Morgunblaðið - 06.08.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1929, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐJ« 1 Mnmm Ðiðjið um Colman's Fæst allstaðar. >í Hiféh6ldnin£s$kole Bameolejsaldeling. GrundSí prahti-.rt o" teoreisk Underoisn'na i alt husligt Arbejde eq Earnepleje. Skolen ud?;dst - Ceatsalvama oneralt - Nyt Kursus begynder 4. Nopemser og 4. na). P is U5 Kr mdl. - Pro^ram sendes. - Statsunderitettelse kan saijes Tel! Sora 10? cg 442 E. Vestergaard, Porstanderlnde. Drengur ara ferminyu ósfcast strax. A. Obenhanpt. Sápnr er inýkja, styrkja og hreínsa hðrnmlið og geia því yndislagan mjallhvitan litarhátt, — íást frá 35 anrnm stykkið í Verslið við Vikar. — Vöfur við vægu verði. — ' Snndskýlnr, Snntlliolir, SiindhetSnr, fjölbreytt úrval í Verslun Egill lacobsen. reynist best. Baldursgötu 14. Simi 73. Pjetur Jónsson söngvari skemti sjúklingum á Vífilsstöðum með söng hinn 1. þ. m., og var almenn hrifning og þakka sjúklingar hon- )iini kærlega fyrir komuna. „lu memoriam." Nóttinamilli 1J. og J2. júlí, and- aðist hinn ágæti vinur minn, Kon- ráð R. Konráðsson á hörmulegan hátt. Hann og Sigríður kona hans (ivöldu enn einu sinni á heimili okkar. í 2J ár hafði vinátta okkar staðið. Jeg hefi með ágætri leið- sögu hans sjeð fegUrð ættlands hans og jeg kyntist þá ættjarð- arást hans. Hann hefir síðan feng- ið tækifæri til að kynnast mínu ættlandi og hann lærði að virða það og elska á sama hátt og jeg. Seg átti aldrei dýrmætari og betri vin, engan sem betur sýndi þakk- læti, jafnvel fyrir smágreiða. Lífs- gleði hans og þróttur kendu mjer að sjá skrítnar hliðar á ýmsu, jafn vel þótt alvarlegt væri, og jafn vel á dauðastundinni sýndi hið þjáða andlit hans dálítið af hinni einkennilegu góðlátu gleði. Annar aðaldráttur^ skapgerða* hans var hin óslökkvandi ást hans á föðurlandi sínu. Þess vegna mun liann verða grafinn á ættjörð sinni. Guð blessi minning hans Og huggi vini hans og ættingja. Hvíl í friði, vinur! Bremen í júlí J929. Emil Sonnemann. Ernir. Jeg var staddur vestur í Barða- strandarsýslu, er jeg las grein Nielsens á Eyrarbakka ur ernina. Þar hjelt hann því fram, að á öllu landinu mundu vera 6—7 arnar- hreiður, brýndi fyrir mönnum prýði þeirra, og hver þjóðarósómi það væri, ef þeim væri útrýmt, líkt og geirfuglinum. Jeg f ór hringinn í kringum Vest- firði, og frjetti til J4 arnarhreiðra nú í vor. Jeg veit því með vissu, að þau eru til muna fleiri á öllu landinu, en hr. Nielsen telur, og stafar það vitanlega af ónógum kunnugleika hjá honum. Margir bera þungan hug til össu. Einstaklingar þurfa oft að fóðra hana á lömbum og æðar- fugli, og þeim þykir fóðrið dýrt. Hvort rjett sje vegna þjóðarmetn- aðar að friða hana, skal jeg láta ósagt, en sje það rjett, er rjett að heildin borgi þeim einstaklimgTiin, sem árlega verða fyrir skakka- föllum af völdum hennar, en mega ekki að gera, af því hún er friðuð. Eða hvað mundu arnarvinirnir láta hana drepa mörg lömb fyrir sjer — sín eigin lömb — án þess að fara að áreita hana með skot- um? Þegar næst verður rætt um fram lenging á friðunartíma arnarinnar, ei sjálfsagt — ef rjett þykir að friða hana — að láta heildina — ríkissjóð — borga þeim einstak- lingum, sem hennar vegna bíða t.jón á einn eða annan hátt. Þetta vildi jeg biðja vini össu að athviga. 27.-7. J929. Páll Zophóníasson. Fjársðfnnn til kirkjubyggingar í Borgarnesi. í ráði er að reisa kirkju í Borg- arnesi, og er þegar hafinn undir- búningur þar efra í þessu skyni. Merkur maður þar efra skrifar Mbl. brjef viðvíkjandi kirkjubygg- ingu þessari og þykir sjálfsagt að láta kafla úr því komast fyrir al- menningssjónir. — Brjefritaranum farast orð á þessa leið: „Borgarnes er nú orðið allstórt þorp, rúml. 400 íbiiar, og fólki fjölgar ört, því atvinnulífið er þar í mikilli framför, samgóngur að batna til lands og sjávar og ferðamannastraumur mjög mikill. Nú er hafnargerðin langt komin, boginn undir binínni fullsteyptur og byrjað á gangpöllunum; jafn- framt er unnið að uppfyllingunni við efri enda Brákareyjar. Búast menn við að hefja hjer útgerð, þegar bryggjan er fullgerð og tek- in til notkunar. Allmörg hús eru í smíðum, og nú stendur til að skipuleggja byggingu þorpsins. — Kirkjuna hugsa menn helst að reisa þar sem hæst ber, ög gnæfir liún ]>ar yfir og mundi sjást langt að. Borgarkirkja er löngu alt of lítil, bygð 1880, þegar engin bygð var til í Borgarnesi. Er mælt, að t. d. við jarðarfö'r síra Einars sál. FriðgeirssQiiar hafi ekki komist inn fjórði hluti viðstaddra, og við fermingu í vor urðu foreldrar sumra fermingarbarnanna að standa utan kirkjudyra. Er mikil hreyfing í Borgarnesi um að hyggja þar nýja kirkju, en láta Borgarkirkju þó standa óhreyfða, og halda henni við, þar sem á Borg hafði verið byg?5 4. fyrsta kirkja á íslandi. Er þegar tekíð að safna fje til kirkjunnar; hefir safnast æði hátt á 2. þúsund kr., nær eingöngu með samskotum í Borgarnesi og áheitum. En þatS segir samt lítið, og er nefnd sú, er fyrir fjársöfnuninni stendur, mjög áhugasöm um að safna til kirkjunnar sem víðast og á sem flestan hátt. Ein leiðin er sú, að fá Morgunblaðið í lið með sjer til að bera þá fregn til lesenda sinna, að vel reynist áheit á Borigarnes- kirkju, og eru allmargar sögur þegar til um það, hve vel hún hafi orðið við. Okkur finst ekki frá- leitt, að ýmsir Reykvíkingar, sem minningar hafa úr Borgarfirði, annaðhvort frá dvöl þar eða ferða lagi, mundu vilja láta Borgarnes- kirkju njóta áheita sinna og reyna, hvort hún reynist ekki happa- sæl." Morgunblaðið veitir fúslega mót töku áheitum og gjöfum til kirkj- unnar. Alþiniissióðnr Björn Bjarnarson, hreppstjóri í Grafarholti, hefir fyrir skömmu — í umboði nokkurra manna — sent út brjef um stofnun „Alþingis sjóðs". í skipulagsskrá segir, að „Alþingissjóður" sje stofnaður til minningar um J000 ára afnneli Al- þingis og eru stofnendur þeir, sem fje leggja til sjóðsíns árin 1929— J930, en styrkjendur þeir, er síðar efla hann með tillögum eða gjöf- um. Sjóðurinn skal ávaxtaður í að- aldeild Söfnunarsjóðs og má aldrei skerða höfuðstólinn. Allir vextir skulu lagðir við höfuðstólinn þar til sjóðurimi er orðinn ein íniljón kránur, en eftir það „má Aljiingi verja hálfum vöxtunum árlega til styrktar eða framkvæmdar stofn- un eða fyrirtæki, sem þingið ákveð ur þess verðugt". í brjefi því sem Björn Bjarnar- son í Grafarholti hefir sent út, segir m. a. svo i „Nokkurir fyrverandi og núver- andi alþingismeam og fleiri hafa oiðið sammála um, að gangast fyr- ir myndun sjóðs í minningu 1000 ára afmælis Alþingis, er nefnist „Alþingissjóður", og er þess vænst, að þjer mxmuð ei.nnig vilja fylla þann flokk. Það mun verða alment viður- kent, að eigi sæmi að láta þenna einstæða merkisatburð svo hjá líða, að eigi sje stofnað til varan- legrar minningar um hann, og er sjóði þessum ætlað að verða slíkt ævarandi minningarmerki. Er vísir til sjóðsins þegar lagðurinn í Söfn- unarsjóðinn með skilmálum þeim, er meðfylgjandi skipulagsskrá' á- kveður. Skipulagsskráin er fáþætt. •— Væint er almennrar hluttöku í stofnún sjóðsins, eftir lundarlagi manna, efnum og ástæðum, og sje hver sjálfráður hvort hann vill greiða tillag eitt skifti, eða árstil- lag um ákveðinn eða óákveðinn tíma. — Hluttaka sje öllum frjáls. Gera má ráð fyrir, að veglyndir mernn og þjóðræknir muni fram- vegis vilja efla sjóðinn, og meðal annars að það verði föst venja, að alþingismenn greiði honum tillag,- a. m. k. hvert sinn er þeir hljóta kosningu. Hyggilegast mun að láta Alþingi óbundið af skipulagsskrárákvæð- um um það, til hverra stofnana eða framkvæmda vitborgunarhluta vaxtanna skuli varið._ Nú höfum vjer máske ekki hugboð um það, er kann að þykja miklu skifta fyr ir hag og sóma lands og þjóðar og þess verðugt, að vera styrkt eða framkvæmt af slíkum sjóði. En því verður að treysta, að ætíð verði það einungis hin virðuleg- ustu viðfamgsefni''. Vafalaust verða margir til þess að taka þátt í sjóðsstofnun þessári, og þess vænst að þátttaka verði sem almennust. Tillög skulu send forstjóra Söfnunarsjóðs, síra Vil- hjálmi Briem. ¦¦ ? • * —' Brúarfoss kom hingað á sunnu- dagsmorgun. Farþegar voru: Carl Proppé og frú, Bjarni Snæbjörns- son læknir og frú, Magnús Thor- steinsson útibússtjóri og frú, frú Ingibjörg Pjetursdóttir, frú Jóh. Pjetursdóttir, Gunnar Friðfinns- son, Jóhanna Friðfinnsdóttir og fjöldi annara farþega, þar á meðal margir útlendingar. |p| fer í kvöld klukkan 6 til ísa- f jarðar, Sigluf jarðar og Ak- ureyrar. Þaðan sömu leiði til baka. Farþegar sæki farseðla fyr- ir hádegi í dag. Tekið á móti vörum til há- degis í dag. fer annað kvöld klukkan 8 til Leith (um Vestmannaeyj- ar og Thorshavn). Cb Zimsen» Wwm! Grammofón- plötur, Nótui\ Ekkert sumarleyíi án ferðafóns. Allar tegunðir. Verð frá 55 kr. Hljóðfærahúsið. BMO^—í nit tii M ferðalaga: % Ferðajakkar og Buxur. Sportsokkar og Vef jur. Sportskyrtur, ljósar og dökkar. Ferðahúfur. Svefnpokar. Bakpokar. „Primus"-hitunartæki. ódýr og hentug. „Meta" eldiviður er ómissandi. Ferða-Áttavitar afar þægilegir o. f 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.