Morgunblaðið - 08.01.1928, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
D) teimiNi i Olseh ((li
Laun syndarinnar
H v e í i:
ölenora,
Onota,
Buffalo,
Cream of fTlanitoba,
Canadian Maid.
Sömu góöu tegundirnar og áður.
flðaðveltulieiagið.
Aðalfundur Flóaáveitufjelagsins 1928 verður haldinn
í fundarhúsinu á Stokkseyri þriðjudaginn 7. febrúar næst-
komandi og hefst kl. 1 eftir hád.
Auk dagskrár eftir áveitulögunum verður kosinn mað-
ur af hendi áveitufjelagsins í stjórn hins fyrirhugaða
mjólkurbús.
7. jan. 1928.
Fjelagsstjórniii' *
1 gær byrjaði Tíminn sitt ell-
efta aldursár. Birtist í blaðinu
feitletruð raunarolla um óskilsemi
kaupenda. Tíminn treysti því, að
bændur borguðu blaðið. Sú von
brást. Jafnframt getur ritstjórinn
þess, að^ ef bændur bregðist nú j
ekki vel við og bbrgi blaðið, þá
muni Tíminn sálast — og sveit-
i'niar leggist að fullu í auðn.Heyr á;
endemi!
í ellefu ár hafa skrifarar „sam-!
vinnu“-blaðsins kepst við að ],júga j
því að þjóðinni, að kaupfjelög
landsins þyrftu að vera pólitísk.
í endalok hins ellefta áí*s viður-
kenna þeir Jónasar, að þeir hafi í
þessu aðalstefnumáli blaðsins bor-
ið fram blákaldar blekkingar. —
Þeir hafa viðurkent sekt sína í
þessu máli, og sætt sig við hinn
þunga dóm þjóðarinnar fyrir til-
tækið.
'Byrja síðan hið 12. ár blaðsins
með því að biðja bændur um borg-
un fyrir ellefu ára þrotlausar
lygar.
Lanðar vestanhafa.
Cerebos ðorðsalt
er ómissandi á hverju heimili. Btðjið
kaupmann yðar um
Cerebos borðsalt.
Timbuffarmurinn kominn
Gott timbur.
Lágt verð.
Frestið ekki kaupum þar til heppilegustu stærðirnar
eru þrotnar. —
Afgreiðsla, Brunnstíg 5 (portiðl).
Skrifstofa á ÍVesturgötu 4, sími 1799.
Páll ÓSafsson,
Duglegmr piltur.
f haust varð ungur íslendingur,
Njáll Ófpigur Bardal, eimlestar-
I stjóri hjá Blet-járnbrautarfjelag-
'inu í Chicago. Hefir hann unnið
hja því fjelagi síðan 1924 og byrj-
aði þá sem kyndari í eimlest. —
fTefir hann síðan gengið undir
þrjú próf — fullnaðarpróf í baust.
— Njáll er sonur Arinbjarnar Bar-
dals og konu hans Margrjetar
jlngihjargar Ólafsdóttur. Er hann
'aðeins 23 ára að aldri og segir
Lögberg að hann muni líklega
vera yngsti eimlestarstjóri í Ame-
»ríku.
Látnir landar.
Friðrik Friðriksson, bóndi í Lög-
bergsbygð, fæddur að Grund í ól-
afsfirði 1859, fluttist vestur um
haf 1887.
Guðmundur Johnson, soxmr Ás-
geirs Jónssonar frá Skaga í Dýra-
firði, fæddur í ísafirði 1878, flutt-
ist vestur um haf 1887; gekk í
herinn 1914 og var.í stríðinu þang-
að til því lauk; bjó seinast í Van-
j
; couver.
! Hallur Jónsson Hallsson í Álfta-
vatnsbygð, Manitoba. Hann var
fæddur 1865 að Hrafnabjörgum
í Hjaltastaðaþinghá, sonur hjón-
anna, Jóns H. Hallssonar og Ingi-
bjargar Sæbjarnardóttur; fluttist
vestur um haf um aldamótin.
Nú er blindhríð og norðangarðnr
svo kuldinn ýlir í hverri gátt. — En slíkt skaðar engan,
sem er í fatnaði frá Prjónastofunni Malin, íslenskum hlýj-
um og endingargóðum.
Klæðið ykkur rjett. Kaupið strax og reynið.
Prjónastofan Maliny
Laugaveg 20 B. Gengið inn frá Klapparstíg.
Vigfns Gnðbrandsson
klæðskeri. Aðalstræti 8
Ávalt birgur af fata- og frakkaefnum. Altaf ný efni með’hverri ferð
AV. Saumastofunni er lokað kl. 4 e. m. alla laugardaga.
FB. í jan.
Seint í nóvember lje’st einh ís-
lensku frumbyggjanna, Símon Sí-
monarson, 87 ára að aldri, í Sel-
kirk, Man. Hann var með fyrstu
íslendingunum, sem settust að í
Ontariofylki, en flutti svo þaðan
með fyrsta innflytjendahópnum til
Gimli í Manitoba árið 1875. Símon
hafði verið þrek, dugnaðar og
reglumaður, sem með góðri fyrir-
hyggju komst í efni og álit.
Steingrímur Hall, tónskáld og
söngkennari í Winnipeg, varð
fimtngur þ. 16. nóv. sl. og hjeldu
landar í Winnipeg honnm þá veð-
I legt samsæti. Bæði SteingrímiTr
jog kona hans, Sigríður, hafa unn-
jið mikið verk fyrir söngmentina í
I Winnipeg.
Tilkvnnlng.
Ludvig David sendir ISLENSKU BÖRNUNUM
kveðju sína og tilkynnir, að næstu mánuði verði með
hverjum vöndli af hans þjóðfræga EXPORTKAFFI af-
hent kaupendum ein litmynd og eru kaupendur því
vinsamlega beðnir að gæta þess, að myndir þessar sjeu
jafnan afhentar þeim, þá er þeir kaupa Ludvig David
Exportkaffi.
Myndir þessar eru í 6 flokkum og eru 6 myndir í
hverjum flokki og hafa þær allar mikinn fróðleik að
geyma, m. a. um:
VERKSMIÐJUIÐNAÐ,
UPPFYNDINGAMENN,
ÁVAXTAUPPSKERU um víða veröld,
Líf FUGLANNA í heimskautalöndunum,
HOLLENSKA BARNALEIKI,
ALEXANDER SELKIRK HROBINSON eyjan).
BÖRNIN eru beðin að safna þessum myndum næstu
mánuði, og klippa jafnframt framhliðina úr umbúðun-
um um Exportið, þar sem stendur
Ekta
kafftbætir
gVORUMERKlg
Myndum þessum verður einnig, á sama tíma,
pakkað í hvern 14 kíló pakka af brendu og möluðu
kaffi frá
KAFFIBRENSLU Ó. JOHNSON & KAABER
og eru safnendur einnig beðnir að klippa framhliðina
úr þessom kaffipokum og safna með myndunum.
Söfnun þessari lýkur 1. október n. k. og eiga þá
safnendur að hafa skilað myndunum ásamt ofan-
greindum framhliðum umbúðanna, fyrir kl. 6 e. h.
þann dag, á skrifstofu Ó. JOHNSON & KAABER,
Hafnarstræti, Reykjavík, og sje safn hvers einstaks
afhent í lokuðu umslagi, með greinilega árituðu nafni
og heimilisfangi safnanda.
. Safnendur UTAN REYKJAVÍKUR skulu hafa
skilað söfnum sínum á póstafgreiðslur eða brjefhirð-
ingar eigi síðar en 1. október.
Hvert umslag verður tölusett strax við móttöku, í
þeirri röð og það er afhent.
Þeir, sem skáldmæltir eru, eru vinsamlegast beðn-
ir að láta fylgja smákvæði um LUDVIG DAVID þjóð-
fræga kaffibæti.
VERÐLAUN — snotrir múnir og leikföng — verða
síðan veitt þeim, er hafa flesta samstæða flokka og þau
send vinnendum strax og lokið verður tölu og skrásetn-
ing myndaflokkanna, sennilega síðari hluta nóvember
n. k., samkvæmt nánari auglýsingu. Verða nöfn vinn-
enda síðan birt í sjerstakri auglýsingu.
VERÐLAUNIN VERÐA: TVENN 1. verðlaun
TUTTUGU 2. —
FIMMTÍU 3. —
EITT HUNDRAÐ OG ÞRJÁTÍU 4. —
FYRSTU verðlaun fá þeir einir, er ásamt mynda-
safni sínu senda besta lofgerðarkvæðið um LUDVIG
DAVID KAFFIBÆTI og verða óvilhallir menn kjörnir
til að kveða upp dóm um, hver hljóta skuli.