Morgunblaðið - 02.05.1929, Page 4
4
M 0 R G U N B L A Ð I Ð
Sement' Þakjárn. Þakpappi margar teg.
Flókapappi (gölfpappi undir dúka).
Heildv. Garðars Gíslasonar
Útsprungmr nellikkur og blómstr-
andi blóm í pottum, mikið og s’ún-
andi fallegt úrval, nýkomið á Amt-
mannsstíg 5.
Ýmsar útiplöntur; begóníur og
kaktusar í pottum, fást í Hellu-
sundi 6.
Athugið! Peysufatasilkið f rá
12.50 meterinn. Upphlutasilki frá
6.40 í upphlutinn.
Verslun Guðbjargar Bergþórs-
dóttur, Laugavegi 11. Sími 1199.
Fegurstir Túlipanar fást á Vest-
Mgötu 19. Sími 19.
S í m i 3 3 2. Munið Hamborg,
Laugaveg 45, ef þjer þurfið að fá
búsáhöld, Leirvörur, Jurtapotta,
galv. vörur o. fl.
í Bankastræti 6, IL hæð. Sumar-
kjólar: Muselin, Shantung, Ull og
Silki.
Hitamestu steamkolin ávalt
fyrirliggjandi í kolaverslun Ólafs
Ólafssonar Sími 596.
Nýkomnar gardínustengur gylt-
ar og brúnar, Rammalistar, ínn,
rammanir ódýrastar í Bröttugötu
5. Sími 199.
Ljósu
dömukápurnar
komnar
S. lóhannesdóttir
Auatupstrati 14.
(Beint 4 móti L&ndibiakuuM}
Simi Í887.
Framvegis tek jeg á móti
sjúklingum (á sama stað og
áður) milli klukkan V/z og
2 «/2.
Katrin Thoroddsen.
Sumarkjólaefni
(Mnselin o. fl.)
nýkomið í fjölbreyttn j
nrvali.
Verslun
Egill lacobsen.
Gnlstad hnsmæðra-
heimavistarskðli
Nesodden pr. Oslo,
tekur á móti nemendum; mat-
reiðslu-, handavinnu- og mála-
kensla. Heilnæmur og góður stað-
ur fyrir stúlkur. 90 krónur á mán-
uði. Nánari upplýsingar gefnar.
(H. 0.)
AUskonar •
GirlirhiEM.
Vald. Poulsen,
Sfmi 24. Klapparsttg 29.
60 hestaila
nýr eða notaður steinolíumótor
óskast keyptur. Þarf að afhendast
síðast í maí.
Upplýsingar í síma 2370.
PJetnr Jðnsson.
Eins og mönnum er kunnugt,
hefir Pjetur Jónsson síðustu.4 ár-
in verið aðalsöngvari óperunnar í
Bremen, en þess utan hefir hann,
þegar tími gafst til, sungið sem
gestur við ýms söngleikhús í
Þýskalandi og nálægum löndum
og þá t. d. nýlega í Rotterdam, er
hann söng lilutverk Sigmundar í
Valkyrjunni eftir Wagner. Lofa
blöðin Pjetur' mjög fyrir meðferð
hans á hlutverkinu, hljómfegurð
raddarinnar og góðan leik, og eitt
blaðið bætir við, að sjaldan eða
aldrei hafi þeir í Hollandi heyrt
hlutverk þetta sungið með álíka
styrk og hljómfegurð.
í Hamborg hefir Pjetur oft sung
ið í vetur, t. d. Othello, Tann-
hauser og Radames í „Aida“, og
ávalt fengið mikið lof fyrir. Og af
þeim erfiðari hlutverkum, er hann
hefir sungið í Bremen í vetur, má
sjerstaklega geta Tristans, er hann
nýlega söng með bestu Wagner-
söngkonu Þýskalands, Eugenie
Burkhardt, sem Isolde. Segir gagn-
rýnandinn dr. Kurt Zimmermann,
að þótt þeir hafi oft í Bremen
heyrt Tristan vel sunginn, þá skari
Pjetnr langt fram úr fyrirrennur-
um sínum í þessu hlutverki. Hljóm
ur. innileiki og styrkur raddarinn-
ar inrðist, enn altaf vera að auk-
ast, og njóti það sín ekki síst í
Tristan. Þetta afarerfiða hlutverk
sje bæði líkamlega og andlega.
(physisch wie psvchisch) eitt af
hans allra hestu. og endar með að
segja, að betri Tristan leikur sjáfst
elcki í Bavruth. Berlín, Munchen
nje Dresdeni
Dagbðk.
Veðrið (í gær kl. 5): SA og S-
kaldi með 6—9 stiga liita á S-
landi og Faxaflóa, en annars NA
og A átt með 3—4 stiga hita um
alt land. Smáskúrir á SV-landi og
þokusúld á N-landi, en dálítil snjó-
koma í Stykkishólmi.
Grunn lægð yfir Faxaflóa og
fvrir snðaustan land, en háþrýsti-
svæði norður unclan. Lítur út fyr-
ir að veður haldist fremur stilt
með þykkviðri og lítils háttar úr-
komu næstu tvö dægur.
Á hafinu milli Islands og Skot-
lands er NA-gola og bjart veður.
Veðurútlit í dag: Breytileg átt
og fremur hæg. Skúrir.
Wagnerkonsert F. v. Reuters í
lcvöld hefir að bjóða kafla úr ,Hol-
lendingnum fljúgandi, Tannháuser,
Lohengrin, Parsival og hinum
frægu „Niflungaljóðum“, sem ís-
lenskar bókmentir hafa að nokkru
leyti geymt heimildirnar að. Þessi
klaverleikur v. Reuters er alveg
sjerstakur í sinni röð. Þar er eig-
inlega farið út fyrir takmörk
venjulegs klaverleiks og reynt að
ná formi og áhrifum orkestur-
liljóma. h.
Gullbrúðkaup eiga á morgun 3.
maí Guðrún Pjetursdóttir og Jón
Pálsson, Fljótstungu í Hvítársíðu
í Borgarfirði.
Stauning-stjómin tók við völd-
um í fyrradag. (Sendiherrafrjett).
Flug Svíanna í sumar. Lands-
stjórnin hjer hefir fengið tilmæli
um það frá sænsku stjórninni, að
hún greiddi götu sænsku flug-
mannanna, sem hingað eru vænt-
anlegir í sumar.
P. Reumert, hinn danski leikari,
er væntanlegur hingað til Reykja-
víkur þann 9. júní. Leiksýningar
hans munu eiga að hyrja næstu
daga á eftir.
Óþrifnaður mikill er í kringum
safnahús Einars Jónssonar, svo að-
komumenn, sem koma til að skoða
safnið, hneykslast á. Hefir maður
einn aðkomandi óskað eftir því,
að Morgunblaðið vekti máls á að
þörf væri á að þrífa til þar í holt-
inu, og væri vel ef það drægist
ekki langt fram á sumar.
Bæjarstjómarfundur er í dag.
Fjórtán mál á dagskrá.
Togararnir. Þessir togarar eru
nýkomnir með afla: Max Pember-
ton 72 tunnur. Njörður 50 trnrnur.
Barðinn 110 tunnur.
Aukaskip Eimskipafjelagsins,
Union, kom í gær frá Hull.
Áttaviltur sósíalisti. Einn af só-
síalistum bæjarins hringdi til
Morgunblaðsins í gær og spurði
hvort eigi fengist keypt á áf-
greiðslu blaðsins rauða ,holsaslauf-
an‘, er seld var hjer í gær, á Jón-
asar-afmælinu. Mun manninum
hafa þótt fremur lítið bera á að
bæjarbúar sæktust eftir að bera
hið rauða merki.Það frjettist í gær
að hugulsamur náungi hefði sent
Hriflu-Jónasi slaufu eina, með til-
mælum um að hann bæri hana ut-
«n á sjer hæði í gær og endranær.
En til þess brestur J. J. kjark, sem
kunnugt er og heilindi að sýna
sinn rjetta lit.
Heimdællur heldur síðasta fund
sinn á þessu vori á laugardaginn
kemur í Hótel Skjaldbreið. Býður
hann þangað þingmönnum íhalds-
flokksins til kaffidrykkju, skrafs
og ráðagerða.
Um Raspútín hjelt Ólafur Frið-
riksson fyrirlestur á sunnudaginn
var í Nýja Bíó. Endurtekur hann
fyrirlestur sinn á sunnudaginn
kemur á sama stað.
Árbók Fomleifafjelagsins fvrir
árið 1928 kemur xít næstu daga.
Er hún í þetta sinn tileinkuð
minningu tveggja fyrstu formanna
fjelagsins, sem háðir voru fæddir
árið 1828. Voru það þeir Árni
Thorsteinsson landfógeti og Sig.
Vigfússon fornfræðingur.
Mikil verðlækkun.
Það sem enn er óselt af
HROSSA:
Saltkjöti.
Bjúgum.
Rúllupylsum.
Hangikjöti.
verður selt næstu daga, með
25-30 afslætti.
Jónasar-fagmaðurinn í gær. Sam-
koman á Austurvelli var fremur
fámenn, og er alveg áreiðanlegt,
að mikill meirihluti þess fólks sem
þar var samankomið kom þangað
fyrir forvitnissakir, en eklci af
fvlgi við sósíalistabroddanna, sem
þar töluðu — eða til þess að minn-
ast. afmælis Hriflu-Jónasar. Tals-
vert var þar af börnum og ung-
lingum, og voru flest leturspjöld
in sem þar var haldið á lofti í
höndum drengja innan við ferm-
ingu. Minsti merkisberinn var á
að giska 6 ára, í svuntu-buxum
bláum. Á hans spjaldi stóð: „Eng-
inn rjettindamissir vegna fátækt-
ar“. Rjett hjá var merkið „Lifi
heimsbyltingin :: í liöndum stálp-
aðri ríkisborgara. Allmargt fólk
stóð utan við völlinn svo langt
frá. að það heyrði ekki til ræðu-
manna, enda erindi þess aðeins áð
sjá ytra form þessa einkennilega
afmælisfagnaðar. Ræðustóll var
reistur á vellinum og utan við
hann blöktu rauðar ^mádruslur. —
Rauða slaufan „maí-merkið“ sást
á fremur fáum, nema á sósíalista-
broddunum sjálfum. Sigurður Jón-
asson sást ekki. Sat hann að snæð-
ingi í Hótel Island og var ekki
sjerlega „seriös“. — Frá síðari
þætti afmælisfagnaðarins í Iðnó
hefir Morgunblaðið engar fregnir.
Að því loknu verður búin gerð
að algengri kjötverslun með kinda-
kjöt o. 8. frv.
Hrossadeildin
Njálsgötu 23. Sími 2349.
Útsæðis-
Kartfiilnr
nýkomuar.
TlffiMNÐI
Langaveg 63. — Sfmi 2393.
Nýkomið:
Mavonnaise
í Salöt.
í lausri vigt.
Hallgrímur Tulinius stórkaup-
maður er nýlcominn heim úr löngu
ferðalagi, I fylgd með honum var
Jón Lárusson kaupmaður. Fóru
þeir á norsku skemtiskipi um Mið-
jarðarliaf, er lagði frá landi í
Monaco og hjelt meðfram norður-
ströndinni, alt til Miklagarðs, það-
an suður til Egyptalands (Cairo)
Tunis, og aftur til Monaco. Voru
29 daga í þeirri ferð. Láta þeir
m^ög vel af ferð þessari. — Suður
í Tyrklandi voru alveg óvenjulegir
kuldar, snjór niður í sjó, í mars.
Og enn gerði þar fannkomu í apríl.
Fara eigi Sögur af, að þar hafi
fyr hríðað í aprílmánuði.
Línuveiðarinn Grímsey kom ný-
lega með 191 skippund fiskjar
(vigtað upp úr skipi) til Hafnar-
fjarðar, eftir fjóra daga. Mun það
einsdæmi að slíkur afli hafi feng-
ist eftir fjórar legur.
Fyrir bakara:
'/, sigtimjðl,
do. Rykok,
V* sigtimjöl,
rúgmjöl,
tlorsyknr,
marmelade,
eldi. steinn og leir
iyrirliggjandi.
G. Behrens.
Bamavinafjelagið „Sumargjöf“
hefir sótt um það til bæjarstjórn-
arinnar að fá land undir barna-
hæli. Mun eigi veita af einum
hektara. Má staðurinn ekki vera
langt út úr bænum. Eftir síðustu
fjársöfnun á sumardaginn fyrsta
á fjelagið nál. 20 þúsund krónur
í sjóði.
Zieten, hið þýska eftirlitsskip,
er komið hingað aftur úr Vest-
mannaeyja ferð sinni. Skipið fór
þangað eftir beiðni bæjarfógetans
í Vestmannaeyjum, og skipstjór-
ans á þýska togaranum „Island“,
til þess að gefa yfirmönnum tælci-
færi að vera viðstaddir prófin í
máli skipstjórans. En mælingar
gerði Zieten ekki, enda ekki til
þess ætlast, Þessar upplýsingar
hefir Mbl. frá þýska konsúlatinu
hjer.
Morgunblaðið er 6 síður í dag.
Sími 21.
Barnarúmstæðil
(ómálnð)
nýkomin
Uöruhúsið.