Morgunblaðið - 28.05.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.1929, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ aðarósk úr einu af helgum ritum Gamla testamentisins, er svo hljóð- ar: „Drottinn láti blessun fylgja þjer .... í öllu, sem þú tekur þjer fyrir hendur“ (Mós. 28, 28). Vjer þekkjum öll þá tilfinningu getu- leysis vors og vanmáttar, sem ein- att grípur oss, er byrja skai eitt- hvert nýtt fyrirtæki, sem oss er verulega ant um, að fái góðan framgang. Vjer minnumst þess þá, hve kraftar vorir eru veikir og smáir. Og hugurinn leitar ó- sjálfrátt í hæð til hans, sem eng- inn hlutur er ómáttugur. Og þótt fyrirtækið snerti ekki sjálfa oss persónulega, sje oss aðeins aug- ljóst, að það er nytsamlegt og get- ur orðið öðrum til heilla, þá fer á sömu leið: hugur vor leitar í hæð til hans, sem aldrei bregst, þeim er á hann vonar, og er máttugur þess, að styðja hvert gott málefni til sigurs. Og í hjarta voi’u fæðist og brýst jafnvel fram af vörum vor- um svipuð ósk og þessi: „Drottinn láti blesstin fylgja þjer .... í öllu, sem þú tekur þjer fyrir hendui-“. Vafalaust hefir slík ósk hreyft sjer í brjóstum margra góðra manna, er fregnin barst þeim til eyma um stofnun „Slysavarnafje- lags íslands* ‘. Það er nú engin ný- lunda með oss, að menn bindist fjelagsskap vegna hinna og þess- ara áhugamála, hvort sem þau heldur varða þjóðarheildina, einstök bygðarfjelög, eða einstakar stjettir, af því að mönnum er augljóst orðið, að „sameinaðir sigrum vjer“. En það er hinsvegar ekkert tiltökumál, þótt tilvera ýmsra slíkra fjelagsstofnana gieym ist aftur, snerti þau ekki að neinu leyti persónuleg hugðarefni sjálfra vor. 8vo er þó ekki farið þeirri ungu fjelagsmyndun, sem oss er flestum efst í huga á þessaxú stundu. Jeg geri óhikað ráð fyrir, að öllum hafi verið of auðsæ gagn- semi þess, tii þess að það gæti gleymst aftur, að sett hafði verið á stofn Slysavarnafjelag fyrir land vort, því að ailir vita, hve þungan skatt hafið, sem lykur um strendur lands vors, hefir öldum saman lagt á vora fámennu þjóð, — öllum má vera í minni hin ægi- lega blóðtaTia, sem þjóð vor hefir orðið fyrir af völdurn æstra höfuð- skepna, sem svo mörgum vöskum dreng, þeirra er atvinnu sína stunda úti á hinum „miklu vötn- um“, hafa búið kalda sæng á sjávarbotni, til óbætaniegs tjóns fyrir þjóð vora og óslökkvandi harms fyrir ástvinina, sem heima sátu. Má því vafalaust gera ráð fyrir, að fjöldi manna hafi heilsað stofnun þess með þeirri ósk og bæn, sem vjer öll tökum undir á þessari stundu: „Drottinn láti" blessun fylgja þjer .... í öllu, sem þú tekur þjer fyrir hendur“. Og þegar vjer nú í dag erum hjer samankomnir til að vera sjónarvottar að þeirri athöfn, að Slysavarnafjelagið skýtur á flot fyrsta íslenska björgunarbátnum, mundi þá ekki mega líta á þann atburð sem vott þess, að blessun drottins hafi hiiígað til fylgt þess- ari fjelagsstofnun? Að vísu vitum vjer öll, að fjelagið hefir eignast þennan björgunarbát fyrir harla lofsvert göfuglyndi höfðinglxmd- aðra gefenda. En svo víst sem það er, að drottinn, sem skýtur mönnum í lxug hverri góðri og göfugri hugsun, á hjer engu að síður heima hið gamla: „Einnig þetta er frá drotni“, — einnig hjer hefir blessandi náðarhönd drottins vei’ið að verki. Að fyrsti íslenski björgunarbát- urinn er í dag settur á ílot, er því vissulega þakkarefni við guð, eins og það er fagnaðai’efni öllum góð- um mönnum. Það er fagnaðarefni sjómannastjett vorri, svo framai’- lega sem það ber vitni um samúð- arþel alls almennings með þessari stjett, sem heyir lífsbaráttu sína að miklu leyti úti • á hinu hættu- fulla hafi. Það er fagnaðarefni ástvinum sjómannanna, er í landi sitja og einatt mega áhyggjufull- ir hugsa til þeirra og hættnanna mörgu, sem umkringja þá. Og það er fagnaðarefni Slýsavarnafjelag- inu, því að það spáir góðu um framtíð þess fjelags, að þess verði ekki langt að bíða, að allar helstu veiðistöðvar þessa lands eignist samskonar björgunarbát. • En svo mikið fagnaðarefni sem þetta er, þá má það ekki gleym- ast oss, að einnig björgunarbátar, hve vel sem til þeirra er vandað, eru þó ekki annað en ófullkomin mannasmíði, og þeir, sem þar eiga skyldum að gegna, ekki annað en veikir og ófullkohinir menn. Hjer er {)ví mikið undir því komið, ef vel á að fara, að almáttugur og algóður guð fái að standa við stýrið og stjórna gei’ðum mann- anna, sem þar eru að verki; og hjer á því í fylsta máta heima árnaðaróskin og bænin: „Drottinn láti blessun fylgja þjer .... í ÖUu, sem þú tekur þjer fyrir hendur“. 8vo sje þá þessum fyrsta björg- unarbáti fslands skotið á flot í nafni drottins allsherjar! Vjer fýlgjum honum á stað með þeirri samhuga ósk og bæn til hans, sem „vantar hvergi vegi“, — sem „vantar aldrei mátt“, að blessun drottins megi í rík- um mæli íylgja bátnum, hvar sem hann fer, og starf hans verða sem flestum til hamingju, að blessun drottins megi ávalt vera í verki með þeim mönnum, sem þar takast á hendur bæði erf- itt starf og hættufult, til bjargar bræðrum, sem í háska eru staddir, og að blessun drottins fylgi jafnan fjelagi því, sem stendur þar að baki, svo að það fái að líta sem ríkasta ávexti lofsverðrar viðleitni sinnar í öllu, sem það tekur sjer fyrir hendur!“ Fylgi svo blessun drottins sjó- mannastjett vorri og veri þeim ávalt nálæg, bæði í blíðu og stríðu, og hvar sem þeir fara um hafs- djúpin miklu. Náð og trúfesti drottins veri nxi og æfinlega með landi voru og þjóð, og blessi alla góða viðburði landsins barna, oss sjálfum til heilla, en guði til lofs og dýrðar. í Jesii nafni. Amen. Að vígslunni lokinni ávarpaði Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri mannfjöldann á þessa leið: Ræða Þorsteins Þorsteinssonar. Góðir íslendingar, menn og konur! Tilefni þessa merkisatburðar er, eins og öllum mun kunnugt, aðal- lega skiþströnd og druknanir hjer við strendur landsins á liðnum tímum. Þótt slíkir atburðir sjeu bæði margir og sorglegir, munu þó tveir minnisstæðastir, sem sje þegar þilskipið „Ingvar“ strand- aði við Viðey áiúð 1906, og þegar „Jón forseti“ strandaði fyrir stuttu á Stafnestöngum. Fyrir mitt leyti veit jeg, að jeg verð aldrei svo gamall, að jeg gleymi þeirri sjón, er „Ingvar“ fórst og öll skipshöfnin druknaði fyrir augunum á oss, sem stóðum á ströndinni og horfðum á, en gát- um ekki hafst að. Þá var mikið rætt um stoínun björgunarfjelags, og voru hafin samskot. Þá munu liafa safnast um 10 þús. kr. Margir af þeim, sem þar stóðu framarlega, dreifð- ust Vegna atvinnu sinnar, sumir fóru til útlanda, aðrir fóru út á land, eða alfarnir á togara, og með þeim dofnaði yfir hugmyndinni. Fjenu, sem safnast hafði, var að miklu leyti varið til styrktar ekkj- um sjódruknaðra manna, en af- gangurinn var afhentur Slysa- varnafjelagi fslands, þegar það var stofnað. Ýmsir góðir menn höfðu þó vakið máls á þessu í skipstjórafje- laginu „Aldan“, og notaði jeg þá tækifærið í desembermánuði 1927 að boða til fundar með stofnun björgunarfjelags fyrir augum. Var ]>ar mættur forseti Fiskifjelags- ins, fyrir hönd þess. Á þeim fundi var samþyktur undirbúningur að stofnun Slysavarnafjelags fslands, og mun ykkur síðan vera kunn saga þess. Að vísu hefir árangur þessa unga fjelags enn ekki orðið mik- ill. Því hefir verið ágætlega tekið af landslýð og er fjelagatala þess þegar orðin á ])i’iðja þúsund, enda sýnir mannfjöldi sá, sem hjer er saman kominn í dag, velvilja og þlýju í garð fjelagsins. Alþingi og ríkisstjórn hafa og sýnt lofs- mn Timbunreraluii P.W. Jacobseu & Sön. Stofnuð 1824. Simnefnli Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. Belur timbnr í Btærri og smærri sendingum frá Kaupm.höfn. Eik tíl BkipasmiSa. — Einnig heila skipsfarma frá SviþjóS. Hef verslað við ísland i 80 áe». B A N N. Að gefnu tilefni banna jeg öllum ferðamönnum, innlendum, sem útlendum, hverskonar veiðiskap í Stóra Arnarvatni, Litla Arnar- vatni og Austurá á Arnarvatnsheiði. Aðsetur manna um lengri tíma á þessum slóðum er einnig bannað, nema sjerstaklega sje við mig samið. Fyrir hönd hreppsnefndanna í Torfustaðahreppum í Vestur- Húnavatnssýslu. Kollafossi, 11. maí 1929. Jón Siginsson, oddviti. H. F. RAFMABN. Hafnarstræti 18. S í m i 1 o 0 5 Gerum áætlanir og byggjum rafmagnsstöðvar. Leggjum rafmagnslagnir í hús, skip og báta. Rafmagnsviðgerðir fijótt og vel unnar. Reynf ð! verðan skilning á starfsemi fje- lagsins. En nú kemur til kasta fjelagsins og stjórnar þess, að launa velvilja alinennings. Fjelagið ætlast mikið fyrir, og mikið er starfið, sem leysa verður af hendi. Takmark fjelagsins er m. a.: að fá björgunarbáta í öll stærstu fiskiver landsins, að setja á stofn björgunarstöðv- ar víðsvegar um strendur lands- ins, að kosta hjálpar- og eftirlits- skútur með fiskiflotanum (smærri bátum) í öllum helstu verstöðv- um, að reisa fleiri sæluhús og fleiri leiðarstaura á söndunum, svo að það komi síst fyrir aftur, að menn, er bjargast hafa af skipbroti, verði þar iiti, sökum þess að þeir finna ekki sæluhús, og rata ekki til bæja. Sumir liafa talað um, að rjett- ara hefði verið að kaupa björgun- arbát með vjel, en þessi gerð af bátum hefir verið reynd um meir en 100 ára skeið í Englandi, og eru ekki’ öðruvísi bátar notaðir þar. Jeg þekki landann illa, ef hann lætur árar hamla sjer frá að þreyta björgun, þó í slæmu veðri s.je, og ótrúlegt er, að' árarnar reynist okkur þyngri en Englend- iugum. Að þessi bátur verður settur í Sandgerði, kemur til af því, að á svæðinn milli Reykjaness og Garðs hafa skipskaðar orðið tíðastir og mestir. Á }>ví svæði, er báturinn æt.ti að geta náð til, hafa strandað að minsta kosti 92 skip, síðan um aldamót, og fleiri tugir manna hafa látið lífið. Um leið og vjer nú ýtum þcssum fyrsta björgunarbát vor'um á flot, gjaldmælii bifreiðar altfcí til leig . lij£ b. s. n — Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla, ea iiji, B. S. R. -— — Studebakai eru bíla bestir. Ferðir til Vífilsstaða og Hafnar fjarðar alla daga á hvcrjrm kl.- tíma. Best að ferðast með ðtnde- baker drossíum. Ferðir austur í Fljótshlíð þegar ?eður og færð leyfir. Afgreiðslusímar 715 og 716. Bifreiðastðð Reykjavíkur. Austurstræti 24. leyfi jeg mjer að óska þjóðinni til heilla og hamingju með hann, og’ jeg árna þeim, sem hafa valið sjer hið veglega hlutskifti, að berjast við ofurefli hafsins, til þess að bjarga lífi annara, allra heilla, og vona, að þeir megi bera gæfu til að verða að sem mestu liði í starfiuu. Að svo mæltu var bátnum hrund ið á sjó fram af Steinbryggjunni. Settust undir árar röskustu ræð- arar Valdemars Sveinbjörnssonar. Þegar koniið var út á liöfnina voru undin upp segl og bátnum bæði siglt og róið fram og aftur. Fór hann ágætlega vel undir seglum og var farið inn undir Laugarnes- tanga og svo heim til hafnar1 aftur. Báturinn á að hafa stöð í Sand- gerði. Verður þar bygt hróf fyrir hann og mun byrjað á því í þess- ari viku. Þegar það er fullgert, verður bátnum siglt þangað suður- eftir, og' er ætlunin að velja þá örðugt sjóleiði og sjá, hversu hann má. so aura

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.