Morgunblaðið - 31.12.1927, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1927, Blaðsíða 12
12 MOROUNBLAÐIÐ Ljósalfurinn litli* Barnasaga með 11Z mynðum eftir 6 Th. Rotman. 73. Nú var farið að búa alt undir að taka á móti dvergakónginum. Dísa litla fjekk ljómandi fallegan kjól úr fegurstu laufum og blöðum lækjasóley- anna. Og um morgunin áður en veisl- an byrjaði, fóru synir froskakóngsins með Dísu litlu til hárskera þéirra dverganna. Hann átti hús í grasinu, hinum megin við vatnið. Þegar þau komu þangað, sat hann úti á tröpp- unum og var að fá sjer ferskt morg- unloft. 77. Svo hófst nú veislan rjett á eftir með ótal skemtunum. Var byrj- að með því að fara í kappleika. Fyrst voru veðhlaup með hindrunum og voru sumir froskarnir hestar. Annar kóngs- sonurinn, sjálfur ríkiserfinginn, datt af baki og steyptist beint á höfuðið. Eki hann kærði sig kollóttan og ljet það ekkert á sig fá, því að hann var orðinn því svo vanur frá fornu fari að detta af baki. 81. Svo kom froskakórið „Kátir froskar" og söng þjóðsöngva dverg- anna og froskanna. Þegar þeir voru í miðjum þjóðsöng sínum og sungu við raust: „Vjer eigum hug í hjarta og hræðumst ekki neitt ...“ heyrðist alt í einu undirgangur mikill. Það var steinn útvarðarins, sem hafði fallið í vatnið, og komst þá alt í upp- *ám, nema þau Síðskeggur konungur og Dísa voru róleg. sagði kóngssonunum að leika sjer úti fyrir á meðan. Því næst klipti hann hár Dísu og bylgjaði það með heitu járni, eftir nýjustu tísku ljósálfa. Síð- an klæddi hann Dísu í fallega kjólinn hennar og setti fagran sveig, úr nýút- sprungnum og angandi blómum, á höf- uð hennar. Og þá var nú sjón að sjá hana Dísu litlu! — Hún var hverri kóngsdóttur fallegri. 78. Síðan var þreytt kappsund. — Hver sundgarpur dró á eftir sjer vatnslilju og á henni stóð annar upp- rjettur og ók þannig eins og í vagni. Það var ákaflega mikill vandi að halda jafnvæginu á þessum blómum, sem voru á sífeldu kviki, og hvað eftir annað stungust froskarnir á hausinn niður í vatnið. En það voru lög, að hver sá, sem datt í vatnið, var úr leik. Þótti þetta hin besta skemtun. 82. „Það er storkurinn! Það er storkurinn!“ æptu froskarnir í of- boði og skelfingu og — einn, tveir, þrír! — þarna hentust þeir allir sam- an út í vatnið, og sá í iljarnar á konungi, ráðgjafa og hershöfðingja. í sama bili kom þar gríðarstór stork- ur spígsporandi og skimaði um alt. En þar var enga veiði að hafa. Þar var ekki annað að sjá en Síðskegg konung og Dísu. 75. Um kvöldið kom SíðskeggUr dvergakonungur til hallar froskakóngs- ins. Kom hann ríðandi á afar fallegri skógardúfu. Froskakonungurinn og hershöfðingi hans tóku á móti honum með mestu virktum og buðu hann vel- kominn. Síðan voru þau Dísa og kóngs- synirnir leidd fyrir hann og kvöddu þau hann hæversklega, en alt Um kring stóðu froskarnir og hrópuðu: „Húrra fyrir Síðskegg kóngi! Lifi hann lengi! Húrra!“ 79. Þegar kappleikunum var lokið, kvaddi froskakonungurinn sjer hljóðs og mælti: „Kæru þegnar! 1 tilefni af þessu hátíðahaldi geri jeg hjermeð okkar ástkæru Dísu að froska-prin- sessu!“ — „Húrra!“ hrópuðu nú allir froskarnir, svo að undir tók í höll- inni. Því næst var Dísa beðin að út- hluta verðlaununum á meðal sigurveg- eranna. Verðlaunin voru fagur krans úr lækjasóleyjum og fengu þau allir, sem skarað höfðu fram úr. 83. Það var sjón að sjá Síðskegg konung. Hann var bálreiður og skók hnefann framan í storkinn. „Nú lítst mjer á!“ hrópaði hann. „Þú ert þá kominn hingað! Hefi jeg ekki marg- sinnis sagt þjer það, að þú megir aldrei stíga þínum fæti inn fyrir landa- mærin hjerna?" — Svo klappaði kon- ungur saman lófunum og í sama bili flyktust þangað álfar og dökkálfar úr öllum áttum. Komu þeir ýmist fljúg- andi eða spruttu upp úr jörðinni. 76. Eins og nærri má geta, spurði Dísa litla Síðskegg konung undir eins að því, hvort hann vissi nokkuð, hvar móðir sín væri. „Ja-a-a, jeg veit ekki, hvað jeg á að segja,“ mælti konung- ur. „Jeg verð fyrst að tala við ráð- gjafa minn. En það er langbest, að þú komir heim með mjer og dveljir um stund hjá mjer úti í skóginum. Þú ]>arft ekki að ganga þangað. Dúf- an er svo sterk, að hún getur vel bor- ið okkur bæði.“ 80. Þegar Dísa hafði lokið því að úthluta verðlaununum, hrópuðu allir keppendurnir einum munni: „Húrra, kvakk, kvakk! Lengi *lifi Dísa prin- sessa!“ Síðan handkræktust þeir allir og slógu hring um Dísu. Dönsuðu þeir í kring um hana og sungu við raust, en konungarnir báðir, froskakóngur- inn og dvergakóngurinn, og ráðgjaf- inn, stóðu álengdar og horfðu bros- andi á. 84. „Bindið storkinn og farið með hann út í skóg!“ skipaði konungur. „Annað kvöld kem jeg sjálfur þangað og skal þá dæma mál hans. Segið dvergunum að hafa alt undirbúið, þeg- ar jeg kem!“ — Álfarnir leystu nú af sjer mittisböndin og fjötruðu stork- inn með þeim, líkt og þegar kúrekar í Ameríku taka naut í vað. Og svo lögðu þeir á stað með stork— inn út í skóg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.