Morgunblaðið - 04.10.1927, Síða 7

Morgunblaðið - 04.10.1927, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ T Öll þessi tilfærða klaus'a er stað- lausir stafir, og raá eftir eðli inni- lialdsins skiftast í tvent. Það, sem er hreinn uppspuni og það, sem stafar af misskilningi og þröng- sýni höf. sjálfs. Að vísu er þetta svo saman fljettað, að örðugt er að greina það simdur. Það sem höf. segir um viðhorf gegn þeim, er vel eru færir í danskri tungu, er uppspuni einber. Enda er það Ijóst hverjum heil- skyggnum manni, að enginn muni skammast sín fyrir að tala sæmi- lega mál þess lands, er hann dvel- ur í árum saman. Slíkt þarf því eigi svars við. Hvað hitt snertir um orðaskifti ísl. og danskra stúdenta, þá er þar til að svara, að í skóla þar sem nám stunda til 4 þús. manns getur tæpast 'þekst nema lítill hluti innbyrðis, og ])ví varla að vænta, að íslendingar sjeu að gefa sig á tal við hvern og einn, sem danska stúdentshúfu ber, eins og hr. H. V. virðist helst. ætlast til. Annars hygg jeg hann mæli há- skólalífið á mælikvarða skólaand- . ibcJ ‘;ioas t U{93[se^STAmnian t sue sem allir eru sem ein fjölskylda. Nei, sannleikurinn er, að fram- koma ísl. stúdenta gagnvart Dön- um er mjög sómasamleg og a. m. k. ástæðulaust fyrir Dani að.kvarta undan henni. Jeg veit satt að segja . *ekki, hvernig ísl. stúdentar liefðu átt að inna af liendi þetta kynn- ingarstarf, sem greinarböf. talar : svó mjög um. Ef til vili æt.tu þeir að ganga fyrir hvern mann og segja.: Á jeg ekki að fræða þig um ísland lagsmaður. Jeg hygg áreið- anlega að iill framhleypni í þá átt mundi ekki spilla áliti „frænd- þjóðarinnar“ á okkur minna en hin núverandi framkoma, sem hr. H. V. segir að sje svo illa þokkuð meðal Dana. Annars get. jeg vænst þess eftir öllum anda greinar hr. H. V., að Iiann lmgsi helst að ís- lendingar og þá einkúm ísl. stú- dentar í Höfn legðu niður fjelags- skap sinn, svo að þeir gætu sem allra best. blandað geði við Dani. Yfirleitt verður tæpast. annað feng ið út úr greininni, en að aðalmark þeirra, er til Hafnar fara eigi að vera að kvnnast Dönum og þjóð- lífi þeivra. Höf. virðist gleyma því, að Danir eru smáþjóð og þurfa margt til annara að sækja. Það er því hreinn óþarfi að bregða náms- mönnum. um þröngsýni, þót.t þeir met.i meira þær straumbylgjur heimsmenningarinnar, sem til Dan merkur ná, en hitt sem er sjer- staklega danskt. Enda hygg ,Íeoi •að íslenskir mentamenn hafi svnt alt annað en mentunarskort og þröngsýni, þá er þeir komu heim að loknu námi. Og hver sá, er heldur því fram, að ísl. Hafnar- :stúdentar vanræki að kynna sjer menningu umheimsins eftir föng- um, er auðsæilega annaðhvort mjög fávís um hagi þeirra, eða -orðinn gagnsýrður af þeim hugs- nnarhætti, að hjer sje ekkert unt. að gera, án þess „að dependera af 'þeim dönsku,“ og munu flestir heilskygnir menn sjá, hversu rjett skoðun sú er. Jeg þykist nú hafa sýnt fram á, hversu fráleit ummæli hr. H. V. um ísl. Hafnarstúdenta eru, en vildi víkja örfáum orðum að aðal- •efni greinar hans brjefaskiftun- um. Að vísu er fátt um þau að segja. Jeg liygg þau sjeu aðeins heldur þýðingarlítil, sem menn- ingarauki, en geta orðið ,ýmsum til skemtunar. Þau virðast vera einn angi bræðralagsstarfsemi þeirrar, er Dansk-islandsk Sam- fund rekur, enda mun tillagan ásamt með allri grein þessari a,f þeim rótum runnin beint eða ó- beint,. Að endingu skal tekið fram. — Framkoma íslendinga, gagnvart Dönum eins og öðrum þjóðum, á að vera djörf og hrcinskilin og laus við undirlægjuhátt. Þannig hvgg jeg framkoma ísl. stúdenta í Höfn hafi lengstum verið, og er slíkt ólíkt giftusamlegra en Dansk- islandsk Samfundsandi sá, er and- ar frá hr. H. V. og skoðanabræðr- um hans og fullur er innihalds- lausra skjallyrða og fagurmæla. Fýsi Dani að fræðast, um okkur, ’er skylt að láta þeim fróðleik þann í tje, en, að troða sjer fram í því efni er fjarstæða ein. Akureyri 21. ág. 1927. St. Steindórsson, frá Hlöðum. Kambsbeiði. Margir hafa talað og ritað um „Kambsheiðargárann“ í Holta- lireppi, skaða þann, sem hann gerði og hve fljótt honum miðaði o. s. frv. Allir virðast sammála um að þar sje þörf að hefjast handa og stöðva framrás hans, en enginn gerir neitt, nema tala og skrifa og uppblásturinn heldur áfram. — Nokkrir álíta sjálfsagt að sand- græðsdan komi þar af sjálfu sjer, þ. e. að fyrir fúlgu af peningum sje keypt girðingarefni og blást- urssvæðið girt. Þykjast slíkir menu vel hafa verið að verki að tala um hættuna, sem af gára þessum stafar í miðri sveit. Þeir eiga líka þakkir skilið fyrir að sjá hætt- una, en enginn má lát.a sjer það vel lynda, að liorft sje á hættu og ekkert, aðhafst til bjargar. Spurningin er því, hverjum ber þar skylda* til að sjá um að græðslustarfsemi sje byrjuð á slík- um stöðum sem þessum. Sumir álíta að það sje yfirstjórn sand- græðslumálanna, aðrir telja það skyldu landeiganda og hlutaðeig- andi Iirep])snefndar. Lög mæla svo fyrir, að ríkisstjórnin (yfirstjórn sandgræðslnnnar) og hlutaðeigandi lireppsnefnd ráði því, livaða svæði sjeu tekin til friðunar og sand- græðslu. — Sumir landeigendur láta sig það litlu varða, þótt jarð- ir þeirra blási upp og skemmi næstu jarðir. Sagt er að Kambsheiðargárinn hafi fyrir rúmum mannsaldri ver- ið lítið flag, nú er hann fullur Bþá km. að lengd og um y2 km. á breidd, að meðaltali. — Búinn er hann að taka af gróðurlendi 5 jarða. Allar eru þær jarðir eign einstakra manna og mætti því lialda að þeir hugsuðu um að verja eign sína, og hreppsnefndin í Holtahreppi styrkti þá með ráðum og dáð. Nei, einstaklingum, sem eiga þessar jarðir hefir ekki enn þá skilist til hlýtar, að þeim ber skylda að verja jarðir sínar skemd um, og hrepjpsnefndinni ber einn- ig skylda til að gætö þess að upp- blástur og sandfok hættu, frá löndum skeytingarlausra landeig- enda og eyðileggi ekki lönd ann- ara jarða. Háværar raddir eru um það í blöðum oft, að bændur sitji betur þær jarðir, sem þeir eigi, og jafnvel sumir blessaðirí prestarnir láta sjer það sæma, að geta þess, áð þeir ljetu meira gera á bújörð- inni, ef þeir ættu hana, enda eru margar þjóðjarðir seldar til ein- st.akra manna. Sumir þessi jarðar- eigendur hirða afg’jöld af jörðum sínum, en hirða ekki Um, þótt þær skemmist og skemdir frá þeim berist, t.il næstu jarða. Við Kambs- heiðargárann er eitt slíkt dæmi. Hvammur heitir þar jörð og hefir í.il þessa verið eign Dagbjartar Einarssonar frá Garðhúsum í Grindavík. Dagbjarti Iiefir verið gert aðvart um, að jörð hans Hvammur lægi undir skemdum, 'hann hefir ekki gefið því gaum. Jeg minnist ekki að hafa heyrt þess getið, að hann hafi komið að Hvammi nú j 15 ár, þótt svona. hafi verið ástatt. með jörð hans. Samt hefir hann haft erindi nokk- ur haust í Reykjarjettir á Skeið- um og er þá ekki all-langt þaðan austur að Hvammi í Holtum. Ennþá heldur Hvammur áfram að eyðileggjast, og næsta jörð við hann, Lýtingsstaðir, teknir við af honum. Þar hefir búið efnaiítill ómagamaður. Börn hans eru nu vaxin og vinnukraftur nægur. —- Gerðarj hafa* verið þar jarðabætur t. d. sáðsljettun —• en nú stefnir uppblásturinn og sandfokið af Kambsheiði á túnið hans. ÍHann Dagbjartur frá Garðhúsum gerir Lýtingsstaðabóndanum súrt í aug- um. Sandfokið frá jörðinni hans, sem hann hirðir ekki um að verja fyrir skemdum, en sem hann hirðir afgjöld af, og lætur ef til vill tún- aukana, sem landset.inn hans hef- ir unnið að til þess að bæta kotið, fara sömu leiðina, er ekkert senni- legra en alt eyðileggist. Lýtings- staðina er örðugt að verja, ef Hvammurinn heldur áfram að blása. Báðar þær jarðir hafa fram- fleytt fjölskyldumönnum, dugandi bændum, sem er sárt um að sjá býlin legjast í auðn og rústir. — Hægt er að bjarga túnunum og húsum enn, og miklu af landi í Hvammi og Lýtingsstöðum, eí bráðlega er hafist handa. Mælingar af girðingarummáli hefi jeg gert og get gert áætlun um girðingarkostnað eins og nú er, ef þess er óskað. Jeg efast ekki um, að það væri kv||kað til rílcisins um að afstýra þeirn hættu, sem hjer úm ræðir, ef jarðirnar væru opinber eign, það er heldur ekki að furða um jafn miklar skemdir og hjer um ræðir í miðri sveit, og'það í einu ræktanlegast.a hjeraði landsins. Þetta verður vafalaust líka tekið til græðslu — en líklega ekki fyr en fleiri 'jarðir skemmast og kostnaðurinn margfaldast frá því sem nú er. Eignarrjettinum er ekki misþyrmt fvr, en í síðustu lög. Oft verður 'samtakaleysið dýrt og svo mun hjer. Gunnlaugur Kristmundsson. Ný bók. Hall Gaine: Glataði son- urinn. íslenskað hefir með leyfi höfundarins Guðni Jónsson, stud. mag. Það er langt. síðan, að Hall Caine varð frægur ma'ður fyrir skáldsög- ur sínar. Hefir liann ritað ósköpin öll, en af sögum hans, er þessi, sem á ensku heitir „The Prodigal Son“, talin með hinum bestu. Sjest það meðal annars á því, að henni hefit* hlotnast sá heiður, að vera tekin á kvikmynd. Höf. lætur söguna gerast hjer á íslandi. Það er eflaust gert af for- dild einni, til þess að láta það ber- ást'út, að hann hafi komist hingað á lithjara veraldar. Ef til vill hefir það einnig ráðið, að liöf. hefir búist við því, að bókin seldist bet- ur, þar sem efniviðurinn í hana átt.i að vera sóttur til þess lýðs, er byggir þann útkjálka heims, er fá- um var þá kunnur meðal stórþjóð- anna, nema af kynjasögum, sem úm land og þjóð gengu. Hall Caine hefir ekki farið eftir þeim kynjasögum nje gert íslendinga að neinum viðundrum, en hitt hefir honum þó ekki tekist að gera sög- una íslenska. Það er heldur ekki Von. Hann hafði aðeins dvalið hjer 'stutta hríð og gat alls ekki öðlast rjetan skilning á íslenskum hugs- unarhætti og íslenskum venjum á svo stuttum tíma. Þessa verður að gæta, og dæma eftir ]iví, þegar 'bókin er lesin. Þetta er líka auka- atriði, og hefir í sjálfu sjer enga þýðingu þegar um skáldskapar- gildi bókarinnar er rætt. Sagan er bygð úr sterkum mátt- úrviðum og eru þeir svo haglega tegldir saman, að ekki er á annara færi en afburðá smiða að gera bet- ur. Það er rjett, sem þýðandi seg- ir í formála, að „atburðirnir reka liver annan með órjúfandi sam- ræmi.“ Það er aðeins helmingur sögunn- ar, sem út er kominn. Verður því að geyma sjer að tala ítarlega um hana, þýðinguna og frágang bók- arinnar, þangað til sjeð er fyrir endann á henni. Starfsemi Sundfielagsins í sumar. Útdráttur úr skýrslu þeirri, sem sundskálavörður, Valdimar Svein- björnsson, gaf á aðalfundi Sund- fjelagsins, um starfrækslu sund- skálans í Örfirisey. Sundskálinn. Sundskálinn var opinn frá 1. 'júlí til 6. september, og var skála- 'vörður við daglega frá kl. 1 e. h. til kl. 8 og 9 e. h. dag hvern. Bók var haldin yfir baðgesti, er syntu, þegar skálavörður var við. Sýnir hún, að 2,300 hafa synt við skál- hnn, og sýnir það áliuga manna fyrir sundíþróttinni. Auk þessara bókfærðu sundgesta baðaði sig fjöldi barna og buslaði úti við skálann. Kappróður var stundaður úti við skálann svo að segja á hverjum degi frá 20. júlí til 21. ágúst, eða um mánaðar- tíma. íþróttamót. Sex mót voru haldin við skál- ímn á sumrinu, fjögur sundmót og tvö kappróðrarmót, og tóku sjó- liðar af „Fylla“ þátt í báðum mótunum, eins og kunnugt er. Árangurinn. Þetta er í stuttum dráttum ]>að, senx unnið hefir verið að íþróttum úti við sundskálann í suinar. Er þá eftir að athuga þann árangur, sem kann að hafa orðið af þeirri Starfsemi. Tlm sundstarfsemina er það að segja, að fjöldi manna hlýtur að hafa hrest og bætt heilsu sína við 'sjó- og sólböð úti við skálann. Þá fer og hitt víst, að fjöldi ungra manna og kvenna hefir æft sig þar ötullega undir ýmiskonar kapp- sund, og er sá árangur sýnilegur, að farið hefir verið fram úr flest- um eða öllum íslenskum metum í sundi, og það svo töluverðu mun- ar sumstaðar. Róðrarkappmótin hafa orðið til iþess, að karlmannleg íþrótt og holl hefir verið endurvakin, og það með þvílíku afli, að ólíklegt er, að kappróður verði ekki mjög mikið stundaður hjer í framtíðinni. Tvær ungar stúlkur hafa synt úr Engey til lands í sumar. Þær hefðu eins vel getað verið fimm, því kunnugt er um að minsta kosti þrjár stúlkur, er hefðu getað innt þessa sundraun af höndum, og ekki er hægt að segja um, liversu margir karlmenn hjer gætu synt þessa leið. Að síðustu má minna á það, þó það komi sundskálastarfseminni ekki benilínis við, að formaður Sundfjelagsins synti úr Drangey til lands, svo sem kunnugt er um land alt. 1 Þegar litið er á framfarirnar, er orðið hafa, á fjöldann, sem stund- að hefir sund, öll afrekin og þá íþróttavakningu, er risið hefir með byggingu og starfrækslu sundskál- ans, þá mun vera óhætt að treysta því, að sú starfsemi, hafi frekar orðið til gagns en óþurftar fyrir þetta bæjarfjelag. I Barnauppeldi og baðstaðir. Eitt er þó enn ótalið, sem ástæða er til að fara um nokkrum orðum. Barnauppeldi er á sumrum mjög vanrækt í þessum bæ. Ymsir tala um að bærinn ætti að byggja bað- stöð og' barnahæli suður við Skerja fjörð, og starfrækja það í sam- einingu. Hjer skal ekki farið út í það, hversu gott yrði að sameina þetta tvent, en reýnslan frá sundskái- anum er sú, að erfitt muni reynast að hafa baðstað hjer í nágrenni Reykjavíkur, nema hann væri þá að meira eða minna leyti barnu- heimili um leið. Við sundskálann gekk ]>að svo til í sumar, að þegar gott, var veð- ur komu börnin þangað í tugatali, klæddu sig úr og óðu út í sjóinn og syntu. þau sem þaðí gátu. Hiu busluðu og fengu nóg af sjó á lík- ama sinn. Þessu næst fóru þau upp úr og upp á eyjuna, æfðu sig þar í sundtökunum, og fóru í ýmiskon- ar leiki. Fengu þau því bæði sjó- og sólböð. Það er óhætt að fullyrða, að börnin skemta sjer betur við þetta en að sitja á ltvikmyndahúsum og í „Billiard“ -stofum. Börn leita þangað, sem gleði og glaðværð er að finna, því saklaus gleði er móð- ir heilbrigðs þroska. Heilbrigður æskumaður leitar heilbrigðrar gleði, en þegar hann ekki finnur hana, þá leitar hann þeirrar gleði, sem skaðar hann. Þetta þyrftu þeir að hafa í huga, sem st-ýra eiga uppeldismálunum, og ekki síst við hjer í Reykjavík. Hjer er mikið af gleðilindum, en mörgum lævi blöndnum. Hjer eru knaxpur, „Billiard“-stofur og ýms óþverraskot í tuga tali. Alt tælir þett.a æskulýðinn undir því yfir- skini, að þar sje gleðina að finna. Og af því, að hjer í bæ er sára- lítið gert til að skapa skilyrði fyr- ir heilbrigðu orkulífi, þá neyðast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.