Morgunblaðið - 14.07.1929, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1929, Blaðsíða 8
0 MORGUNBLAfHÐ jfeJSJ* Rlfinnur álfakóngur. ♦ FEfintýrí með 120 mynöum eftir B. TH. R O T ÍTl 38. Þau hlupu nú allt hvað fætur toguðu burtu, en allt í einu læddist kaldur og slímugur armur kringum Ugga, og tók hann á loft. Laxarnir höfðu séð þetta, og þeir báðu nú kol- krabbann að sleppa Ugga. Kolkrabb- inn sleppti honum, blés úr sér svört- um mekki og hvarf bak við hann. Börnin stukku nú á bak löxunum og hleyptu þeim á harðasprett heim* 37. Trítill sagði honum, hvað á daga hans hefði drifið. Doktorinn sagði nú Trítli frá því, að hann ætl- aði að fara að gifta sig. — „En þú verður að koma með. — Eg trúi ekki einu einasta orði af því, sem þú seg- ir um dvöl þína niðri í vatninu. Sá sem dettur í vatnið, hann drukknar. — En þarna bíða brúðkaupsgestirn- ir eftir okkur á bakkanum!“ 34. Morguninn efir sagði Trítill: „Nú vil eg fara upp á þurt land, til að leita að honum pabba.“ Börnin fóru með hann til hornsílahreiðurs- dns, þar sem stórt korkstykki var fest við botninn með fjórum strengj- um. Þau sögðu Trítli að setjast á korkið. „Þú mátt ekki gleyma því að koma til baka og sækja mig,“ sagði blinda stúlkan. „Nei, nei,“ svaraði Trítill. 38. Þeir stigu nú á land, og dr. Broddi afhenti brúði sinni blómvönd- inn með djúpri hneigingu. Síðan lögðu þau saman nefin, eins og til að kyss- ast, en ekki föðmuðust þau, því að þau hefðu getað stungið hvort annað með broddunum. Brúðarfylgdin lagði nú af stað. Trítill gekk fremstur, síð- an brúðhjónin og loks gestirnir. Þau héldu a leið til prestsins. ....) Jl LIHIIH'tH ....... uii-l • '(T- ‘ .....« v " v ' V ' * ' x ^ * 35. Uggi skar nú á strengina og korkstykkið þaut upp, ‘og áður en hægt var að telja upp að tveimur, var Trít- ill kominn upp í dagsljósið. En nú var verri sagan að komast í land. En þá kom hann auga á eitthvað langt í burtu, sem nálgaðist, eitthvað hvítt og svart. Hann gat ekki vitað, hvað það var, en hann var milli vonar og ótta um það, hvort það væri vinur eða óvinur. 39. Presturinn hét séra Sámur og var stóreflis hundur. Hann hélt hjart- næma ræðu og gaf þau saman. Þá voru þau orðin herra og frú Broddi. Þegar giftingunni var lokið, lagði öll hersingin af stað heim til nýja húss- ins, sem dr. Broddi hafði byggt und- ir rótum gamals elmitrés. Eins og nærri má geta, hafði hann vandað sig mikið við bygginguna. 36. Jæja — þegar þetta kom nær, sá hann, að það var svanur, með einhvern á bakinu. Og hver haldið þið nú, að það hafi verið? Það var enginn annar en dr. Broddi í sínum beztu fötum, og meira að segja með blómvönd í hendinni. „Nei, hvað er að tarna? Þarna er hann Trítill litli kominn aftur!“ sagði doktorinn. — „Bíddu við, svanur! En hvað ert þú eiginlega að ferðast, Trítill minn?“ 40. Húsið var prýðilegt í alla staðL enda kom það líka á daginn, að brúð- urin var harðánægð með það. Inni í stofunni var borð fullt af fínustu kræs- ingum og dýrindis-drykkj um. Borðs- gestirnir komust undir eins í gott skap. Hænan gaggaði, haninn galaði og hún gamla frú Gæs babblaði um allt milli himins og jarðar. Stutt frá að segja voru allir í mesta hátíðaskapi. þessu máli, var gert til þess að þykkis. En Luttrell ofursti var ekki á sama máli. Hann lagði með Ástin sigrar. að grxma hann. — Þjer viljið fá okkur til að trúa, að þjer hafið heyrt orð, sem vöktu grun yðar, og að þjer hafið haldið gruninum, en undir eins gleymt orðunumí Þjer eruð kæru- laus lygari. Trenchard, sem stóð við langa borðið, hallaði sjer nú fram. — Það væri víst betra herra hertogi, að komast að því, sem meira máli skiftir, en þetta þvaður fangans. Látið þjer hann skýra frá því, hvernig hann komst yfir brjefið. — Já, þetta er alveg satt, sagði Albemarle, við eyðum bara tím- anum. Segið okkur nú, hvernig brjefið kiomst í yðar vörslur. — Jeg rændi því af sendiboð- anum, með hjálp Sir Rowland, þegar hann var á leiðinni frá Taunton og til Bridgwater. AlbemarJe hló og Sir Edward brosti. — Þið rænduð hann? spurði hertoginn. Gott og vel, en livernig stóð á því, að þið vissuð að hann hafði brjefið á sjer? Eða voruð þið að ræna ferðamenn að gamni ykkar og funduð svo brjefið af tilviljun ? — Nei, herra! Við leituðum að- eins að brjefinu. — En hvemig vissuð þið, að hann var með það? Fenguð þið líka að vita það af óvarkámi 'Wildings? — Alveg eins og þjer segið, hertogi! —• En sú ósvífni, kallaði her- toginn fokreiður, því að honum fanst Richard óþarflega djarfur. —• Hr. Trenchard, jeg held, að við sjeum að eyða tímanum í óþarfa. Viljið þjer gera svo vel og leiða sannleikann í ljós? — Brjefið; sagði Trenchard, var afhent þeim á kránni „Hjerinn og hundarnir11 lijer í Taunton af manni, sem þeir slóust í fjelag við. Þeir byrjuðu að tala saman á einkennilegu máli, sem án efa hafa verið ýms kenniorð. Fangarn- ir settust við sama horð og hann og sögðu: „Þjer lítið út fyrir að hafa komið handan yfir haf.“ Þá svaraði sendimaðurinn: „Já, jeg er frá Hollandi.11 „Frá Óraníu- landi V ‘ sagði annar fanganna. Því játaði sendimaðurinn. „Hagstæður vindur!“ bætti hann við, og Sir Rowland svaraði: „Guð gefi, að hann verði liertoganum hagstæð- ur og blási páfadóminn um koll. Þá lieyrði gestgjafinn, að eitthvað Var talað um brjef, en samsæris- mennirnir hafa víst fengið veður af því, að hann var að lilusta, því þeir sendu hann eftir víni. Eftir svo sem hálftíma kvaddi sendiboð- inn og fangarnir fóru burt rjett á eftir. Albemarle sneri sjer að föngun- um. — Þið hafið nú heyrt sögu þá, sem hr. Trenchard hefir að segja. Hvað segið þið? Er hún sönn eða login? — Ykkur þýðir eklcert að neita, sagði Trenehard, því að hjer gest- gjafinn í kránni, og hann er reiðu- búinn að staðfesta með eiði það, sem jeg liefi sagt. — Við neitum þessu ekki, svar- aði Blake, en við heimtum, að skýring oklcar á þessu verði tekin til greina. — Þið getið beðið með að út- skýra þetta, þangað til að búið er að héngja ykkur, því að jeg hefi heyrt nóg til þess, að hægt væri að dæma ykkur til þrefaldrar hengingar1, ansaði Albemarle. — En jeg er reiðubúinn að sverja það, að alt, sem við gerðum komast fyrir þetta samsæri, sagði Rowland. — Þess vegna hefir vinur yðar auðvitað lokað brjefið niður í leynihólfi í skrifborði sínu og geymt það eins og sjáaldur auga síns, svaraði Trenchard. >— Þarna sjáið þið, hvernig lyg- ar ykkar hlaupa með ykkur í gön- ur, sagði Albemarle. — Svona fer altaf fyrir svikurum. —• Jeg get sannað, að þ j e r eruð svikari, Trenchard, sagði Blake. Þjer eruð svívirðilegur ... Albemarle greip fram í fyrir honum og skipaði að færa fangana burt. En nú opnuðust dymar á salnum og tvær lcvenmannsraddir heyrðust. inn í salinn. Richard hrökk við, því að hann heyrði greinilega, að þar var Ruth komin. Dyravörðurinn geklc inn gólfið. — Leyfið þjer, herra hertogi, að tvær ungfrúr, sem hjer eru komn- ar, beri vitni í máli hr. Westma- eotts og Sir Rowlands Blake. Albemarle hugsaði sig um. — Trenchard var hjög hugsi. — Ja, jeg hefi nú þegar heyrt nóg af þessu, sagði Albemarle, og Sir Edward kinlcaði kolli til sam- vitni. Albemarle horfði um stund á Luttrell, ypti síðán öxlum þreytu- lega og samþykti. Díana og Ruth komu nú inn. Báðar voru þær fölar, en Díana var óróleg, þar sem Ruth var aft- ur á móti róleg. Hún hafði orð fyrir þeim. Hún skýrði greinilega frá öllum atvikum þessa máls og hlífði hvorki sjálfri sjer nje Wild- ing. Albemarle hlustaði á hana með þolinmæði. — Ef þetta er satt, sem þjer segið, frú, þá varpar það einkenni- legu ljósi yfir þetta mál. Mjer er um og ó að rengja yður, því að kurteisi mín bannar mjer slíkt. Eruð þjer reiðubúin að leggja eið út á framburð yðar? — Jeg er reiðubúin þess, svaraði hún. — Þetta er mjög alvarlegt, sagði hertoginn. Sir Edward samsinti honum. Albemarle ráðgaðist nú við samverkamenn sína, um það, hvort ráðlegt væri, að gera boð eftir Wilding. — Það væri að gera sjálfum sjer óþarfa óþægindi, sagði Trenchard,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.