Alþýðublaðið - 02.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.06.1920, Blaðsíða 1
1920 Miðvikudaginn 2. júní 122. tölubl. Hðsslanð og flmlail. Khöfn 31. tnaí. Símað er frá Helsingfors, að Sovjet-Rússland hafi fallist á uppá- stungu um það, að hefja friðar- samninga við Finnland í Dorpat io. júní. Mwm 09 Þjóðverjar. Khöfn 31. maf. Símað er frá Berlín, að Banda- menn ætli að senda fasta nefnd íil Þýzkalands, til þess að hafa nákvæmar gætur á fjármálum Jandsins. jfýtt ssmbanð. Khöfn 31. maf. Frá London er símað, að sá orðrómur berist frá Japan, að Ameríka muni ganga í eask- japanska sambandið. Norskufossarnireiga að hita og Iýsa Danmörku. Lengsta rafleiðsla í heimi. Noregur er eins og kunnugt er fossaauðugt land, og því hægt að framleiða þar meira af rafmagni «n landið sjálft þarf að nota. Norðmönnum datt þá f hug að þeir myndu geta flutt rafmagnið út og var því fyrir þeirra tilstilli sett á rökstóla nefnd í Danmörku til að athuga hvort hugsun þessi gæti komist í framkvæmd. Báðum þjóðunum er þetta auðvitað hið mesta áhugamál, því Danir hafa fengið sig fullsadda af því, nú á stríðstímunnm, að vera upp á Eng- lendinginn komnir með kol, en Norðmenn á hinn bóginn auka við sig arðvænlegri útflutningsgrein með því að flytja raforku út þang- að. Ennþá hefir nefndin aðeins unn- ið að undirbúningi málsins, en er þó komin að þeirri niðurstöðu, að það sé vel gerlegt að leggja raf- leiðslu frá Noregi yfir Skagerak til Jótlands á svæðinu milli Hirts- hals og Hanstholmen. Leiðsla þessi er áætluð að verða 100 kílómetra löng og verður því iengsta rafleiðsla í heimi. Lengsta rafleiðsla sem hingað til hefir verið lögð er leiðslan milli Helsingborg í Svíþjóð og Helsingör í Danmörku. Hún er þó aðeins 7—8 kílóm. á lengd. Hún birgir Norður-Sjáiand að mestu upp með raforku. Sjálf ieiðsian mun kosta of fjár, fyrir utan rafgeyma og stöðvar þær, er framleiða aflið í Noregi. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið muni kosta ait að 40 milj. króna, og hvort það verður framkvæmt veitur því á þvf, hvort koiaverð lækkar fyrirsjáanlega í framtíðinni, því eigi verður slíkt risafyrirtæki framkvæmt á mjög skömmum tíma. Vonandi tekst frændum vorum, Norðmönnum, að miðia hinum „aflvana" bræðrum sínum, Dönum, af gnægð sinni. X Eldgos í Carbiskahafinu. Eftir því er ioftskeyti herma tií Reuter frá skipinu Chalamares, hafði í byijun maímánaðar sést stíga mikill reykjarmökkur upp frá fjailatoppunum á Old Providence- eyju í Carbískahafinu, og er síðar komið á daginn, að þar hafa verið eldgos á ferðinni. Erfiðleikar námsmaia. Hvað gerir rikið? Með sambandssamningunum var afnuminn Garðstyrkurinn svonefndi sem íslenzkir síúdentar, er sóttu Hafnarháskóla, nutu. Og jafnframt var öiium efnaminni stúdentum gert ókleyft að stunda nám við þann skóla, því þær tvær miljónir, sem Island fékk, að nafninu til, frá Dönum, eru ætlaðar candidöt- um. Þetta sá þingið og viðurkendi, með því að veita þeim stúdentum, er nám stunda við skólann nú, og ekki hafa Garðstyrk, 8 þúsund króna styrk; sem þó ekki varð nema 6 hundruð krónur á mann, er honum hafði verið skift upp milli þeirra. Getur hver maður séð, hve skamt þetta hrekkur í þeirri dýrtíð, sem nú er alstaðar. Enda er svo að heyra, af bréfum, er borist hafa frá stúdentum, að þeir verði að hætta námi ytra, nema þeim komi meiri styrkur einhversstaðar frá, og þá auðvitað helzt að heiman. Er slíkt ilia farið, því ekki eigum vér íslendingar of marga lærða menn f verklegum fræðum; en flestir, sem utan fara, nema þær námsgreinar, sem ekki er tækifæri til að læra hér heima. Það er vitanlegt, að námfýsi manna verður ekki drepin, hversu miklir örðugleikar sem á því kunna að vera, að svala henni, með öðru móti betur en því, að gera mönnum ókleyft að standast hinn fjárhagslega kostnað. Heima fyrir hefir ríkið gert ýmislegt til þess, að iétta undir með mönnum. Og auðveldara er fyrir þá, er hér stunda nám við háskólann, að fá sér lán eða arðvæna atvinnu að sumri, en þá, sem nám stunda utanlands, fjarri vinum og vanda- mönnum. Sumarfrí er þar iíka að öllum jafnaði styttra og erfiðara að fá þar atvinnu að vetrinum til að stunda með náminu. Enda verk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.