Morgunblaðið - 28.05.1929, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1929, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 28. maí 1929. Framköllun Kopiering og F i 1 m u r. Auðvitað frá L 0 F TI. íNýja-Bíó. Verðskrá frá H. Einarsson a liörnsson Bankastræti 11. Tveggja turna prima silfurplett, Matskeiðar og gafflar . . 1,90 Desertskeiðar og gafflar . 180 Teskeiðar ............... 0,50 do. 6 í kassa ......... 4,75 Aleggs- og kökugafflar . . 1,75 Kökuspaðar .............. 2,50 og m. fl. af Lilju- og Lovísu gerð. Matskeiðar og gafflar, alp. 0,75 Desertskeiðar og gafflar, alpacca 0,75 Teskeiðar, alpacca....... 0,40 do. aluminium ........ 0,05 Matskeiðar og gafflar, aluminium 0,25 Oesertskeiðar og gafflar, aluminium 0,15 Pottar með loki, alumin. 1,00 do. emaille ........... 1,25 Borðhnífar, ryðfríir .... 1,00 Hnífapör ................ 1,00 Eldhúshnífar ........... 1,10 Firsli tiirysaríámp Islanás Vígsla og skírn bátsins á sunnndaginn var. Báturinn heitir „Þorsteinn". Á sunnudaginn var, klukkan 8, safnaðist múgur manns niður hjá steinbryggju og þar í kring á liafnarbakkanum og úti á þeim skipum, sem þar lágu næst, því að nú átti að fara fram merkileg at- höfn: vígsla og’ skírn fyrsta björg’- nnarbáts íslendinga, bátsins, sem þau hjónin Guðrún Brynjólfsdótt- ir og Þorsteinn Þorsteinsson skip- stjóri gáfu . Slysavárnafjelagi ís- lands. Mundi þó hafa verið þarna Fiskspaðar, aluminium Ausur, ---- Kastarholur, ------- Pönnur, ---- Dörslög, ---- Mjólkurbrúsar,------ Sleifasett, 7 st. ...... 0,50 0,75 0,85 0,85 1,15 2,50 3,00 Flautukatlar ........... 1,00 Smjörkúpur með loki . . 1,00 Matardiskar, dj. og gr. . . 0,50 Bollapör ............... 0,45 Glerdiskar ............ 0,25 Glerskálar............... 0,35 Ávaxtaskálar ........... 1,75 Kökudiskar............. 1,00 Desertdiskar........... 0,40 Föt...................... 0,85 Mjólkurkönnur . ......... 0,75 Barnakönnur ............. 0,50 Kaffistell, 6 manna .... 12,00 Vekjaraklukkur ......... 5,50 Vasaúr, góð ............ 8,50 Leikföng og ótal margt fleira ódýrast hjá okkur. Nýbomið! Baðkápnr, Baðdragtir, Baðhettnr, Handklæði, Stórt úrval. Verslun fsill lesobsen. Þorsteinn Þorsteinsson. Guðrún Brynjólfsdóttir. enn meiri mannfjöldi, ef veður befði eklci verið bæði hvast og kalt. Báturinn stóð á steinbryggjunni á hjólsleða sínum. Geklc nú Guð- mundur Björnson landlæknir, for- seti Slysavarnafjelagsins, fram í stafn bátsins og ávarpaði þá, sem viðstaddir voru. Ágrip af ræðu landlæknis. Þessi björgunarbátur er byg'ður fyrir stríðið og er af þeirri gerð, sem Englendingar kalla „selfright- ing“, en það merkir að báturinn reisir sig óðar við aftur sjálfkrafa, ef ólag hvolfir honum eða stafn- stingur. Hann er 35 ensk fet á lengd, 8y2 fet á breidd og 4 fet og 5/8 þuml. á dýpt um miðju frá kjölkanti á hástokk. Stafnliölfin eru löng og háreist og í þeim stórir loftkassar, 7 fet 'og 1/8 þuml. á lengd sá í fram- stafni, en sá í afturstafni 6 fet og 10% þuml. Milli stafnlokanna er þilfar í bátnum, um það bil miðja vega milli botns og hástokks. Úr botni á efri þilfarsbrún er 1 fet og 7% þuml., þaðan á efri þóftubrún 1 fet. og 1 y2 þuml., þaðan á hástokk 8y2 þuml. Á þilfari eru 8 op, 6 þuml. á vídd og’ í þeim koparlok á miðhjörum, en þaðan ganga hólk- ar, jafnvíðir, niður úr botni báts- ins. Ef ólag fyllir bátinn, tæmir hann sig sjálfkrafa á svipstundu gegn um þessa botnganga. Loftkassar eru á þilfarinu fram með' báðum borðstokkum og yfir þeim grindur til að sitja á fyrir far- þega — þá, sem bjargað er. Undir þiljum eru einnig loftkassar. Get- ur baturinn með engu móti sokk- ið, og- hefir afarmikið burðarmagn. Geta 30 rnanns rúmast í honum auk bátshafnarinnar. Báturinn er tíróinn (teinæring- ur). Hann er og gerður til sigl- inga, og er honum fært í allan sjó. Kjölurinn er 6 þurnl. á hæð, 2 þuml. trje, 4 þuml. járn, og vegur járnkjölurinn um 750 kgr. (% tonn). Þá ev hleypikjölur úr járni, sem vegur um 84 kg., og hleypa má eins og þríliyrnu niður úr kjölnum. Á hliðum bátsins eru súðkilir, 17i/2 fet á lengd, hvor þeirra, og 3% ’þuml. á hæð og auk þess járnbryddir. Tvær seglfestur eru í bátnum. Eru það kassar, annar frammi í, annar aftur í, á botni bátsins. Má með einu hand- taki hleypa sjó í þá. En hins veg- ár eru fastar dælur til að tæma á. Báturinn er því afarstöðugur sjónum, sem marka má af öllu því, er nú var sagt. Stýrið er þannig fest, að það má draga upp og niður án þess að það geti losnað og dottið af. Er á því taumastjórn, en þó fylgir líka stýrissveif. Siglutrjen eru tvö. Á framsiglu er stórsegl (rásegl) og fokka. Aft urseglið er þríhyrnt. Báturinn ristir tómur 17% þuml. Með fullri áhöfn 22y2 þuml. Hann vegur allslaus rúm 3% tonn. Efnið í bátnum er mjög vand- að. Kjölti’jeð er kletta-álmviður frá Kanada. Stefnin iu- eik. Bönd- in úr álmviði. Birðingurinn er tvö- faldur, gerður úr Ilonduras-ma honí, og liggja borðin á ská, hvert móti öðru, en milli þeirra dúkur, þannig makaður, að ekki getur fúnað. Þilfarið er úr mahoní og svo er um flesta þilfarsbitana, sum ir þeirra þó úr eik. Báturinn er allur seymdur tinuðum eirsaum. Honuin fylgja ótal lausamiuiir og varahlutir. Björgunarbátar enska björgun- arfjelagsins ern taldir vandaðast- ir, en líka dýrastir allra björgun- arbáta. Bátar af sömu stærð og sömu gerð sem þessi bátur, kostuðu ný- bygðir 1200 pund sterling fyrir stríðið. En þá fylgir bátnum vold- ugur vagn til að flytja hann á með ströndum fram. bát. Því er fljótsvarað. 1 Englandi og víðar hafa menn nú hjálpar- vjel ‘ í bátunum, þar sem rif og sker eru langt undan landi, en treysta þó jafnan mest á segl og árar, því vjelan geta bilað í björg- unarbátum, eins og öðrum bátum. Og þar sem staðhættir eru eins og hjer á Keykjanesi, að öll skip- strönd vilja til mjög skamt und- an landi, þar er vjelin talin ó- þörf, þar veltur alt á því, sem fyrri, að báturinn sje — ólíkur öðrum bátum — traustur björg- unarbátur, vel mannaðui- og vel útbúinn að björgunartækjum. Hið mikla enska björgunarfje- lag veit vel um þessa viðleitni hjer á landi; það gaf okkur kost á þess- um ágæta bát fyrir hálfvirði, og hefir skilað lionum í okkar hendur í svo góðu standi að hann er alveg sem nýr. Það er þakklætisvert. Og þakklætisvert er það, að stjórnin veitti S. Y. í. þær 10 þús. kr., sem ætlaðar eru í fjárlögum þetta ár til slysavarna, — til þess að kaupa bátinn. En lijer er annað í efni, sem enginn hafði búist við. Þegar bát- urinn kom, tilkyntu þau hjónin Þorsteinn Þorsteinsson og Guðrún Brynjólfsdóttir í Þórshamri, að þau ætluðu að gefa Slysavarna fjelaginu þennan fyrsta björgun- arbát — hingað kominn, en sú gjöf nemur um 12,000 kr. Fyrir hönd allra, sem sjóinn stunda, fær- ir stjórn H. V. í þessum heiðurs- hjónum alúðarþakkir fyrir þessa miklu og veglegu gjöf. Enska björgunarfjelagið hefir fengið marga jtí' bátum sínum að gjöf, ýmist frá einstökum mönn- um eða þá frá bæjarfjelögum eða sveitafjelöígum. Er það siður þar í landi að gefendur ráða nafni báta, og mjög títt, að bátarnir þar beri nafn gefenda, eða ástvina þeirra, oft manna, sem drukknað hafa. Þessi bátur hjet áður George and Mary Berrey. Nú er hann nafnlaus og nú vil jeg biðja frú Guðrúnu Brynjólfs- dóttur að gefa bátnum nafn, áður en honum er hrundið á ílot. Að lokinni ræðu landlæknis gekk fram frú Guðrún Brynjólfs dóttir og skírði bátinn. Mælti húu á þessa leið: Bæiarins lægsta verð. HANGIKJÖT, HVÍTKÁL, GULRÆTUR, LAUKUR, KARTÖFLUR, APPELSÍNUR, 3 teg., EPLI, 3 teg., ALDIN í dósum, allar tegundir. Alt sent heim samstundis. Pantið í síma 2390. Á þessari öld hafa strandað rúm- lega 60 skip milli Garðskaga og Reykjaness, og tæp hundrað mannslíf farist við þau skipströnd. Það er því ljóst, að hvergi á landinu er jafnmikil þörf á björg- unarbát af þessari gerð. Þess vegna á þessi fyrsti björg- unarbátur okkar að hafa bækistöð sína í Sandgerði. Þar verður bygt naust yfir liann. Nú hagar svo til þar syðra, líkt og víða við Eng- landsstrendur og Jótlandssíðu, að nauðsyn ber til að geta flutt bát- inn alllangan spöl á landi. En þessum bát fylgir líka afar- sterkur hjólsleði. Utanlands hefir liestum, 4—6, verið beitt fyrir þessa bátavagna. Það er ofraun fyrir okkar hesta. Eu þá eru flutn- ingabílar, eða öllu heldur dráttar- bíll (tralctor), enda er farið að liafa ]iá í hesta stað utanlands. Margur hefir spurt, hvers vegna við höfum keypt hreyfillausan Skírn bátsins. Heiðruðu tilheyrendur! Það var víst 15. apríl, að for seti Slysavarnaíjelags íslands kom heim til mín og tilkynti mjer, að mjer bæri að gefa nafn fyrsta björgunarbátnum, sem fjelagið eignaðist þann sama dag, og var mjer ljúft að verða við þeirri beiðni, og liugsaði jeg nafnið þá strax, sém jeg nú' nefni, og er „Þorsteinn“, í höfuð gefanda. Og óska jeg af heilum hug, að guð og gæfau meigi ætíð fylgja honum í hverri þeirri ferð, er hann kann að eiga ófarna í framtíðinni. Þá gekk fram Jón biskup Helga son og vígði bátinn með þessum. orðum: Ræða biskups. Þegar jeg, eftir beiðni hlutað eigenda, frá þessum stað ávarpa mánnsöfnuð þann, sem hjer er saman kominn, þykir mjer hlýða að minna á gamla og óbrotna árn Wmdoleue gleriægUHgnr er ætlaður til að hrednsa og gljá gler og spegla, og tekur fram öllum öðrum fægiefnum í þessari grein. Reynið einu brúsa! Fæst í öllum bestu verslunum. SCB. Hverfisgötu 40. “Bermallne” Hin stöðugt vaxandi sala ,Bermaline‘ brauða er besta sönnunin fyrir gæðum þeirra ■ Ef bjer eruð ekki þegar Bermaline-neytandi, bá byrj - ið í dag. Rowntreess coco er það besta sem hægt er að fá. Four aces cigareftur i 10 og 20 st. pk. í heildsölu hjá Tóbafesverslnn ísiands h.f. >00000000000000000 Brunatryggingar Simi 251. Sjóvátryggingar Simi 542. áooooooooooooooooc PakDapgi, „Víkiugnr“ og Heiri tegundir fáið þjer ódýrastar hjá C. Behrens. Sími 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.