Morgunblaðið - 20.01.1929, Page 2
MORGUNHTjA ÐTÐ
2
N ý k o m i ð:
Blandað marmelaði,
Svínafeiti,
Sallasykur.
Mðtorbátnr
30-40 tonna ðskast keyptnr. — Tilboð
merkt „IHútorbátnr“ leggist inn á A.S.Í.
Ríó-kaffi
fyrirliggjandi
Ólafnr Gíslason & Co.
(Jtgerðarmenn!
Sfldamætur frá
0. Nilssen & Sðn A.s., Bergen
iafa jafnan reynst ágætlegar þeím er notað hafa Hmgað er væntan-
legur í næsta mánuði sjerfræðingur frá firmanu í þessari grein.
Biðjið um upplýsingar og verðtilboð frá aðalumboðsmönnum
finuano.
0. Johnson & Kaaber.
Sá, sem getur lánað eða útvegað 20—25 þúsund krónur gegn
öðrum veðrjetti í nýrri og vandaðri húseign hjer í bænum, getur
íemgp® loígðar 1 eða 2 íbúðir í sama húsi, með öllum nútímaþæg-
indum. Einnig 1 eða 2 verslimarbúðir.
Framtíðar verslunarstaður. Komið gæti til mála kaup á hálfri
eigninni. Tilboð sendist A. S- í. fynr 28. þ. m. merkt „íbúð“.
Kennath mótorvjelar, 2 og
4 Cyl. 4—5 og 20 H.K. eru
sjerstaklega hentugar i fiski-
báta, skemtibáta og aðra
smærri báta, vegna gang-
vissu og sparneytni.
1—6 Cyl, og 3—200 K.H.
Nánari upplýsingar gefur
Kristinn Ottason
skipasmiður, Reykjavík.
íbúð og íbúðir.
„Núlliö“ talar.
Um síðustu helgi birtist for-
ystugrein í vikublaði stjórnarinn-
ar Tímanum ,og kallar höfundur
sig „Þjóðfjelagsborgara.‘ ‘ En af
raærðarfullu innihaldi greinarinn-
ar þekkist að hún er eftir forsæt-
isráðherrann, Tryggvi Þórhallsson.
Hann talar þar með eigi litlum
fjálgleik um úlfúð þá, sem nú ríki
meðal útgerðarmanna og sjómanna,
og litmálar með ófögrum, en mikið
fremur rjettum litum, hve úlfúðm
milli stjettanna innan þjóðfjelags-
ins sje mikið þjóðarböl.
„Ulfúðin ríkir þeirra á meðal
sem þurfa að vinna saman.“
Heyrum kennimannstóninn. —
„Öðru vísi mjer áður brá.“
Eða man þessi svonefndi forsæt-
isráðherra hvernig hann undan-
farin ár hefir stjórnað blaði sínu?
Hvaða hlað hjer á Islandi hefir
með kröftugri orðum en Tíminn
talað um stjettamismuninn innan
þjóðfjelagsins, og hve rjettmætt
það væri að hver stjett otaði
sinum tota. — Það kann að
vera að Alþýðublaðið, hið opin-
bera málgagn samvinnúmanna og
kommúnista hafi stundum tekið
dýpra í árinni en Tíminn í þessum
efnum. En enginn hjer á landi hef-
ir alið eins ósleitilega á stjettaríg
innan þjóðfjelagsins eins og J. J.
i dálkum Tímans.
Látlaust hafa þeir Tímaklíku-
menn stagast á því, að útgerðar-
menn sjeu sannkallaður hraskara-
lýður. Hafa Tímamenn notað hug-
kvæmni sína til þess að velja út-
gerðarmönnum þau svívirðilegustu
og háðulegustu nöfn, og hefir tal
þeirra verið eftir því.
Var það til þess að efla samúð-
inna milli þeirra, er þurfa að
vinna saman? Var það til þess að
undirbúa jarðveginn undir „sam-
vinnu“ þá, sem Tíminn telur nú
nauðsynlega? Naumast verða skrif
Tímans á undanförnum árum
skilin þann veg.
Enda voru þau eigi birt með
það fyrir augum.
Bógur Jónasar frá Hriflu um
útgerðarmenn á undanförnum ár-
um, miðaði að því, og því ehra, að
undirbúa jarðveginn undir harða,
langvinna og stórkostlega deilu
milli þeirra sem þurfa að vinna
saman.
í 13 ár hefir þessi maður —
sáð fræjum úlfúðar og öfundar, ill-
girni og haturs í hug þeirra
manna, er við útgerð vinna, og
eiga alt sitt undir velgengni henn-
ar.
Þetta veit og skilur nærri því
hvert mannsharn á landinu.
En „núllið“ talar á annan veg.
Það er skylda þeirra, sem við út-
gerðina vinna, skylda stjettanna
að . vinna saman í sátt og ein-
drægni.
Þetta segir fyrverandi ritstjóri
Tímans, forsætisráðherrann, eftir
að hafa látið nota sig sem rit-
stjóra árum saman til þess að út-
breiða úlfúðina, óvináttuna, tor-
trygnina, fjandskapinn milli
stjettanna.
Og er þá aðeins eftir að vita
hvort forsætisráðherrann íslenski
talar hjer gegn betri vitund, eins
og maður sem enga ábyrgðartil-
finningar hefir —- ellegar hann
kemur þarna fram sem hinn star-
blindi einfeldningur, sem hefir
enga hugmynd haft um það, hvað
hann var að gera meðan hann var
ritstjóri, hefir alt frá því hann
var á Hesti verið úti á þekju,
hefir verið leiddur upp í ráðherra-
stólinn eins og ósjálfbjarga, á-
byrgðarlaus maður, ekki til þess
að vilja neitt, vera neitt, eða gera
neitt, heldur til þess eins að vera
„núllið“ hans Jónasar frá Hriflu.
lugo-Slauia - eða Serbia hin nýja.
Hjer birtist uppdráttur af
Jugo-Slaviu, og er gerð grein
fyrir þAÓ hvað landsvæði Serba
hefir stækkað síðastliðin ár.
Svæðið með þjettu skástrikunum
er Serbía hin forna, eins og hún
var á updan Balkanófriðnum
síðasta. Eftir þann ófrið fengu
Serbar yfirráð yfir landsvæði því
sem merkt er með gisnari smá-
strikunum. — En svæðið innan-
við feita strikið er núverandi
landsvæði Jugo-Slaviu. Eru hin
6 nýju fylki eða hjeruð nafn
greind, sem lögð voru undir
Serba í ófriðarlokin; Montene-
gro eða Svartfjallaland, Bosnia,
Dalmatia, Króatia, Slovenia og
Vojvodina.
Deilan hefir undanfarið stað-
ið um það, að Króatar og aðrir
íbúar hinna nýju hjeraða, sem
Serbakonungur hefir fengið um-
ráð yfir, vilja að Jugo-Slavia
verði sambandsríki í fernu lagi,
Serbia hin forna í einu lagi með
Vojvodina og hluta af Bosniu,
Króatia, með Slavoniu og Dal-
Bláar
verkamanna-
peysur
með ýmsn verði nýkomnar
f Anstnrstræti 1.
Hsg. G. Bunnlaugsson
S Go.
Er flutiur
nr Lækjargðtn 6 B.
f Tjarnargötu 30,
Magnús Th. S. Blöndahl.
REYKJAVÍK.
SÍMI 249. (2 linur)
I heildsölu:
Saltað dilkakjöt,
Tðlg,
Kæia, nýsoðin.
Tryggið eigur yðar gegn
eldi hjá
The Eagle Star & British
Ðominions Insnrance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. á Íslandi
Garöar Gíslason,
Reykjavík.
Hótel Heklau
í kvöld:
manna „Jazz-baná“.
Gömnl og ný danslög.
Veitingasalnrinn skreyttnr.
matiu og hluta af Bosniu, í
þriðja lagi Slovenia og í fjórða
lagi Montenegro.
Serbarnir hafa sett sig upp á
móti þessari skiftingu, hafa vilj-
að safna öllu undir sinn hatt. Af
þessu hafa risið óeirðir, mann-
dráp og óregla hin mesta, uns
konungur tók það ráð á dögun-
um að reka þingið heim. Er mælt
að Króatar m. a. hafi í upphafi
verið fegnir þeirri þreytingu,
hversu sem ánægja þeirra verð-
ur langvinn.