Alþýðublaðið - 02.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1920, Blaðsíða 2
2 Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. io, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. vísinda nám yfirleitt svo erfitt, að ekki er unt að hafa það að hjá- verkanárni. Fyrst ríkið er að fást við upp- fræðslumál, er því skylt að láta ekkert kák eða hálfvelgju komast þar að. Annaðhvort verður það að annast alla uppfræðslu, sem að gagni má verða, með alúð og fyrirhyggju, eða gefa slíkt alveg frá sér — má nærri geta hvað það hefði í för með sér. Nú gengur enginn að þvf grufl- andi, að Háskóli íslands er langt frá því að vera fullkominn. Kenzlu i öllum verkvfsindum vantar við hann. En landið vantar einmitt sérfróða dugandi menn á þeim sviðum öllum. Raffræðinga, verk- fræðinga, efnafræðinga, eðlisfræð- inga, veðurfræðinga, húsameistara o. s. frv. vantar tilfinnanlega. Hver yrði afleiðingin af því, að menn hættu að geta stundað nám annarsstaðar en heima? Hún yrði sú, að menn neyddust til að nema þær námsgreinar, sem kendar eru við skólann hér: lögfræði, guð- fræði, læknisfræði eða heimspeki. Má nærri geta hve það yrði vel séð hjá þeim, sem jafnvel nú óskapast yfir því, hve margir ganga .mentaveginn" hér heima. Landið hefir ekki, að svo stöddu, efni á því, að gera Háskólann fjölbreyttari en hann er. Og til hvers væri líka að stofna til em- bætta við harm í fögum sem eng- inn kennari er til í. Fyrsta sporið er því, að styrkja efnilega menn til náms utanlands. Og meðan ekki er hægt að stunda nám f verkvísindum hér heima, ber land- inn, vegna heilla heildarinnar, skylda til að veita árlega hverjum þeim stúdent ríflegan styrk, er stunda vill verkvísindi utanlands. Sama ætti að vera hvar þeir gerðu það, ef trygging væri fyrir þvf, að skólinn væri ekki lakari en Khafnarskólinn. Og síðast en ekki sízt: Það má aldrei verða, að þeir, eg þori að segja rojög efnilegu stúdentar, er ALÞYÐUBLAÐIÐ utan fóru síðastliðið haust, verði að hætta námi, vegna skammsýni og naglaskapar hins nýfædda ís- lenzka rfkis. íslenskir stúdentar voru rændir Garðstyrknum, á kostnað sjálfstæð- ismáls landsins. Þess vegna eiga þeir lfka heimtingu á þvf, að þeir, sem rændu þá þessum rétti, veiti þeim fullar bætur fyrir. Sjái svo um, að ríkiðv veiti þeim jafn mik- inn styrk og Garðstyrkurinn var. Ingblýur Jónsscm. Tjrkjavel liðast í siáur. Grikkir fá bróðurhlutann. Laust fyrir miðjan mánuðinn voru Tyrkjum afhentir friðarskil- málarnir. Hafa skilmálar þessir vakið hina mestu undrun um all- an hinn mentaða heim, bæði sök- um þess hve harðir og ósanngjarn- ir þeir eru, og sökum þess að Jap- anar fá með þessu f íyrsta sinni virkilega hlutdeild um pvrópumál. Tyrkir eiga að láta af hendi Þrakíu mestalla í hendur Grikkj- um; þeir fá einnig Tenedos og Imbroseyjar. 1 Litlu-Asíu eiga þeir að láta af hendi Smyrnu, Tireh, Odemish, Magnisa, Akhissar o. fl. við Grikki. Þessi héruð eiga þó að hafa þing og heimastjórn. Þeir eiga að viðurkenna sjálf- stæði Armeníu, Sýrlands, Meso- potamiu og Hejaz og veita Kurd- istan fult sjálfræði. Wilson Bandaríkjaforseti á að ákveða landamæri Armeníu að vestanverðu og verður hún algerlega óháð, en Sýrland, Mesopotamia og Palestína eiga að vera fyrst um sinn undir vernd!! ríkja, sem þó er ekki f samningnum hver eru. Þar að auki á Tyrkinn að viðurkenna stjóm Frakka yfir Tun- is og Marokko. ítalir fá Lyþíu, Castellorzo og Dodecaneyjarnar. Tyrkir skulu viðurkenna vernd- arstjórn Breta yfir Egyftalandi og Sudan og einnig eign þeirra á Cyprusey. Ásamt þessu skulu þeir afhenda Bretum réttindi sín eftir Lúlk samn- ingunum 1888. Nefnd er þjóðabandalagið kjósi, skal hafa eftirlit með strandlengj- unni við Sundin (Bosporus, Dar- danella og Marmarahafið), og skulu skipa þá nefnd brezkir, franskir, ítalskir og jaýanskir full- trúar. Síðan skulu Tyrkir gersam- lega afvopna herinn að undanskild- um fáum þúsundum. En þótt margt sé upptalið, eru þó 2 merkilegustu liðirnir eftir og það er fyrst, að tyrkneskum fjármálum, alt frá tollum og skött- um og upp í ríkisviðskifti, skat stjórnað af þar til skipaðri nefnd, er sitji f fulltrúar Breta, ítala og; Frakka. Þó skal sitja f nefndinni einn ráðgeíandi fulltrúi frá Tyrkj- um sjálfum. í öðru lagi skulu þeir breyta landslögum sínum eftir skipun Bandamanna, þannig að útlending- ar séu öruggir í landinu. Eins og má sjá af þessu, hefir Bandamönnum eigi orðið svo lít- ið úr Tyrkjanum er alt var til týnt. Tyrkinn er nú brottrekinn úr Evrópu nema hvað hann held- ur Konstantinopel og litlum land- skika með undir ströngu eftirliti Bandamanna. En það er grunur vor að þetta verði eigi sfðasta málið í Evrópu er Japanar vilja ráða nokkru um, úr því þeir eru komnir upp á þad lagið. X £æknabrennivimð. í Morgunblaðinu i. júní skrifar „Orn" nokkur um „takmörkun læknavínsins", og reynir að sýna fram á það, að hin nýja reglugerð sé óheppileg. Gengur sú röksemda- leiðsla aðallega út á það, að „þeg- ar þeir, sem á annað borð ætla að fá sér vín, fá það ekki lengur hjá læknunum, þá fara þeir til smyglaranna", Ennfremur spáir hann, að »vegur og gengi smygl- aranna muni aukast að miklum mun", við það, að hlunnindi lækn- anna eru takmörkuð. í þessum orðum liggur óvart harður dómur um læknana: læknir og vínsmyg- ill geti að vissu Ieyti komið hvor í annars stað; eru að vissu leyti hér um bil eitt og hið sama. Það er óneitanlegt, að í þeim orðum „Arnar", sem hér eru tilfærð,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.