Morgunblaðið - 19.06.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.1929, Blaðsíða 3
MOEGUNBLAÐIÐ 8 2Horðunblaí)ií> f Stofnandi: Vilh. Plnsen. OtKefandi: Fjelag í Reykjavlk. Rltstjðrar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. AuBlýsingastjðri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. ' Slml nr. 600. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimaslmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Aakriftagjald: Innanlands kr. 2.0Ö á mánuOi. ITtanlands kr. 2.60 - ---- I lausasölu .10 aura eintakiö. Erlendar sfmfragnir. Khöfn, FB. 18. júní. Flugslys í Ermarsundi. Frá London er símað: Bresk far- þegaflugvjel hefir steypst niður í Ermarsund utan við Dungeness (í Kent, 10 mílur í suðaustur af Rye). Ellefu farþegar voru í flug- vjelinni, sem var á leiðinni frá London til París. Sjö farþeganna ■druknuðu, en fjórir farþegar, stýri maðurinn og vjelstjórinn komust af. Flugmennirnir meiddust. Eldgos í Japan. Frá Tokio er símað: Eldf jallið Komagetake gýs. Hraunstraumar hafa gereyðilegt tvö sveitaþorp; þar að auki er eitt sveitaþorp að mokkru leyti eyðilagt. Khöfn, 18. júní FB. Briand gefur þjóðabandalaginu skýrslu um hermál Austurríkis. Frá Genf er símað: Briand, ut- anríkisráðherra Frakklands, hefir sent þjóðabandalaginu skýrslu her- málanefndar Bandamanna um her- mál Austurríkis. Kveðst nefndin vera sannfærð um, að Austurríki hafi ekki algerlega afvopnað sig. J?annig sje um hnútana búið, að með litlum fyrirvara sje hægt að hefja skotfæraframleiðslu í verk- smiðjum landsins, einkafjelög æfi menn til herþjónustu, og geti Aust- -urríki þess vegna á skömmum tíma haft 200 þúsund æfða menn undir vopnúm og framleitt handa þeim skotfæri. Austurríki hafi þannig hernaðarlega þýðingu, ef •ófriður brjótist lit. Mac Donald „hefir tungur tvær“. Frá London er símað til Ritzau- frjettastofunnar, að Sunday Times hafi í fyrradag birt grein eftir Ramsay MacDonald. Fjallar grein- án um kjör þjóðernislegra minni- hluta víðsvegar í Evrópu. Meðal ^nnars segir MaeDonald, að ítalir Ikúgi austurríkslr og slafnesk þjóð- :arbrot í þeim tilgangi að gera þau atölsk. Greinin hefir vakið mikla gremju í ítalíu. iReuter hefir tilkvnt, að MaeDon- áld hafi skrifað greinina fyrir nokkrum mánuðum og ekki ætlast jtil, að hún væri birt. nú. Jarðskjálftar í New Zealand. Frá Wellington er símað: Mikl- 'ír jarðskjálftar í New Zealand, ■einkanlega í bænum Nelson, í sam- •nefndu hjeraði, og Westport. — Mörg hús hafa hrunið og noltkrir menn farist. Knattspynmmót tslands. Annar kappleikur mótsins í kvöld. Knattspyrnufjelag Vestmanneyja og Valur keppa. Knattspyrnuflokkur Vestmanneyja. Talið frá vinstri. Fremri röð: Þorgeir Frímannsson (miðfra mvörður), Jón Stefánsson (fram- vörður h.), Georg Gíslason (bakvörður v.), Ásmundur Steinsson (markvörður), Jón Ólafsson (miðframherji), Haukur Björnsson (framherji h.), Filippus Árnason (varam.). Aftari röð: Jóhannes Gíslason (varaframh.), Þórarinn Guðmundsson (útframherji h.), Guð- laugur Gíslason (bakvörður h.), Árni M. Jónsson (innframherji v.), Friðrik Jesson (útframlierji v.), Frimann Helgason (varam.). í kvöld klukkan 8 fer frarn ann- ar kappleikur íslandsmótsins. Keppa þá Vestmanneyingar og Valur. — Vestmanneyingar voru fyrstu utanbæjarmenn, sem sótt háfa íslandsmótið. Komu þeir hingað 1912 og sýndu þá mikinn dugnað. Meðal keppenda þeirra þá var Georg Gíslason kaupmaður og er liann nú einnig með þeim á þessu móti. Þá kannast Reykvík- ingar vel við Friðrik Jesson, sem einnig keppir. Auk þess eru nokkr- ir aðrir Vestmanneyingar, sem kept hafa hjer áður. Enginn efi er á því að kappleik- urinn í kvöld verður fjörugur, því bæði þessi fjelög, Vestmanneying- ar og Valur hafa mörgum og góð- um knattspyrnumönnum á að skipa. Fundirnir í Vestur-Skaftafellssýslu. Fundurinn á Kirkjubæjar- klaustri var allfjölsóttur. Voru þar um 130 manns. En engir tóku þar til máls aðrir en þingmaður- inn og Magnús Torfason, sem sendur var honuni til aðstoðar, og svo fulltrúar Sjálfstæðismanna, ritstjórarnir Jón Kjartansson og Árni Jónsson. Stóð fvmdurinn í 5 klukltustundir og gerðu þeir Jón og Árni harða hríð að Framsókn- armönnum, en lítið varð um varn- ir lijá þeim Lárusi og Magnúsi. Á mánudaginn var fundur hald- inn í Vík í Mýrdal. Hófst liann klukkan eitt miðdegis og stóð í 10 stundir. Var fundurinn vel sótt- ur, um 300 inanns þegar flest var. Til liðs við þá Magnús og Lárus voru komnir Jón Baldvinsson og Nikulás Friðriksson hjeðan úr Reykjavík. Frá Vestmannaeyjum kom Jóhann JóSefsson #alþingis- , maður. Allir þessir, auk hinna fjögurra, sem áður eru nefndir, tóku til máls á fundinum, og ennfremur fjórir innanhjeraðs- menn: Þorlákur Björnsson í Eyj- arhólum og Eyjólfur lireppstjóri á Hvoli með sjálfstæðismönnum, Magnús í Reynistað og Gísli Þór- arinsson á, Ketilsstöðum með Fram sóknarmönnum. — Urðu umræður hinar fjörugustu og var mikil sókn af hálfu Sjálfstæðismanna og báru þeir greinilegan sigur af hólmi. í dag á að verða fundur á Sauð- húsvöllum, og þangað kemur Jón Ólafsson alþingismaður. Kappleiknrmn í gærkveldi. Víkingur sigrar með 3:0. Fvrsti kappleikur Knattspyrnu- móts Islands var í gærkvöldi. — Hann hófst með því, að knatt- spyrnumennirnir úr fjelögunum 6 gengu í skrúðfylkingu inn á völl- inn. Bauð forseti í. S. 1. og for- maður Knattspyrnuráðs Reykja- víkur aðkomuflokkana velkomna til mótsins, en mannfjöldinn fagn- aði þeim með ferföldu húrra og lófataki. Svo hófst kappleikur milli Ak- ureyringa og Víkinga og lauk hon- um svo, að Víkingar sigruðu með 3:0. Leilturinn var ekki fjörugur og lítið um samleik á báða bóga, þó fremur samleikur hjá Víking- um. Akureyringar eru meiri við- vaningar og þótt sumir menn þeirra Ijeki prýðilega, kom það eltki að notum, vegna samtaka- leysis og háði þeim það mjög, hve óskipulegt lið þeirra var á vellin- um, bæði í sókn og vörn. Víking- ar ljeku of hranalega í fyrri hálf- leik, en betur í þeim seinni. Altof mikið var af stóru spörkunum á báða bóga. Dómari var Sigurður Halldórs- son úr K. R. og gegndi hann því starfi með röggsemi, aðgætni og samviskusemi. f skýrslu mn farsóttir og mann- dauða í Reykjavík, þeirri er prent- uð var í blaðinu í gær, stóðu 13 mannslát, en áttu að vera 3. Dagbók. Veðrið (í gærkv. kl. 5): Lægðin, sem var fyrir sunnan og suðaustan fsland í morgun, hefir færst dá- lít-ið norður eftir en fer jafnframt minkandi. Veldur hún S- og SV-átt með skúrum sunnan lands en á Breiðafirði og öllu N-landi er NA- kaldi og sumst. þoka í útsveitum. Hiti er 10—11 st. syðra, en 7—8 st. fyrir norðan og austan. Fyrir vestan land og norðan er loftþrýsting allliá og virðast mikl- ar líkur fyrir N-átt og yfirleitt þurviðri næstu tvo daga á S-landi. Veðurútlit í Rvík í dag: Senni- lega N-kaldi og þurt veður. (Þó hætt við sltúraleiðingum í nær- sveitunum). Á Hólavelli verður í dag skemt un, sem engan mun iðra að sækja. Kl. 4 bvrjar hljóðfærasláttur til að safna fólkinu saman. Á þá hlið túnsins, sem snýr í austur, eru gerð tvö hlið, og er inngangur að skemtisvæðinu um þau. Syðra hlið- ið liggur vel við fyrir þá, sem koma Suðurgötuna og Kirkjugarðs stíginn, en að því .nyrðra er bein- ust leið um Túngötu og fyrir- hugað Garðastræti. Hátíðin hefst með því að formaður Landspítala- sjóðsstjórnarinnar, Ingibjörg H. Bjarnason, flytur ræðu, síðan er hljóðfærasláttur og þar næst talar frvi Aðalbjörg Sigurðardóttir. Einn ræðumaður er enn ónefndur, en það er Guðmundur Kamban rit- höfundur. Auk þess sýna nokkrir fræknir glímumenn list sína. Svo kemur dansinn, og allan tímann verður þarna nóg á boðstólum af allskonar ágætum veitingum. Ungar stúlkur, sem selja /ilja Landsspítalamerkið, eru beðnar að koma í Báruna helst fyrir hádegi í dag. Á hlutaveltu Landspítalasjóðsins í Bárunni (er hefst kl. 5) er fjöldi ágætra. hluta, er fást við litlu verði, t. d. far til útlanda (Dan- merkur, Englands eða Þýskalands eftir vali þess, sem hlýtur), legu- bekkur, matarstell, kol, steinolía og margt annara góðra muna, smárra og stórra. Landsmálafundir. Með Suður- landinu, sem fór hjeðan í gær- morgun, fór Magnús Guðmunds- son fyrv. ráðherra til þess að vera á landsmálafundunum fyrir norð- an. Mun hann hafa haldið áfram með bíl frá Borgarnesi í gær. En í gærkvöldi lögðu þeir á stað í sömu erindagerðum samherjarnir Jónas dómsmálaráðherra og Har- aldur Guðmundsson ritstjóri.Þeir tóku „Þór“ til þess að flytja sig til Borgarness, því að nú þykist Jónas eiga strandvarnaskipin, eins og kunnugt er, og hefir þau í snattl eins og honum sýnist. Munu þeir Jónas og Haraldur hafa haft með sjer um borð einn af stjórnaí- ráðsbílunum og ætla að fara á honum norður í land. — Ólafur Thors ætlaði að fara norður með Suðurlandinu í gær, og vera á fundunum nyrðra, en hann gat ekki farið vegna deilu, sem ris- ið hefir milli Sjómannafjelagsins og Fjelags íslenskra botnvörpu- skipaeigenda út af skilningi á samningum þeim, sem gerðir voru í vetur. Málið hefir verið lagt í gerð og kaus útgerðarmannafje- lagið Ólaf Thors fýrir sína hönd, en Sjómannafjelagið Stefán Jóh. Stefánsson lögfræðing. Hafa þeir komið sjer saman um Sigurð Þórð- arson, fyrv. sýslumann, sem odda- mann, og er búist, við, að úrskurð- ur verði kveðinn upp í dag af gerðarmönnum. Mun þá Ólafur Ferð anstnr i Þrastaskog og Grímsnes frá BIFRÖST kl. 1 í dag. NOKKUR SÆTI LAUS Sími 1529 og 2292. Kartöflur í sekkjum á 7,50. Versl. Merknr, Grettisgötu 1. Sími 2098. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið í Bárunni fimtudag- inn 20. þ. m. kl. 1 e. h., og og verða þar seld borðstofu- húsgögn, borðstofuborð og stólar (úr eik), klæðaskáp- ur með spegli og allskonar húsgögn, píanó, fatnaður, bækur, vefnaðarvörur o. fl. Lögmaðurinn í Reykjavík, 19. júní 1929. • * Björn Þórðarson. Vetrarvinna. Tilboð óskast i að reisa steinsteypuhús, sem á að verða full- gert í ápríl næstk. Vit|a má uppl, og uppdrátta til Guttorms Hndriessonar. Laufásveg 67. stöika sem hefir verslunarskólapróf og hefir starfað lengi við verslun, óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt „21“ óskast send A. S. I. fyrir 25. þ. m. af vel verkuðu Dilbakjöti verða seldar næstu daga með lækkuðu verði. Slátnrljelag Snðnrlands. Sími 249.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.