Morgunblaðið - 19.06.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Nlðvrsoðnir ávezlir: 6. allsheriarmót Í.S.Í. Gód byrjun á sunnudaginn vap. íslenski met i þrístökki. Ananas. Ferskjur. Perur. Aprikósur. Aldinbiand. Japðarber. ■ ^ /#v DLAve. Kakstur með ROTBART- rakvjelablaði fullnægir kröfum hinna kröfuhörð- ustu. Það er heimsins besta | rakvjelablað. n SROTBAmg Notið við það slípivjelina „ROTBART TA NK“ I heildsölu hjá Valtl. Thaulow Kaupm.höfn. Biðjið kaupmann yðar um Rotbart-blöð og Rotbart Tank. 19. |áni Allar þær, sem selja ætla m erki Landsspítalasjóðsins eru beðnar að' koma á Laugaveg 37 ( búðin), til þess að taka við merkj- um, sem eru afhent þar frá kl. 9 fyrir hádegi. Nefndin skorar sjerstaklega á ungar stúlkur, sem ekki eru stðrf- um bundnar að hjálpa til við merkjasöluna í dag. Mðlningapvðpup bestu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, Fernis, Þurkefni, Terpentína, ®lackfemis, Carbolin, Kreolin, Titanhvítt, Zinkhvíta, Blýhvíta, Copal- lakk, Krystallakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tilbúinn farfi í 25 n ismunandi iitum, lagað Bronse. ÞX7KBIB LITJLB: Kromgrænt, Zink- grrnt, Kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kasael- \ -únt, Ultramarineblátt, Emailleblátt, ftalsk rautt, Ensk-rautt, Fjalla- j n-autt, Qullokkar, Málmgrátt, Zinkgrátt, Kinrok, Lím, Kítti, Qólffem-! is, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægikústar. Vald. Poulsen. NýkomSð» Suðusúkkulaði, 2 tegundir. Átsúkkulaði, margar tegundir. Cacao, mjög ódýrt. — Eggert ðt Co. Simar 1317 og 1400. P.W.Jacobsev & SSn. Stofnuð 1824. Simnefni: Granfuru - Carl- unrtegade, Kífcenhawn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupm.höfn. Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hef verslad við Íeland í 80 ár. Fu Ikomnar nýtisku vjelar til tunnuframleiðslu til sðlu. Nánari upplýsingar gefur Heilöv. Garðars Gíslasonar. Á sunnudaginn var, var veður hið besta hjer í Beykjavík, og gaf íþróttamönnum því vel við' hátíða- höld sín. Mikill mannfjöldi safnaðist að Austurvelli er lúðrasveitin ljek þar frá kl. V/z~2. Kl. 2 lagði mannfjöldinn af stað suður á íþróttavöll, en staðnæmdist eins og venja er til á Suðurgötunni, sem næst grafreit Jóns Signrðs- sonar. Þá hjelt Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra ræðu. Síðan spil- aði lúðrasveitin Ó, guð vors lands. Var því næst haldið suður á völl. Þar hjelt Kn. Zimsen horgarstj. ræðu fyrir minni Islands og íþróttamanna. Birtist ræða hans á öðrum stað í blaðinu. Að lokinni ræðunni gengu í- þróttamennirnir, þátttakenduí mótsins í fylkingu inn á völlinn. Forseti í. S. í. ávarpaði þá og áhorfendur með nokkrum orðnm. Hann byrjaði mál sitt með því að geta um það, hversu íþróttir og íþróttaiðkanir eru nauðsynlegar öllum almenningi hjer á íslandi. Vjek hann síðan máli sínu til sundhallhrinnar og hve mikið gæfuspor það væri, að hyggja hjer sundhöll. Að lokum sneri hann máli sínu til mótsins, sem er hið sjötta Als- herjarmót í. S. í. Aðalverðlauna- grip mótsins sagði hann vera Far- andbikar f. S. í., sem það fjelag hlýtur, er flesta fær vinninga á mótinu. Var fyrst kept um hann árið 1921. Vann glímufjelagið Ármann þá bikarinn, og eins árið 1922 og ’23. Árið 1924 var bikar- inn ekki afhentur, 1925 var ekki kept; reglugerðinni breytt þá ’ þannig, að keppa skyldi um bik- j arinn annaðhvort ár. 1926 vann i fþróttaíjelag Reykjavíkur bikar- inn. En í fyrra var ekkert kept. Bjóst forseti 1. S. 1. við harð- vítugri kepni milli fjelaganna á þessvi móti. Um 2000 áhorfendur voru á vellinum er leikar hófnst. Fjelagar úr sex íþróttafjelög- um taka þátt í móti þessu, úr Ármann 38, fþróttafjelagi Reykja- víkur (f.R.) 14, fþróttafjelagi1 Kjósarsýslu 1, Knattspyrnufjelagi j Reykjavíkur (K.R.) 44, Sundfje-j laginu Ægi 9 og íþróttafjelaginu Stefni 1. Það fjelag er á Kjalar- nesi, ! Er leiðinlegt að þátttakan skuli því nær' eingöngu vera bundin við Rvík. Meðan svo er, er mótið ekki það alsherjarmót sem það í raun og veru á að vera, og kemur íþróttalíf Rvíkur eigi að þeim alsherjarnotum fyrir þjóðarheild- ina sem vera ber. Ættu íþrótta- frömuðir vorir að kosta kapps um að fá þetta lagfært. Á íþróttamótið hjer 17. júní þurfa að koma í- þróttamenn úr öllum landsfjórð- ungum, svo þar komi fram mæli- kvarði á íþróttaþroska allra lands- manna og holl kepni milli lands- fjórðunga og bygðarlaga. Þess skal þó getið að nokkrir menn utan af landi keppa með fjel. hjer, er hafa æft með þeim í vetur. Byrjað var á því að þreyta hlaup um 100 metra skeið. Þátttakendur í*þeirri íþrótt voru 12. Hlupu þeir fyrst í þrem flokkum. Síðan reyndu þeir sig, sem næst- fljótastir vorn í hverjum flokki, og var fyrstur þeirra Kristján Gestsson. Þá var úrslitahlaup háð, og tóku þátt í því þei'r þrír er fljótastir reyndust í fyrsta hlaupi („undan- rás“), ásamt Kristjáni. Fyrstur varð Sveinbjörn Ingi- mundarson (Í.R.) (11.5 sek). ísl. met í þessu hlaupi er 11,3 sek. — Næstur var Stefán Bjarnason (Á) 11,6 sek., en þeir Garðar S. Gísla- son (l.R.) og Kristján Gestsson (K.R.) urðu jafnir, á 11.8 sek. Næst var kept í ísl. glímu. Voru glímuflokkar tveir og 6 þátttak- endur í hvorum. 1 fyrsta flokki þeir er vega 70 kg. og meira. Hvorki glímukóngur íslands, Þorgeir Jónsson í Varmadal nje Sig. Thorarensen skjaldarhafi Ár- manns tóku þátt í glímu þessari. Jörgen Þorhergsson varð hlut- skarpastur í 1. flokki, eftir að Jörgen fjell fyrir Trausta Haralds stein, Kristjánsson. Varð Jörgen að glíma tvisvar við Þorstein, því liann fjell fyrir Trauta Haralds- syni. Næstur varð Þorsteinn og sá þriðji Georg Þorsteinssón. f öðrum glímuflokki voru þeir er vega 60—70 kg. Sex þátttak- endur. Var-Björgvin Jónsson þar hlutskarpastur, næstur Stefán Run ólfsson, sá þriðji Björn Bl. Guð- mundsson. Allir þeir er hiðu hærra hlut í glímukepni þessari eru úr glímu- fjelaginu Ármann. Af 12 þátttak- endum voru 8 úr Ármanni og 4 úr K. R. Gerður var góður rómur að glímunni. Með'an á henni stóð var og þreytt staaigarstökk. Þátttak- endur 6. Varð Arnþór Þorsteins- son (Í.R.) hlutskarpastnr, stökk 2,93 metra. fsl. met er 3,17 m. Næstur var Grímur Grímsson (Á). Stökk 2,83 m., þriðji Óskar Þórð- arson (Á) stökk 2.63 m. Þá var þreytt þrístökk. Þátt- takendur 6. Reidar Sörensen stökk 13.13 m. og vann sigúr, enda stökk hann 40 sentim. fremur en fyrverandi ís- lenskt met, sem var 12.73 m. — Sörensen er útlendingur, og telst stöklc hans því ekki íslenskt met. En Sveinbjöm Ingimundarson (í B.), er var næstur honum, setti íslenskt met í þrístökki 12.87 mtr. Sá þriðji var Ingvar Ólafsson (K. R.) Hann stökk 12.06 mtr., og þótti rösklega af sjer vikið af 15 ára pilti. Næst var 1500 metra hlaup og vann þar Geir Gígja (K.R.) Hann rann slteiðið á 4 mín. 27.4 sek. — Ilann hefir sett ísl. met í þessu hlaupi á 4 mín. 11 sek. Það va,r á móti í K.F.U.M. í Höfn í fyrra. Næstur honum var Jón Þórðar- son (K.R.) á 4 mín. 37.2 sek., og sá þriðji Þorsteinn Jósefsson (K. R.) á 4 mín 38.8 sek. Boðhlaup var háð 4 sinnum 100 metra. Keptu 4 flokkar, 2 úr 1. R. 1 úr Ármauni, 1 úr K. R. lipur og prúð getur fengið at- vinnu í einni af stærstu verslunum hæjarins. Umsókn með upplýsingnm um aldur, mentun, kaupkröfu og mynd sem verður endursend send- ist A. S.‘í. fyrir laugardag, merkt Stað'a. fastar ferðir. Til Eyrarbakka fastar ferðir alla miðvikudaga. Austur í Fljótshlíð alla daga kl. 10 f. h. Afgreiðslusímar: 715 og 716, BifreEðastöð Reykjavíkur. Fið i sængur og kodda, gufuhpeynsað og lykfarlaust. ísl. Æðardúnn 1. flokks. Fiðurheldir og dúnheldir Dúkar, hvítir og mislitir. Rúmteppi. hvít og mislit. Rúmstæði margar tegundir úr járn og trje. Ennfremur Ðeddarnir þægilegu. J4<MtUdmJhnawn Fyrri flokkur 1. R. vann á 48.8 sek., og jafngildir það ísl. meti. Ármannsmenn voru þar nálægt á 49 sek., en síðari flokk í. R. tók 49.9 sek. að leysa þá þraut. Hlaup K. R. manna var ógilt, vegna þess að einn þeirra manna hrasaði á skeiðinu. Síðast var þreytt spjótkast. — Voru þátttakendur 10. íslenskt met er 72.40 metr. Ásgeir Einars- son (Á) sigraði. Hann kastaði 70.67 m. Næstur honum var Helgi Eiríksson (Í.R.) 66.25 m., þriðji Magnús Einarsson (K.R.) 62,86 m. Góð stjórn var á vellinum, og gekk afgreiðsla öll greiðlega, svo íþróttasýningar þessar voru úti kl. 7 e. hád. Kl. 9 hópuðust menn aftnr snð- ur á völl. Þá var stiginn dans. En meirihluti þess fólks sem kom þarna suður eftir þá, hirti ekki um dansinn, heldur kom þangað til að „sýna sig og sjá aðra,“ enda var indælisveður, kyrt og hlýtt, og sól- arlag skínandi fagurt, er nálgað- ist miðnætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.