Morgunblaðið - 23.08.1928, Síða 4

Morgunblaðið - 23.08.1928, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Prior-vindlar nýkomnir Heildversl. Garðars Gislasoaar. Hugl$singadagbók s ViSskifti. fð Ksk Ungir steg'gir, hanaungar og gull Wayandott hænsni til sölu. Bjarni Þórðarson, Haga. Sími 1531 Rauðber (Ribs) fást í Gróðrar- stöðinni á 50 aura pundið. — Sími 780 Afskorin sumarblóm altaf til sölu í Hellusundi 6. Send heim ef óskað er. Sími 230. Rammalútar, fjðlbreytt&st úr- ral, lægst verð. Innrðmmun fljótt og vel af hendi leyst. Guðmundur Ásbjðrnsson, Laugaveg 1, sími 1700. TóbakshúsiS, Austurstræti 17, h íir: bestu vindlana, bestu vindlingana, besta reyktóbakið og ljúffengasta sælgætið, sem til ei í borginni. Golf- treyjyp nýjar bírgðir komnar heim. Verð mjög sanngjarnt. 58-1958 VJelareimar. FjaHkonu- ^ skó- Jb+jt svertan Hlf. Efnagerð Reyhjavikur. i ( dag og á morgun. Verðlækkun. — Hjer heimatilbúin kæfa á eina litla 50 aura V2 kg. Það skal fram tekið að kæfan er ekki skemd. Vo n. Ný verðlækknn á Dilkakjöti. Granmeti, Rjómabússmjöp.” Matarbúð Sláturfjelassim Laugaveg 42. Sími 812. Kalk í heilum tunnum og lausri vigt. fípsprjSfTr,*; • •ww"-" Í!VáwrPonIsén7 Klapparstíg 29 Dagbák. Kaupmannafjelag var stofnað í Hafnarfirði hinn 7. þessa mánaðar. 1 stjórn þess voru kosnir: Ölafur H. Jónsson formaður, Þorvaldur Bjarnason og Steingrímur Torfa- son. Fjelagið verður í sambandi við' Fjelag matvörukaupmanna í Reykjavík. Er starfsvið þess meðal annars að stuðla að heilbrigðum viðskiftum og efna sóma kaup- mannastjettarinnar í hvívetna. Danski fáninn á „Gelria' ‘. — Ýmsir menn hjer í bænum hafa legið hafnsögumanni þeim, sem leiðbeindi hollenska skemtiskipinu inn á höfn, á hálsi fyrir það, að hann skyldi ekki sjá um, að skipið hefði ekki uppi danskan fána. — En þetta er ekki rjett. Hafnsögu- manni er ekki neitt um þetta að kenna. Skipið hafði engan fána á framsiglu er það sigldi inn á höfn- ina, en skipstjóri spurð'i hafnsögu- mann hvort hann ætti ekki að draga upp danska fánann. Hafn- sögumaður svaraði því svo, að ef liann vildi móðga íslendinga, þá skyldi hann gera það — annars ekld. En nokkru eftir að hafn- sögumaður er kominn í land, sjer hann livar upp kemur danski fán- inn. Ýar Ferðamannaf jelagið Hekla þegar látið vita um þetta. Hjónaefni. Nýlega opinheruðu trúlofun sína á Akureyri, ungfrú Rannveig Tómasdóttir, Sigurðsson- ar hreppstjóra á Sandeyri og Otto Grundtvig cand pharm á Ak- ureyri. G-ullfoss fór hjeðan til útlanda í gærkvöldi. Meðal farþega voru: Mr. Bookless, Sigúrður Þorsteins- son, Emil Nielsen framkvstj. frú hans og dóttir, stúdentarnir Val- gard Thoroddsen, Ágúst Sigurðs- son og Gústav Pálsson. — Enn fremur margir útlendingar o. fl. Vesturfarar. Þessir tóku sjer far með Gullfossi í gær: Sigríð'ur Hjálmarsson með fjögur börn sín, Ólafur Hannesson, Óskar Söebeck, Kristjana Söebeck og María ísa- fold Emilsdóttir. Áttræðisafmæli á Páll Pálsson í Pálsbæ við Klapparstíg á morgun. Synt í „peningagjá.“ Á sunnu- daginn var reyndu tveir piltar, Martin Jensen og Guðbjörn Helga- son að kafa eftir peningum í „peningagjá“ á Þingvöllum. — Tókst báðum að kafa til botns — en hvorugur náði í pening. Annar þeirra kom upp með rörbút. O. Roslind, prentari, sem vann í fsafoldarprentsmiðju í fyrra, and- aðist í spítala í Kaupmannahöfn í fyrradag. Banamein lians var nýrnaveiki. (SSP> -it'ú ! é»9 o >T'I «. 3 » ! ~ " s’ ‘" Símaafgreiðslan til fitlanda. — Missögn var hjer í blaðinu í fyrra- dag í frásögn um afgreiðslu loft- skeyta til útlanda. Stöðin sem sent er til (auk Bergen-stöðvarinnar) heitir Fauske, og er í Noregi, 1050 kílómetra norðan við' Bergen, skamt frá Bodö. Stöð þessi var reist á stríðsárunum, í þeim til- gangi, að því er Norðmaður einn liefir sagt Morgunblaðinu, að her- skip þau, er vörðu hlutleysi Nor- egs, og voru þar um slóðir, gætu hæglega haft skeytasamband við land. Níi starfar stöð þessi aðal- lega við veðurskeyti og fyrir fiski- flotann, og mun hafa fáum starfs- mönnum á að skipa, svo eðlilegt er, að hún geti ekki fyrirvaralaust tekið að sjer mikil skeytaviðskifti við ísland. Jón Þorleifsson málari er ný- kominn til bæjarins.. Hann hefir málað mikið í sumar, einkum í Þjórsárdal og í Hornafirði. Hann ætlar að halda sýningu hjer í haust. 60 ára er í dag, Gísli Guðmunds- son, fyrverandi gestgjafi á Blönduósi, nú til heimilis á Óðins- götu 26, lijer í bæ. Á berjamó. Fyrir frumkvæði ungfrú Þuríðar Sigurðardóttur fóru 56 börn hjeðan úr bænum á berjamó í gær, á vegum Morg- unblaðsins. Var lagt á stað klukk- an tæplega 11, í þremiír bifreiðum frá Vörubílastöð Meyvants. Var ágætlega frá sætum og kössum gengið, hvort tveggja skrúfað vandlega fast á pallana og auk þess bundið, svo að engin hætta væri á því að börnin köstuðust til í bifreiðunum nje hrykki út úr þeim. Hefir Meyvant áður lagt til bifreiðir í berjamósferðir þær, sem Morgunblaðið hefir komið á og jafnan tekist prýðilega. Á Lög- bergi tók Guðmundur Sigurðsson tveim höndum við barnahópnum og svo var farið að' tína ber, sem óhemja er af þar. Var börnunum þetta sannkallaður gleðidagur. — Heim vár komið klukkan 6V2, og hafði veður verið hið ákjósanleg- asta allan tímann. — Ungfni Þur- íður Sigurðardóttir var fararstjóri. Knattspyrnumót Reykjavíkur. — Kappleikurinn í gærkvöldi fór svo að Víkingur sigraði Vals b-lið með 3:0. 1 fyrri hálfleiknum lá knötturinn oftast Valsmegin, en þeir vörðust hreystilega. Fengu þá Víkingar „fríspark“ rjett við vítateig og varð mark úr því. — Erlingur Hjaltested skoraði mark- ið. Endaði fyrri hálfleikuritín með 1:0. Seinni hálfleikur var meira spennandi. Var þá sólm og vörn á báða bóga og gekk svo allan leik- inn til enda. Slcoruðu Víkingar tvö mörk í seinni hálfleiknum. — í kvöld kl. 7 keppir K. R. a-lið við Val a-lið. Verður það án efa fjör- ugur og skemtilegur leiltur. Mun a-lið Vals leggja mikið kapp á að borga fyrir kappleikinn við b-lið K. R. Hinsvegar er ekki hægt að segja hvernig leikar fara í kvöld, því a-lið K. R. hefir áreið'anlega breyst við að missa Þorstein Ein- arsson. Væntanlega verður fjöl- ment á vellinum í kvöld. Aveitir niðursoðnip frá 90 aur. dósin. Gulrófur og Jarð- epli ódýrast i borginni. Verslunin Fram. Laugaveg 13. Sími 2296. IVýjisr nkranesskartoflur Bnlrófnr, Bulrætnr. Versiaiviifi FosS) Laugavog 25. Simi 2031. GilletteblSð ávalt fyrirliggjandi í heildsölu Viih. Fr. FrímamiiSðii Sími 557 Sv. Jónsson & Go. Kirkjustræti 8 b. Súni 420 bafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu vegg- fóðri, pappír, og pappa á þil, loft og gólf, gipsuðum loftlistum og loftrósum. Fljót og örugg afgreiðsla. Lœget ve? ð. Sportvöruhús Reykjavíkur. (Eú ar 3j örnsson). Sími 553. Bankastræti 11. ln Mm konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. í heildsölu hjá Tóbaksver^lun Islarids h f fl leynistigum. Pjetur Abramoviteh gaf nú Gyð- ingnum ýmsar háfleygar fyrirskip- anir um ýms ómerkileg atriði, og þegar Mosenthal var farinn, tók hann að blaða í skjölunum, las nokkuð í sumum þeirra og lagði þau svo frá sjer, skrifaði hjá sjer ýmsar athugasemdir viðvíkjandi öðrum, las gamlar athugasemdir, sem hann hafði gert við sömu skjöl og gerði yfirleitt alt, sem honum gat hugkvæmst til að tefja tímann. Hann vonaði, að konunni, sem sat gegnt honum, mundi líða svo illa að það væri sem hún sæti á nálum — konunni, sem hann hafði slrriðið í duftinu fyrir meðan hann var þjónn hennar. — Hann hafði átt von á því, að hún mundi svara einhverju háðglósu hans um metorð og titla, en hún sagði ekki eitt orð, heldur sat grafkyr áhinum óþægilega stól og varð ekki einu sinni á að virða fyr- ir sjer málverkin, skartgripina, og húsgögnin, sem hún hafði átt einu sinni. Úti við dyr sat Páll Alexandro- vitch Sergine, sem hafði verið fylgdarmaðúr Bobrinsky prinsessu á leiðinni. Um leið og hann gekk inn í skrifstofuna og stóð auð- mjúkur nokkur skref aftan við prinsessuna, höfðu þeir Pjetur Abramovitch deplað augum hvor til annars, en eftir það sat Páll niðurlútur á stól sínum og horfði sveskjusteinaaugum sínum stöðugt á gólfið. Þannig liðu tíu mínútur að alger þögn var í skrifstofunni. Mann- þyrpingin fyrir utan hafði líka hljótt um sig, menn voru svo áfjáðir í það að heyra hvað gerð- ist inni fyrir, að þeim datt ekki í hug að tala saman og hyrgðu nið- ur í sjer hóstann. Lítið barn byrj- aði að væla, en það var þegar jiaggað nið'ur í því. Pjetur Abram- oviteh ræskti sig öðru hvoru og hrækti á Aubussongólfteppið, sem einu sinni hafði verið í einkaher- bcrgi Bobrinsky prinsessu. Hann fann mikið til veldis síns. Allir gluggar voru vandlega lokaðir, manngrúinn fylti upp í dyrnar, herbergið var fult af húsgögnum og teppum, og ofninn var kapp- kyntur, svo að loftið þarna inni var óþolandi. Oðru hvoru tók G.a- briella upp vasaklút sinn og þerr- aði af sjer svitann. Pjetur Abram- ovitch tók eftir þessu og hann von aði að hún gerði þetta vegna þess að hún væri skelfd, og við það óx sjálfsálit hans og hroki. En þegar þannig voru liðnar tuttugu mínútur liafð'i hann ( þó fengið nóg af því að fikta við skjöl sín og brjef, því að sjálfur var hann áfjáður í að hefja um- ræður um efni það, sem þeir höfðu komið sjer niður á í veitingastofu Jakob Grossmanns fyrir rúmu hálfu ári. Hann hringdi því og Aaron Mosenthal ruddist aftur inn í skrifstofuna. — Hvað höfum við gert af brjef inu frá Bobrinsky fjelaga? spurði ráðstjórnarmaðurinn. Það vissi Aaron Mosenthal eklci og Pjetur Abramovitch tók þá aft- uur að leita í plöggum sínum. Að lokum fann hann í vasa sínum óhreinan og snjáð'an pappírsmiða og las hann vendilega. Svo fleygði hann brjefinu á horðið, hallaðist aftur á hak í sætið og horfði ó- skammfeilnislega á Gabriellu. — Ef það er satt sem þjer segið í þessu brjefi, mælti hann kulda- lega, þá liugsa jeg, að jeg geti gert eitthvað fyrir yður. Gabríellu lá við að andvarpa af fögnuði, en hún stilti sig vel og- svaraði rólega: — Það er alt satt, sem jeg hefi. sagt yður í þessu brjefi. Maðurinn minn, Bobrinsky prins------------- Hún þagnaði því að' Pjetur- Abramovitch lamdi bylmingshögg í borðið. — Hvað oft á jeg að segja yður- það að við erum lausir við alla fjandans prinsa hjer í Rússlandi!. öskraði hann. Metorð og titla hafa. kúgararnir fundið upp! Alþýðan vill ekki hafa með neitt slíkt að- gera! — Fyrirgefið, yðar hágöfgi,. mælti Gabriella með hægð', jeg gleymdi því. Það kitlaði ekki lítið hjegóma- girnd ráðstjórnarmannsins að vera kallaður „hágöfgi“ af þessari að- alskonu, sem hann hafði lengi þjón að, því að hann skildi ekki háðiðr sem lá á bak við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.