Morgunblaðið - 04.10.1927, Side 8

Morgunblaðið - 04.10.1927, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ bömin til að venja komur sínar á knæpumar, og aðra óþverrastaði. Þau fá þar ef til vill einhverja gieði, en láta, oft fjör sitt og far- sartd að gjaldi. BlDiöðaráðstefna þingmanna í París. Það er óhætt að segja, að við lifum á öld ráðstefnanna. Alþjóða- mótum og fundum fjölgar ár frá ári. Fjármálaráðstefnur, afvopn- unarráðstefnur, friðarráðstefnur •g milliríkjamála-ráðstefnur eru haldnar, margar á ári stunduin. !A.llar eiga þessar ráðstefnur að viuna að auknum skilningi og sam uð og samvinnu þjóða i milli. Til- gangurinn með þeim öllum er góð- Ur, ef árangurinn væri að sama skapi. Meðal þeirra ráðstefna, sem nú dregur að sjer athygli manna, er ráðstefna þingmanna, sem saman kom í París um fvrri mánaðamót. í hinum veglegu og íburðar- miklu sölum franska þinghússins söfnuðust saman fulltrúar 35 þjóða, eða alls um 400 fulltrúar. Tilgangurinn átti vitaskuld að vera sá, að þingmennirnir kæmu sjer saman um, hvað hægt væri að gera til þess að auka frið og sam- vinnu meðal allra þjóða. Það er þessi sami friðarviji, sem gert hef- ir svo oft áður vart við sig — í orðum, en sjaldan hefir náð til framkvæmdanna, veruleikans. Eins og að líkindum lætur voru í öllum þessum fjölda fulltrúa margir þeirra, sem eru meðalmenn einir á sviði stjórnmálanna, og aldrei munu láta eftir sig nokkur spor „við tímans sjó.“ En á þess- ari ráðstefnu voru þó aftur á móti þeir, sem ákveðna stefnu og strauma heims-stjórnmálanna og hafa í raun og veru örlög og ham- ingju heilla þjóða í hendi sjer. Þar voru t. d. Poincaré forsætis- ráðherra Frakka, Doumer, forseti franska þingsins, Loebe, forseti þýska þingsins, og ýmsir aðrir nafnfrægir menn. Ýms erlend blöð hafa nú á síð- ustu tímum, jafnframt því að segja frá, að alþjóðaráðstefnu ætíi að halda, látið þá skoðun í ljósi, að það væri óþarfa eyðsla að senda menn á þessar ráðstefnur. Því í raun og veru væru þær ferðir ekki ánnað en skemtiferðir fyrir full- trúana. Og á ráðstefnunum væri lítið annað gert en fluttar vin- girnis- og samúðarræður, sem ekk- 'ert eða lítið ættu skylt við veru- leikann. Það er áreiðanlegt, að þessi 'skoðun hefir við mikið að styðj- ast. Það sýnir árangursleysi ráð- stefnanna. Ef framkvæmdir hefðu svarað til orða, mundi nú vera friður, sátt og samlyndi í álfunni, engin stríð yfirvofandi og enginn fjandskapur. En á hinn bóginn verður því rekki neitað, að á þessum ráðstefn- um kunna að falla einhver þau fræ, sem ekki frjósa í hel, og eitt- hvað gott kann að spretta upp af, þó ekki sje áþreifanlegt fyrst í stað. Frá þessari síðustu ráðstefnu, þingmannaráðstefnunni, hefir lít- ið frjest enn. Poincaré flutti fyrstu ræðrma, og tók fram í henni, að þrátt fyrir lítinn árangur undan- farandi ráðstefna, yrði maðnr enn að trúa á þýðingu þeirra og mátt til þess að þoka mannkynimi nær 'friðnum, samstarfinu og slcipulags- ^bundinni samvinnu. Frð andláti og iarðarför Sleptians 6Jihaiir. FB. í september. Heimskringla skýrir frá því, að Stephan heitinn hafi verið veikur frá því um miðjan desember í vet- ur sem leið. A fætur komst1 hann aftur og gat hreyft sig um húsið og gengið úti, er voraði, ea krafta sína feltk hann ekki aftur, er hann misti við sjúkdómsáfallið. — Yarð hann því að ganga við stj|f og mátti sem minst á sig reyna. Handstyrk fekk hann heldur ekki nægan nje heilsu svo mikla, að þol hefði hann til þess að sitja við skriftir, sem þó venja hans var til, er hann gat verið inni, eu vesöld eða veður bönnuðu honum útivist. Saknaði- hann þess mjög, því margt var enn ógert af því sem hann hafði hugsað sjer að ljiíka við, hálfkveðin kvæði, hend- Sngar og brot, er biðu þess tíma, að hann gæti géngið frá þeim. Yikuna fyrir andlátið var hann venju fremur hress, eftir því sem kona hans skýrði frá. — Sunnu- daginn 7. ágúst voru nokkrir forn- kunningjar staddir heima hjá hon- um og ræddu við hann að vanda. Gerði hann þá lítið úr vesöld sinni, sein hann og altaf gerði í brjef- um til vina sinna og kunningja, þótt ljóst væri honum, hvers eðiis hún var, og hve skamt myndi þess 'að bíða, að liún legði hann í gröf- ina. Er þeir kvöddu hann óskaði hann þess, að þeir kæmi til sín •aftur hið bráðasta. Þriðjudaginn 9. ágúst heimsótti vinur hans liann, frá Wvnyard, Sask, herra Jakob Norman. Hafði íhann lengi ætlað sjer að fara vest- ur til hans og finna hann, en það ulregist til þessa. Náði hann heirn til hans seint um daginn. Töluðu þeir saman og voru á gangi úti frarn undir kvöldið, en gengu þá inn. En eigi leið nema lítil stund, þá er þeir voru sestir inni, að hann kendi óþæginda svo mikilla og magnleysis, að hann gat eigi set- ið og kvaðst vildi ganga út. Komst hann, aðeins lítinn spöl út fyrir dyrnar, en sneri þá við aftur og hneig niður í sama stólinn, er hann liafði staðið upp af. Voru þá kona hans og yngsti sonur og dóttir, er ilieima eru, farin til kvöldverka. — Gerði þá Jakob Norman, er inni var hjá honum, þeim strax aðvart, og komu þau þegar heim. Var þá svo af honum dregið að hann mátti naumast mæla. Tók sonur hans liann þá upp úr stólnum og bar liann inn í svefnlierbergi hans og lagði hann á rúm. Hagræddu þær mægður honum sem best þær gátu og var hann þá orðinn meðvitund- arlaus. Ekkert orð mælti hann eft- ir að hann var borinn inn. En • hægri hendina lireyfði liann að- eins nokkrum sinnum, fyrst eftir að hann var lagður upp á rúmio, len hrærði sig svo ekki upp frá því. Voru þá gerð orð börnum hans er farin eru að heiman, en búa þar í gfendinni, að koma, og llækninum í Innisfall, er stundað hafði hann undanfarið, dr. Wagn- er, því óvíst þótti hversu ljúka myndi með magnleysi þetta. Kom læknirinn skjótlega. Ljet hann uppi það álit sitt, að eigi myndi bata að vænta. Aleit hann að brost íð liefði æð hægra megin í höfð- 'inu svo að blæddi til heilans; væri lengst að ætla að hann lifðii einn eða tvo sólarhringa. Tafði hann noltkra stund, en fór svo. En þess 'var skeinra að bíða en sólarhrings — því að stundarfjórðungi liðnum eftir að læknirinn fór, var hann látinn. Utförin fór fram lieima sunnu- daginn 14. ágúst og hófst laust uþp úr hádegi. Var þar fjölmenni ! mikið saman Ivomið, alt bygðafólk- ið íslenslta og auk þess fjöldi inn- lendra manna og kvenna úr smá- bæjum þar í grendinni. Léngra að voru nokkrir íslendingar komnir: frá Red Deer, Calgary, Wynyard, Elfros og Winnnipeg. Eftir ósk hans og ættingjanna var fylgt greftrunarsiðum hinnar Unitarislcu kirkju. Ræður fluttu fejera Rögnvaldur Pjetursson frá Winnipeg, sjera Friðrik A. Frið- rikssou frá Wynyard og sjera Pjet ur Hjálmsson frá Markerville. — Auk þess flutti enskur Presbyter i prestur, er þar var staddur, Rev. Mr. Gray frá Markerville, nokkur orð, fyrir hönd liinna ensku sveit- unga. — Líkið var jarðsett í ætt- argrafreit fjölskyldunnar, á norð- urbakka Medicine-árinnar í tæpr- ar mílu fjarlægð frá lieimilinu. — Liggur reiturinn inni í fögru skóg- árrjóðri nær miðbiki bygðarinnar. Samúðar og hluttekningarskeyti bárust frá stjóm íslands, Háskóla íslands, Ágúst Bjarnason prófess- or, Árna Pálssyni bókaverði, Baldri Sveinssyni ritstjóra, Guð- inundi Finnbogasyni landsbóka- verði, Sigurði Nordal prófessor, frú Tlieodóru Thoroddsen, J. Magn úsi Bjarnason, Hannesi Pjeturs- syni, Winnipeg, Sigfúsi Halldórs bitstj., Wpg., Þorsteini Borgfjörð og frú, Wpg. o. fl. Suðurjótar hylla Kristján x. Herferð gegn rottunum. Fyrra sunnudag og mánudag voru 500 Suðurjótar staddir í Kaupmannaliöfn. Var þeim boðið þangað af stjórninni. Síðari hluta sunnudagsins var lialdin samkoma undir beru lofti, og sóttu hana ura 20 þúsund manna. Um kvöldið voru þeir við hátíðahöld í Kon- unglega leikhúsinu. Á afmælisdegi konungs fóru þeir allir í skrúðgöngu til Amalíuborg- ar, og flutti einn þeirra, sem gekk fyrir konung, þessa kveðju frá Suðurjótum: „Við 500 danskir Suðurjótar- sem í dag erum staddir í Kaup- mannahöfn, óskum yðar hátign, lijartanlega til hamingju, og látunæ þess jafnframt getið, að við það, að við sameinuðumst aftur móð- urlandinu, sjáum við uppfyllingu þeirra vona, sem Suðurjótar ólut um 56 ára skeið í útlegð, og undir erlendu valdi. Það já, sem við gáf- um Ðanmörku við atkvæðagreiðsl- una 1918, skal ekki verða aftur tekið af neinum.“ Að síðustu var Suðurjótum hald- ið samsæti í Stúdentaf jelaginu og' þeim fylgt til skips í blýsför. Starfsmenn norska rikisins* Þeir fara í mál vegna sam- þyktar þingsins um að lækka laun þeirra. Danskur lyfsali hefir nýlega komið fram með þá skoðun, að líklega mætti nota eiturgasið, sem mikið var haft um hönd í síðustu styrjöld, í baráttunni gegn rottun- um. Og liefir það þegar verið reynt, og gefist vel. En það gas, sem nú er notað, er íúiklu ljettara eða kraftminna en stríðsgasið, en þó nægilega sterkt til að vinna bug á rottunum. Er það þyngra en loft- ið, og leitar niður að jörðinni og smýgur inn í liolur og ganga rott- anna. Er þegar farið að nota þessa aðferð víða í Englandi, og Danmörku, og þykir bæði örugg- ari og fljótvirkari en þær aðferð- ir, sem hingað til liafa verið not- aðar. Hjer í bæ fer fram allmikil styrjöld gegn þessum óvini vorum. Væri ekki rjett fyrir þá, sem for- göngu og stjórn þess stríðs hafa með höndum, að kynna sjer þessa tortímingaraðferð, og vita hvemig liún gefst hjer. Nóg er til, sem hægt er að beina gasinu að. f sumar var frá því sagt hjer S blaðinu, að mikill hluti starfs- manna norska ríkisins hefði' í hyggju að fara í mál við ríkið, vegna væntanlegrar lækkunar á launum þeirra. Síðan hefir landssamband starfs- manna lialdið marga fundi um mál- ið, fyrir utan alla þá fundi, sera haldnir hafa verið í einstökum fje- lögum. Hefir þó ekkert verið af- ráðið um það fram að þessu, livort málshöfðun yrði lileypt af stokk- unum eða ekki. En nú nýlega liafa járnbrauta- menn, póstmenn, símamenn, toll- þjónar og starfsmenn við geð- veikrahæli ríkisins, ákveðið að fara í mál, og þykir það miklum tíð- indum sæta. Eru í fjelögum þess- ara starfsgreina eklvi færri en um 14000 menn. Búist er við því. að fleiri f'jelög komi á eftir, og að mjög fá, eða jafnvel ekkert, skerist úr leilc. Vor um haust. peim fjellust hendur og báðir urðu náfölir. Báðum datt hið sama í hug. parna var Garnache alveg eins og haim var þegar hann kom fvrst til Condillac. Maðurinn, sem þeir drápu um nóttina og þóttist vera Garnache, hlaut að hat'a logið því. En í sama bili tók Garnache til máls, ög þá þektu þéir málróm flakkarans, sem þeir hjeldu að þeir hefði drepið. — Jæja, kapteinn góður, mjer þykir vænt um að fá tækifæri til þess að halda áfram þeim leik, sem við áttum saman í gærkvöldi. Svo stökk hann fram með brugðið sverð. Maríus var sem steingjörvingur, en Fortunio hljóp fram *ð dyrum. Garnache var þó samt svo viðbragðsfljótur, a'ð hann komst fyrir hann. — Snúið við! grenjaðí hann, eða jeg rek yður í gegn samstundis. pjer skulum bráðum fá að fara út um þessar «iyr, en þá verðið þjer dreginn út. Verjið yður ef þjer þorið! Kírkjan tekur í tauma. XXn. kafli. Eitthvað tveimur stundum eftir; aS þeir atburðir gerðust, ■stm sagt er frá í kaflanum hjer að framan, reið Garaaehe ásamt Rebeque þjóni sínum frá Rochette áleiðis til þorpsins Cheylas. Er þorp þetta rjett hjá veginum, sem liggur milli Isére-dalsins og Condillac. Garnache fór þó ekki alla lei'5 til þorpsins. Eitthvað tveimur enskum mílum fyrir austan Chevlas eru hæðir nokkrár, alþaktar vínviði og þar stendnr klaustur hins heilaga Franz frá Assízi. pa.ngað stefndi Garnache gæðingi sínum. Vegurinn heim að klaustrinu lá í ótal hlykkjum milli vínviðarakranna. Glaða sólskin var á og svo hlýtt sem um mitfc sumar, þótfc nú væri komið fram í nóvemhbermánuð og degi farið að halla. Garnaebe var fölur og fár. Hann var að hugsa um Va- lerie og beið kvíðboga fyrir því, hvernig henui yrði við er hún v.i.ssi alC af ljetta. pegar þeir komu áð kláustrinú stökk Rabeque af baki og barði að dyrum með svipu sinni. Mluikur nokkur kom íil dyra. Garnaehe óskaði að fá að taía við ábótann og bauð munkurinn þeiní þá að ganga inn og fylgdi Garnache til herbergja ábótans. Abótinn var hávaxinn og holdgrannur maður, kinnbeina- ber og með stórt nef, ekki ósvipað nefinu á Garnache. Hann Iaut gesti sínum alvarlega og spurði um erindi hans. Garnaehe tók ofan og 'gekk inn í herbergið. Umsvifa- laust skýrði hann frá erindi sínn. — Faðir, mælti hann, maður af Condillaes-ættinni beið aldurtila í morguri í La Rochette. pá kom glampi auí?u guðsmannsins. — parna hefir guð tekið í taumana, hrópaði hann. Nú hafa syndir þeirra í Condillac að lokum kallað reiði forsjón- arinnar yfir höfuð þeim! Hvernig beið þessi ólánsmaður bana? Garnache ypti öxlum? ,,De mortuis nil nisi bonum,“ mælti liann alvarlega. Ábótinn roðnaði ofurlítið út af svarinu, laut höfði og: beið þess er Garnaee liefði meirá að segja. — Nu þarf að jarða lík hans, faðir, mælti Ganmche. Pá hóf ábótinn höfuðið og varð sótrauður í framan af gi'emju. Garnache tók eftir því og þótti honum vænt um þaö. —• Hvers vegna komið þjer þá til míu ? spurði ábotinu. — Hvers vegna ? endurtók Ga.rnache og Ijet sem hann væri hissa. Á ekki móðir vor, kirkjan, að sjá um það að menri komist í jörðina? — Jú, þjer segið satt, mælti ábótinn, en vjer megum ekki jarða þá sem eru ^ banni og bafa ekki fengið fyrir- gefningu áður en þe,ir deyja. Farið til einhvers guðsmanns,. sem ekki veit hver maðurinn er, nje um útskúfun hans, og biðjið Iianu að jarða hann. Mjer kemur það ekki við hvei"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.