Morgunblaðið - 05.11.1925, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.1925, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Það borgar sig að koma vestan úr bæ og sunnan úr holtum til að versla í „Þ5rf“, Hverfisgötu 56, því nýkomið er: Matarstell úr steintaui 32.00. — Postulíns-kaffistell 16 st. 20.00. — Þvottastell, vönduð 16.00. Postu- líns bollapör 0.65, diskar, könnur o. fl. Hjer sjáið þjer svart á hvítu að „Þörf“ selur vönduðustu leir- vörurnar lang ódýrastar. Skifitið því við Versl. „Þörf“. S I m at* 24 7®ral®air 23 PohIms, 27 Fossberg Klapp&rstig 29. Gaivaniserað járn sljetf. Pappirspokar lægst verð. Heriuf Claueen. Slml 39. Törret og saltet Fisk. Stort engelsk Eksport Firma söger Forbindelse med dygtig Op- köber og Afskiber af törret og saltet Fisk. Maa have betydelig Erfaring samt prima Referencer. Opgiv Lönkrav og Betingelser til Box 120 T. B. Browne’s Ad- vertising Offices, 163, Queen Vic- tcria Street, London, E. C. 4, — England. hrædd kona, og hefir trú hennar og traust á guði reynst nógu sterk til að lialda henni uppi. Húsmóðir hefir hún verið4 frá- bærlega dugleg og kjarkmikil, nærgætin og umhyggjusöm. Hún hefir verið einkar hjúasæl, og látið sjer ekki aðeins ant um þau meðan þau hafa dvalið hjá henni, heldur lagt sig fram til að greiða götu þeirra, eftir að þau hafa verið frá henni farin. Hennar mesta ánægja er líka sú, að gleðja aðra. Fórnfýsin einkennir alt hennar líf. Frú Katrín er einkar skdntileg kona og margfróð, ein af þeim fáu, sem alt kann utanbókar. — Kann hún ógrynni af kvæðum, og mikinn sjóð á hún af sögum og öðrum fróðleik. Síðan frú Katrín misti mann sinn, hefir hún haft ofan af fyrir sjer með því að selja fæði, og meðan synir hennar voru í skóla, munu skólapiltar mikið hafa hænst að henni og þá fremur aura litlir sumir, eins og oft hefir verið með skólapilta, sem hafa haft löng un og vilja til að mentast. Veit jeg, að hún, auk þess að sýna þeim sömu móðurlegu umhyggj- una og börnum sínum, þá hjálp- aði hún þeim sumum beinlínís til þess að komast áfram, jafnvel þó íjárhagur hennar leyfði það ekki. Ókunnugir kynnu að hugsa sem svo, að frú Katrín sje aðeins gæð- in og ljúfmenskan. Þeir, sem þekkja hana, vita, að jafnframt hógværð og ástríku viðmóti felst sterkur vilji og bjargfastar $koð- anir, sem engi skyldi ætla sjer að hagga. Geta má nærri, hverra vinsælda slík kona hefir notið, enda er frú Katrín elskuð og virt af öllum þeim, er hafa þekt hana, og munu því allir hennar mörgu vinir óska, að bjart og fagurt verði yfir æfi- kvöldi hennar. C. ! | lausu lífi það sem eftir er æfinnar, í nýja heimkynninu. Ósvikið steinhús. í litlum spánverskum bæ, Aleo- lea, var nýlega bygt nýstárlegt steinhús. Gamall verkamaður, Bu-, eno að nafni, hafði alla sína æfi þráð það, að eignast hús yfir höf- uðið. En hann átti engin efni til þess að koma sjer upp húsi. Loks fann hann ráðið. Stór klettur var þar nálægt, og hann fjekk leyfi landeigenda til þess að nota klett- inn. Svo tók karl sig til að meitla irinan úr klettinum, og í 17 ár samfleytt hefir hann unnið að því að hola innan klettinn, en nú er hann loks bíiinn, og hefir fengið 3 ágæt herbergi inni í klettinum Múgur og margmenni var viðstatt þegar karlinn flutti í nýja „húsið“ og menn dáðust svo af iðni hans, og þrautsegju, að skotið var sam- an all-ríflegri fjárhæð, og fevo sjeð. um, að Bueno geti lifað áhyggju- Fangar gera uppþot. Þann 21. sept. s.l. skeði sá at- burður í einu stærsta fangahúsi Póllands, að fangarnir gerðu upp- þot, og náðu yfirráðum í fangela- inu. Verið var að flytja tuttugu fanga, þangað sem þeir áttu að vinna, en megan grípa þeir tæki- færið og ráðast á vaktmennina, drepa þá, og snúa síðan aftur til fangahússins og ráðast á vakt- mennina þar, loka þá inni í fanga- klefum, og opna fyrir öllum föng- um sem þar voru. Voru fangarnir nú orðnir 400 og höfðu fanga- husið að öllu leyti á sínu valdi. Þeir brutust inn í vopnabúr fanga- hússins og fengu sjer vopn í hend- ur, og dreifðu sjer á rnúrinn um- hverfið fangahúsið, og bjuggust ti’. varnar. Herinn var nú kvadd- ur til hjálpar, og hann gerði á- hlaup á fangahúsið. Lenti í blóð- ugum bardaga milli fanganna og hersins, en svo fóru leikar, að htrinn sigraði. Höfðu þá fallið 11 fangar og 6 hermenn, en margir særst. • S m æ 1 k i. Hann var heima. Fullur maður lá sofandi á teinunum fyrir fram- an sporvagn og vaknaði við, að vagnstjórinn hringdi. Hann rauk upp og hrópaði í svefnrofunum: — Ljúktu upp, Ingibjörg! Það er verið að hringja. Að láta epli hoppa. Gerð er hola í epli, og í holuna sett kvikasilfur. Holunni síðan lokað. Ef eplið er nú sett upp á heitan ofn, þá hoppar það til af sjálfu sjer. Hringuriim snýst. Gullhringur er bundinn í bóm- ullarþráð og látinn hanga yfir vasaklút, sem breiddur er á borð. Hringurinn hangir hreyfingar- laus. En ef annar hringur eða silfurpeningur er settur undir klútinn, þá fer hringurinn að snú- ast. A.&M. Smith, Limited, Aberdeen, Scotland. Storbritanniena störate Klip- & Saltfisk köber. — Fiskauktionarius & Fiskdampermægler. — Tel. Adr.: Amsmith, Aberdeen. Korrespondance paa dansk. LAUSAVÍSUR. Hálsinn skola mjer er mál, mín því hol er kverkin; jeg mun þola þessa skál, það eru svola merkin. Skarða-Gísli. Láttu ekki’ illa liggja í þjeíj lundina berðu káta, óánægju eykur mjer, ef jeg sje þig gráta. Gömul. Fákar þjóta fíls um mar, flugu úr grjóti eldingar, undan fótum þeirra þar, þundar snótin sp'oruð var. Asmundur Gíslason. Dvínar máttur, dagur þver, dofnar sláttur fyrir mjer; klukkan átta klingja fer kominn háttatími er. Höf. ókunnur. Bakkusar minst um lokin 1917, en þá var „þurkur“ mikill og enginn lokabragur á höfuðborg- inni: Geymast syndar gjalda völd, gleymist yndi að finna; dreymir blinda alda-öld eiminn linda þinna, Rögnvaldur Þórðarson, Húnvetningur. Jafnræði: Samboðna jeg sælu tel svinnum hjörfa-rafti: Það er sagt að skörðótt skel skældum hæfi kjafti. Dýrólína Jónsdóttir, Skagfifsk. Reið jeg Grána yfir run ána, af honum hána færðu nú; leit jeg Mána teygja tána, takk fyrir lánið hringabrú. Gömul. OO<X<OOOOOOOOOOOOO< Biðjið um DOWS <>oooooooooooooooo& Afgreiðsla blaðsins , HÆNIS á Seyðisfirði annast í Reykjavík Guðmundur Ólafsson, Fjólugötu (áður innheimtumaður hjá H. í. S.). Til hans ber einnig að snúa sjer með greiðslu á blað- inu. — Appelsinur Og selur 1 USH STOR NYHEDI Agentur tilbydes alle. 1 50 Kr. Energiske Personer ogsaa Damar i alle Samfundsklasser erholde stor, extra Bifortjeneste, höi Provision og fast Lön pr. Maaned ved Salg af en meget efterspurgt Artikel, som sogar i disse daarlige Tider er meget letsœlgelig. Skriv strax, saa erholder De Agent- vilkaarene gratis tilsendte. Bankfirmaet S. Rondahl. 10 Drottninggatan 10, Stockholm, Sverige Rafael Sabatini: VÍKINGURINN. þegar á reyndi. Og það kom á hann hik, þegar hann heyrði þetta. En þó sagði hann, eftir nokkra um- hugsun: — Takið þið, piltar, þennan sjúkling, og flytjið hann í fangelsið í Bridgewater. — Lávarðurinn lifir ekki flutninginn af, hrópaði læknirinn. —- pví verra fyrir hann. Jeg hefi skipun um, að safna öllum uppreistarmönnum saman í Bridgewater- fangelsið. Tveir hermenn tóku lávarðinn og báru hann út. Læknirinn kallaði á eftir þeim: — Þið berið ábyrgð á lífi hans! Þegar lávarðurinn var itr sögunni sneri undir- foringinn sjer að Baynes og spurði ruddalega: — Hýsið þjer fleiri uppreistarhunda ? , — Nei, herra undirforingi — lávarðurinn--— — Já, það er útrætt um hans mál hjer, og eftir skamma stund verður einnig útrætt um yðar mál, þó ekki fyr en við höfum rannsakað húsið. En drottinn minn dýri — ef þjer hafið logið. — Hann gaf skipun til fjögra hermanna, og þeir þustu út. Strax á eftír heyrðist þramm þeirra um her- bergin. Undirforinginn g^kk raxinsakandi um fordyr- ið óg barði með skammbyssu sinni á véggína. — Með yðar leyfi, sagði Blood, þá ætla jeg að kveðja yður. - — Með mínu leyfi — þjer verðið hjer ofurlitla stund ennþá, sagði*undirforingínn í skipandi rómi. Læknirinn ypti öxlum. — Þjer eruð þreytandi maður. Og jeg er hissa á því, að óberstinn skuli ekki hafa tekið eftir því fyr- ir löngu. Undirforinginn gaf engan gaum að orðum hans, því rjett í þessari andránni beygði hann sig og tók upp rykugan hatt af gólfinu, og hann lá beint framundan klæðaskápnum, sem Pitt hafði falið sig í. Um hattinn var undinn sveigur úr grænum trjáblöðum. Undirfor- inginn brasti illgirnislegu brosi, sparn skápdyrunum opnum og seildist í Pitt og dró hann út. — Hver þremillinn, eruð þjer?, hrópaði hann. Er hann líka aðalsmaður? Læknirinn nefndi ekki aðeins aðalsnafnið, heldur y og fjölskyldu mannsins -— þó hvorttveggja væri skrök. — Víst er hann aðalsmaður, sagði hann drembilega. ÞaS er Pitt greifi, frændi Thomas Vernon, sem kvong- aðist Molly Kirke, systur herforingja yðar. Þessi upptalning hafði svipuð áhrif á undirforingj- ann og fangann. Báðir tóku andköf. En undirforinginu áttaði sig strax og .ljet karlmannlegt blóðsyrði falla. — Hann lýgur!, bætti hann við op horfði bvöss- um augúm á Pit’t. Ha'rin er að draga dár að mjer! — Ef þjer gerið ráð fyrir því,- sagði læknirinn ró- legur, þá skuluð þjer liengja manninn, og sjá svo hvað bíður yðar. Undirformgiim starði um stund á lækninn og fangann. En svo hratt hann unga manninum til manna sinna m^eð þessum orðum: — Farið þið með halm til Bridgewater, og sömu- leiðis þennan nátmga. Hann benti á Baynes. Við skul- um sýna honurn hvaða afleiðingar það hefir, að hýsa uppreistarmenn og hjúkra þeim. , Það varð nokkurra mínútna þ.jark og háreysti. Baynes varðist eins og hann ætti lífið að leysa. Dauð- hræddar konurnar æptu uns ný skelfing tók fyrir munn þeim. Undirforinginn gekk löngum skrefum þvert yfir gólfið, og tók um axlir ungu stúlkunnar. Hún var allra laglegasta stúlka, með mikið, gullið hár, og blá augu. Hún leit með bæn um miskunn á þennan svakalega mann. Hann brosti til hennar og annarlegur græðgis-glampi kom í augu hans. Svo kysti hann hána með dónalegum tilburðum. En hrollur fór um stúlkuna. Hann brosti aftur illgirnisbrosi og mælti: — Þetta verður að friða þig fyrst um sinn, eða þangað til að jeg er laus við þðssa þræla. TTnga stúlkan f jell í öngvit í örmum móður sinnar. En menn undirforingjans stóðu umhverfis og glottu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.