Morgunblaðið - 14.07.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1929, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Ódýr leikföng: Munnhörpur frá ...... 0.25 Hringlur frá.......... 0,25 Boltar frá .. • •..... 0.50 Myndabækur frá........ 0,15 Flautur frá ......... 0.25 ÍJr frá ............. 0,35 Fuglar frá......••.... 0,25 Brúður frá ........... 0,25 Skip frá.............. 0,35 Bílar frá ............ 0,50 Stell frá............. 1,25 Lúðrar frá .......... 0,50 Spiladósir frá ....... 0.50 og margt fleira ódýrt. I Jni t ilNsai, Bankastræti 11. FlskDottar fyrirliggjandi. JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSEN. Snndkensla og knatlleikir. Undirrituð kennir stúlkum sund í sundlaugunum hvern virkan dag klukkan 8—10 fyrir hádegi. Sama kennir og stúlkum knatt- leiki að kvöldidags, tvo daga í viku. Nánar í síma 1734. Unnur Jónsdóttir. Tækfæriskaup á Regnhlíinm. Verð frá kr. 3.50. Verslun Egill Jacobsen Fjer kanpið allskonar ULLARVÖRUR best og ðdýrast í Vöruhúsinu. Ágælt saltkjðt 1 tnnnnm og smákanpnm, afar ódýrt. Versl. Fillinn. Laugaveg 79. — Sími 1551. Rlaðamannaþingið i Noregi. Norrænu fjelögin láta nú mikið að sjer kveða í nágrannalöndun- um og njóta þar vaxandi vinsældá og aukinna áhrifa, enda hafa ýms- ir hinna merkust.u og bestu manna á sviði atvinnumála og andlegra mála lagt þeim lið. Bn þessi fjelög, sem eru óháð öllum ,stjórnmála- fiokkum, vinna að því að efla sam- starf og samúð milli norrænu þjóð- anna iog eru því arftaki skandi- navismans gamla, en hafa unnið á praktiskari og affarasælli hátt er. fylgismenn hans gerðu að jafn- aði. Einn þáttur í starfi fjelagsins eru fundir, þar sem áhrifamenn ýmsra stjetta frá öllum Norður- löndum geti hitst og kynst per- sónulega, rætt áhugamál sín og lært að þekkja land og þjóð hver annars. Einn slíkur fundur var haldinn í sumar í Noregi, og komu þar saman milli 40 og 50 norrænir blaðamenn, þar á meðal frá ís- landi. En annars er íslendingum óhægast um vik allra Norðurlanda- þjóðanna að sækja slíka fundi, fjarlægðar vegna og af fjárhags- ástæðum og verðnr því oftast minna úr þátttöku af þeirra hálfu, en vera mæfti. Morgunblaðið hefir liitt að máli meistara Yilhjálm Þ. Gíslasion, sem er nýkominn heim af blaðamanna- fundinum og lætur hann hið besta af honum. Fundurinn liófst í Ósló 17. þessa mánaðar, en síðan var farið til Stafangurs og Björgvinj- ar og einnig haldnir þar fundir, og fyrirlestrar. Ýmsar ferðir voru einnig farnar til þess að skoða norska náttúru og kynnast norsku atvinnulífi. Meðal annars voru skoðaðar hinar nýju- verksmiðjur Norsk Hydro á Heröya, Bjellands- verksmiðjurnar í Stafangri, fiossa- virkjunin í Tyssedal, Hansaölgerð- in, listasafn Vigelands o. fl. Að sjálfsögðu voru svo einnig skoðuð rækilega ýms blöð, Jblaðaskrifstof- ur, prentsmiðjur og annað það, sem blaðamönnum er sjerstök for- vitni á. Gleðskapur góður var einnig í fcrðinni og veisluhöld og buðu til þeirra m. a. Mowinekel forsætis- ráðherra, bæjarstjórnirnar í Ósló, Stafangri og Björgvin ug svo rit- stjórnir stórblaðanna í Ósló, sem heimsótt voru, blaðamannafjelög /og fyrirtæki sem komið var til. Einnig var á fundunum haldinn sægnr af ‘ fyrirlestrum um blaða- mensku, bókmentir, listir, stjó-rn- mál og atvinnumál. Höfðu valist til þeirra fyrirlestra ýmsir mestu atkvæðamenn Norðmanna og bestu ræðumenn, svo sem Mow- inekel forsætisráðherra, prófessor- arnir Paasche og Francis Bull og Edv. Bull, Lykke fyrv. forsætis- ráðherra, Resting skólastjóri, Wyller liæstarjettarmálaflutnings- maður, dr. Bjerknes, ’ prófessor Schetelig o. fl. í Ósló voru fyrir- lestrarnir fluttir í háskólanum, í Björgvin í ráðhúsinu. Af hendi Norrænafjelagsins önnuðust eirik- um mót þetta Wesmann aðalræð- ismaður og Backe ritari fjelagsins og fórst það prýðilega og unnu sjer vinsældir allr'a þáttakenda. Skildu meni: að lokum glaðir' og mun fróðari en áður og rómuðu vel gestrisni Norðmanna og hefir furidurinn vafalaust orðið til þess að auka samúð og þekltingu og góða kynningu milli margra nior- rænna blaðamanna, en þarna voru staddir menn frá ýmsum helstu blöðum Norðurlanda. Tilkynning frá undirbúningsnefnd Alþingis- hátíðax. FB. 13. júlí. A fundi Norðurlandaþingmanna í Oslo, þar sem Ásgeir Ásgeirsson alþm. var staddur fyrir hönd ís- lands, var ákveðið að halda næsta þingmannafund fyrir Norðurlönd í Reykjavík næsta sumar, 30. júní og 1. júlí. Ákveðið var að hafa tvö um- ræðuefni: 1) Þingræðið, og 2) landbúnaðinn og afstöðu hans til annara atvinnuvega. Fundinn munu sækja þingmenn frá Finnlandi, Svíþjóð, Nioregi og Danmörku, sennilega um 15 frá hverju landi. Afráðið var eftir tillögu frá Mowinckel, forsætisráðherra Norð- manna, að leigja sjerstakt skip til fararinnar, og munu gestirnir búa í skipinu á meðan staðið er við í Reykjavík. Alþingishátíðarnefndin hefir á- kveðið, að bjóða NorÓurlandaþing- mönnunum á Þingvallahátíðina og mun þeim auk þess gefinn kostur á að ferðast, ýmist um Suðurland eða Borgarfjörð, á milli hátíðar- innar og fundarins, og að fundin- um loknum. .Samgöngur erunauisyn* 1 Morgunblaðinu 16. þ. m. er greiín eftir Ólaf Bjarnasoon í Brautarholti, með. fyi'irsögnirmi „Norðurlandsvegurinn og Kjalar- nesvegurinn/‘ Er grein þessi að nokkru leyti ádeila á grein eftir Árna Böðvarsson á Akranesi, sem gctið er að birt h'afi verið í Morg- nnblaðinu 17. apríl s.l. Grein Árna hefi jeg ekki s^eð, en eftir því sem fram kemur af grein Ólafs, mun Árni hafa hald- ið því fram, að svokallaður Norð- urlandsvegur eigi að enda á Akra- nesi, en Ólafur álítur að vegur þessi komi að bestum notum, liggi hann um Kjalarnes til Reykjavík- ur, með ferju á Hvalfirði. Jeg hefi alls enga lörigun til að deila við þessa greinarhöfunda um það, hvor af þessum leiðum skuli fremur valin, eða hvovnm staðnum Akranesi eða Kjalarnesi, sje meiri nauðsyn á góðu vegasambandi við aðalbrautir landsins, en hitt veit jeg að báðum stöðunum er þörf á því, en hlutlaus ætti að láta sam- göngumál Borgfirðinga í þeim um- ræðum. Bendi jeg á þetta af því, að Ól- afur Bjarnason segir í grein sinni : „Undanfarin ár hafa menn verið mjög óánægðir og þreyttir með sjó ferðina frá Borgarnesi til Reykja- víkur.‘ ‘ Vel kann að vera, að einhverjir þeir, er þessa leið hafa farið und- anfarin ár, mundu fremur hafa kosið aðrar leiðir ef völ hefði á þeim verið, en hitt er líka víst, að þar sem þúsundir manna hafa far- ið og fara árlega þessa leið, með milliferðaskipinu, án þess að nokk- urt slys eða óhapp hafi fyrir kom- ið, þá eru ferðir þessar nauðsyn, og munn verða nauðsyn, þó eitt- hvað kunni að verða bættir vegir á landi, og því fjarstæða ein, að afnema þær ferðir — eins og greinarhöf. leggur til — þó ak- vegir komi suður um sveitir til Reykjavíkur. Þá segir greinarhöf., að sjóleiðin um Borgarfjörð sje venjulega slæm. Þetta er ekki rjett, því hvað ósjó snertir, er leiðin hin besta, nema í ofveðrum, enda eru allar sjóferðir í slíkum veðrum þeim hvumleiðar, er lítt eru sjóferðum vanir, en þó svo sje háttrað um veður og sjó, er þó ætíð versti hluti Ieiðar(nriar umhverfis og fyrir utan Akranes, en ekki um sjálfan fjörðinn. Þrengsli þau, er höf. getur um að oft sjeu á skipinu, mundu hverfa, fari það nógu þjettar ferð- if, og væri þess þörf. Þó segir greinarhöf., að oft komi það fyrir, að ferðamenn verði áð bíða einn og stundum fleiri daga eftir byr um fjörðinn. Þetta hlýt- ur hann að segja af þeirri einni á- stæðu, að honum er þetta ekki kunnugt. Því það vita allir, sem þekkja, að síðan núverandi skip- stjóri fór að ráða.þessum ferð um í — sem er orðið yfir 10 ár — hefir það nálega ekki komið fyrir, að skipið hafi ekki fylgt áætlun, nema hvað vöruafgreiðsl'a hjer kann að hafa geta tafið eitthvað, sem hjer eftir verður útilokað, þegar skipabryggjan er komin. Að lokum vil jeg í fullri vin- semd víkja þeim tilmælum til nefndra greiriarhöfunda, og ann- ara sem kunna að hefja umræður um samgföngubætur umhverfis Hafnarfjall éða Hvalfjörð, að þeir í því sambandi láti hlut.laus sam- göngumál okkar Borgfirðinga. Jeg get vel unt þeim, sem á því svæði búa, að samgönguskilyrði þeirra batni, og eðlilegt að þeir hafi áhuga á því, en þess fremur ætti þeim að skiljast, að Borgfirð- ing'ar mega ekki missa þær sam- göngur sem eru, og hafa sín á- hugamál ennþá óu^ipfylt á því sviði. Það er öllum Ijóst, sem til þekkja, að rammasta afturför er, að draga úr þeim samgöngum, sem nú eru milji Borgarness og Reykjavíkur, þó akvegur verði lagður þangað alla leið norðan úr landi. Er hægt að færa ærin rök fyrir því. Látum landsmönnum leiðirnar frjálsar til afmota, þá sýnir reynsl- an hver þeirra er hagkvæmust, og hlynnum þa einkum að þeirri er best gefst. Borgarnesi, 30. júní 1929. Magnús Jónsson. Fundarlaun. Fyrir skömmu fann maður nokkur, Roullet að nafni, 3 miljón franka ávísun á götu í París. Ávísunin var gefin út á belgiskan banka og stíluð á „Ame- rican Foreign Christian Union As- sociation“. Roullet fór þegar með ávísunina á lögreglustöð og af- henti hana þar. Daginn eftir lcom sendisveinn heim til Roullets með hrjef til hans. í því lá 100 franka seðill og stutt brjef. Var þar þakkað fyrir, að hann skyldi hafa, skilað ávísuninni, en engin undir- skrift. Ljósmyudastofa Pjetnrs Leifssonar, Þingholtsstræti 2. (áður verslun Lárus G. Luðvigssonar), uppi syðridyr — Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7, helga daga 1—4 •••••••••••••••••••••••••• •••••••••••••••••••••••••• Hin dásamiega Tatol-handsðpa TATOL mýkir og hreinsar hörundið og gefur fallegan og bjartan litarhátt. Einkasalar: I. Brynjðlfsson & Hvaran. Nýkomið: Marsipau massi. Kassinn 12^2 kg. á 28/oo. Maois 1S. Blflndahl «.t. Til Víknr, ferðir alla þriðjudaga og föstudaga. Austur í Fljótshlíð alla daga kl. 10 f. hád. Bifreiðastöð Reykjavíkur. Afgreiðslusímar 715 og 716. Allskonar SMiErlitzri. Vald. Poulsen Slml 24. Klappacsttg 29 Soffiuliúð. Tennispeysur og Bindi, Rjettir litir og rjett verð. Nýkomið. S. lóhannesdóttir, ÁusturBt^atl 14. (Beint á móti Landsbankanum). Siml 1887.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.