Morgunblaðið - 03.02.1929, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1929, Blaðsíða 4
4 10RGUNBLAÐIÐ Skattstofan á Laufásveg 25, verður opin á morgun og þriðjudaginn frá kl. 5—7 e. hád., auk venjulegs afgreiðslutíma frá kl. 1—4, vegna þeirra, sem vildu fá einhverjar ráðleggjingar við að út- fylla skattskýrslur, en hafa ekki getað komið á venjulegum af- greiðslutíma. Besta saltkjötið í bænum fæst í Ármannsbúð, bæði í smásölu og heilum tunnum. Fegurstir Túlipanar fást á Vest- urgötu 19. Sími 19. Útsprungnir túlipanar, nokkrar tegundir af Kaktusplöntum og Hyasintur til sölu. Hellusundi 6. Útsprungnir Túlipanar falleg- astir á Amtmannsstíg 5. Hitamestu steamkolin ávalt fyrirliggjandi í kolaverslun Ólafs Ólafssonar. Sími 596. 0° 0. Húsnæði. Góð þriggja herbergja íbúð ósk- ast sem fyrst. Tilboð merkt ,R. B.‘ sendist A. S. í. Tapað. — Fundið. Nýr harður hattur var tekinn í misgripum á Hótel ísland síðastl. föstudagskvöld. — Upplýsingar í síma 424. Nýtt. Smjör íslenskt af strokknum og egg daglega ofan frá Gunnars- hólma. Von. Irunatryggingar Slmi 254. Sjóvátryggingar Slmi 542. oooooooooooooooooc Liebig-Harmonium, Einkasali: K. SÖEBECH, Lækjargötu 4. Sendisveln röskan og ábyggile&an vantar nú þegar. Upplýsingar hjá Kaup fjelagi Borgfirðinga, Laugaveg 20 frá kl. 11—1 á morgun (mánudag). í húsi Sambands ísl. samvinnu- fjelaga. Þar hefir Jónas frá Hriflu þegið húsaskjól. Þar hafa flokksfundir verið haldnir. Þar er hinn pólitíski skóli, sem kaup- fjelögin og ríkissjóður kosta. Hafa foringjar Framsóknar- flokksins, sem kunnugt er haft þar bækistöð alla tíð, sjer að kostnaðar og fyrirhafnarlausu. Þegar íhaldsflokkurinn fær sjer starfsstöð og samkomuhús, ætla þessir menn af göflunum að ganga. Senda njósnara á fundi íhaldsmanna, til þess í blóra við þá að flytja lygafregnir af fundum þeirra. Sjest hjer í senn, strákskapurinn, heigulsháttur- inn og óskammfeilnin, sem ávalt ríkir á bænum þeim. Væri nær fyrir þessa menn, sem stolist hafa inn á svið samvinnufjelag- anna með pólitíska starfsemisína og þegið húsaskjól hjá kaupfje- lagsbændum, að bera harm sinn í Jjljóði, þó þeir sjái andstæðing- ana taka til höndunum til fram- kvæmda, og hafa þá sómatil- finningu að leiða ekki athygli almennings að óþörfu að hinni pólitísku miðstöð á Arnarhóls- túni. Þá tekur út yfir, þegar rit- stjóri Tímans leiðir athygli les- endanna að því, hve djúpa fyr- irlitningu flokksmenn hans hafa fyrir blaði því sem hann er lát- inn stjórna. Tíminn mun vera einasta blað höfuðstaðarins, ein- asta sorpblað landsins, sem ár- um saman er gefið út, án þess nokkur maður hafi hug í sjer til þess að gefa sig fram sem út- gefandi blaðsins. Svo megn er andstygð manna á blaðinu, að ritstjórans eins er getið við, en útgefendurnir eru í myrkrinu huldir. — Þegar því hefir verið hreyft, að samband kaupfjelag- anna styrki blaðið, þá hafa kaup fjelagsmenn risið upp og reynt að gera sem allra minst úr því. Þó þeir vilji gjarna nota stuðn- ing blaðsins, sjá þeir sennilega, að það er hverjum manni höfuð- hneysa að vera útgefandi slíks blaðs. Öðruvísi verður eigi skilið hið niðdimma svartamyrkur sem yfir útgefendunum grúfir. Iþróttirnar 1930. Að lokinni skjaldarglímu Ármanns í fyrra- kvöld, skýrði Ben. G. Waage, formaður í. S. í. frá því, að al- þingishátíðarnefndin hefði falið íþróttasambandinu að sjá um allar íþróttasýningar á þjóðhá- tíðinni 1930 — eins og sjálfsagt er. Gat hann þess og, að þegar væri ákveðið að hafa íslands- glímuna á Þingvöllum (verður það sú 20. í röðinni), hópsýning fimleikamanna (um 200 manns) og fimleikasýningu kvenna; auk þess verður líklega bændaglíma og sundsýningar. Skoraði hann á alla íþróttamenn að æfa sig nú af kappi, svo að þeir geti sýnt alþjóð og gestum það 1930, að hjer sje „táp og fjör og frískir menn.“ — Ýms íþróttafjelög út um land eru nú að ganga í í. S. I. og er það vottur þess, að íþrótta mönnum er það alvara að taka saman höndum um það að gera garðinn frægan 1930. Hafnarf jarðarhöfn. Vikuna sem leið hafa þessir línuveiðarar komið af veiðum: Fyrra laugar- dag Pjetursey úr Hafnarfirði með 73 skpd. eftir 6 lagnir, Pjetursey úr Rvík 60 skpd. (6 lagnir), Ólafur Bjarnason frá Akranesi 110 skpd. (7 lagnir) ; á sunnudag Sæbjörg 80 skpd. (7 lagnir), Eljan 33 skpd. (2 lagnir) ; á þriðjudag Sæfari 60 skpd., Andey 55 skpd., Papey 90 skpd. (öll eftir 6 lagnir) og Regina 36 skpd. (3 lagnir) ; á föstudag Málmey 60 skpd. (6— 7 lagnir) og Pjetursey úr Hafn- arfirði með 60 skpd. (3 lagnir) ; kom hún inn vegna þess að Ijósa- vjelin hafði bilað. — Á fimtu- daginn kom flutningaskipið Vestri með timbur til Jóhannesr ar Reykdal og Dvergs. I gær kom Inger II með 3—4000 smál. af kolum til ýmissa útgerðar- manna í Hafnarfirði. Leiðrjetting. í grein í Mbl. í dag, (2. febr.), þar sem kvartað er undan því, að sumir dragi í efa að Leifur hepni hafi verið íslend- ingur, er getið um og fundið að því, að Norðmaður hafi uýlega verið ráðinn að Kaupfjelaginu á ísafirði. Þessi „JSTorðmaður“, sem greinarhöf. á við, er af norsku for eldri en fæddúr og uppalinn á ís- landi og hefir aldrei átt annars- staðar lieimili, hefir öll rjettindi innborinna manna og er einn af þeim „íslendingum“, sem ekki mega koma til Noregs í atvmnii- leit, nema með sjerstöku levfi yfirvaldanna þar. Þessi maður er, sém sagt, svipaður islendingur og t. d. Ólafur Tliors. En ef draga á í efa þjóðerni þeirra, hygg jeg að vafasamt fari að verða um þjóð-i erni Leifs heppna. í þessari sömn grein er rangt skýrt frá starfsemi þessa sama manns við kaupfjelagið. Hann hafði þar enga prjedikunarstarf- semi og enga aðra iðju, en að af- greiða í einni sölubúð fjelagsins. Hitt kann að vera, að ef hann færi í landaleit, mundi hann stefna í aðra átt en Leifur landi hans, ekki síst ef hann legði af stað frá ísafirði, því að þar horfa menn nú mjög á móti sólu og degi. í stjórn Kaupfjelags ísfirðinga. Vilm. Jónsson. Lð við slysi. Keflavík, FB. 2. febr. Slæmar gæftir undanfarna daga. í fyrradag reru allir bátar hjeðan og úr Njarðvíkum, en sneru allir aftur vegna veð- urs nema þríf. Þessir þrír bátar lögðu lóðum og fengu fimm, níu og ellefu skippund. Er því útlit fyrir að afli sje að glæðast. Dag þennan misti m.b. Ársæll úr/Njarðvíkum út tvo menn, en báðir mennirnir náðust Iifandi. Bátur þessi er 15—16 tonn og eru fimm menn á honum. Kom sjór á bátinn, er mennina tók út og munaði minstu að sögn, að báturinn færist. flð gefnu tilefni. Mjer hefir horist til eyrna úr ýmsum áttum, að menn hafi furð- að sig á því að jeg skyldi ekki mæta á fundi í ,Stúd.fjel, Rvíkiir', þar sem „deilurnar um þjóðleikhús ið og Leikfjelagið“ voru til um- ræðu, og að það sje lagt út á miður vinsamlegap hátt í minn garð. En til þess lágu þær ein- földu ástæður, að mjer var ekki boðið á fundinn og jeg er ekki meðlimur þess fjelags. Það veldur mjer einkum undr- unar, að sumir þeir, sem að fund- arhaldi þessu stóðu, skuli vera í hópi þeirra er furða sig á fjarveru minni. Jeg sá þess getið í frjetta- grein í Vísi, að leikdómöndum blaðanna væri boðið á fundinn, en þar sem jeg er ekki leikdóm- andi neins blaðs, gat jeg ekki tek- ið slíkt sem boð til mín. Andrés G. Þormar. Stórar bireiir Af allskonar Veiuaðarvörnm og Prjónavörum. Reiðjökknm, Kven-kápnm, Karlmannsfr ökknm. Háfnm, Tvinna og Pappí r s vörum. \ Heildverslun Garðars Gislasonar. lörðin Reykjanes í Grímsnesi fæst til kaups og ábúðar á komandi vo-ri. Jörðin er mjög grasgefin, þar er jarðhiti og gnægð af heiturn hverum, og hún því mjög vel fallin til gras-, jarðepla- og blóma- ræktar, er ekki fólksfrek og liggur mjög nærri þ'jóðveginum til Reykjavíkur. Nánari upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar, Hermann Thor- stensen Reykjanesi, og Helgi Bergs Reykjavík. Snnrplnætnr frá Chr, Champbell Andersen A/S Bergen hafa á síðustu árum verið fengsælustu næturnar, sem not- aðar hafa verið. Sjerfræðingur frá firmanu kemur hingað í þessum mánuði. Pantanir væri æskilegt að kæmu sem fyrst. Allar upplýsingar gefa aðalumboðsmenn firmans, Stefán A. Pálsson & Co. Sími 244. Hafnarstræti 16.. 96 ára reynsla hefir sýnt að aflasæl- astir eru jafnan m\m insiar. 0. Jehnson & Kaaber Aðalumboðsmenn. Hafiö þiö heyrt þaö. Príma tveggja turna silfurvörur, sem seljast með slíku gjafverði að annað eins hefir ekki þekst hjer áður Tií dæmis: Matskeiðar 2.15, Desertskeiðar 1.95, Te- skeiðar 45 aura, Gafflar 1.95 og marg.nr fl. teg. með þessu lága verði. Þessar vörur eru seldar með mjög svipuðu verði og alpakka vörur kosta. Notið tækifærið strax, því birðirnr eru takmarkaðar. K L 0 P P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.