Alþýðublaðið - 02.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 kemur greinilega og ótvírætt í Ijós það álit, að lælmar hafi gert mik- ið að þvi að selja óleyfilega vfn- seðla. Það breytir engu um það mál, þó að greinarhöf. sé sum- staðar að draga heldur úr því; þar hefir hann gætt sín; fundið að hann var að slá læknunum vafasama gullhamra. — Orn er ekki einn um þetta álit sitt. Þetta er almenningsálitid. Það ættu lækn- arnir að íhuga. Þeir ættu að íhuga, hvort þess konar almenningsálit muni vera þess legt, að það auki virðinguna fyrir læknastéttinni. Þeir ættu að hugsa út í, að á meðan læknavínið er við lfði í líkri mynd og verið hefir, þá er læknastéttin fyrir sitt leyti að vinna að vexti og rótfestu þess virðing- arleysis og þeirrar ótrúar á em- bættismönnum landsins, sem altaf er að faerast í voxt á nær öllum sviðum þjóðfélagsins. í sama blaði er birt yfirlýsing frá Læknafélagi Reykjavíkur, þar sem það mótmælir reglugerðinni; mótmælir sérhverju eftirliti, sem ekki heldur sig inaan stéttarinnar. Slíkt ætti læknafélagið ekki að gera, nema það áliti sig óaðfinn- anlegt f þessu efni. En hvað óað- finnanleikanum viðvíkur, þá hefir jafnvel Örn enga trú á honum. Læknar ættu að gá að því, að ekki er um vanalega lyfseðla að ræða, þar sem áfengisseðlar eru. Þar er að ræða um ávfsun á efni, sem þjóðin hefir úrskurðað upp- sprettu þjóðarböls. Útrýming áfeng- is til nautnar er mál, sem þjóðin hefir Jiekið að sér. Bannmáiið er opinbart mál. Þjóðin hefir rétt til að krefjast þess, að fá að fylgjast með framkvæmd bannlaganna. Læknastéttin gengur á rétt þjóð- arinnar með því, að vilja útiloka hana frá eftirliti með framkvæmd vilja síns og fyrirskipunar. Stefna sú, sem læknafélagið hefir tekið upp í þessu máli, er ekki samboð- in frjálslyndum, víðsýnum lækn- um, heldur væri hún ætlandi svo- kölluðum „medicín mönnum". En svo eru kallaðir „læknar" ósiðaðra þjóða; þeir gæta þess vandlega, að „leikmenn“ reki ekki nefið í málefni þeirra; hafa til þess sína gildu ástæðu. Vilja læknarnir okk- ar virkilega vera — ^medicín- menn“? B. Útlenðar fréttir. Verndarar smfiþjóðanna! Brezk stjórnarvöld eru strax farin að beita hinum venjulegu aðferðum sfnum í Gyðingalandi. Um páskana var upphlaup í Jerú- salem, gegn yfirdrotnun Breta. Tveir Arabar og einn Gyðingur voru dæmdir í 15 ára fangelsi og 19 Gyðingar í 3 ára fangelsi fyrir það að hjá þeim fundust skotvopn! 23. ap'ríl voru 16 Egyftar dæmdir fyrir að hafa tekið þátt í upphlaupi í janúarmánuði, 14 voru dæmdir í æfilangt fangelpl, 1 í 10 ára og 1 í tveggja ára. Auk þess var Sjeik Mohammed Ibrahim Saliman settur í fangelsi fyrir að hafa hallmælt brezku stjórninni í ræðu, sem hann hélt í Abu Abbas-musterinu. Egyftar^ru nú loksins lausir undan kúgun Tyrkjal! (Eftir Daily Herald). Alþjóðasendinefnd til Rússlands Alþjóðaskrifstofa verkamanna í London sendi fyrir skömmu síðan nefn til Rússlands, til að rannsaka löggjöf og hag verkamanna þar, einkum barr.a og kverrna. í nefnd inni er enginn enskur maður, því brezkir verkamenn hafa sent sér- staka nefnd. í nefndinni eiga sæti: De Brouckére og Baeck (Belgíu) Du Moulin (Frakkl.), Otto Hue (Þýzkal.) Martel (Canada), Dr, Pardo (Ítalíu), Ole Lian (Noregi), Los Rios (Spáni) og Zaszai Samu (Ungverjal). Drengur yeldur yerkfalli. í apríl var drengur rekinn úr kolavinnu í Lankashire fyrir þá sök, að hann neitaði að vinna aðra vinnu en þá, sem honum bar skylda til. Allir námumenn þar kröfðust þess, að hann yrði tek- inn aftur, en þegar því var ekki sint, lögðu þeir niður vinnu, 800 fyrsta daginn, en fjölgaði síðan. Vér höfum ekki frétt um úrslitin. Floglð milli London og Kaup- iuannahainar á 9 hlst. Enskur leutenant, Mullitt að nafni, flaug nýlega frá London kl. 10 að morgni og var korninn til Kaupmannahafnar kl. 7 að lrvöldi sama dags. Flugmaðurinn stanzaði þó bæði í Hamborg og Amsterdam á leiðinni. Hindenbnrg-líbneskið. Meðan á stríðinu stóð var reist geysistórt og mikið líkneski af Hindenburg hershöfðingja, fyrir framan rfkisdagsbygginguna þýzku. Síðar var líkneskið „prívat“eign, en hefir nú verið tekið af þýzku stjórninni til varðveizlu fyrst um sinn, af ótta við það, að óeyrðir risu í landinu, eí líkneskið yrði flutt út. Bm daginn 09 Teginn. Veðrið í dag. Reykjavík .... s, hiti 5,0. ísafjörður .... logn, hiti 4-S- Akureyri .... logn, hiti 6,5, Seyðisfjörður . . NV, hiti S.i- Grímsstaðir . . . logn, hiti 6,0, Vestm.eyjar . . . logn, hiti 6,1. Þórsh., Færeyjar NV, hiti 7.3- Stóru stafirnir merkja átttna. -5- þýðir frost. Loftvog há, hæst fyrir austan land og stígandi. Stilt veður. Flugfélagið ætlar að halda uppi flugi hér f sumar, svo fram- arlega sem það fé fæst, sem til þess þarf. Er jafnvel ekki óhugs- andi, að flygillinn fari norður á Akureyri í flygildinu og lofi Ak- ureyringum að „kanna“ loftið. Heimspekisprófi luku þessir stúdentar í gær: Asgeir Guðmundssnn með I. eink. Bergur Jónsson ... — „ — Einar Magnússon . . — ág. — Hannes Guðmundsson — I. — Karl Jónsson .... — ág. — Sigurður Thoroddsen — — — Yillemo08 kom í gær frá út- löndum norðan um land. Knattspyrnttleikurinn í gær- kvöld fór svo, að „K. R.“ sigraði „Víking" með 2 : i og „Væringj- ar“ sigruðu „Fram“ með 10: o. ísólfur Pálsson hefir fengið einkarétt á íslandi, um 5 ára tímabil, á tilbúningi á plógvörpu til veiða. Sömuleiðis hefir hann fengið einkarétt, um jafn langan tíma, á hafplógi til veiða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.