Morgunblaðið - 10.01.1926, Side 5

Morgunblaðið - 10.01.1926, Side 5
Atikabl. Morgunbl. 10. jan. 1926. MORGUNBLAÐIÐ 5 Fishbnrstar, góð tegund en ódýr, fyrirliggjandi í heildsölu Simi L. Andersen, 642. Ausiurstpœt 7 Landbúnaðunnn 1925. Eftir Sigurð Sigurðsson búnaðarmálastjóra. Þetta ár má telja eitt með betri árum, í búnaðarlegu tilliti, er komið bafa um langt skeið. — Skýrslum er eigi safnað um fram- leiðslu' búnaðarafurða eða húsa- og jarðabætur, fyr en eftir á, sto eigi er hægt að dæma um, hvern- ig heildarútkoman er, nema eftir frjettum og umsögn manna úr ýmsum sveitum landsins, og sem eru að meira eða minna leyti óá- hyggilegar. Eftir þessum heimild- Um mun þó heildaryfirlitið þann- Tíðarfar. Fyrstu mánuði ársins var veðráttan hagstæð. Hitinn yf- ir meðallag, einkum í jan. (2,1°) og mars (1,6°). Vorið var gott, hokkuð þurviðrasamt á Suður- iandi, framanaf. Sumarið var ó- venju hlýtt á Norður- og Austur- Vidi, en úrkomur miklar fyrir sennan. Haustveðráttan var góð Úm land alt. Fyrst á síðustu mán- !|ðum ársins brá til hríða um ^orður- og Austurland. Heyafli. Spretta mun hafa ver- ^ í betra lagi um land alt. — ^h'enju góð heyskapar tíð fyrir ^rðan og austan, svo heyafli bafa orðið þar með meira ^eti. Rigningar töfðu mjög hey- a^a á Suðurlandi, og verkun ^eyja mun hafa orðið miður góð a ^örgum stöðum, en að vöxtum mun heyaflinn hafa orðið vel í meðallagi Garðyrkja Hún mun hafa hepn ast vel um iand alt, svo uppskera af garðjurtum mun hafa orðið íUeð meira móti. Víða leggja menn of litla stund á garðyrkju, og fara því á mis við þann hagnað, Sem af >ví gæti leitt. Skepnuhöld munu yfirleitt hafa Verið góð um land alt, og væn- eiki fjár að haustinu vel í með- ^llagi Smjörbúin. Þau störfuðu 9 í sumar. Eitt heltist úr lestinni, af þeim, sem störfuðu í fyrra. Fram- leiðslan mun hafa verið lík og síðastl. ár. Sýning á mjólkuraf- urðum var haldin s. 1. haust í Reykjavík. Hún sýndi framför frá því í fyrra. Það, sem dregur úr starfsemi smjörbúanna, er mjólkur-, en einkiim rjóma-sala til Reykjavíkur, sem eykst mjög mikið með hverju ári. Gráðaostabúin í Þingeyjarsýslu og Flateyri í Önundarfirði, störf- uðu eigi í sumar, að nokkru vegna mistaka sem urðu á framleiðsl- unni 1924, enda söluverð ostanna lægra en búist var við. Væntan- lega taka þessi bú aftur til starfa á næsta* sumri, Leifar af góðum þingeyskum gráðaosti, frá í fyrra, voru seldar í haust í Reýkjavík fyrir 9 kr. ltg. Niðursuða á mjólk. Verksmiðj- an á Beigalda starfaði fyrri hluta ársins, en varð að hætta um sum- armánuðina, vegna þess að tregt gékk Ineð sölu mjólkurinnar. 1 nóv. vildi það óhapp til, að verk- smiðjan brann. Bændur hafa þó í hyggju að endurreisa hana. Verðlag á búsafurðum. Ullar- verðið fjell mjög á árinu, svo bændur munu vart fá hálft verð fyrir ullina, móts við það sém var síðastl. ár. Á öðrum búnðarafurð- um mun verðlag hafa verið nokk- uð líkt og í fyrra. Samband íslenskra samvinnu- fjelaga ljet gera tilraunir með útflutning á frystu sauðakjöti. — Væntanlega verða þessar tilraunir til þess að nýr markaður fyrir íslenskt kjöt opnist á Englandi. Það yrði til ómetanlegs gagns fyrir búnað vorn. Kaupgjald var alment hærra en síðastl. ár. Bændur kvarta mjög um fólksskort og há vinnu- laun í sveitunum, sem búnaðurinn eigi geti borið. Þetta málefni er j mjög athugavert; því fari alt í yngra fólkið úr sveitunum um í bjargræðistímann, er eigi að j vænta að þar verði miklar fram- | j kvæmdir. Aðal orsök hinna háu vinnulauna er dýrtíðin í Reykja- vík, sem seint ætlar að linna. Jarðabætur. Hve mikið hefir verið fram'kvæmt af þeim, verður! eigi sagt með vissu. Um það vant- ar allar skýrslur. I sveitunum virðist vera að lifna yfir fram- kvæmdunum, bæði jarða- og húsa- bótum. Af stærri framkvæmdum í má bénda á: j í Eyjafirði tætti þúfnabaninn eyfirski um 75 dagsláttur fyrir bændur, — það er alt nýyrkja.! Álíka mikið var unnið með þúfna! bananum hjer fyrir Reykjavíkur- bæ. pað er í hinni svo nefndu Sogamýri. Þar er verið að reisa nýbýli. 60—70 ha. landspilda er ætluð til þeirra framkvæmda og er vel á veg komið. Landið er ræst, tæpur helmingur tættur, bú- ið að leggja vegi og reisa þrjú nýbýli. Hverju býli er ætluð 2—3 ha. stór spilda. Á þessu ári hafa dráttarvjelar fyrst verulega verið notaðar til jarðyrkju. Á Korpólfsstöðum í Mosfellssveit, á búi hr. Thor. Jen- sen, var unnið með þrem dráttar- vjelum, einkum við herfing og tilfærslu. í Eyjafirði keypti fjelagið „Arður“ dráttarvjel sumarið 1918. Með fyrstu tilraunirnar urðu mistök. Aftur var farið að nota vjelina 1922, til að herfa með henni land, sem búið var að tæta méð þúfnabana. Þetta hepn- aðist vel. Síðan hefir verið unnið með þessari dráttarvjel livert sum ar, bæði við herfing eftir þúfna- bana og á plægðu landi. f sumar voru herfaðar með henni 110 dag- sláttur. Að herfa eina dagsláttu af plægðu landi var selt á 36 kr. Verkafólksskorturinn knýr menn til að útvega sjer betri verkfæri on áður, til jarðyrkju og lieyafla. I ár mun hafa verið útvegað meira af þessum verkfærum, — stærri og minni, — en nokkru sinni áður. Mönnum er farið að skiljast hve mikla, þýðingu það hefir að hafa góð verkfæri við búskapinn; sem dæmi þess má nefna, að bóndi einn, sem á góð heyvinnutæki (fyrir hesta) heyj- aði um 3000 hesta með 6 manns á 16 vikum, og er það mikill hey- afli. Notkun tilbúins áburðar tvö- faldast nú að heita má með ári hverju. Það styður mikið að auk- inni nýyrkju. Á tveim býlum hafa verið gerðar miklar umbætur 'síð- ustu árin, en það er á Vífilsstöð- um og Korpólfsstöðum. Á Vífils- stöðum hefir á síðastl. 9 árum verið unnin 16000 dagsverk að jarðabótum. 1916 fengust þar 63 hestar af töðu af túninu, — í sumar 1360 hestar. — Þessar jarða- og húsabætur hafa borgað sig vel. í sumar voru peningshús- in á Vífilsstöðum stækkuð um helming. Þar eru nú 36 kýr. Á Korpólfsstöðum byrjaði Thor Jensen jarðabætur fyrir þrem ár- um. Lítil tún voru þar þá (100 til 200 hesta heyfengur). 1 sumarj fengust af túninu á Korpólfsstöð- um um 2400 hestar. Að jarðabót- um hafa verið unnin um 11000 Oiðf líns Sigurðssonar. Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar“, skal hjer- með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr tjeðum sjóði, fyri» vel samin vísindaleg rit, viðvíkjandi sögu landsins og bókmentum, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok des- embermánaðar 1926, til undirritaðrar nefndar, sem kosin var á Al- þingi 1925, til þess að gera að álitum, hvort höfundar ritanna sjett verðlauna verðir fyrir þau, eftir tilgangi gjafarinnar. — Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auðkendar með einhverri einkunn. Nafn höfundar- ins á að fylgja í lotkuðu brjefi með sömu einkunn, sem ritgerðitt hefir. — Reykjavík, 8. jan. 1926. Hannes Þorstelnsaon. Ólaffur LApusicid. Sigurdur Nordal. Nýtísku tæki hefi jeg fengið til gljábrenslu á híól- hestum. — Verkið af hendi leyst af fagmanni, mjög ódýrt, Sigurþór iónsson, úrsmiður. H. fi. M. Smith, Limifed, Aberdeen, Scotland. Storbritanniens störste Klip- & Saltfisk Köber — Fiskaktionarius & Fiskdampermægler. — Tel. Adr.: Amsmith, Aberdeen. Korrespondance paa dansk. dagsverk, og er nú byrjað að byggja þar hina veglegustu bygg- ingu, er gerð hefir verið á sveita- býli hjer. Byggingarnar eru í gamla bæjarstílnum. Þar er íbúð, fjós fyrir 120 kýr, tilsvarandi hlöður, súrheysgryfjur, áburðar- hús o. fl. Væntanlega verður þessi bygging langt komin á næsta ári. Áveitur. Miklavatnsmýrar- og Skeiða-áveitan voru starfræktar í sumar. Vatn fjekst nóg til áveit- anna, en framræsla hefir reyust ónóg á báðum stöðunum. Spretta sæmileg. Að Flóa-áveitunni var unnið í alt sumar. Flóðgáttin við Hvítá er nú fullgerð, og stóri skurður- inn langt á veg kominn. Menn gera sjer vonir um, að næsta smnar verði hægt að ná vatni yfir áveitusvæðið, að minsta kosti nokkurn hluta þess. Þing-áveitan reyndist vel í sumar; góð spretta þar. Sjóvarnargarðarnir á Stokks- eyri, Eyrarbakka og Selvogi, fjellu í stóra sjávarflóðinu í fyrrahaust, er olli miklum skemd- um. Á tveim hinum fyrnefndu stöðum eru þeir endurbygðir að fullu, og að nokkru í Selvogi. — Ríkissjóður veitti styrk til gnd- urbyggingar garðanna. Sandgræðslan hefir hepnast vel þetta ár. Sjerstaklega er mjög góður árangur að sandgirðingun- mn á Klofaflötum og Stóruvöll- um, er byrjað var á fyrir þrem árum síðan. Innan þessara girð- inga voru í sumar góðar harð- vellisengjar (1000 — 1200 hesta slægja.)Þar var lítill gróður áður en girt var. Ræktunarsjóður tók til starfa síðastl. haust, samkvæmt lögum þeim, er Alþingi samþykti. Með honum hafa bændur fengið sjálf- Ullargarn mest úrval lægst verð. uorahúsið. fl úfsölunni hjð Eilli iinim. stæða peningastofnun, sem ætti að gera mönnum hægra u rik með framkvæmdir jarða- og húsa- bóta. Á gamlársdag TW6.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.