Morgunblaðið - 14.07.1929, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1929, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Hrisgrjún (fægð). Hrísmjöl — Sagógrjón — Jarðeplamjöl — Hafra- mjöl — Rúgmjöl. Heildv. Garðars Gíslasouar. Nesti í ferðalögin, tóbaksvörur, sælgæti, nýja ávexti, öl og gos- drykki kaupa menn sjer bagkvæm- ast í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. Ýmsar útiplöntur; begóníur og kaktusar í pottum, fást í Hellu- iundi 6. Notað píanó til sölu, mjög ódýrt. Hljóðfæraverslun K. Yiðar, Lækj- argötu 2. Nokkrir ágætir kolaofnar til sölu með tækifærisverði. Hlíðdal, Laufásveg 16, sími 325. Góðu fiskbúðingana í Fiskmet- isgerðinni ættu allar húsmæður að reyna. — Búðingurinn er sendur heim, seint og snemma. Fiskmet- isgerðin, Hverfisgötu 57, sími 2212 Húsnæði. 3, herbergi og eldhús óskast 1. október. Tilboð sendist A. S. í., merkt ÍBÚÐ. Vinna. Kaupakonu vantar til innanhús- starfa á fáment sveitaheimili. Má hafa með sjer stálpað barn. Kaup- greiðsla ábyggileg. Þarf að fara með Suðurlandi 16. þ. m. Upplýs- ingar á Klapparstíg 11, niðri. oooooooooooooooooc Brunatryggingar Sími 254. Sjóvátryggingar Sími 542. OOOOOOOOOOOOOOOOOC Saltkjðt á eina litla 50 aura pr. x/2 kg. og mjög ódýrt í tunnum. Von og Brekknstígl. Að Álafossl f ðag kl. 2. Bilar frá Lækjartorgi. Allskonar viðmeti- K L E I N, Baldnrsgöta 14 Sími 73. í fjarveru minni um hálfsmánaðartíma gegn- ir hr. læknir Daníel Fjeld- sted læknisstörfum mínum. Ólafur Jónsson. Síðan það vitnaðist um heiminn, að svo margir tignií menn ka- þólsku kirkjunnar kæmu út hing- að, hafa margir furðað sig á því víða um heirn, hve yfirmenn kirkj- unnar ljetu sjer ant um Island, og að það fengi sem fylsta viður- kenningu fyrir því, að það væri sjálfstætt ríki. Kardínálaheimsókn- ín, |og vígsla Meulenbergs til jafnr- ar tignar við kaþólska biskupa á Norðurlöndum mun vekja athygli miljóna iiti um heim á því, að hjer sje eigi auðn og ómenning og Eski- móabústaðir. Fyrir velvild þá og viðurkenn- ingu, sem ísl. þjóðinni lijer veitist, er hin fylsta ástæða til að vera þakklátur — jafnframt því, sem mönnum ætti að vera ant um, að móttökurnar yrðu hjer sem virðu- legastar. Vitanlega er' það fyrst og fremst kaþólska safnaðarins og yf- irmanns hans að sjá fyrir því, enda mun Meulenberg biskupséfni ekki láta sitt eftir liggja. Meðan kardínálinn verður lijer um kyrt, verður liann til húsa að Meulenbergs, en hirðmenn lians liafast við í Landakotsskóla. Norð- urlandabiskuparnir o. fl. úr fylgl kardínála fá verustaði í .grendinni. En allir hafa gestir þessir sameig- inlegt mötimeyti í Landakotsskóla. Þar sem Landakotsprestar hafa beðið um aðstoð bæjarbúa við eitt og annað viðvíkjandi undirbúningi undir heimsókn þessa, hafa þeir hvarvetna mætt liinni mestu vel- vild log grejðvikni, og hefir Meulen berg biskupsefni beðið Mgbl. að flytja þakkir fyrir hú þegar. Alla þessa viku verður unnið ó- sleitilega að undirbúningi hátíða- haldanna, er aðallega standa þ. 23. og 25. þ. m. Gaman og alvara. Nýjir timar. Loksins eru upprunnin tímamót- in, sem talað er um oft, verulega nýir tímar. Reykvíkingar voru mintir á það hjer á dögunum með dálítið einkennilegu móti; Atburðurinn gerðist inn við Ell- iðaár. Dómsmálaráðherrann var þar á ferð. Hann ók í ríkisbíl á ríkiskostnað með ríkisþefara við stýrið. En þannig bar til, að annar maður var þar á ferð á sama tíma. Annar maður í bíl á sama vegi og ráðherrann! Sú óhæfa skeði, og kom öllu í uppnám, ráðherranum m. m. Eins og landsmönnum er kunn- ugt, eru sumir vegir hjer á landi svo mjóir, að það þarf nokkra að- gæslu til þess að mætast á þeim á bílum. Þeir eru jafnvel sumstaðar svo mjóir, að bílar geta þar alls ekki mætst. Þegar vegirnir voru lagðir, þeir sem nú eru til hjer á landi, var sem sje eigi tekið tillit til þess, að Jónas frá Hriflu yrði dómsmálaráðherra og notaði veg- ina til þess að aka eftir þeim í sjerstökum ríkisbíl með alveg sjer- stökum aðferðum. Skal ósagt látið, hvort J. J. fyrirgefur í hjarta sínu þessa vangá, ellegar hann bætir þessari synd lofan á „syndir ann- ara“, sem hann, eins og kunnugt er, heldur mjög til haga. En það er nú komið, sem komið er. Vegirnir eru ekki gerðir sjer- staklega handa Hriflu-Jónasi, því verður ekki neitað, — og því fór sem fór! Yíkjum aftur að Elliðaánum. Malarbíll mætti þar ríkisbílnum með Jónasi í. Sigurbergur nokkur bílstjóri stjómaði malarbílnum. — Hann lætur sem það sjeu almenn- ir menskir ‘ menn sem hann mætir þarna. Hann hefir e. t. v. alls ekki þekt Jónasarbílinn, sem kom á móti honum, og haldið að þetta væri einhver auðvirðileg braskara- kecra með einhverjum óguðlegum og lítt bolsahollum atvinnurek- anda innan í. Sigurbergur sem sje tekur ríkisbílinn með Jónasi og öllu saman, alls ekki hátffilega, og heldur í hjartans einlægni sinni að þessi bíll, sem hann mætir sje ekki rjetthærri á þjóðvegum landsins, en aðrir umferðabílar. En vegna þessarar yfirsjónar Sigurbergs varð ríkisbíllinn með fyrverandi háttvirtum þefara, Jón- asi ráðherra og öllu saman að staðnæmast á veginum augnablilc. Fjekk nú Sigurbergur sem kunn- ugt er ómjúklega að kenna á þess- ari yfirsjón sinni. Út úr ríkisbíln- um ryðst ráðherrann með staf sinn, veður að bílstjóranum, reiðir göngustaf sinn til höggs og lætur sem hann muni á næstu augnablik- um berja bílstjórann með handafli sínu. I augnabliks-alræðisvaldi sínu gengur ráðherrann feti framar. Hann sem sje sýnir Sigurbergi inn í lcolsvart tugthúsið, segir honum blátt áfram að í þeirri hundaholu, sem Reykvíkingar nefna „Stein- inn‘ skuli Sigurbergur fá að kúra fyrir tiltæki sitt, fyrir það að þekkja ekki ríkisráðherrann frá Hriflu í ríkisbíl á förnum vegi, og fyrir það að vita ekki að vegir sem lagðir eru á ríkisins kostnað, eru fyrst og fremst lagðir fyrir „hans hágöfgi frá Hriflu,“ en að hinir, alt hitt dótið, eigi tafarlaust að beina trýninu út af veginum og út um mýrar og móa þegar hann, hann sjálfur mætir því, svo ekkert megi stöðva hans óslökkv- andi framsóknarþrá, til þess að þjóta eftir vegum landsins eins og þeytispjald um allar trissur. En þá gerðist einn furðulegur hlutur. Sigurbergi Elíssyni bíl- stjóra, varð ekki orðfall þó hann hefði þarna fyrir framan sig Hrifluvaldsmanninn í háspennu, með uppreiddan göngustaf með hnúð. Sigurbergur ljet það fylli- lega í Ijós að hann skildi ekki þennán nýja boðskap ráðherrans, skildi ekki að Jónas þyrfti að hafa þjóðvegina út «,f fyrir sig, skildi ekki að nokkrum manni væri skylt að hlýða fyrirskipunum þeirra manna, sem ljetu eins og Nýkomið: Grænsápa. mjög ódýr. Sódi. Ræstíduftið Vi To. Handsápur aliskonar. Skeggsápa Oral. Rakvjeiabiöð Oral. Snðnsnkknlaði, Átsnk»nlaði, KarameUnr, Caco, best og ðdýrast. Efnalaug Reykjavikur. Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein- an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi! Sparar fje! Stigaskinnur, Þrepsknldaskinnnr Borðskinnnr, Triesmiður duglegur fog ábiggilegur getur fengíð atvinnu strags. Upplísingar verkstæðinu Vesturgötu 16 eða í síma 1944. nýkomið í JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSEN. þeir vtóru vitlausir, skildi ekki þá nýju Hriflu-tíma, Hrifþi-siðfr'æði og Hrifluvald. Hann sem sje tók rýðherrann „í allri sinni dýrð“ alls elíki al- varlega. Og þetta lærist fleirum en Sígurbergi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.