Morgunblaðið - 28.05.1929, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.1929, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Hefir áunnið sjer hylli allra sem reynt hafa. Heildsölubirgðir fyrir kaupmenn og kaupfjelög hjá O. Johnson & Kaaber. m m jmsmm (íí dl a flugl$sinsadag&ðk pj Sií lij jh Nýskotinn svartfugl fæst í Nýju Fiskbúðinni, sími 1127. Sigurður Gislason. Strigaskór, þrælsterkír og fall- egir 2.15 parið. Yerslunin Merkúr, Ó'rettisgcitu 1, sími 2098. Steypufötur, þrælsterkar 2.75. Versluuiu Merkúr, Orettisgötu 1, sími 2098. OeiliD iiimiii Karlmanuaföt, Regnfrakkar, Regnkápnr, drengja. Manchester, ^Laugaveg 40. — Sími 894. Hiji dásamlega OagMk. Veðrið (í gær kl. 5): Háþrýsti- svæði frá Azoreyjum og uorður um Island og Jan Mayen, en lægð að nálgast suðvestan úr hafi. Virðist hún fremur grunn og hægfara, en fregnir eru þó mjög óljósar af Iægðarsvæðinu. í kvöld er stilt vcður og Ijettskýjað um alt land. Hití víðast 9 stig, en sumstaðar 12 stig á N og A-landi. Logn milli Færeyja Islands en hægt N-átt á N-sjónum. Veðurútlit í dag: Vaxandi S og SA-kaldi. Rigning öðru hvoru. — Hlýindi. Reiðhjól með tækáfæmverði. Vérslunin Merkúr, Grettisgötu 1, sími 2098. Ýmsar útiplöntur; begóníur og kaktusar í pottum, fást í Hellu- sundi 6. Fegurstir Túlipanar fást á Vest- io'gðtu 19. Sími 19. Húsbyggingar. Uppdrætti út- boðslýsingar, áætlanir og alt sem að húsbyggingum lýtur annast Finnur Ó. Thorlacius, teiknistofa í Iðnskólanum. Til viðtals kl. 8—9 síðdegis. Besta tegund steamkola ávalt fyrirliggjandi í kolaverslun Guðna Einarssonar, Sími 595. Sokkar, sokkar, sokkar, frá prjónastofunni „Malin” eru ís- Itnskir, endingarbestir og hlýj- astir. Tilkynniitgar. Til Eyrarbakka á hverjum degi frá Litlu bílastöðinni. Sími 668. Nokkrir duglegir menn geta fengið vinnn við skurðgröft. — Upplýsingar í Versluninni Fell, Njálsgötu. 1 alðl-han da ápa mýkir [og hreinsar hörundið og gefur |fallegan og bjartan litarhátt. Einkasalar: I. Brynjólfsson & Kvaran. Nýkomið: Hangikjöt, ekta gott. Kæfa, hjer heima tilbúin á eina litla 50 aura pr. y2 kg. V 0 N. Ek-bygget sköite til salg, 38x14, 8x7,6 fot. Sköitener skikket til fiskeri eller lodsbaat, kan indredes éfter kjöb- erens önske og bli færdig paa 3 uker. Bestilling mottages paa fiskekuttere lik M.S. »Isbjörn« m.fl., som er bygget til Isafjord og med samme utrustning som disse kuttere. Lindstöl & Sön. Risör, Norge. (H.O.) Allskouar Vald. Poulsen, Sfml 24. Klapparstlg 29 Sumarheimili bama, Þær Sigríð- ur Magnúsdóttir og Vigdís G. Blöndal auglýsa lijer í blaðinu í dag sumarheimili, sem þær ætla að hafa fyrir börn í sumar. Verður heimilið í Reykholtsskóla í Bisk- upstungum, einhverjum þeim feg- ursta og skemtilegasta stað, sem hjer er nærlendis. Er þar nóg húsrúm fyrir 20 böm og er dvalar- tíminn tveir mánuðir, frá 1. júlí til 31. ágúst. — Alt stefnir nú að því lijer í Reykjavík að koma ung- viðinu upp til sveita um sumartím- ann, og er þá gott að eiga aðrar eins Iconur að og þær, er fyrir þessu heimili standa, til þess að sjá um börnin. Sendiherraveisla. Fyrir skömmu hjelt Bigler, sendiherra Dana í Vínarborg veislu. Voru þangað boðnir dönsku listamennirnir Sehmedes, Klenau, Rantzau og fiðlusnillingurinn Andersen, há- j skólaprófessorarnir dr. Mueh og ’ dr. Arnold, sænski lektoi’inn dr. Wolfram, Medinger sendiherra Oig dr. Underberg, ræðismaður og enn- fremur iiokkrir Islendingar: Ást- ríðnr Jaden fríherrafrú og niaður hennar dr. Hans Jaden barón, Óslcar Þórðarson læknir og frú bans, Halldór Hansen læknir og Grímur Magnússon læknisfræði- nemi. A+B. Æfintýraleikurinn „Mjallhvít'1 verður sýndur enn í kvöld kl. 8 og fást aðgöngumiðar bæði í bóká- verslunum og Iðnó (sjá augl.). — Hefir verið mikil aðsólcn að leik þessum og börnum sem sjeð hafa, þótt hann svo skemtilegur, að þau tala varla um annað. En vegna æfinga Leifjelagsins verður ekki unt að sýna leikinn mikið oftar, tvisvar eða þrisvar sinnum í hæsta lagi og' fara því að verða seinustu forvöð fyrir þá, sem vilja sjá hann. Mjólkurbú Ölfusinga. — Fyrir nokkru er byrjað að grafa fyrir grunni liúss þess, er Olfusingar ætla að láta reisa lijá Reykjum fyrir mjólkurbú sitt og ostagerð. Stendur húsið neðanvert við ána. Aldarafmæli. I dag eru liðin 100 ár frá fæðingu sjera Jóns Melsteðs prests í Klausturhólum og prófasts í Árnessýslu. Sjera Jón fæddist í Vallanesi 28. maí 1829 og voru foreldrar hans Páll Melsteð síðar amtmaður og kona hans Sigríður dóttir Stefáns amtmanns Þórarins- sonar. Hann útskrifaðist úr presta- skólanum 1855 og tók prestsvígslu ári síðar. Kvæntur var hann Stein- unni (d. 1891) dóttur Bjarna amt- manns Thorárensens, Af börnum þeirra er nú Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur einn á lífi. Sjera Jón andaðist í Klausturhólum 13. febrúar 1872. Ármenmngaa’! Tennisvellir fje- lagsins verða teknir til notkunár í dag. Nokkrir nýjir geta fengið tíma ennþá. Ahrenberg—Flodén flugið. Sím- skeyti hafa komið hingað um það, að þeir Ahrenberg og Flodén muni leggja af stað frá Stokkhólmi kl. 6 að morgni 1. júní. Er í ráði, ef gott verður veður, að þeir komi ekki við í Bergen, heldur fljúgi í stryklotu til Reykjavíkur, og komi þá hingað um kvöldið, eða eftir 17 ólukkustunda flug. Ætla þeir fiugmennimir ekki að tefja hjer nema 2 klukkustundir, ef alt geng- ur að óskum og halda svo beina leið til Ivigtut, en þangað er 10 stunda flug. — Vegna þess að flugmennirnir fljúga undan sól, græða þeir nokkra. tíma, t. d. tvær klukkustundir á leiðinni milli .Stokkhólms og Reykjavíkur, Thorkild Roose les í kvöld kl. 71/2 í Nýja Bíó úrvalskafla eftir jótska slcáldið St. St. Blicher. Eins og kunnugt er, er Blicher eitt af frægustu skáldum Dana og hefir lýst Jótum betur en nokkur ann- ar. Nú eiga menn kost á að heyra frægan leikara segja sögur Blic- hers og það er eitthvað annað en venjulegur lestur, því ætíð fer svo, að það er eins og dautt efnið rísi upp, þegar snillingar segja frá. Upplestur Rooses verður því ef- laust góð skemtun og lærdómsrík. Maffia óaldarflokknum útrýmt. Á Sikiley hefir iim mörg ár ver- ið óaldarflokkur, sem nefnist Maf- fia. Framdi hann mörg hryðju- verk, rán og rupl víðsvegar um eyjuna, og voru margir borgarar í vitorði með honum. í fyrra tók Mussolini sig til og ákvað að út- rýma. óaldarflokki þessum. Var þá hafin herför gegn flokknum og honuni gersamlega tvístrað, en allir teknir höndum, sem í náðist og voru þeir 161. Var nú höfðað mál gegn þeim og stóð rannsólmin í 10 mánuði, en kviðdómurinn var í viku að rannsaka málsskjölin. Er dómur nú nýlega fallinn. Voru 150 af hinum ákærðu dæmdir í hegn- ingarhússvinnu, mismunandi lang- an tíma, Sá, sem þyngstan dóm fjekk, á að sitja í fangelsi í 23 ár. Brasso fægilögur fæst í öllum verslunum. Liebig-Harmonium. Einkasali: K. SÖEBEOH, Lækjargötu 4. Verslið við Vikar. — Vörur við vægu verði. — NUGGET er bestnr. Engir skór endast vel el ekki er notaðnr gððnr áburðnr. hefir best alklæði, þrjár teg~ undir, silkiflauel og alt ann* að til peysufata. Bolsilki, upphlutsskyrtuefni> Skúfasilki, Svuntusilki, sv. og. misl., Slifsi, fjölda tegundir. S. lóhannesdóttlr Á4»sfs*r«ítrsst» 14. H?iat i n.í)ti '.»aíiií/ntí-.**E ia * Slm? F83T. m ÍKlSSU læknir Austurstræti 7 (uppi). Viðtalstími 10—11 og 2-4, Sími 751.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.