Morgunblaðið - 17.05.1928, Page 6
0
MORGUNBLAÐiÐ
vera mörg dæmi, að vínþyrstir
menn drekki hann upp. En eng-inn !
maður með viti mundi drekka
{
vökva blandaða.n methylalkoholi,
sem er eitrað. Og þó einstöku maíð-
ur kynni að drekka sjer bana á
þann hátt, hvað væri þann skaða
að telja í samanburði við það tjón !
•ef heilár skipshafnir manna fær-
ust fyrir taumlausa ástríðu ein-
hveTra drykkjuræfla.“
Hvað gerir það til, þó menn
drepi sig á methylalkoholi? segir
klerkur. Þessa eru dæmi hjer og
aragrúi í Ameríku. Reynslan hefir
sýnt, að menn drekka þennau'
„heppilega“ vökva. — Einu sinni
var sú tíðin, að bannmenn töldu
„drykkjuræflana'1 svo mikilsvirði,
að allur landslýður ætti að leggja
á sig mikla skerðingu á persónu-
legu frelsi til þess að bjarga þeim.
Nú er annað hljóð í strokknum.
Það er ekki lengi að breytast veð-
ur í lofti.
Svo segja vitrir nienn, að bráð-
um sje. von á IV. heftinu af !riti
þessu og sje það skrá yfir alla,
sem drukkið hafa áfengi að garnni
sínu og hve mikið hver hefir
drukkið. Þá er og búist við, að
mál verði höfðað gegn þeim öll-
um til þess að auka tekjur lands-
ins. Sagt er, að Framsóknannenn
hafi sopið drjúgum á og litla
íhaldssemi sýnt í þeim efnum.
----- G- h.
Saðnr naeð sgé.
i.
Síðastliðið haust sendi „Búnað-
arsamband Kjalarnesþings“ Jón á
Bessastöðum í fyrirlestraferð „suð-
ur með sjó.“ Var aðaltilgangur
fararinnar sá að stuðla að því, að
stofnuð yrðu Búnaðarf jelög í
hverri sveit þar syðra, en áður
voru þau þar engin til, sunnar ^
en á Vatnsleysuströnd. Til árjett-
ingar og, ef verða mætti til upp-'
örfunar, stofnaði svo Búnaðarsam-
bandið til nýrrar fyrirlestraferðar
núna á dögunum. Fóru þá ferð
tveir af stjórnendum þess: Einar '
Helgason garðyrkjufræðingiir og |
Jón bóndi á Bessastöðum. Jeg var
hinn þriðji í förinni.
Við lögðum upp frá Reykjavík ^
Þórsdaginn þann 12. janúar. og
Tukum ferðinni á 5 dögum rúm- j
um. Vorum á sex fundum alls, sín- j
um í hverri sveit.
n.
Við vorum fyrst á fundi á
'Vatnsleysuströndinni. — Fremur
voru þar fáir mættir. En það
sögðu kunnugir, að ekki væri það
fyrir óvilja sakir eða áhugaskort
á fundarefninu. Heldur meira af
hinu, að menn væru elcki til nema
einn og einn á bæ, og margir
mættu ekki sökum anna láta eftir
sjer, að skreppa hálfan dag eða
skemur. IJnga fólkið flýgur nú
"þaðan flest jafn óðum og upp
kemst, og eftir situr búandfólkið
■einsamalt með börnin og stritar
eins og það orkar. Því verkafólk
tekst því varla að fá. — Hann er
meira en alvarlegur vinnufólks-
skort.ufinn víða í sveitum vorum.
En það þýðir lítið að fjargviðrast
út af því og álasa unga fólkinu,
sem meira girnist glaum og glans
kauptúnanna, en kuldagrátt, til-
hreytingalítið sveitaskammdegið.
Það er eðlilegt, að ungt fólk og
glaumgjarnt kjósi sjer heldur, ef
kostur er á, fjölmenni, yl og birtu
hæjanna, en fásinni, myrkur og
kulda kotanna. En þau mein eru
nú, því miður, ofalgeng í sveitun-
um. Það er sárt að vísu að missa
unga fólkið þaðan svo ört sem nú.
Ömurlega sárt! En það væri
heimska ein að hugsa sjer, að
straumur sá yrði stöðvaður eða
snúið aftur við, með álasi einu og
umvöndunum, eins og algengt er
mjög að heyra. Ekki ef heldur
hægt að kyrsetja fólkið með valdi.
Jeg þekki ekki nema eitt ráð
við vinnuhjúavandræðum bænd-
anna: Útvega þeim erlent vinnu-
fólk. Vinnukonur vil jeg að fengn-
ar sjeu frá Þýskalandi, Bretlandi,
Póllandi eða Rússlandi. Vinnu-
menn mætti aftur á móti fá í Sví-
þjóð eða Noregi. Og væri betra
að fá þá þaðan en frá Danmörku.
Því bæði er, að þær þjóðir eru oss
skaplíkari en Danirnir og að auð-
veldara yrði það okkur að losna
aftur við gallagripi, sem þaðan
væru, en frá Danmörku. Því valda
sambandslögin og jafn rjetti
danskra manna við íslenska, að
ekki er unt að vísa dönskum
þegnum úr landi hjef þó illa
reynist.
En væri nú að því ráði vikið,
að fá hingað erlent vinnufólk,
yrðu bændurnir jafnframt því að
samræma meira siði sína, en þeir
hingað til hafa gert. Nú er glund-
roðinn á heimilisháttunum svo
mikill að maður getur í sumum
hjeruðum a. m. k., farið bæ frá
bæ, og sífelt hitt fyrir sjer nýjan
bæjarbrag. Það er undantekning,
ef maður finnur í sömu sveitinni
tvo bæi eða fleiri, þar sem fóta-
ferð, matmáls- og vinnutími, sje
fastákveðinn og nákvæmlega sá
sami. -— Víða eru engar heimilis-
venjur til, a. m. k. utan sláttar.
Það er farið á fætur einhverntíma
milli morguns og hádegis. Mið-
dagsverður er jetinn einhverntíma
milli ldukkan þrjú og átta. Og í
rúmið er farið einhverntíma milli
kvölds og morguns. Þetta þarf
nauðsynlega að laga. Svipaða fóta-
ferð, sama matnfálstíma og jafn-
langan vinnutíma þarf að ákveða
fyrir heilar sveitir og hjeruð, svo
að litlu eða engu muni frá bæ til
bæjar. Þessari siðbót er nú fyrir
löngu lokið í öllum nágrannalönd-
um vorum. Og hjer þarf hún að
komast á sem allra fyrst. Þar 'vil
jeg, að búnaðarfjelögin beiti sjer
fyrir. Sii samræming væri áreiðan-
lega stórt. stig í framfaraátt.
III.
Það er víða hrjóstnigt suður
með sjónum. Þó er held jeg Vatns-
loysuströndin verst. Þar liggur svo
að segja allsuakið liraunið milli
fjöru og fjalla. Talsvert er þar
að vísu til af mold og ofturlít.ið
af móum innan um hraunið. En
alt svo grýt.t að erfitt er, að rækta.
Og þó ekki nærri óvinnandi. Það
hafa ýmsir sýnt: T. d. nýbýlingur-
inn Bjargmundur á Bakka, sem
!ræktað hefir sjer einsamall, fjögra
kýrfóður tún. Frá honum er það
sagt, að á frumbýlingsárum, með-
an hann hafði hvorki hest nje
kerru, bar hann mold á klapph’nar
í burðarskrínu sinni. Nii kvað það
helst ama að honum, að hann er
búinn að 'rækta blettinn, sem hann
fjekk í fyfstu og fær ekki viðbót
við hann!
Ein himinhrópandi óhæfan enn,
sem eltki má láta líðast! Sá sem
rækta vill jörðina, á að hafa for-
gangsrjett að lienni. Þeir sem
leggja undir sig blásna mela eða
brunahraun og breyta í groður-
grundir, eru veglegustu landvinn-
ingamenn veraldarinnar. Hundrað
sinnum betri en þó þeir ynnu
/borgir. Þeir taka ekki neitt frá
neinum en gefa framtíðinni gró-
andi Iðavelli. Þeir eru skapandi
menn í samvinnu við Drottinn
sinn. f nafni framtíðarinnar, ber
; okkur að krefjast þess, að þá
l menn sje hvergi látið vanta verk-
| efni. Þeir eiga að vera friðhelg'ir,
; hvar í sveit sem þeir setjast að.
Þeir eru þjóðfjelagsgersemar, sem
bverri sveit. eru til sæmdar.
: , .
TV- . - !
\ ið fórum til Grindavíkur um
kvöldið og gistum hjá E'nari í
Garðhnsun, Aga'tlega er þsr hýst
og myndarbragur á mörgu. Enda
er dugnsður Einar : alkunmur
Ekki verður það um Grindavík
sagt að hún sje grösug. Þó stunda 1
menn þar búskap og eiga sumir j
allmargt fje. Enda mun sauðbeit
þar allgóð. En heldur mun vera
óviss arður, af sauðbúum sumra'
bænda þar. Mun og heldnr kastað ^
höndum til fjárgey mslunnar sum-,
staðar. Nefni jeg til stuðnings þess !
arí staðhæfingo. að vera mun
það nokk ið algengr enn. ;:ð bamd-
ur vanti þar vctrarhús vfir al]-
margt af sauðfje sínu. Þá sögu
hefi jeg eftir þeim sjálfum.
Tvo stórgalla telur Jón Þor-
bergsson þar að auki vera of al-
g(-nga á, sauðfjárbúnaði þar sðirr
með sjóniun: Of mikið handahóf
á vali undaneldishrúta, og oflitla
heygjöf í hörðum vorum. Þeir
eiga eltki, segir hann, að seilast
eftir stórbeinótfum spikskrokkum
ofan úr Hvítársíðu eða norðan úr
Bárðardal eða úr öðrum sveitum
slíkum. Það verður aldrei til kyn-
bóta. Heldúr vill hann að menn
velji sjer undaneldiskrúta úr
heimahögunum. Þykkar kindur
holdfastar og harðgerar eru þær
Hklegustu til að þola harðrjettið
þar syðra og’ gera dálítið gagn.
Ennfremúr heldur Jón því fram
að ef menn fóðruðu ær sínar sæmi-
leg síðustu mánuðinn fyrir burð o'g
Jijeldu þeim jafnframt frá fjör-
unni, þá væri „skjögrið“ þar með
úr sögunni og lambadauði af öðr-
um kvillum myndi þá stórum
minka, og sauðfjáreignin suður
•þar, verða æði miklu arðvænlegri
en nú er.
Fátæk er Grindavíkin af auð-
ræktuðu landi. Þó eru þar til utan
túngarða plógfærir grasmóaf. Og
allmikið mætti auka túnin þar, þó
erfitt yrði eðlilega nokkuð. Túnin
þar og víðar suður með sjó, eru
og altof þýfð. Þaksljettunin getur
ekki annað en gengið hægt. Hún
er auk þess erfið mjög og helm-
ingi dýraW en sáðsljettunin.
Ofanafristuaðferðin var viðun-
andi góð meðan ekki þektist ann-
að betra. En nú á hún að leggjast
niður. Túnin, sem ennþá eru þýfð,
eigum við að plægja eins og þau
eru. Svo á að herfa flögin vand-
lega og bera svikalaust í þau, en
síðan sá höfrum og harðgerðu gras
fræi. Það ér hin ódýrasta, ágæt-
asta og sjálfsagðasta sljettunarað-
ferð, sem við þekkjum nú.
V.
Næst fórum við í Hafnir og
gistum í Kotvogi, stórmyndarlegu
heimili. Þar hafa búið þrír Katlar,
hver eftir annan, en núna býr þar
ekkja hins yngsta. Allir munu þeir
Katlarnir hafa verið merkismenn.
En mest orð fór af þeim í miðið.
Þarf maður ekki meira en líta
myndina af honum, þá stóru, sem
á stofuvegg hangir í Kotvogi. Sú
mynd er einskis meðalmanns. Og
setja myndi hún mikinn svip á
livern salarvegg í hverri höll sem
væri. Keim af Katli þeim ber og
Kotvogsbærinn, rúmgóður og ram-
bygður, svo að lítt sjer á
nærri sjötugum húsunum.En húsa-
viður Ketils var víst ágætúr og
eklti við neglur numinn. Hann
færði honum timburskipið stóra,
sem sjálft kom siglandi úr hafi,
stýrimannslaust og háseta-, og
beint upp á fjörur Hafnamanna.
TTm Hafnir og Miðnes má hið
sama segja. Þar er mikið til af
mold og góð skilyrði til ræktunar
á ýmsa lund. Sumarfágurt mun
þar mjög og gróðúrsæld allmikil.
Þar mætti bæði auka bygðina og
bæta, til stórmuna, og verður
vafalaust gert.
Svipað má um Garð og Leiru
segja. Þar er graslendi talsvert til
og mikið af moldauðgum melum.
Flest jörð er þar þó meira og
minna grýtt. Nokkrir menn eru
þar byrjaðir á nýrækt. En yfir-
leitt mun jarðabótaáhuginn í þeirri
sveit, vera nokkur daufur. Þrisvar
hefir búnaðarfjelag verið stofnað
þar, og þrisvar hefir það loguast
út af aftur. Nú eru áhugamenn
að reyna. að reisa það við á ný.
Átján höfðu heitið að ganga í það,
en. þrír einir þeirra, voru mrettir
á fundi þeim, sem jeg var á, og
ekkert varð af endurreisninni þann
daginn! Vonandi tekst liún þó með
tímanum.
Því heyrði jeg haldið fram um
Garðmenn, að oft mjög stefndu
þeir yfirleitt orku sinni á sjóinn.
Hann gefur þeim að vísu stundun;
góðar glefsur. En oft. kvað hann
skamta þeim æði smátt. Það orkar
sjálfsagt oft tvímælis, víðar en í
Garðinum, livort rjettara sje að
róa á sjó og 'reita upp þyrskling-
inn, eða ryðja burt grjóti og
rækta tún. En einn mikill munur
er þó á þessu: Sá sem ryðst um
fast og ræktar landið er afreks-
maður, sem auðgar og bætir heim-
inn. Hann eftirlætur niðjunum
baugum betri arf þó bláfátajkur
deyi. Og verk hans eru spor, sera
vara lengi. Sá, er á sjóinn rær,
getur líka verið afreksmaður, en
verk hans hverfa jafnóðum og
unnin eru, alveg .eins og áraförin
á. sjónum. Afrekin lians marka
engin spor. Hann rænir! Hinn
rælctar.
VI.
Við komum að lokum til Kefla-
víkur. Þar eru nú um 800 íbúar,
og fjölga mun þar fólki enn. Nær
20 vjelabátar fljóta nú til fiskjar
úr Kefkvík og Njarðvíkum. Enda
sækja þeir suður þar, flest sín
föng í sjóinn. Lítið er af grasi
þar í grend. En víðlendir örfoka
rooldarmelar liggja upp og útfrá
þorpinu. Ræktunaráhugi er þar
vaknaður allmikill, og tún eru
farin að teygja sig út um melinn.
Mesti nýræktarmaðurinn þar, er
Sigui’ður Pjetursson og Ólafur
Arnbjarnarson annar. Sáðsljettu
Sigurðaú sá jeg, og sýndist hún
prýðileg. Þar er gefin fyrirmynd,
sem margir mættu fylgja. Og heill
sje þeim, er svo fara að sem Sig-
urður! í Njarðvíkum er og til
talsvert af móum, sem mjög vel
mætti rælita, þó nolrkuð sjeu að
vísu grýttir.
Suðurnesin eru hrjóstugustu
sveitir lands voi’s, sem jeg hefi
sjeð. Þó eru ræktunarmöguleik-
arnir þar miklir. — Og það getur
verið 'álitamál hvo'rt nýræktin
þar muni vera miklu dýrari, en
í ýmsum sveitum öðrum, sem á-
rennilegri sýnast. Bætir ekki rek-
þarinn Suðurnesjunum það upp,
sem jarðvinslan verður þar ö!rð-
ugri en annarstaðar? — Jeg vil
ekki fulh’rða neitt um það. En
hitt fullyrði jeg: Svo mikilsvert
sem auðunnið land er fyrir ný-
yrkjnn, er þó nægur og góður
áburður, miklu naðsynleghi stoð
i storfi hans.
Væri það orðin föst venja alls
staðar „suður með sjó,“ að bjarga
þaranum á þ'urt, jafnóðum og
hann rekur og nota hann síðan til
áburðar, þá mundu Suðurnesin
bráðlega breyta um svip. Vera má
að vitlaust sje: En nær e'r mjer
þó að aúla, að beinn og óbeinn
arður af þeirri ráðabreytni, yrði
ekki miklu minni, en arðurinn af
sjávarútveg þeirra þar er núí.Ein
af hinum mörgu ónotuðu auðlind-
um lands vors er þarinn á fjör-
unum.
!
VII.
Víða í voru landi átti menningin
noJckuð erfitt uppdráttar á vesæld
artímum þjóðarinnar. Og ekia
munu þeir Suðurnesjamenn hafa
tekið öðrum landsbúum fran; á
þeim árum. Það hefði líka verið
ósanngjarnt, að ætlast til þess af
þeim, svo ilt sem þeir áttu þá
uppdráttár. Búskapurinn hefir
víst aldrei gefið þeim mikið gull.
Oft sveik sjórinn þá líka í trygð-
um, ár eftir ár. Verst ætla jeg þó
að þeir liafi verið leiknir af
danska valdinu á Bessastöðum. •—
Mjer finst jeg stundum sjá fingra-
förin þess á þeim ennþá. Sama
svipinn og dönsku ltotungarnir
bel’a enn með sjer, frá tímum óð-
alskúgunarinnar.
Níi ryður ný og meiri menning
sjer óðum til rúms þar syðra, —•
Blendin mun hún þó nokkuð eips
og flest það, sem brátt vex upp.
Skepnurnar munu nú orðið vera
minna kvaldar en áður var. Þá
mun og líðan fólksins vera mikið
bætt, bæði um fæði og húsakynni.
Silki og híalín er og mjög tekið
þar í tísku sem klæðnaður. Lofi
það hver sem líkar. Annar hver
umrenningur er nú „þjeraður“
þar á hverjum bæ. Um þann sið
segi jeg þetta: Þjerið þið þroskinn
lifandi og dauðan, suður með
• sjó, og þjerið þið hundana ykltar
í hverri sveit, ef vkkur sýnist svo!
En fyrir alla lifandi muni: Lofið
mjer og mínum líkum að sleppa
við þá virðing!
„Þjer“ og „yður“ eru að mínu
viti ekki annað, en úrelt, orð, sem
dramsamir menn fyrri tíða' notuðu
til að halda fólki frá sjet’. f máli
alþýðunnar hafa þau aldrei átt
heimá og geta aldrei átt heima.
Okkur fslendingum er og minst
þörf á málvenjum, sgm standi eins
og grjótfleigar milli manna og
hrindi hverjum frá öðnim.
Við stöndum nógu strjálir samt!