Morgunblaðið - 19.06.1928, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1928, Blaðsíða 6
< MORGÚNBLAÐIÐ Skélamál og mennfogaimál. Ritstjóri „Tímans“ hefír í þess- um umliína maímánnði verið að unga ór s.jer mjög lævíslegum greinum undir fyrirsögninni „Mentamár*. 1 niðurlagi þeirrar ritsmíðar segir hann þá vitleysu, að gagnfræðadeild Mentaskólans hjer sje lítið annað en unglinga- J skóli fyrir Reykjavík. Þetta er vit- j anlega fjarstæða, því að það er alkunnugt, að neðri deild Menta- skólans með hennar þriggja ára námi er langfullkomnasti gagn- ■ fræðaskóli þessa lands, að Akur- •eyrarskóla ólöstuðum. Þessu valda hinir ágætu kenslukraftar hjer, ‘ góð kensluáhöld og öll stjórn ásamt tilhögun kenslunnar. Skóla þenna nota og ýmsir aðr- ir en Reykvíkingar. Vitanlega er það rjett, að þessi gagnfræðadeild fullnægir eigi lengur fræðsluþörf- um bæjarbúa og sveitamanna. Þess vegna bar nauðsyn til að stækka hana og skilja hana frá lærdóms- deild Mentaskólans. Þá mátti gera þá deild að óskiftum 6 ára lær- i dómsskóla, svipað því sem áður var. Svo sem sjerskólar eru hafð- ir fyrir þá menn, sem læra vilja 'búvísindi, verslunarfræði, siglinga- fræði, iðnvísindi o. s. frv. Þannig þarf að vera sjerskóli til undrr- búnings þeim mönnum, sem ætla sjer að ganga í háskólann og verða svo síðan embættismenn eða ó- breyttir vísindamenn. Þessi sam- flæking á almennri gagnfræða- mentun og fullri sjermentun stú- dentaefna, er báðum til ógagns, þótt Jónas frá Hriflu sje svo ■skammsýnn afturhaldsmaður, að vilja. halda henni hjer og koma benni á í Akureýrarskóla, eftir það að reynslan, nú um skeið, hefir sýnt að slíkt fyrirkomulag gefst illa. Það sem menn hjer í bæ og víð- ar vilja fá handa allflestum börn- um sínum er einmitt fullkomin ga gnfræðamentun, en nú er Jónas Táðherra að loka að mestu fyrir föllyí þessum besta gagnfræðaskóla þjóðarinnar, en býður mönnum í ■staðinn steina fyrir brauð, nfl. 2 ára ófullkominn unglingaskóla, er enginn veit hvernig verður eða ber nokkurt, traust til. Það eitt ■vita allir að hann er húsnæðislaus •og liéfir mjög ljeleg kenslukrafta. Auðsætt er, að það er þetta ■gamla Reykjavíkurhatur og yfir- 'leitt óvild sii til kaupstaðarbúa, og sjómanna, sem þarna birtist svo greinilega. Jónas frá Hriflu og Framsóknarmenn alment hafa nú undanfarinn áratug eða meira, þindarlaust verið að tvístra þjóð- inni og ala á úlfúð á milli sveita- manna og kaupstaðabúa. Þessu til stuðnings hafa þeir fundið upp ýmisleg smánarheiti á útgerðar- mönnum, kaupsýslumönnum, iðn- rekendum o.fl. og kallað þá brask- ara, Grímsbýlýð, eyðslustjettir o. m. fl. Framsóknarblöðin hafa ein haft heiðurinn af því, að vinna þjóðinni þetta þarflausa óþrifa- verk. Þessu til sönnunar má geta þess, að einu sinni í vetur átti jeg tal við einn stórgreindan sósíalista um það, hversu illt verk það væri hjá Tímamönnum að vera sí og æ að reyna að tvískifta vorri fámennu þjóð í tvær fjandsamlegar her- sveitir, alt eftir því hvort menn eiga heima í sjávarþorpum eða sveitabygðum. Þá sagði maðurinn eins og satt er, að blöð bæði só- síalista og fhaldsmanna væri laus við þenna ósóma, sem líka væri von til, því að stefna þeirra hvorra tveggja væri fýrir alt landið og því hefði þeir jafnan þjóðarheild- ina í huga, en Framsóknarmenn væri ekkert annað en þröngsýn stjettaflokksklíka. Ofan af öllum öðrum vildi þeir skóinn. Þetta væri tilgangurinn með þeirra sí- felda oflasti umbæjarbúa og ómenn ingu þá, sem þar eigi að vera, og jafnframt sífeldu oflofi um sveita- menn og hámenningu þá, sem þar eigi að vera svo mikil. Fyrir ðllu öðru væri ritstjórai* Framsóknar- manna blindir. Yerkin hafa sýnt og sýna enn, að þetta er rjettur vitnisburður hjá manninum. Jónas ráðherra. vill eflaust styðja almenna hraflmentun, sem í lífinu nægir fjöldanum sæmilega, en hann er óvinur hinnar full- komnu og staðgóðu mentunar langskólagenginna manna. Að- streymið að lærdómsdeild Menta- skólans þykir honum of mikið og um leið þykir honum sútdenta- fjöldinn skaðlega mikill. Þar vantar eigi afturhaldsand- ann nú í svip, að minsta kosti. En mótsögnin mikla hjá Jónasi er það að vera í sömu svifum, að stofna nýja stúdentasmiðju á Akureýri. Ef innstreymi manna í lærdóms- deild og háskóla er of mikið, þá þurfti vitanlega að stífla fyrir það á Akureyri engu síður en hjer, því ac margir menn þaðan fara í lær- dómsdeildina hjer og svo háskól- ann. Þessi mótsögn er samt eigi svo óskiljanleg sem í fyrstu virð- ist. Hjá kenslumálaráðherTa vor- um nú, kcmur þetta af hinni víð- kunnu hlutdrægni hans. Jafnframt Reykjavíkurhatri mannsins birtist þarna hans mikla Akureyrardek- ur, því að þar, í því kommúnista og Tímamannabæli, er hann á milli elskulegra flokksbræðra sinna og ræður þar miklu betur við alt en hjer syðra. Þai*na norður frá býst hann við að geta fengið stúdenta, sem eru hreinræktaðir kommúnistar og Tímaflokksmenn, en býst miklu síður við því frá skólanum hjer. Þetta er alt með ráði gert hjá manninum. Því var haldið fram af ýmsum hjer í vetur að nú hefði Jónas ráðherra tekið sinnaskifti og ætl- aði sjer að fara að vera góður við Reykvíkinga. Menn færðu það því til sönnunar í tali sínu, að hann lagði fyrir Alþingi frumvarpið um byggingu sundhallarinnar með 100 þúsundum króna ríkistilíagi, en jeg sagði mönnum, að þetta myndi engin sinnaskifti vera, heldur myndi þar í móti koma lævís að- ferð til þess að fá þetta tillag margborgað aftur úr vasa Reyk- víkinga sjálfra. Þetta kom líka á daginn, því að lögin um þenna rangláta 25% viðauka á óhæfilega háan tekju- og eignaskatt lendir því nær alfarið á Reykjavíkurbú- um (og dálítið á öðrum sjóþórpa- mönnum), en vitanlega alls ekkert á sveitamönnum. Það var ofur- auðvelt verk fyrir stjómarflokk- inn að bylta byrðunum yfir á aðra, en snerta eigi sjálfir við þeim, en drengilegt er það ekki að hlífa þannig sjálfum sjer og flokks bræðrum sínum. Á annara kostnað cr hægt að gera margt. Fyrir þetta mikla. örlæti til sundhallarinnar eða annara hluta geta hvorki Reyk víkingar nje neinir aðrir menn verið þakklátir, þegar laumast er á eftir ofan í vasa þeirra, til þess að taka miklu meira í st.aðinn. f fyrnefndri grein í Tímanum er minst á samskóla frumvarpið, sem fyrverandi stjórn lagði fyrir þingið 1927 og sagt um það, að þess konar fyrirkomulag hefði orð- ið ofdýrt fyrir ríkið. En slíkt tal er helber fjarstæða. Fyrst er þó á það að líta að þarna hefði þjóðin fengið fullkominn gagnfræðaskóla, fváskilinn Mentaskólanum og hann svo getað notið sín áfram sem sjerskóli stúdentsefna. En undir sama, þaki sem gagnfræðaskólinn og með sameiginlegri stjórn áttu ýmsiý aðrir landsskólar í sjerfræð- um að vera, svo sem vjelstjóra- skólinn, sjómannaskólinn, verslun- arskólarnir (sem að óþörfu eru nú tveir, sinn undir hvorri klíku, að yfirráðum) iðnskólinn o. s. frv. Þetta hefði orðið langtum ódýr- ara fýrirkomulag, heldur en alt þetta sundurlausa sjerskólaverk í dýrum húsnæðum og sem innan skams verður að byggja yfir, hvern í sínu lagi. Það er og ósatt, að slíkum skóla hefði verið gert liærra undir höfði en skólum í sveitum. Svo ber og á það að líta að bæði Reykjavíkurbær og svo kaupmannafjelagið og iðnmanna- fjelagið lofuðu að stýrkja þenna skóla mjög ríflega, svo að ríkinu hefði orðið hann beinlínis ódýrari, en þó notadrýgri en þetta ung- lingaskólakák hjerna, sem Jónas og Tímabændur eru að hrófla upp, til þess eins að villa mönnum sýn á öllum svikráðunum við menta- mál þjóðarinnar. Það er mjög eftirtektarvert, að af öllum Reykjavíkurblöðunum er það Tíminn einn (í 26. tbl. þ. á.), sem mælir bót þessu lokunarger- ræði landsstjómarinnar. í stuttri grein sem heitir „Mentaskólinn í Reykjavík“, er hrúgað upp hverri fjarstæðtmni annari verri, enda mun ritstjórinn Jónas Þorbergsson vera slíkum skítverkum vanastur. Þar er t. d. sagt, að verið sje að koma, á verkaskiftingu milli skól- anna, þar sem þó gagnfræðadeild Mentaskólans á að starfa áfram. Sömuleiðis er þar sagt, að bætt sje úr húsnæðisvandræðum Mentaskól ans, en þó á að troða þar inn þess- um húsnæðislausu nemendum ung- lingaskólans, síðari hluta dags, sem ótrúlegt er að vel geti gengið í svo ólíkum stórskólum. Ekki er heldur með þessu neitt bætt úr heimavistarleysinu í Mentaskólanum fyrir sveitapilta, sem þó ber brýn nauðsyn til. — Svona. er öll Jiessi grein einn blekk ingarvefur. Enga tilraun hefir mi- verandi landsstjórn heldur gert til þess að afnema hið' margrangláta slcólagjald. Það hefði aldrei átt að komast á í opinberum skólum, því að það skapar hróplegt misrjetti og er þó því nær einskis virði fyrir ríkissjóðinn. Þegar talað er um þessa fjarstæðufullu Þingvalla- friðun, ]>á horfir landsstjórnin eigi í tilkostnaðinn, heldur hefir þjóð- gatðaoflæti Bandríkinga (sem skifta hundruðum miljóna og eiga ógrynni fjármagns), vel til fyrir- myndar, en í mentamálum fær aumlegur kotungsháttur öllu að ráða. Ofan á' alt þettá er svo hagnr þjóðarheildar að' engu hafður, en hlutdrægt verðlaunadekur við hundtrygga flokksmenn haft fyrir leiðarstein. Þegár þannig er í pott- inn búið er engin von til að ávext- irnir verði góðir nje geti svo illir reynst, að flokksþýin eigi reyni á allan veg að rjettlæta gerðirnar. Það fer mjög vel á því að Tíminn einn kyrjar kenslumálastjórninhi þenna lofsöng fyrir slíkar óþokka- athafnir. Jóhannes L. L. Jóhannsson. ir hægt að finna meðal við Hvanneyrarveíkinni. Rannsóknir Dr. Lotz. Húsdýrafræðingurinn dr. Lotz er unnið hefir að rannsóknum á hinni svonefndu „Hvanneyrár- veiki“, kom hingað til bæjarins fýrir nokkrum dögum, til þess að vinna á rannsóknastofu Lækna- deildarinnar, að einhverjum verk- efnum sínum. Áður en hann fór, hitti Mbl. hann snöggvast að' máli, eg spuTði hann um verk hans hjer. Rannsóknirnar eru stutt á veg komnar ennþá. En hann gerir helst ráð fýrir því, að heilabólga þessi sje skyld einni áður kumnri teg. heilabólgu, sem hefír orðið vart í hestum, og hepnast hefir að lækna með „serum“. Veikin mun vera smitandi. Samt sem áð- ut' má vera, að samband sje milli liennar og votheysgjafar — þann- ig, að sóttkveikjan þrífist betur í votheyi en annarstaðar. Til þess að vita hvort það geti svarað lcostnaði að framleiða „ser- um“ gegn veiki þessari, þarf að fást vitneskja um það', hve út- breidd veikin er hjer á landi; og kveðst dr. Lotz þurfa að ferðast um laudið í sumar til þess að at- huga það mál. Annars ætlar hann að liafa rannsóknabækistöð sína á Hvanneyri. Dr. Lotz vinnur að verkefni sínu með frábærri elju og áhuga, og er vonandi að honum takist að grafast fyrir rætur þess- airar illkynjuðu veiki, svo hún • standi eigi eðlilegri framþróun ] votlieysgerðar fyrir þrifum. | mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtrmmmmmmmmn A leynistigum. — Mjer finst engin ástæða vera *til þess. Þú mátt eki gleyma því, -að Philip Ghartley var feiminn og klaufalegúr í framkomu, feiminn hiðill var hann, en að þú varðst fljótar en hann átti von á, ver- ahlarvön hefðarkona, er menn hóp- niðust í kring um. Þetta gerði hann •ennþá óframfærnari en þig heimtufrekari. Litta kastaði sígarettunni á árin -giæðumar. — Þetta er misskiln- ingur hjá þjer, sagði hún. -Jeg játa, að Phil hefir altaf verið' óframfærinn, en hann hefir ekki -altaf verið með allan hugann við skriðdýr, pöddur og mykjuhauga. Manstu fyrsta árið okkar þegar við vorum í Monte Carlo? — Já, skyldi það. — Þá manstu líka eftir André de Malsahre. — Vitanlega. — Vissir þú að jeg var blind- bál skotin í honum. — Grunaði það. En þú gast aldrei um það. — Jeg hjelt, að þarna hefði jeg hitt einustu ást lífs míns. Alt var svo yndislegt, svo dul- arfult, svo hirnneskt. Jejj: gat elcki minst á fögnuð minn við nokkurn mann. Jeg gekk í leiðslu. Hún þagnaði augnahlik, og rödd hennar skalf. Fjölskylda hans talcli honum trú um. að hann vrði að giftast einhverjnm kvenmanni, sem var af eins gamalli aðalsætt eins og hann. Og hún var ríkari en jeg. Þetta hefir þú þá skilið, er þú heyrðir að hann ætlaði að giftast Jeanne de Croisier. Gabriella jankaði við. Hún komst við af því að hugsa um þennan atburð allan, er hún hálft um hálft hafði skilið og sjeð með eigin augum, enda þótt hún hefði aldrei gert sjer fylli- lega grein fyrir því, hve mjög þetta alt hefði haft áhrif á líf vinkonu hennar. André hafði fengið að vita, að jeg ætti ekki nema nokkrar þús- undir, en Jeanne de Croisier átti eina eða tvær miljónir. Seinna meir rann það upp fyrir mjer, að hann hafði spurt mig að því, hvað jeg ætti, rjett í svip, um leið og hann kysti mig. Og mig grunaði ekkert. Jeg sagði hon- um alt af ljetta. Svo fjekk hann að vita, að fólkið hans hafði á- kveðið það fyrir löngu siðan, að hann ætti að eiga ungfrú Croisi- er. Og hún var somu þjóðar og hann, sömu trúar og hann o. s. frv. Þetta sagði hann mjer alt saman, og miklu rneira, kvöld eitt, er við fórum á báti út á vatnið í tunglsljósi. Jeg sat í bátnum með þeirri hugarangist, sem jeg get ekki lýst með orð- um. Mig langaði til að berja hann, gefa honum utanundir — sparka í hann. Ljósin á landi voru eins og augu, sem störðu á mig, og sáu í hvílíkri angist jeg var. Og svo dirfðist hann ........... hann dirfðist, þú þekkir franska karlmenn hvernig þeir eru, þeg- ar um er að ræða fjölskyldur þeirra og giftingar, og .... og .... svo hitt. Já, það var sem jeg segi. Hann dirfðist. Jeg gat ekki ímyndað mjer, að hægt væri að hata mann eins og jeg hataði hann þá. Hún þagnaði. Sorgin þyrmdi yfir hana. Hún þerraði tár sín. Gabriella tók í hönd henni. — Og svo kom Philip Chart- ley, sagði hún. — Já, svaraði Litta, svo kom Philip. Jeg hafði hitt hann hjá þjer fyrir einum eða tveimur mánuðum. — Hann hafði verið í sömu herdeild og bróðir minn. Jeg þekti hann ekki mikið. En nokkr ir kunningjar mínir þektu hann. Jeg sá það á honum, að hann varð hrifinn af þjer í sama vet- fangi og hann sá þig fyrst. En mjer datt ekki í lifandi hug. —-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.