað höf. um það, að þeir, sem við kenslunni tóku, eru eins góðir kennarar og Þórbergur. — Hjer getur þessvegna ómögulega verið um neitt ranglæti að ræða gagnvart nemendum. 2. Að nokkrum nemanda hafi verið hótað brottrekstri þótt hann ljeti í ljósi, að honum þætti miður að Þórbergur fór frá skólanum. Teg hefi þvert á móti tekið við fundarsamþykt þess efnis frá nem- endafjelaginu, án þess að reka nokkurn mann. Hins getur hvorki hann nje aðrir vænst, að þeir nemendur, sem ekki vilja sætta sig við fyrirkomulag skólans og kenslukrafta hans, geti verið á- fram í skólanum. 3. Að samtal mitt við nemendur 3. og 4. bekkjar hafi staðið í sam- bandi við fundarsamþykt nem- endafjelagsins eða að skólanefnd hafi stfiðið að baki því samtali. Skólanefnd er ekki ennþá farin að sjá ofannefnda samþykt, .og jeg er ekki enn farinn að kalla hana á fund eða# ráðfæra niig við hana um þessi mál síðan kennaraskiftin voru ákveð- iii. Hitt var rnjer kunnugt um, að nokkrir óhlutvandir menn, er ekki varðar þetta mál að neinu, einmitt þeir sömu, sem hafa feng- •ið Sigfús til þess að skrifa fram- anskráða gréín og aðrir slíkir, vOru að reyna að fá pilta til þess að gera óspektir og sundrung í skólanum, og það var sú tilraun, sem jeg vildi kyrkja í fæðingunni. Jeg var þess fullviss, að þegar piltar fengju að vita málavöxtu eins og þeir lágu fyrir, þá mundu þeir sjá sóma sinn og skólans og láta ekki þessa æsingamenn hafa úhrif á sig. 4. Að það sjeu piltar en ekki skólastjórnin, sem hefir vald til að ráða kennara skólans og skifta um þá. 5. Að greiðsla skólagjaldamia Húsmæður! Biðjið kaupmann yðar um Greig’s Britannii kex. Greig & Douglas. L e i t h . Simnefni „Esk Leith.“ Saumavjelar frá Bergmann & Hútlemeier eru nú komnar aftur, miklum mun ódýrari en áður. Gæðin þekkja allir, sem reynt hafa. Ennfremur loftvogir með íslenskum texta, í úrvali miklu, ódýr og góð. Sigurþór iönsstm, Aðaistræti 9. Nytizku verksmidja, sem býr til hurdir, glugga, tröppur og úlihúsgögn (í listihús og blóm- garða) úr fyrstaflokks gufu- þurkadri furu. Vtrdlúli tendur þeim er óslca. Samband óskast vid útsölúmenn og umbodsmcnn. Sandvika st. pr. Oslo, Norge geti á nokkurn liátt gefið piltum íhlutunarrjett um stjórn skólans. í fyrsta lagi eru það meistarar piltanna, sem greiða gjöldin. í öðru lagi mundi engum heilvita manni detta í liug, að t.d. innan- bæjarnem. Mentaskólans ættu að hafa rjett til þess að ákveða hverjir kenna við Mentaskólann, ,af því að aðstandendur þeirra greiða skólagj. fyrir þá til skólans. Hví skyldu þá þau rjettindi fylgja við Iðnskólann? Meðan skólinn er ekki ríkisskóli, þá er það eigandi hans, Iðnaðannannafjelagið í Rvík sem hlýtur að ráða skólamxm og fyrirkomulagi hans, en hvorki nemendurnir nje aðrir. 6. Að því athuguðu, sem að framan er sagt, þá er það mjer hið mesta furðuefni, að jafn skýr piltur og Sigfús JónsSon virðist vera, skyldi láta hafa sig til þess að koma með aðra eins fjarstæðu eins og þá, að skólanefndin þyrfti að búast við „harðri rás frá nem- endum skólans.“ Kennari er lát- inn fara. Piltum er trygð fult eins góð kensla hjá ágætum mönnum í staðinn. Þarmeð er öllum sann- gjörnum kröfum af þeirra hálfu fullnægt. Helgi Hermann Eiríksson. Frú Katrín Sigfúsdóttir sjötug. Frú Katrín Sigfúsdóttir er fædd að Gilsárvallahjáleigu, nú Grund, í Borgarfirði, eystra, 10. október 1855. Foreldrar hennar voru Sig- fús Pálsson, merkisbóndi og sveit- arhöfðingi, og Anna Sigríður Ste’- fánsdóttir; mesta sæmdarkona. — Ættirnar eru hinar þjóðkunnu Yallaness og Melaættir. Móður sína misti frú Katrín á barnsaldri, en ólst upp lijá föður sínum þar til hún var 19 ára, er hann dó. Fluttist hún síðar að Vestdalseyri 1 við Seyðisfjörð, og giftist þar Ár- Imanni Bjarnasvni, verslunar- stjóra, frá Viðfirði, 20. september Bredrene Páhlmans Handels-Akademi og Skrive-lnstitut, Stormgade 6. Kobenhavn Wye Elever til Vinterkursus Aftenhold i fleie Fag. Indm. modt. dagl. til Eksamenklassen Kl. 1—3 samt Mand. Onsd, Fred. 5—8. Forlang Program. Fyv*ip|iggjandi s TELEFUNKEN Kadio-Móttökutæki — Lampar — „Telefonar,, — Rafgeymar (Batteri). I II. Siml 720. 1885. Þaðan fluttust þau 1896; er hann tók við forstöðu verslunar Tang & Riis í Stykkishólmi. 1904 fluttust þau til Bíldudals, og síð- ar til Reykjavíkur 1906. Hefir hún átt heimili hjer síðan. Henni hefir, orðið sjö barna auð- ið. Þrjú eru dáin: Hildur dó í æsltu, Magniis stúdent, dó í Ame- ríku 1915 og Valdimar kaupmað- ur, dó á Hellissandi síðastliðið sumar. Eftir lifa: María, sem býr með móður sinni, Sigbjörn, kaup- maður, hjer í bæuum, Guðjón bóndi, á Skorrastað í Norðfirði, og Ágúst verslunarmaður, hjer í bænum. Eina stúlku hefir hún alið upp, Aðalheiði Thorarensen, sem nú dvelur í Danmörku. Mann sinn misti frú Katrín 1909. Varð sam- búð þeirra mjög farsæl. Sorg og söknuð hefir hún orðið að revna, og margt og mikið and- streymi, en hún liefir borið það með mestu liógværð og stillingu, og' aldrei látið hugfhllast. Hún hefir alla tíð verið mjög guð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.