Morgunblaðið - 03.07.1929, Page 8

Morgunblaðið - 03.07.1929, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ &&& Rlfinnur dlfakóngur. &&& '* flHt FEfintýri með 120 mynðum eftir S. TH. ROTÍTIHH. 25. „Við skulum koma að leika okkur við froskana,“ hélt hún áfram. ,.Ó, það er’ svo gaman að þeim. Þeir eru altaf að segja mér sögur .af því, sem þeir hafa séð, bæði á þurru landi og niðri í vatninu." Þau fóru nú í eltingaleik og blinda stúlkan var afarfljót að finna froskana, enda gat hún líka fundið á vatninu, hvert þeir fóru. 29. Loks varð vatnið dýpra og salt á bragðið. — Þau voru komin út í sjóinn. Þá hlupu þau af baki og létu laxana bíða eftir sér. Síðan löbbuðu þau af stað til að skoða sjávarbotn- inn. Þegar þau voru búin að skoða margt fágætt, er fyrir þau bar, kall- aði Trítill litli upp yfir sig: „Nei, sko, hvað þetta er fallegt!" Fyrir framan þau lá yndislegur blómgarð- ur á sjávarbotninum. 26. „Jæja,“ sagði Trítill við sjálf- an sig. „Það er bezt, að ég feli mig þarna í þafarunninum.“ Þetta gerði hann, en hann æjaði undir eins, því að hann hafði sezt ofan á hornsíla- hreiður, og þau höfðu stungið hann með hornunum. „Þér er betra að gá að, hvar þú sezt,“, sagði Horn- sílapabbi fýlulega, við Trítil. En nú var komið að miðdegisverði. 30. En þegar börnin gengu inn- an um blómin, sá þau, að þetta voru lifandi dýr, og fallegu krónurnar voru bara blekking, og dýrin voru grimm. Börnin horfðu á, hvernig þau gripu smádýr, sem ekki vöruðu sig á hrekkvísi þeirra. Þessum litlu dýr- um héldu þau, þangað til þau voru búin að éta þau, og það var ekkert gaman að horfa á þessar aðfarir. 27. „Komdu,“ sagði blinda stúlk- an. Þau fóru heim. Meðan þau borð- uðu, sagði hún honum, að hún væri systir hans Ugga. Trítill sagði henni frá Alvísi lækni, sem var vinur föð- ur hans, og að hann gæti áreiðan- lega læknað sjónleysi hennar. — „Undir eins og ég kemst til hans, skal ég koma aftur og sækja þig,“ hélt hann áfram. „Viltu lofa því?“ spurði hún. „Já,“ svaraði Trítill. 31. En sæhestarnir og sæþræð- irnir syntu glaðlega innan um þetta allt saman, og það var ómögulegt að ná í þá. Börnin störðu þögul á allt litskrúðið og allt falsið, sem undir því bjó, þangað til Trítill kom auga á eitthvað langt í burtu og kallaði upp: „Hvað er þetta?“ „Það er skip, sem fórst hérna fyrir nokkrum ár- um,“ svaraði Uggi. „Eigum við að koma um borð?“ 32. „Nei, Uggi, góði bezti, þú 28. Nú var Uggi kominn heim og hafði einskis orðið var um Alfinn konung. Faðir Ugga kallaði þá á þrjá laxa, og börnin settust á bak þeim til að leita betur, en það varð árangurslaust. Alfinnur konungur fannst hvergi. Þá sagði Uggi: „Við skulum koma og líta á sjávargarð- inn.“ Þau þutu nú áfram í heilan klukkutíma og komust afar-langt. veitzt, að pabbi er búinn að banna okkur það,“ sagði litla stúlkan. — „Hvaða vitleysa!" sagði Uggi. „Þið stelpurnar finnið alltaf upp á ein- hverju leiðindapexi. Komdu, Trítill!“ Drengirnir fóru að klifra upp í skip- ið. En þegar þeir komu upp á borð- stokkinn, þá komu voðalegir grip- armar út yfir hann. „Kolkrabbi!** kallaði Uggi upp. „Flýttu þór, láttu þig detta “ Þeir slepptu sér og duttu á höfuðið ofan í leirinn. Ástin sigrar. athugaði málið, sá hann, að það var ekki útilokað, að hann gæti veitt eitthvað upp úr Trenchard viðvíkjandi því, hvar brjefið væri niður komið, en það hafði Ruth ekki viljað segja honum. Þess vegna ljet hann tilleiðast að fara inn að borði við gluggann. Um þetta leyti voru um tólf gestir í veitingasalnum. Trenchard h;róp- aði á bjór og vín, og bablaði heimskulega um alt og ekkert. Ekki gat Riehard veitt neitt af viti upp úr honum, en hann hjelt áfram að drekka í þeirri föstu von, að eitthvað fengi hann að vita. . Klukkutíma seinna var Richard orðinn mjög drukkinn og hafði steingleymt erindi sínu til „Sara- cen’s'Head“. En nú virtist Tren- •chard vera að batna. — Jeg þarf að tala við þig, Ric- hard, sagði hann og þótt hann væri loðmæltur þá var dálítið ákveðið í rödd hans, sem Richard tók eftir. — Það er sagt, hjelt hann áfram og lækkaði róminn, það er sagt, að þú sjert að svíkja okkur. Riohard brá. Hann skildi undir- eins, hvað Trenchard meinti, en hann var of ölvaður til þess að geta logið sig frá þessu. —• Það er lýgi! hrópaði hann. Trenchard lokaði öðru auganu lymskulega og horfði á fjelaga i sinn með hinu. — Það er sagt, að þú sjert að svíkjast úr flokki her- togans. — Þetta er svívirðileg lýgi, sagði Richard. Jeg skal d-drepa | h-livern, s-sem s-segir það, og hann skelti bjórkollunni niður á borðið . til að undirstrika þetta sannleiks- korn. Trenchard fylti könnuna og hjelt áfram að troða í pípu sína, ; eins og ekkert væri um að vera. — Jeg býst við að jeg þekki þig rjett, sagði hann, því að þú lítur ekki út fyrir að vera að ljúga á svona hátíðlegri stundu. En ef þetta væri satt, þá skyldi jeg vera búinn að.... og hann benti á kvið Richards með pípunni, eins og hann vildi reka hann í gegn. — Hann varð illilegur á svipinn. — Ertu viss um að þú sjer ekki svik- ari? sagði hann snögglega, — því að annars...... — Jeg get svarið að jeg er það ekki, sagði Richard. — Sverja?, tók Trenchard upp eftir honum og varð enn illilegri. Sverja? Eins og maður geti ekki svarið og logið samt, eins og hann getur brosað, og verið samt versti fantur. Jeg vil hafa sönnun fyrir því, að þú sjert enn tryggur, Sönnun! — Annars skal jeg rista þig á kviðinn, svo sannarlega sem himininn er yfir okkur og helvítið undir. Hann var nú orðinn svo illilegur, að Richard var orðinn dauðhræddur, enda kúrði hann niðri í stólnum eins og rjúpa í valsklóm. — Hva — hvaða sönnun á jeg að gefa þjer? Trenehard hugsaði sig um. — Hafðu yfir hertogaherópið, sagði hann loksins. Ö1 er inni mað- ur, segðu fram einkunnarorð her- togans og bölvun yfir konungin- um. Richard var harðánægður með að sleppa svona vel. Hann rjetti út hendina, ,eftir ölkönn- unni, en Trenchard greip fram í fyrir honum: — Stattu upp maður og reyndu að segja þetta eins og þú meintir það. Richard gerði eins og fyrir var mælt, -af því að hann hafði ekki svo mikið vit eftir í hausnum, að hann vissi hvað hann var að gera. Um leið og hann stóð upp, feldi hann niður stólinn, en hann skeytti því ekkert. Allir sem við staddir voru fóru nú að veita þeim athygli, og það varð steinshljóð í salnum. Þá byrjaði Richard með titrandi röddu og loðmæltur: — Niður með páfaveldið, en guð blessi mótmælendur og hertogann. Niður með páfaveldið, kallaði hann og leit á Trenchard til að ; fá samþykki hans fyrir því, að nú væri ekki lengur ástæða til að ef j ast um trygð hans. Bak við hann sátu menn og stungu saman nefjum um þennan : samsærismann. En á Trenchard ! var ekkert að sjá. Hann virtist nú j alveg ódrukkinn og var eins og fleiri afarhissa á framkomu Rich- j ards. Loks reis hann upp fokreið- j ur og barði svo fast í borðið, áð hann mölvaði pípuna sína. — Fjandinn hafi það, æpti hann. Hjer hefi jeg setið að borði með svikara. Hann ýtti við Richard með flötum lófanum, nógu fast til þess, að hann datt aftur yfir sig á gólfið. Nokkrir menn fóru að ldæja, en flestir voru alvarlegir í bragði. Dovsley, veitingamaðurinn,. flýtti sjer til að hjálpa Richard. — Heyrið þjer, Westmacott, yð- ur er best að fara burt, hvíslaði hann að honum. Richard stóð upp og studdi sig við veitingamanninn. En Trench- ard stóð upp, tók hatt sinn og á- varpaði gestina: — Herrar mínir! Jeg treysti því, að enginn viðstaddur efist um það, að jeg er ekki skoðanabróðir þessa heimska svikara, er hjer stendur frammi fyrir ykkur. En ef ein- hver yðar skyldi voga að halda slíku fram, þá er jeg reiðubúinn með korða mínum, að staðfesta konunghylli mína. Hann sló hnef- anum á sverðshjaltið og gekk út tígulegur í bragði. Hann fór í hesthúsið, tók hest sinn Og reið til Taunton. Þangað kom hann um tíuleytið, eftir aftakareið. Hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.