Morgunblaðið - 25.04.1926, Blaðsíða 3
3
i . .... ■
I M0RGUNBLA9IÖ
| ->*>ío»ndl: Fiaxfn.
Í’>j5*f»ndl: Fjaia« 1 IttKiPt.ía’vti:.
K>tit>firor: Jðn KJnrlatuSBori.
Valtíx 8tetAii*naa.
AajelííilBEtietiðrl: E. H*.f!jer%;.
iarlftVíf*. Au«turatrnrt5 8.
' ■:i' nr. 300.
AurlÝ<5l!i(fn.*Wrtf»t. nr. 7ÍÍ.
Vi'jiinaj5lrrns.r: J. KJ. sir. Vf2.
V. St. nr. 1£S*.
K. Hafb. nr. 778.
ÁjjHi-jftftsJald lcnnnlonda kr. 3.1*8
4 inánaSl.
Uta.nland* kr. 3.6*.
í launutsölu 10 anra elnta&lW.
KIILENDAR SIMFREGNIR
Khöfn 24. apríl. FB.
Útlit/'S í kolanámnmálinu
fer versnandi.
Símað er frá London, að útlitiö
í kolamálinu hafi stórversnað og
líkur fyrir þ ví, að verkfall verði
aúkið, þar eð sáttátilraunir sjálfra
aðiljanna hafi engan árangur bor-
ið. Baldwin reynir síðustu mögu-
ieika til þess að koma á sáttum.
Eru fregnúTiar sannar um þýsk-
rússneska samnmginn?
Símað er frá London, að reynist
fregnir um þýsk-rússneskan sátt-
mála sannar, þá muni skapast nýtt
ástand í Evrópu, og hætt við að
afleiðingarnar verði afleiðinga-
ríkar.
Álit „Litla bandalagsins* ‘
á sanrningi Rússa og Þjóðverja.
Símað er frá Berlín, að „Litla
bandalagið“ (The little entente)
hafi lýst yfir því, að verði þýsk-
rússneski sáttmálinn líkur þeim
tyrknesk-rússneska, þá sje það
fyriréjáanlegt, að Þjóðabandalagið
líði undir lok.
Þýska stjórnin völt, út af reki-
stefnunni um eignir furstanna.
Símað er frá Berlín, að stjórn-
arskifti sjeu líkleg út af fursta-
fjármálunum.
Skuldamál Frakklands og
Ameríku.
Símað er frá Washington, að
betra útlit sje á, að samningar
takist um greiðslu á ríkisskuldum
JVakklands.
Khöfn, 24. apríl. FB.
Botved komtnn til Shanghaá.
Símað er frá Shanghai, að flug
maðurinn Botved sje að koma
þangað.
Fri'ðarsamningunum í Marokko
frestað.
Símað er frá París, að friðar-
samningunum í Marokkó liafi
vérið frestað.
Þrettánda kvöld.
Sennilegt er, að sá hefði ekki
(þótt spámannlega mæla, sem sagt
hefði um aldamótin síðustu, að
hjer yrði sýnt 1926 leikrit eftir
þann, sem er höfðj hærri en allur
skáldalýður, meistarann Shakes-
peare. En hversu, sem litið hefði
verið á þau ummæli, þá eru þau
nú ekki lengur spádómur, heldur
staðreynd. Leikfjelag, sem líklega
á við verri aðstöðu að búa en
nokkur samskonar starfsemi í
hvaða höfuðstað sem er, hefir
færst þetta í fang. Fjelagið hefir
að vísu ekki ráðist í að sýna eitt
af hinum stórfenglegustu og marg
brotnustu leikritum skáldjöfursins
breska. Þess er enginn kostur hjer
á því leiksviði og með þann út-
búnað, sem hjer er til að tjaldn.
En það hefir þó sýnt eitt af hans
vinsælustu og víðförlustu leikrit-
um — og gert það sómasamlega
að flestu leyti. Þarf ekki að segja,
að það hafi í vetur ráðist á garð-
inn, þar sem hann var lægstur.
..Þrettánda kvöldið“, er eitt af
þeim leikritum Shakespeare’s, þar
sem hann lætur ímyndunaraflið
leika lausbeislað. Þar er hann
ekki bundinn við sögulega at-
burði." Leikritið er í senn, æfin-
týri og raunvera. En hann hefir
valið því gleði og gáskabúning.
Það tindrar af ljettleik og skemt-
un á vfirborðinu, en undir niðri
streymir þung alvörualda, og sum-
staðar kennir biturrar hæðni og
beiskra sanninda. Og hvergi mun
hann hafa sýnt betur eða aug-
ljósar í leikritum sínum, óboit
sína á heimskum og hjegóma-
gjörnum aðalsmönnum þeirra
tíma. Hann refsar, hæðir og hegu-
ir um leið ög hánn skemtir og
bregður upp meistaralegri myud
af þeirri tilfinningu, sem hann
nefnir „hina blindu ást“.
Utbúnaður á leiksviði er frá
fjelagsins hendi, svo fullkominn,
sem unt er að hafa hann hjer.
Leiktjöld vél ináluð, einkum garð-
ur Olivíu og sýnin yfir borgar-
hlutann. Búningar skrautlegir og
í góðu samræmi við þá tíma, ér
leikritið gerist á. Hljómsveit leik-
ur músík þá, er E. Humperdinck
gerði við leikritið, og stjórnaði
henni E. Thoroddsen.
Meðferð leikendanna á þessu
fyrsta leikriti Shakespeare, sem
hjer er sýnt, er afar-misjöfn. En
því er einmitt svo varið með leik-
ritið, að þar þurfa allir að fara
jafn vel með hlutverk sín, eigi
það ekki að falla dautt til jarðar
á köflum. Það er í raun og veru
engin ein persóna, sem ber það
uppi. pað krefst svo nákvæms og
hárfíns samleiks, að falli einn út
úr hlutverki sínu, er kastað
skugga á alla heildina. Góður og
sannur leikur Fabíans og Seba-
stíans, er jafn nauðsynlegur og
>aðalpersónanna. En þeir voru báð-
ir illa sýndir. Verður ekki hjá því
komist að átelja það„ að Leikfje-
lagið skyldi láta þá fara með hlut
verkin, þegar það sá, hvert
stefndi. En ekki er ómögulegi,
að þeir kunni að bæta sig, þó
fyrsta sýningin gæfi að vísu eng-
ar vonir um það. Fleiri mætti
nefna, sem voru nolckurskonar
„villingar“ þarna á leiksviðinu,
svo notað sje orð úr „A útleið.“
Orsípó, hertogann af Hliriu
leikur Tómas Hallgrímsson. Hann
er að ytra útliti og í framgöngu
góður, fyrirmannlegur og glæsi-
mannlegur. En þó er yfir honum
einhver kuldi, sem ekki fer vel
draumlyndum, söngelskum og
ljóðhneigðum manni. Rödd Tóm-
. asar er og óþjál, hörð og kald-
ranaleg. Hann sómir sjer betur í
gerfi norræns víkings, en sem
draumlyndur þjóðhöfðingi.
j Þau, sem þarna leika best, eru
óefað Ágúst Kvaran, fíflið, Bryn-
jólfur Jóhannesson, í Andrjesi
Bleiknef og Soffía Kvaran, í
Víólu.
Leik Kvarans hefir þó oft verið
gefið meira og veglegra svigrúm
LiHKjav«e.
en þarna. En hann skilur hlut-
verk fíflsins út í æsar, sýnir með
næmleik og festu þá ranghverfu
mannanna, sem fíflin í leikritum
Shalcespeáre’s eru einskonar sýn-
ishorn af. Kvaran er gefinn sá
hæfileiki á leiksviðinu, að geta
á svipstundu síkift um ham —
verið fíflið sjálft, Tómas prestur,
og leikið aðra, sem á leiksviðinu
eru. Kvaran er að verða, og var
rauna.r áður, einn af okkar fjöl-
hæfustu og rásföstustu leikurum.
Honum skeikar aldrei, og hann
hefir þá jiersónu, að eftir honum
verður að taka.
En svo vel sem Kvaran leikuv,
þá gerir nú Brynjólfur -Tóhann-
esson betur, í Andrjesi Bleiknef.
Andrjes er heimskan og ragmensic-
an og ómenskan holdi klædd. Og
fullvíst er að aldrei hefir heimsku
legra nje ómannlegra andlit sjest
hjer á leiksviði en Brynjólfs í
þessum leik. Með þessu hlutverhi
hefir hann sýnt það, að
hann getur náð miklu, þegar hann
leikur þau hlutverk, sem hann
ræður fullkomlega við.
Soffía Kvaran er altaf að þrosk-
ast í leik sínum. Röddin er að
mýkjast og temjast, krafturinn,
sem í frúnni býr, að temjast og
æfast. Hún hefir þarna örðugt
hlutverk, en hún fer með það af
fullum skilningi og góðu valdi.
Hún hefir aldrei fyr sýnt svo
sannar en látlausar geðshræring-
ar eins ög nú.
Jeg nefndi þrjú, er best ljeku.
En mjer er óhætt að bæta við
Friðfinni og Mörtu Indriðadóttur.
Friðfinnur er samur og jafn, fat-
ast aldrei að sýna hina spaugilegu
hlið þeirrar persónu, sem hann
leikur. Og þarna er hann í essinu
sínu.
Marta Indriðadóttir er og ágæt
í þernu Olívíu, fjörug og gáska-
full og fellur vel inn í umhverfið.
Jeg hefi ekki ennþá nefnt þann,
er ljek Malvolio, Indriða Waage.
En það er ekki vegna þess, að
efcki sje ástæða til. Waage liefir
ef til vill ald-rei fyr sýnt, hve
miklir leikhæfileikar búa í hon-
um, þegar hann þroskast og lær-
ir. Hjegómagirni Malvolioog sjálfs
álit. var ósvikið, ófalsað að öllu
leyti. Waage gleymdi sjer að vísu
G.s. Botnia
fer tiS útlanda þsiðjudagsnn 27. þ. mán.
kltfkkan 82 á miðnætti.
Farþegar* sæki farseðia
snopgun (vnánudeg).
á
C. Zimsen.
tiftt Frð Sui. Fsurlsit Lsipzig.
Qíiýrí iii sölu.
Meðmæli fyrir hendi frá Eugeu
d’Albert, Dr. Richar Strausz. —
Max Reger. — Elly Ney.—Frede-
rik Lamond. — Bernh. Staven-
hagen. — A. Leoconvallo. — Ernst
von Dohnáný. — Mark Hamborg,
o. m. fl.
Hljóðfæri þetta hefir alstaðar
hlotið lof fyrir sína aðdáanlega
aijúku tóna.
Tage MSIIei*,
Tjarnargötu 11. Sími 350.
Verslun
Sunnars Ounaflrssoaar,
Laugaveg 53. Sími 1950.
Besta kaffið í bænum.
Reynið og sannfærist.
Hvergi er eins gott
ad kaupa og i
Verslun
ifeíj.
S. Mfi
stöku sinnúm, en það stafaði af
þroskaleysinu. pegar hann verð-
ur leiksviðsvanur, þá fær fjelagið
þar einn sinn besta leikara.
Ekki verður annað sagt, en
þessi Shakespeare-sýning, sje fje-
laginu til sóma. Það hefir að
flöstu leyti lagt fram það besta,
sem það átti til. Því er ljóst, að * 1
því aðeins stefnir það fram til
hærri þroska og meiri listar, að
það setji sjer hátt mark,f taki
sjer erfið verkefni og spenni svo
i
hátt sem vérða má oriku og hæfi- J
leika leikendanna. En hitt má!
aldrei henda það, að það setjí í
leikrit, sem krefja öruggs sám-
■spils, menn, sem ekkert hafa til
Verðið betra en fyrir
ófriðinn.
Bamasokkar frá 35 au.
Karlmannasokkar frá 75 au.
Kvensokkar frá 90 au.
Kvenbolir frá 1 kr.
Sundföt og sundhettur afar-
ódýrar.
fiðrsr vorur eftir pessu.
þess að bera, að samleikur geti
tekist, eða að þeir geti fylt út
Sitt eigið hluverk, hvað þá sutt
að því, að leiksýningin geti orðið
ein samræm listræn heild.
J. B.