Morgunblaðið - 03.07.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.1929, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Læknaþingið. Úr frásögn Morgunblaðsins um i'yrsta fundardag læknaþingsins liefir það fallið, að prófessor .Sigurður Magnússon flutti langt arindi um hjáJp til berklaveikra isjúklinga, sem koma frá heilsu- iiælum. Yæri það hið mesta vand- ræðamál hvað gera skyldi við sjúkiinga, sem ekki kæmust til fullrar heilsu, og oft og einatt væru smitandi. I heilsuhælunum gætu þeir ekki verið árum saman, æn bæði erfitt að koma þeim fyrir á heimilum og finna hentuga vinnu fyrir þá, sem vinnufærir væru. Lýsti hann tilraunum manna erlendis til þess að leysa úr þessu vandamáli, en um allar mætti segja, að árangurinn sje tvísýnn. Menn hefðu fyrst haldið, að sveit- irnar væru hentugar vegna úti- vinnunnar í hreinu lofti, en hún hefði þó reynst yfirleitt óhentug ■og ljett innivinna miklu betur. í Þýskalandi hefði borið á því, að sjúklingum hefði fundist fátt til um vinnu á hælum, og kosið held- ur að fara heim og fá jafnframt •öreigastyrk. Betur hefði þetta gef- ist í Englandi og Ameríku. Sjúk- lingarnir á vinnustofunum þar fá Jillgott kaup og una æfinni allvel, •en því miður hafa stofnanir þessar ekki borið sig fjármunalega. Lýsti hann skipulaginu í Papworthný- lendunni í Englandi (Steingrímur .Matthíasson liefir sagt frá henni í Lesbók Morgunblaðsins) og Olitrevinnuhæli í Noregi, en það er helsta stofnunin á Norðurlönd- um. Eru þar 30 karlmenn. Kostn- Æiður á dag er um 5 kr. á mann. TJm báða aðalatvinnuvegi vora, sveitabúskap og fiskiveiðar, má það segja, að þeir eru óhentugir fyiir berklaveika. Á Vífilsstöðum hefir rejuislan verið sú, að konuv vinna sífelt eitthvað af handa- vinnu, en hitt er erfiðara að fá hentuga vinnu fyrir karlmenn. — Tilraunir með garðyrkju o. fl. hafa ekki gefist allskostar vel, og sjúklingar kjósa heldur að fara heim en að vinna á hælinu. Rjett- ast myndi það vcra, að fara gæti- ltga í öllum tilraunum í þessu etni. Komið hefir til tals, að koma á fít IPilli vinnuToLiun á Vífils- vi^ðum fyrir 10 sjúk.'ngp, og væri j-.á auðvelt að sjá þeim fyrir dag- legu lækniseftirliti. Að setja upp stórt vinnuhæli í sveit, t. d. á Reykjum í Ölfusi, taldi hann var- hugavert og óvíst hversu* gæfist. Einhver álitlegasta byrjunartil- raun væri það, ef til vill, ef Reykjavíkurbær kæmi upp loít- góðum, hentugum íbúðum fyrir berklaveika í útjöðrum bæjarÍDs, bæði einhleypa menn og fjölskyld- ur, og fengi sjúklingar þar ókeyp- is húsnæði eða fyrir lága leigu. <5ætu þeir þá unnið við ýms störf í bænum og haft ofan af fyrir sjer sjálfir árum saman. Síðari fundardagur 29. júní. r. Landlæknir flutti í fundar- byrjun erindi um berklavarnirnar hjer á landi. Hefir kostnaðurinu við þær farið fram úr öllum áæ'l- unum og öllu hófi, og er nú orð- inn um 1 miljón kr. árlega. f heilsuhælum og berklahælum höf- um vjer pláss fyrir 220 sjúklinga og er það mun meira en gerist með öðrum þjóðum, sem þykjast vel settar ef jafnmörg pláss eru á hælum og tala sjúklinga sem deyja á ári úr berklaveiki. En það er ekki eingöngu að hælin sjeu full, heldur einnig ’ öll önnur sjúkrahús að miklu leyti, svo að 22. febr. lágu alls um 500 berkla- sjúklingar - sjúkrahúsunir Þetta fer fram úr öllu, sem gerist er- lendis. Meginatriðið í öllum berkla- vörnunum er það, að berklaveikin er bráðnæmur sjúkdómur, svo að nálega allir smitast, og það í barn- æsku, þó fæstir sýkist svo vart verði. Ráðin gegn berklaveikinni verða því hin sömu og við aðra næma sjúkdóma: einangrun smit- andi sjúklinga, og sjerstaklega að þeir sjeu ekki samvistum með börnum. Jafnframt yrði að leggja aðaláhersluna á, að verja heil- brigða sýkingu. Þannig bæri að taka strax börnin nýfædd frá berklaveikum mæðrum og -myndi það kleift, því ekki væru þær ýkjamargar. í Ósló eru slík börn einangruð í 3 ár á hæli, en annars bólusett eftir aðferð Calmettes. — Bólusetning hans er að vísu ekki fullreynd, en hættulaus er hún, og er mikið notuð í sumum lönd- um. Ekki ólíklegt að hún megi ao gagni koina, og væri það rjett fyrir oss að taka þátt í þessum merkilegu tilraunum með bólusetn- ingu Calmettes. Nauðsynlegt væri það og, að læknir skoðaði alla heimilismenn á heimilum nýrra berklasjúklinga, því oft fyndust þar fleiri sjúkir. Ekki hefðu ]>ó slíkar læknishús- vitjanir verið fyrirslcipaðar vegna kostnaðarins. Ymsir vildu og koma á lot hjeraðs-hjúkrunarkonum, en af því myndi leiða mikill kostn- aður fyrir Iandsmenn, Iíklega um 150.000 krónur á ári. Mikilsvarðandi væri það, að sem flest sjúkrahús gætu fengið Rönt- gentæki, því fvrstu byrjun veik- innar mætti oft finna með þeim, þo ekkert fyndist við almenna skoðun. Röntgentækjum fjölgaði og hjer stórum. Erlendis eru berklasjúklingar liafðir sjer á öllum sjúkrahús- am eða í sjerstökum deildhm IJjer eru þeir innan um aðra sjúklinga, og iná það heita ófært. Hið mikla aðstreymi að sjúkra- húsunum hjer á ' lancli og hinn mikli kostnaður, sem af því leiðir, stafar að mestu af því, að hjer eru ekki alþýðutryggingar svo sem gerist erlendis. Þær eru nauðsyn- legur liður í berldavörnunum. Bar hann fram áskonm til Alþingis um, að koma slíkum tryggingum á fót. Var hún samþykt eftir nokkrar umræður. II. Dr. Alexander Jóhannesson fiutti erindi um sjúkraflutning í flugvjélum. Landlæknir skýrði fyrst málið í fám orðum og mælti með bví. Nokkrar umræður urðu um mál- ið, og var meðal annars vikið að því, að kostnaður við flugvjela- flutning hefði reynst svo hár, að vafasamt væri hvort hann kærni oss að haldi. Mætti á einfaldari hátt koma sjúklingum á sjúkra- hús hjeraðanna. Var samþykt áskorun til Flug- fjelags íslands, að gera á þessu sumri tilraun með sjúkraflutning, ef tækifæri byðist. III. Ghiðmundur Hannesson flutti erindi um umferðatannlækningar. Sagði hann, að enn sem komið væri, væri læknishjálp í öllum sjerfræðigreinum hjá oss víðast mjög ófullkomin, ekki síst á tann- lækningum. Vjer hefðum/að vísu komið á fót umferðatannlækning- um og gefist það vel, en eigi að síður færu mörg lijeruð á mis við þær. Erlendis hefði víða verið reynt að bæta úr þessu, með því að senda lækna, með öllum nauð- synlegum útbúnaði í bílum eða með járnbrautum, víðsvegar um hjeruð. Lýsti hann sjerstaklega til- raunum Svía með umferðatann- lækna, sem gerðu við tönnur allra barna á skólaaldri. Hafði Rauði krossinn staðið fyrir þessu. í aðal- atriðunum var skipulagið þannig, að Rauði krossinn sá um kaup á öllum nauðsynlegum útbúnaði og læknisáhöldum svo og ráðningu tannlæknis og einnar aðstoðar- stúlku. I sveitunum, sem farið var yfir sáu sveitastjórnir um val á viðkomustöðmn, húsnæði, hita, ljósi og fæði læknis og aðstoðarstúlku, einnig að börn og sjúklingar kæmi á rjettum tíma. Lækningin var ekki ókeypis, heldur borgaðar 3 —5 kr. fyrir hvert barn, en 1 kr. einföld skoðun og útdráttur á smábrotum. Eigi að síður vantaði nokkuð til þess að fýrirtækið borg- aði sig að fullu. Tannlæknirinn fekk 30 krónur á dag en 10 kr. á helgum, aðstoðarstúlkur 150 kr. á mánuði. Tilraun þessi gafst svo vel, að fleiri sveitir vilja nú fá umferð- artannlækni en Rauði krossinn getur sint. Er nú verið að auka þessa starfsemi. Ræðumaður tók síðan eina sýslu sem dæmi og sýndi fram á, að vel mætti vera að umferðatannlækn- ing gæti borið sig með 3 krónu gjaldi fyrir hvert barn. Að sjálf- sögðu gæti og fullorðnir fengið gert við tönnur sínar. —Fundur- inn inæltist. til þess, að heilbrigð- isstjórnin athugaði hvort tiltæki- legt væri að koma slíkum lækn- ingum á í einni sýslu eða fleirum. IV. Erindi frá Fjelagi íslenskra hjúkrunarkvenna viðvíkjandi launakjörum þeirra o. fl. Málinu var eftir töluverðar umræður, vís- að til stjórnar fjelagsins. V. Umræðum mn embættaveit- ingar var lokið og samþykt gerð um það mál. VI. Stjóm fjelagsins var endur- kosin. — Fundi var slitið kl. 12þ£ eftir miðclag. Nafnbreytingin á Þrándhedmi. Eins og áður hefir' verið skýrt frá hjer í blaðinu, samþykti lög- þingið að Þrándheimur skyldi heita Niðarós frá næstu áramót- um. Fregnin um þetta vakti afar- mikla gremju í Þrándheimi. Eins og kunnugt er á næsta ár að haldá mikla hátíð með sýningum og söngmóti þar, í tilefni af því að 900 ár eru síðan Ólafur konungur helgi fjell að Stiklastöðum. Nú er það efst á baugi meðal Þrænda, að hætta við þetta alt saman, vegna. nafnbreytingarinnar. Kröfu- göngur voru farnar, og gerðust ólætin svo mikil, að allir gluggar voru brotnir í húsi próf. Heggstad, sem var einn af forgöngumönnum nafnbreytingarinnar. Enn þá er óánægjan mikil í bænum. Jarðamatið. Tillögur Páls Zoptaoniassonar 1 s.l. maí voru formenn allra fasteignamatsnefnda á landinu kallaðir saman á fund hjer í Rvík til þess að ræða um væntanlegt fasteignamat. Fjármálaráðherra boðaði fundinn. Tilgangurinn var að formennirnir ræddu ýms mál er snerta matið; svo hægra yrði en ella að koma samræmi í það um land alfT Á fundi þessum voru ýms atriði rædd og tillögur, viðvíkjandi mat- inu á húsum, lóðum, jörðum o.þ.h. Meðal þeirra voru till. frá Páli Zophóníassyni, um mat á landverði jarða. Eru tillögur Páls ítarlegar, og líklegar til að vekja þarfar umhugsanir um þau efni. Hugmyndir manna um landverð jarða eru ákaflega óljósar, og hefir lítið verið gert til þess að koma mati jarðanna á nothæfa.n grunclvöll. Alt fram á þennan dag hefir starfsaðferð og stefna Árna Magnússonar og þeirra fjelaga gert mjög vart við sig í íslensku jarðamati. Hafa menn þar sem oftar blandað saman sögu og nú- tíma, vegna þess að jarðabók Árna er að ýmsu leyti merkilegt sögu- legt plagg, hafa menn og haldið að eftir henni mætti fara, eða anda hennar við jarðamat nútíin- ans. En jarðabók Árna Magnússonar hefir ekkert erindi í meðvitund starfandi íslenskra bænda. Hún er og verður aldrei annað en hrein- ræktaður kjarni íslensks bænda- barlóms, og því hvorki meira nje minna en eitur og andstygð í aug- um allra þeirra manna, sem efla vilja trú og traust á möguleika og framtíð landbúnaðarins. Vegna þessa hve jarðamats- mennirnir hafa fram til þessa ver- ið undir áhrifum barlómsanda og bölsýnis fyrri alda, þá er rjett að taka hverri tilraun tveim hönd- um, sem miðar að þvi að fjar- lægja jarðamatið frá baðstofu- hjalsbarlómi fyrri tíma og byggja það á þeim staðháttum, sem á stoð í nútíð og framtíð. Tillögur Páls eru markverð til- raun í þessa átt; og eru því birtar hjer með greinargerð hans. Er eigi gengið að því gruflandi að menn muni finna á þeim galla. En kostur þeirra er sá, að höf- undur gengur beint framan að er- fiðleikunum, og sýnir hvernig hann getur best greitt úr flækj- unni. Komi þeir svo fram, sem bet- ur geta. Fasteignamatsfundurinn sam- þykti að „benda á“ að hafa till. þessar til leiðbeiningar við jarða- matið. En tillögurnár eru svohljóðandi: 1 kýr 20 ær sjeu gerðar jafnar , og nefndar kúgildi. 2. Geti karl og kona í 10 v. heyjað fyrir 4 kúgildum metist jörðin 500 kr. pr. lcugildi, sem hún framfleytir. •>. Heyi karl og kona fyrir rneira eða minna en 4 lcúgildum, hækki eða læklci jarðarvei'ðið urn 40 kr. pr. kúgildi, sem jörðin framfleytir. 4. Það mát, sem þannig lcemur út, sje hækkað eða lækkað eftir jarðræktar- og garðræktar- möguleilcum, mótekju, erfið- leika smalamensku, landgæðum, hættum fyrir fjenað og öðru þess háttar. 5. Legan metist sjer til liækkunar eða lækkunar, og getur munað svo miklu, að munurinn sje meiri en landverðið fundið eft- ir fyrstu aðferð. 6. Hlunnindi metin nettó í krón- um margfaldað með 10, gerir höfuðstól til viðbótar jarðar- verðinu. 7. Samandregin niðurstaða 4., 5. og 6. liðar geri jarðarverðið. Sarnþ. með 17 atkv. I. Jarðarverðið, eftir framleiðslu. Það liggur í hlutarins eðli, að ekki verður annað metið sameigin- legt á öllum jörðum á landinu, en það sem þær allar hafa sam- eiginlegt. Bústofninn er alstaðar kýr og lcindur og að auki sumstaðar hross.»Arðberandi fjenáðurinn er alstaðar kýr og ær, en að auki sumstaðar hross og sauðir og' á stölcu stað geldneyti. Skepnurnar eyða mismíklu lieyi, kýrnar standa sumstaðar inni 31 viku, á öðrum stöðum 41, ærnar þurfa sumstaðar 200 kg. yfir veturinn, en á öðrum stöðum 10 kg. Hrossin þurfa sumstaðar elckert fóður, o<r sumstaðar 15 heyhesta, alt miðað við meðalvetra. Vegna þessa er elcki hægt að Jeggja heyin til grundvallar. Að afla þeir'ra er líka misdýrt. Til er það, að elcki fást nema átta- tíu hestar eftir karl og konu yfir sumarið, en á öðrum jörðum fæst upp undir 10 falt lieymagn. Yíðast jafnast þetta nokkuð, með því að beitin er betri, þar sem erfiðast er að afla heyjanna. A meðan kúabú landsins voru miðuð við það, sem heimilið j>urfti af mólk, var hlutfallið milli fjár- ius og kúnna, svipað um land alt. En með vexti kaupstaðanna, og fjölbreytni atvinnuveganna, hefir jietta brevtst. Sá g'amli grundvöllur að ineta jarðarverðið jafnt og verð kúnna qg ánna sem jörðin fram- fleytti, er því ekki nothæfur lengur. Sá lágsveita grundvöllur, að segja jarðarverðið 10 falt, við hevhestatölu sem heyja má á jörð- inni, gengur heldur eklci, því sá geysimunur, sem fyrr er nefndur, bæði á erfiðleikum við að afla heyjanna, og hve misjafnan skepnuhöfuðstól má fóðra á þeim, gerir j>ann grundvöll alrangan. Með því að aðgæta hve karl og kona geta heyjað fyrir mörgum skepnum, hverfur bæði mismunur fóðurþarfar og heyjaöflunar, og það gefur nokkra hugmynd um, hvað lcosti að framfleyta skepn- unum. Ollum er Ijóst, að því fleiri skepnum sem heyjað er fyrir með sama vinnuafli (hvort sem það er af góðri beit, eða ljettri heyöflun) því betri er jörðin, að öðru jöfnu. En til þess að geta borið jarð- irmu' saman hvað þetta snertir, jiarl að leggja þær skepnur, sem framleiða seljanlegar afurðir á öllum jörðum, í sambærilegar skepnueiningar. Það mun elcki fjarri, að telja som meðaltal, að töðuvöllur sein fóðri kú, kosti um 500 kr. — Á lionum má álstaðar fóðra, 20 ær. Fyrir því virðist rjett að leggja 1 lcú á móti 20 ám, og kalla það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.