Morgunblaðið - 14.07.1929, Blaðsíða 2
■s
MORGUNBLAÐIÐ
99
Kodak
ii
Ijósmyndavðrur eru bað sem við er miðað um allan heim.
99
Velox
<<
99
Koðak** filma
Fyrsti gasljósapappírinn.
Fyrsta spólufilman.
Aftan á hverju blaði er nafn-
ið „Velox“. Hver einasta örk er
reynd til hlítar í Kodak-verk-
smiðjunum.
í þremur gerðum, eftir því
sem á við um gagnsæi frum-
plötunnar (negatívplötunnar).
Um hverja einustu spólu er
þannig búið í lokuðum umbúð-
um, að hún þoli loftslag hita-
beltisins.
Biðjið um Kodakfilmu, í gulri
pappaöskju. Það er filman, sem
þjer getið treyst á.
Þjer getið reitt yður á Kódakvörur.
Orðstírinn, reynslan og bestu efnasmiðjur heims-
ins, þær er búa til ljósmyndavörur, eru trygging fyr-
ir því. Miljónasægurinn, sem notað hefir þær, ber vitni
um gæðS þeirra.
Kodak Limited, Kingsway, London England.
Heyhlaða í Flóannm.
.
,Hlaðir“.
Ferðamönnum, er liafa átt leið
austur í Flóa, liefir orðið starsýnt
á stórhýsi eitt mikið og voldugt,
sem verið hefir í smíðum skamt
austan við Ölfusárbrú, sunnan við
þjóðveginn, móts við bankaútbúið.
Stórhýsi þetta hefir'Gunnar alþm.
frá Selalæk reist þarna og ætlar
að nota fyrir heyhlöðu.
Á mánudaginn var, bauð Gunn-
ar blaðamönnum og nokkrum fleiri
austur að skoða lieyhlöðu þessa.
Aðalbyggingin er um 31 stika á
lengd og 7—8 á breidd. Ut frá
henni ganga tvær álmur til norð-
urs log er hvor þeirra 24 stikur á
lengd, og 7 á breidd. Álmur þess-
ar verða notaðar fyrir heyhlöður
og er áætlað, að hvor þeirra taki
um 1500 kapla af þurkuðu star-
gresi. Aðalbyggingin verður notuð
til vörugeymslu, en nokkur hluti
hennar er þiljaður sundur í smá-
herbergi, skrifstofur o. þ. h. Aka
má bílum hvort heklur er inn í
heyhlöðurnar eða vörugeymsluna.
Stærðar port er milli bygginganna,
sem nota má einnig til heygeymslu
vfir styttri tíma. Þá hugsar Gunn-
ar sjer að láta grafa, gryfjur í
vörugeymsluhúsið, og nota þær til
pess að geyma í jarðepli.
Hugmynd Gunnars með bygg-
ingu heyhlöðu þessarar er sú, að
kaupa hey af bændum á áveitu-
svæðinu, flytja það síðan hingað
til Reykjavíkur og selja hjer iog
ti’ kaupstaða úti um land. Muu
hann hafa í hyggju, að koma upp
annari heyhJöðu hjer vestan fjalls,
eða í nágrenni Reykjavíkur, og
hafa forða á báðum stöðunum.
Er ekki minsti vafi á, að þetta
fyrirtæki Gunnars á framtíð fyrir
höndum. Heyfengur bænda eystra
eykst stórkostlega vegna áveitunn-
ar, en alment hafa bændur ekki
tök á að auka bústofn sinn jafn-
harðan. Á meðan svó er, er til-
valið fyrir þá að selja nokkuð af
heyinu, og nota andvirðið til að
auka við bústofninn.
Gunnar Sigurðsson á þalilcir skil
ið fyrir að Iiafa ráðist í þetta fyr-
irtæki, því það er sannfæring vor,
að þetta verði bændum eystra til
verulegs ga^is, ank þess sem það
ætti að verða til að tryggja Reyk-
víkingum (og öðrum kaupstöðum)
gott hey í framtíðhmi.
Gunnar nefnir skála sinn Hlaðir.
Undanfarin ár hefir verið flutt
til landsfns ógrvnni af heyi frá út-
löndum. Vonandi hverfur þessi
heyinnflutningur með öllu, enda er
innlenda heyið miklu kjarnmeira
og betra til fóðurs en hið erlenda.
En þegar innlenda heyverslunin
vex, er nauðsynlegt, að lögskipað
verði mat á heyi, það flokkað
eftir gæðum, eins og tíðkast með
aðra markaðsvöru.
Þá ætti það að vera tilvalið fyr-
ir sjávarbændur hjer suður með
sjó, að ná samningum við Gunnar
um kaup á heyi að austan. Þeir
búa margir á ágætum beitarjörð-
um, en vantar slægjur. — Gætu
bændur syðra náð haglcvæmum
kaupum á heyi af ávéitusvæðinu
austan fjalls, ættu þeir að geta
komið upp sauðfjárbúum í stórum
stíl.
I
Honráð H. Honráðsson
læknir.
í fyrradag barst hingað fregn
frá Bremen í Þýskalandi um það,
að Konráð læknir Konráðsson
hefði orðið fyrir slyái og væri tví-
sýnt um líf hans, og í gær kom
svo skeyti um, að hann væri lát-
inn. Ofrjett er ennþá, með hverj-
um hætti slysið liefir 'að Iiöndum
borið.
Konráð læknir hjet fullu nafni
Konráð Ragnar og Ragnar var
hann altaf kallaður heima hjá sjer,
en í Latínuskólanum festist Kon-
ráðsnafnið við hann og varð hans
aðalnafn. Hann er faftldur hjer í
Reykjavík 17. okt. 1884. Faðir
hans var Konráð Maurer Ólafsson
bókhaldari (dáinn 1897) og frú
Ragnheiður Símonardóttir, sem bú-
ið hefir til þessa hjá Konráði syni
sínum. Hann varð stúdent 1906
með I. eink., vár' síðan 1 ár við
læknisfræðisnám í Kaupmanna-
höfn en hvarf síðan heim til Rvík-
ur og las hjer, og tók próf í lækn-
isfræði við háskólann 1912 með I.
einkunn.
Eftir próf var hann á spítölum í
Kaupmannahöfn en í október 1913
fór hann til Eyrarbakka, vegna
veikinda Ásgeirs læknis Blöndals,
sem þar var þá hjeraðslæknir. Þar
var hann svo settur hjeraðslæknir
frá 1. apríl til 1. okt. 1914 en starf-
aði þar svo áfram sem praktiser-
andi læknir þangað til árið 1917,
að hann fluttist hingað til Reykja-
víkur og síðan hefir hann verið
hjer.
Árið 1914 kvæn'tist hann eftir-
lifandi konu sinni, Sigríði Jóns-
dóttur, Sveinssonar jirófasts á
Altranesi. Þau eignuðust einn son.
sem dó rjett eftir fæðingu, en
kjörson tóku þau síðar, sem Bjarni
lieitir.
Konráð heitinn var meðalmaður
á hæð; dökkhærðui' og fríður sýn-
Konráð R. Konráðsson. læknir.
um. Snemma kom í ljós dugnaður
hans, ekki eingöngu við nám, held-
ur líka til annara starfa, enda
þurfti hann þess með á námsárum
sínum. Seinni sltólaárin og líklega
flest náínsárin í læknadeildinni,
var hann á sumrin fylgdarmaður
og túlkur útlendra ferðamanna.
Yar varla hægt að fá betri fylgd-
arinann, enda varð Konráð mjög
ástsæll af þeim, sem hann ferðaðist
með, og með honum og sumum
þeirra hjelst vinátta til dauða-
dags.
Læknir var Konráð góður, og
mun Árnesingum hafa þott að hon-
um mikil eftirsjá, en hann vildi
heldur vera í Reykjavík, og var
þó á báðum áttum um það, hvort
hann mundi geta lifað hjer sem
læknir. Sá ótti var þó ástæðulaus,
hann fjekk fljótt mjög mikið að
gera hjer sem læknir.
Kýkomið:
Stórt úrval af allskonar
fatnaðarvöru, svo sem:
Regnfrakkar
í stóru úrvali,
Ferðajakkar,
Sportbuxur,
Sportsokkar,
Ferðapeysur,
Enskar húfur,
Bindislifsi,
Sokkabönd,
Ermabönd,
Axlabönd,
Karlmannasokkar,
fleiri lmndruð tegundir,
Manchettskyrtur,
Kahakiskyrtur,
Skátabelti (egta),
Rakvjelablöð,
Rakvjelar,
Raksápa,
Treflar,
Vasaklútar
og ótal margt fleira í
úrvali hjá
Guðm. B. Ilikar,
Laugav. 21. Sími 65S.
1930
er nafn á nýjum vindli, sem
búinn er til af P. Wulff, —
Kaupmannahöfn, bestu
vindlagerð Danmerkur.
19 3 0 fæst alstaðar með
þessu verði:
1 stk. 50 aura.
25 stk. kassi 10 kr.
50 stk. kassi 19.50.
Fyrirliggjandi í heildsölu í
i>að, sem einkendi Konráð lieit-
inu mest, var dugnaður hans og
ötulleiki, að hverju sem hann
geklc, altaf glaðlegur og í góðu
skai>i og mjög tryggur vinur og
li.jáljifús. Fm það Jiykist jeg þora
að dæma, sem hefi þekt liann frá
því við gengum saman inn í Lat-
ínuskólann.
Seinustu árin var Konráð lieilsu-
lítill, oft við rúmið, og fyrir rúm-
um mánuði fóru þau hjónin utan,
til ]iess að hann gæti fengið hvíld
og heilsubót, en þessi varð þá
lausn in.
Guðm. Thoroddsen.