Morgunblaðið - 08.11.1925, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1925, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 Osram-N-lampinn. er nýjasta framförin í rafmagns-Iampaiðnaðinum. Nýi vetrarþráðurinn, sem er vernduð uppfynding með einkaleyfi, gefur mikið meira og ódýrara Ijós en hingað til hefir verið mögulegt að framleiðsla í loftlausum Spíralþi áðlömpum. Fyrirkomu- lag ljósþráðarins gerir, að ljósið dreyfist betur um. — Osram-N-Lampinn er sjer- staklega hentugur í staðinn fyrir hina áður notuðu lampa, með frjálst dreyfðum þráðum. — Svo mikið er búið til af þessum lampa, sem kraftar verksmiðjunnar frekast leyfa. O S R A M KOLAKORFUR, OFN SKERMAR, ÖSKUBAKKAR, REG-NHLÍFAGRINDUR, KÖKUKASSAR, Nýkomið í JÁBNVÖRUDEn.D Jes Zimsen. Lifið i gloggana i dag. ilm ip. 24 varahmís, 23 P<mk«a, 27 To*ttb*eg. fíUppRrstíf 28, Galvaniserað járn sljetf. Silkolin. Munið eftir að biðja kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolin“ ofn- sveru. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um! Anðr. J. Bertelsen. Sími 834. Austurstræti 17 Pappirspokas* lægat verð. Harlaif Clausan. Siml 39. Klæðaverksmiðjan Gefjun höfðar mál gegn Akureyrarbæ. Akureyri, 6. nóv. ’25. Verksmiðjan Gefjun hefir höfð- að mál gegn Akureyrarbæ, vegna truflana á vatnsrensli í Glerá, er verksmiðjan telur að Rafveitan hafi valdið síðastliðinn vetur, og orsakað vinnuhömlun. Krefst verksmiðjan hárra skaðabóta og gerir þá kröfu, að bæjarstjórnin samþykki óskoraðan rjett verk- smiðjunnar til vatnsvirkjunar Glerár. Þegar eigendur verksmiðjunnar bvrjuðu að reka tóvjelar við Gler- á, keyptu þeir afnotarjett af vatns afli í ánni. Er til tals kom að taka ána til rafvirkjunar, þótti það eigi hægt að ganga á þennan rjett verksmiðjunnar. Var annaðhvort að láta verksmiðjunni í tje raf- orku fyrir vatnsmissirinn, ellegar haga virkjuninni þannig, að verk- smiðjan gæti notað vatnsaflið eftir sem áður. Vár það ráð tekið, og rafstöðin sett við ána ofan við upptökin að vatnsleiðslunni, sem leiðir vatnið að verksmiðjunni. — Vatnsmagn árinnar hefir reynst .minna en búist var við. Stíflanir til vatnsgeymslu valdið truflunum — og því er þessi málshöfðun. KAUPG J ALDSMÁLIÐ.. Álit sjómanns á málinu. í síðustu blöðum Alþýðublaðsins hefir því verið haldið fram, að kaup o'kkar sjómanna væri óhæfi- lega lágt, ef gengið væri aíT boði því er sáttasemjari kom með, og útgerðarmenn samþyktu. Jeg er nú kominn á land og liefi ekkert að gera, en hefi fyrir konu og börnum að sjá. Ekki hef- ir heyrst að forráðamenn Sjó- mannafjelagsins hafi neina vinnu á boðstólum, og þá vil jeg spyrja þá, er greiddu atkvæði á móti tillögu sáttasemjara, á hverju við eigum að lifa? Væri ekki rjettara, að við sjó- menn athuguðum þetta sjálfir í ró og næði, án nokkurs rígs til útgerðarmanna, og færum svo meira eftir því, er heilbrigð skyn- semi segði okkur, heldur en for- tölum þeirra, er vilja sýnast, en eru engir til úrræða, ef á reynir. Tap mitt við stöðvun togaraflot- ans, segjum til febrúarloka, gæti ekki orðið undir 1300 krónum auk fæðis, sem mundi minst áætlað 250 krónur; verður það samtals 1550 krónur. Slíka upphæð sem þessa, get jeg ekki mist frá mínu heimili. Jeg bið hið heiðraða Morgun- blað að birta þessa grein mína, og hin blöðin að taka hana upp, sjerstaklega Alþýðublaðið. * Sjómaður. Er fimbulvetur yfirvofandi? Þýskur stjörnufræðingur fullyrðir að 186. hvert ár sjeu mjög kaldir vetur. Hinn nýbyrjaði vetur verði því eins kaldur og veturnir 1740 og 1523. Frá því hefir verið skýrt í er- lendum símfregnum hjer í blað- inu, og nú síðast alveg nýverið, að mikil snjóþyngsli og vetrar- ríki væru þegar gengin yfir Norð- urlönd. Má þegar sjá þess merld á erlendum blöðum, nýkomnum hingað, að menn eru farnir a$ hugsa ýmislegt um veturinn, sem nú er nýbyrjaður; og hefir þá auðvitað ekki staðið á því, að setja kuldann, sem kom með vetr- inum, í samband við spádóma vís- indamaiinanna. 1 því sambandi benda blöðin á spádóm einn, sem þýskur stjörnufræðingur hefir gef- ið út. Spádómur þessa þýska stjörnu- fræðings er í stuttu máli sá, að vetur sá sem nú er nýbyrjaður, verði mjög harður. Segir hann, að i ekki sjeu aðeins 744. og 372. hvert ár, sem hafi mjög harðan vetur, heldur einnig 186. hvert ár. Sem sönnun fyrir þessari full- yrðingu sinni bendir stjörnufræð- ingurinn á þá staðreynd, að vet- urinn 1895 hafi verið ákaflega í harður, engu síður en veturinn 1709. Og hinn nýbyrjaði vetur verði áreiðanlega eins harður og: yeturnir 1740 og 1523. Margir forstjórar veðurathug- anastöðva hafa verið spurðir um, hvaða. álit þeir hafi á þessum spá- dómi þýska stjörnufræðingsins. Eru þeir fáorðið um hann, og segja að illt sje að segja nokkuð um slíka spádóma, án þess að þekkja þær aðferðir og' rannsókn- ir, er spádómurinn byggist á. Yar legt sje þó að treysta um of slík- um spádómum. Stundum reynist þeir rjettir, en það sje sjaldnast. Oftast eru þeir fjarstæða ein. Málaleitun. Jeg undirritaður leyfi mjer hjer með að fara þess á leit við höf- unda og bóksala, að þeir sendi mjer bækur þær, er þeir gefa út, þareð jeg hefi lofað að skrifa árl. um íslensk rit í „Norsk árbok“, sem prófessor Torleif Hannás í Björgvin gefur út.* Guðmundur Gíslason Hagalín, Yoss. * Vona jeg, að útgefendúr fái það eintak borgað, sem þeir senda mjer, því að margir Norðmenn lesa íslensku og hafa áhuga á að kynnast íslenskum bókmentum. DOWS I PORTVIN I er vín hinna vandlátu. HggggaEEÆ in " Sm æ lki. Ekki í fyrsta sinn. — Gerið þjer svo vel! Hjerna er hrinugrinn yð- ar aftur. — Hvers vegna? Hefir liann ekki vakið nægilega aðdáun hjá vinstúlkum yðar? — Sussu jú. Flestar þeirra könn. uðust aftur við liann. Nýtt heimilislíf. Frúin (við mann sinn, iseni situr við heyrnar- tólið og er að hlusta á þráðlausan samsöng) : — Samræður er list, sem bráð- um er alveg úr sögunni. Maðurinn: 7— Það ér hreinasti’ óþarfi að verá að japla á því á hverju kvöldi. Rafael Sabatini: VÍKINGURINN. Ög biðu frekari fyrirskipana, því nú var búið að binda þessa tvo í sterka fjötra. — Farið þið með fangana út, og látið Drake sjá úm þá. Svo leit hann til ungu stúlkunnar, en sagði um leið: Jeg verð hjerna enn um stund — til þess að rann- «aka húsið. Hjer dyljast ef til vill pppreistarmenn. Takið þið svo þennan unga náunga með ykkur. Hann benti á lækninn. Síðan haldið þið á stað. Það var eins og læknirinn vaknaði af svefni. Hann $á það strax, að þýðingarlaust var að mæla á móti þessum ofstopamönnum. — Það kemur mjer vel, sagði hann, því jeg er einmitt á leiðinni til Bridgewater. Ef þið hefðuð ekki tafið mig hjer, þá væri jeg á leiðinni heim. , — Ákvörðunarstaður yðar er nú fangelsið í Bridge- water, sagði undirforinginn. * — Verið þjer ekki að gera að gamni yðar. — Það er til handa yður allra sæmilegasti gálgi, ef þjer kjósið það heldur. Og í hann farið þjer auð- vitað fyr eða seinna. Nú rjeðust nokkrir hermenn á lækninn. Hann hristi þá af sjer eins og mýs, því hann var bæði sterkur og mjú'kur. En þá komu aðeins fleiri, og 'enginn má við margnum. Hann laut því í lægra haldi, \ ar bundinn með hendur á bak aftur. — Farið þið með hann út, sagði undirforinginn stuttaralega. En sumum gaf hann þá skipun að rann- saka húsið frá mæni og niður á kjallaragólf. Hermennirnir þustu nú í ýmsar áttir. Sumir fóru með lækninn út í garðinn, en þar biðu þeir Pitt og Baynes. Hver þessara þriggja fanga var síðan bundinn við annað ístað eins hermannsins, og þegar því var lokið, lagði herdeildin á stað til Bridgewater. Bak við hana kvað við hark og háreysti, glamur í brotnum rúðum, mölvuðum trjávið, hlátur og hróp. En alt í einu yfirgnæfði angistarvein ungrar stúlku allan hávaðann. Baynes staðnæmdist skyndilega og sneri sjer í áttina að heimili sínu. Andlit hans var náfölt. En hest- urinn hjelt áfram, og Baynes misti fótanna og dróst nokkra metra eftir jörðinni áður en hermanninum hug- kvæmdist að stöðva hestinn. En þá sló hermaðurinn, þungt högg með korða sínum á bak Baynes og blótaði um leið harðneskjulega. Lækninum fanst, meðan hann stikaði þarna áfram undir eplatrjánum, að maðurinn væri svívirðilegasta veran á jörðinni. Hann hafði að vísu lengi haft grun um þetta. 3. KAFLI. Yfirdómarinn. Loks 19. september var Blood lækni stefnt fyrir rjettinn; hann var ákærður fyrir drottinssvik. Tveggja mánaða liarðneskjuleg fangelsisvist hafði vakið í hjarta hans hefndarhug til Jakobs konungs og fulltrúa hans. Þó fann hann ástæðu til að þakka fyrir tvö atriði. Fyrst og fremst það, að mál lians var tekið fyrir í rjetti, og hitt, að dómur fjell í máli hans einmitt 19. september en ekki einum degi fyr. Fyrstu dagana eftir orustuna við Sedgemoor höfðu böðlarnir átt annríkt með reipi, axir og tjörupotta. Kirke og Feversham lánaðist að fá líflátna á annað hundrað manna. Blood læknir hafði verið fjötraður saman við Pitt í klefa einum í fangelsinu, og þar lá þeim við köfnun í brennandi sólarhitanum. Við og við bárust frjettir í klefann til þeirra, þar á meðal sú, að búið væri að hengja Monmouth. Þetta var sumum föngunum hin mesta harmafregn, því þeir höfðu lagt líf sitt í hættu fyrir þennan æfintýramann. Ýmsar sögur spunnust upp um hann, þar á meðal sú, að hann væri alls ekki drepinn, heldur hefði annar látið drepa sig í hans stað af ást til hans og undirgefni. Læknirinn hlustaði eins og aðrir á þessa Ikviksögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.