Morgunblaðið - 29.09.1929, Page 8
8
MUKUDNBLAfllÐ
Epli, Glóaldin, Vínber,
Lanknr og Jarðepli
kemur með Goðafossi 1. október í
fieildv. Garðars Gíslasonar.
Q
HuglVsingadagbók
fl austurvegum.
Eftir Magnús Magnússon.
Fundurinn í Vík.
•4 ViðskiftL y
Til sölu lítið hús á góðum stað. Utborgun 3—4 þúsund, 2 herbergi og eldhús laus 1. okt. Semja þarf strax við Jónas H. Jónsson.
8000 rúllur af veggfóðri ný- komnar. Verð frá 35 aur. Katla.
Duglegnr og áreiðanlegur mað- tur getur fengið vinnu við að selja þækur. Upplýsingar á Frakkastíg B4. —
Ljósmyndastofa mín er flutt í Lœkjargötu 2 (áður Mensa). Opin yirka daga 10—12 og 1—7. Helgi- daga 1—4. Sími 1980. Tek myndir 6 öðrum tímum eftir samkomulagi. Sigurður Guðmundsson.
^ Kensla. ^
Píanókensla fyrir byrjendur. — Asft Markúsdóttir, Frakkastíg 9.
Enska kend, sjerstök áhersla Wgð á framburð, taltímar (con- ▼ereation). Tek einnig böm. — Beba Geirsdóttir, Hverfisgötu 21. Aími 226.
Þýaku kennir frk. Spaleck í Bejrkjavík og Hafnarfirði frá 1. okt. Nánari upplýsingar í síma »73.
Tek börn til kenslu. Les með Kkólabörnum. Kristján Sig. Krist- fánjHon, Bergstaðastræti 29. Sími M.
^ Vinna. ►*
gtúlka óskast í vist með annari (ttl eldhúsverka). Upplýsingar í síma 770.
Drengur 14—15 ára getur feng- 16 að læra prentiðn. Upplýsingar i Frakkastíg 24.
Ixmistúlka óskast í vist, helst ▼ðn að ganga gestum fyrir beina. Gott kaup. A. S. í. vísar á.
Að Kaldaðamesi vantar vetrar- mann, sem kann að mjólka, og einnig vetrarlronu, sem vön er mjöltun. Hún mætti hafa með sjer barn, 5—6 ára eða eldra. Talið gem fyrst við Jón Sigurðsson í Al- þingishúsinu. Sími 61.
Reglusamur piltur í 6. bekk Itentaskólans óskar eftir kenslu. TJpplýsingar í síma 1185 milli 12 og 1 e. m.
^ Húsnæði. ►*
Skrifstofuherbergi óskast í miS-
bíenum- A. S. f. vísar á.
Fundurinn í Vík var miklu fjöl-
mennari en í Klaustri, mun hafa
verið um 300 manns á fundi er
flest var. Hjá Lárusi og Magnúsi
var sama uppgjöfin og á Klaustur-
fundinum. Voru varnir þeirra fyr-
ir stjórnina fáar og veigalitlar og
jafnóðum ónýttar af Sjálfstæðis-
mönnunum Árna, Jóni ogJóhanni
Jósefssyni alþm., sem brugðið hafði
sjer til Víkur. — En það, sem olli
því að ’teygðist nokkuð úr fund-
inum, var það, að Jónas hafði
sent til styrktar mönnum sinum
útbýtingarmann danska socialista-
gullsins, hinn sællega og holduga
forstjóra Alþýðubrauðgerðarinnar
- sem sögð er dálitið magrari —
Jón Baldvinssorr. Er Jón búinnað
fá mikla æfingu í þvi að tala á
fundum og liðamót talfæra hans
eru ávalt vandlega smurð í smjör-
líki mannkærleikans og umhyggj-
unnar fyrir öreigunum, en sjálfur
er hann lifandi mynd þess, hve
holt það er fyrir magann að kom-
ast að ríkissjóðsjötunni. Einnig var
þarna mættur Nikulás Friðriksson
rafvirki, en hafði sig lítt frammi.
Varð allhörð hríð millum Sjálf-
stæðismannanna og Jóns. Af inn-
anhjeraðsmönnum töluðu auk Þor-
láks í Eyjarhólum, sem fyr hefir
verið skýrt frá, þeir Eyjólfur hrepp-
stjóri Guðmundsson á Hvoli i
Mýrdal af hálfu Sjálfstæðismanna,
en Magnús í Reyáisdal og Gísli
bóndi Þórarinsson á Ketilsstöðum
úr liði socialista og Framsóknar.
Mátti af ræðum beggja hinnasíð-
asttöldu greina, að það er ekkert
lengur, sem skilur á millum þeirra
manna í Framsóknarflokknum, sem
trúa á Jónas Jónsson, og socia-
listanna. Ef það væri nokkuð,
mundi það helst vera það, að
æstustu fylgismenn Jónasar eru
ákveðnari umróts- og byltinga-
menn heldur en þeir gætnari í
liði socialista, og ósvífnin og lyg-
amar í garð andstæðinganna ganga
enn lengra.
Sökum þess að langt er umlið-
ið, verða ræður manna ekki rakt-
ar hjer, enda hefir flest verið gert
að umtalsefni í blöðuin flokkanna.
Ekkert var hægt að marka það
á fundarmönnum, hvorir liðfleiri
mundu vera Sjálfstæðismenn eða
Framsóknar. Eru sveitamenn al-
ment ekkert gjarnir á það að láta
uppi hvoru megin þeir eru á
mannfundum.
En það mun mál allra þeirra
manna, sem sanngjarnlega vilja
meta frammistöðu þeirra manna,
er á Vikurfundinum töluðu, að
Sjálfstæðismennirnir hafi mjög
borið af andstæðingum sinum í
rökvísi og rökstuðningi fyrir sínu
máli.
Rjett er að geta þess, að Þórð-
ur kaupfjelagsstj. Pálmason stjórn-
aði fundinum röggsamlega og al-
gerlega hlutdrægnislaust.
Að leiðarlokum.
Næsta dag varð það að ráðum
að við skyldum fara upp að Heiði
til þess að kveðja leiðsögumann
okkar, Pál Ólafsson, en að því
loknu var svo til stofnað, að við
Ámi færum á hestum út að Skarðs-
hlíð undir Eyjafjöllum, en þarbýr
Hjörleifur Jónsson, faðir Guðna
læknis. Tók Guðni og Jón bróðir
hans að sjer að koma okkur þessa
leið, sem er 4—5 tíma ferð, all-
hörð þó. Þóttust við Árni betur
geta skoðað náttúruna með þessu
móti, og vera má að eitthvað
anbað hafi óljóst vakað fyrirokk-
ur. Jón og Jóhann ætluðu aftur á
móti að gista í Vík næstu nótt
og mátti heyra á þeim, að þeir
kviðu ekkert fyrir kvöldinu, enda
ljetu þeir vel yfir þessu júnikvöldi,
er við hittum þá næsta dag, en
þó mundum við Árni ekki hafa
viljað skifta, því að fagur var
Skógarfoss, er við riðum fram hjá
honum um náttmálaleytið.
Gott var að koma til Páls bónda
og fylgdi hann okkur vel á leið.
Munum við Árni engan leiðsögu-
mann fremur kjósa, ef það á öðru
sinni fyrir okkur að Iiggja að ferð-
ast um Vestur-Skaftafellssýslu og
vafalaust verður það hans hlut-
skifti að hesta tilvonandi þing-
mann Vestur-Skaftfellinga við
næstu kosningar. Er Páll hinn á-
gætasti ferðafjelagi. Greindur og
margfróður og kann á flestu skil.
Hefir hann farið um mestan hluta
íslands og þekkir því fjölda manna,
enda í eðli sínu persónufróður,
eins og margir af okkar skynsömu
og prýðilega gefnu bændum eru.
Páll er nú orðinn hniginn á hinn
efra aldur — kominn á sjötugs-
aldur — en er þó kvikur og frár
og skjótur í hreyfingum og tein-
rjettur, og fá sjást á honum enn
þá ellimerki, og hefir þó komist
stundum í hann krappan um
dagana.
Og um kvöldið við sólarlagsbil
vorum við komnir að JÖkulsá á
Sólheimasandi — ánni, sem ræð-
ur landamerkjum milli sýslnanna,
og þeir Þrasi og Sólmundur sköp-
uðu farveg með kyngi sinni endur
fyrir löngu.
Að baki okkar — I austurátt —
lá sýslan, sem andstæðurnar hafa
skapað. Sýslan, sem hefir alt að
geyma, er ísland á fegurst og
stórfenglegast: jökla og eldfjöll,
hraun og eyðisanda, fagrar sveit-
ir og gestrisið, kjarngott og ó-
svikið bændafólk, sem um aldir
hefir háð óslitna baráttu við trylt
náttúruöflin.
Og nú færist nýmenningin óð-
fluga yfir þessar einangruðu sveit-
ir. Síminn er kominn, bílarnir eru
komnir. Fjarlægðirnar eru horfnar.
Að nokkrum áratugum liðnum
verður enginn vatnahestur til í
Vestur-Skaftafellssýslu, — enginn
Páll, sem þræðir brotin í viðsjál-
um og hverflyndum jökulfljótun-
um, engin Flaga og enginn Breiði-
bólsstaður, sem fagnar ókunnum
gestinum eins og ættingja eða vini,
heldur tekur á móti honum eins
og þjónarnir hjá Rosenberg.
En Mýrdalsjökull og Öræfajök-
ull munu komast af án drykkju-
peninganna fyrst um sinn.
[Endir.J
T. d.:
Kökuform frá ....... 1,00
Dörslög frá .........0,75
Pottar email. frá .... 1,20
Sleifasett 7 st. á..3,00
Eldhúshnífar á ..... 1,10
Skeiðar alpacca frá .. 0,75
Gafflar alpacca frá .. 0,75
Teskeiðar alpacca .... 0,40
Hnífapör góð á ......0,75
Borðhnífar riðfríir ... 1,00
Sykursett, postulín .... 1,50
Mjólkurkönnur frá ... 0,75
Vínglös frá .........0,35
U\mm irnsi,
Bankastræti 11.
Falkonergaardsvej 2
Kaupmannahöfn V.
Námsmejjar.
Húshald, matreiðsla og mál
eða hjúknin, nudd (massa-
ge) og sjúkraleikfimi.
Frí y2 d'aginn. Fæði og hús-
næði. Verða að búa saman.
Miðstöðvarhitun, bað og stór
garður. Meðlag 85 kr. dansk-
ar á mán. (Meðmæli og upp-
lýsingar Björn Jósefsson,
læknir, Húsavík).
Adresse Fr. Sehested.
Útsalan í Vík
endar á þriðjudag. Margs-
konar taubútar verða seldir
þessa daga fyrir Jítið verð.
Notið síðasta tækifæriðu
Verslnnin Vik,
Laugaveg 52.
sem gefnr fagran
svartan gljáa.
Notið ávalt
Hin dásamiega
Taiol-handsApa
XATOL
* 'gst? VS
mýkir og hreinsar hörundið
og gefur fallegan og bjartan
litarhátt.
Elnkatal ari
I. Brynlálfsson 8 Kvaran.
Ástin er sjúkdómur.
Nýlega befir Pierre Bachet,
kennari í þjóðfjelaggfræði við há-
skólann í París, gert þá uppgötv-
un, að ást sje sjúkdómur, sem vitja.
ber læknis við, eins og öðnim sjúk-
ddómum. — Meðal gegn sjúk-
dómnum hefir háskólakennarinn
ekki fundið, önnur en þau, að
sjúklinguriun verði að hafa full-
komna ró, og telur hann best, að
Ueltið aihygll!
Karlmannafot.
Jakkaföt
á drengi.
Begnkápnr
á drengi
Manchester,
Laugaveg 40. — Sinii 894.
idozan,
er af öllum læknum álitið
framúrskarandi
blóðaukandi og siyrkjandi
járnmeðal.
Fæst í lyfjabúðunum.
reyndur læknir hafi hann til með-
ferðar. Þessi sjúkdómur er líklega
mjög útbreiddur, og m átelja víst,
að flestir fái hann einhvem tíma
á æfinni, enda þótt margir fái
bata.