Morgunblaðið - 05.02.1928, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.1928, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ salfurinn litli. Karnasaga meö 11Z mynöum eftir ö Th. Rotman. 105. ,,Ó, það hefir verið hún elsku raamma mín!“ hrópaði Dísa. „0g músa- drengirnir eru synir Klumbunefs! Heimski storkur, hvers vegna sagðir þú þeim ekki frá því, að jeg væri hjer? Ó, jeg skyldi slíta af þjer eyr- un, ef þú hefðir nokkur eyru!“ „Jærja, það gerir ekkert!“ svaraði storkurinn. „Jeg var alls ekki viss um að þetta væri móðir þín.------En komdu með mjer.“ Og storkurinn greip Dísu og setti á háhest sinn. 109. Kona Klumbunefs hafði sorg- lega sögu að segja þeim Dísu. Skóg- höggvarinn hafði fengið sjer svartan kött og einhvern góðan veðurdag, þá er Klumbunefur ætlaði að heimsækja þau frú Skottlöng, var öli fjölskyld- an horfin, og ekkert hefir spurst til hennar síðan. „Líklega hefir svarti kötturinn etið þau öll“, mælti Klumbu- nefsfrú og táraðist. 106. Storkurinn gerði nú ýmist að fljúga eða ganga með Dísu og kom að lokum að kornökrunum miklu — og þar þekti Dísa hús Klumbunefs — og Klumbunef sjálfan! En hver var það, sem sat grátandi fyrir utan dyrnar? Mamma hennar! „Ó, hvar skyldi hún elsku Dísa mín vera?“ andvarpaði hún. „Mamma, mamma! Jeg er hjerna! Hún Dísa þín er hjerna!“ kallaði Dísa. 110. Dísa fór nú með móður sinni út í skóg. Fyrst heimsóttu þau Síð- skegg konung og tók hann forkunnar vel á móti þeim. Hann fyrirgaf Dísu það nú, að hún hafði leyst storkinn, en þegar hann heyrði söguna um það hve illa skóghöggvaranum og kerlu hans hafði farist við Dísu, ljet hann þeyta horn sitt, til þess að kalla sam- an öll dýr skógarins. 107. Móðir hennar stökk á fætur. Hún ætlaði fyrst í stað ekki að trúa sínum eigin augum. En svo rak hún upp fagnaðaróp, hljóp til Dísu og tók hana í faðrú sinn og kallaði hana öll- um þeim gælunöfnum, sem hún kunni. „Ó, mamma, fyrirgefðu mjer, jeg skal aldrei fljú----------“ Hún ætlaði að segja „fljúga á burtu“, en þá mundi hún eftir því, að hún hafði enga vængi og gat ekki flogið, og fór að gráta. m otw g m mm wiiwwttgay; 111. Og öll þustu þau þangað, smá og stór. Var þeim þá öllum stefnt heim að kofa skóghöggvarans. Karl o.g kerling og svarti kötturinn þeirra urðu svo hrædd, er þau sáu dýrin koma, að þau flýðu, og ráku dýrin þau öll langt, langt út úr skóginum. Síðan brendu dýrin kofa þeirra til ösku. — En mamma Dísu rauð smyrsl- um á bakið á henni og sjá! Þá uxu þar nýir vængir! Og svo gaf mamma henni nýja stjörnu í hárið. 108. Móðir hennar bar hana þá 'nn í músakofann og varð nú heldur fagnafundur; því að Klumbunefs- fjölskyldan þóttist hafa heimt hana, ár helju, og þurfti að spyrja hana áteljandi spurninga. En storkurinn. komst ekki inn, vegna þess hvað hann var háfættur. Litlu Klumbunefirnir gerðu honum það því til skemtunar að þeir slógu hring um lappirnar á hon- um og dönsuðu. Og honum datt ekki í hug að eta neinn þeirra. og blóm í eggi hjá mömmu sinni. Oft fóru þær að heimsækja vini sína, þá sem reynst höfðu Dísu best í raun- um hennar. ^roskarnir vildu aldrei. kalla hana Dísu, þeir kölluðu hana altaf prinsessuna. Lítið þið nú á! Þarna situr Dísa litla aftur í trjenu sínu og veifar til. ykkar hendinni í kveðjuskyni. — Verið þið sæl! segir hún. ENDIR SANDEES. — Gerið allar ráðstafanir til þess, að ganga milli bols og höfuðs á leynifjelaginu. Takið Tigeli fast- an, ef nauðsyn krefur. Vjer skul- um senda yður fjögur Inmdruð manns og fallbvssubát. En vænst þætti oss um, ef þjer gætuð þagg- að þetta niður í kyrþey. Þegar Sanders hafði lesið skeyti þetta, gekk hann niður að sjó og ráfaði þar fram og aftur til þess að hugsa málið. Hann sá í hendi sjer að ef upphlaup yrði mundi það brjótast út á mörgum stöðum í senn. Og þá var lítið gagn í því, að hafa f.jögur hundruð manns á að skipa og einum fallbyssubát. Eina vonin um það að vel rættist úr var sú, að þjóðflokkarnir yrði ekki samtaka og byrjuðu óspekt- irna'r sitt á hvort. Hann gat haft í fullu trje við Akasava, já, jafnvel þótt Isisimenn væri með þeim. Og hann mátti treysta á Okoria, og yar það altaf bót í máli. Alt í einu staðnæmdist Sanders og var auðsjeð að honum hafði dottið eitthvað gott í liug. Sneri hann svo við og skundaði til huss sins. Það er eigi víst hvenær á- kveðið hafði verið að hefja upp- reisnina. En hitt vita menn, að Akasavar, N’Gambiar, Isisimenn og Bolekimenn voru önnum kafnir að búa sig í stríð og hefja meiri mannslátrun en dæmi voru til áður. En þá kom hin sviplega fregn: Sandi var dauður. Bátnum hans hafði hvolft á Isisi-fljóti, og hinn beljandi straum ur hafði hrifið Sanders með sjer svo að förunautar hans sáu ekki annað en éólhjálm hans, sem flaut niður ána, ög hlupu þeir þó lengi fram og aftur á árbökkunum. Þessar fregnir hafði Akasava- maður nokkui' fengið að heyra hjá einum Hoússa-hermanni Sancl- ers, og lo-koli var þegar látin l flytja frjettirnar út um alt land. Höfuðsmenn frá smáþorpunum flýttu sjer þá þegar á fund Aka- savahöfðingjans. — Sanders er dauður, mælti liöfðingi Akasava hátíðlega. Hann var faðir okkar og móðir og bar okkur á höndum sjer. Við elskuð- um hann og þess vegna gerðum við margt sem okkur var ekki um gefið. En nú þegar hann er dauð- ur, er enginn sá maður til í víðri veröld, er getur heimtað að við hlýðum sjer. Nú er sú stund kom- in, sem jeg hefi áður talað um við ykltúr leynilega. Við skulum því grípa til vopna og snúa okkur fyrst að „guðsmönnunum", sem galdra okkur með því að skvetta á okkur vatni. Og svo snúum við okkur að Okoríu-höfðingjanum, sem lengi hefir verið okkur til bölvunar. — Herra, mælti höfuðsmaður frá litlu fiskiþorpi rjett hjá Oko'r- íu, er þetta viturlegt? Sandi, herra okliar sagði, að við mættum ekki hefja stríð framar. — Herra okkar, hann Sandi er nú dauður, mælti höfðingi Aka sava, og þess vegna þurfum við ekki að skeyta neitt um boð hans nje bann. Auk þess — bætti hann við,- eins og lionum hefði dottið nýtt í liug — dreymdi mig Sandi í nótt. Hann stóð í eldhafi miklu og sagði við mig: Fa'rðu og sæktu höfuð Okoríuhöfðingjans! Og þá þurfti ekki framar vitn- anna við. Um nóttina dönsuðu hermenn frá tuttugu þorpum hinn mikla „dauðadans.“Og þegar dagur rann hafði Akasavahöfðinginn sex hundr uð menn undir vopnum og sextíu báta handa þeim. Hann ávarpaði menn sína á þessa leið: — Fyrst drepum við trúboðana, því að þeir eru hvítir og eiga ekki skilið að lifa, þegar Sandi er dauður. Síðan snúum við okkur gegn Bosambo, höfðingja Okoriu- manna. Um rigningatímann, þeg- ar geitur okkar báru, kom liann, með marga þorpara með sjer og gfcrði fiskiþorpum okkar stórtjón. En Sandi sagði að engin mann- dráp mætti eiga sjer stað. Nú er Sandi dauður, og jeg vona að hann sje kominn til lielvítis, og þess vegna getur enginn haft hemil á hernaðarlöngun okkar. Rjett í þessu kom „Zaire“ fyr ir næsta nes í fljótinu. Hinn litli gufubátur fór hægt, því að þung ur straumúr var á móti. Lagð hann síðan að fljótsbakkanum, 0£ var skotið landbryggju. Og efti henni gekk Sanders Ijóslifandi, 0: veifaði litlum fílabeinsstaf meí silfurhandfangi. En báðum megii við landgöngubrúna skein á Max imbyssur, sem beint var á mann fjöldann. Það var eins og allir yrðu skeli ingu lostnir. Höfðinginn stó nokkrum skrefum framan við hin máluðu hermenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.