Morgunblaðið - 29.09.1929, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1929, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Rlfinnur álfakóngur. FEfintýri með 120 mynðum eftir G. TH. R O T fTl 113. Hann hjálpaði henni yfir jak- ana, og síðan þutu þau á harðaspretti áleiðis til læknisins. En nú var snjór jrfir öllu, og þótt þau færu hratt yfir, urðu fætur litlu stúlkunnar bláir og bÓlgnir af kulda. I»au héldu vel áfram, og innan stundar voru þau komin að gamla trénu, sem dr. Alvís bjó í. Og tíl allrar hamingju hittu þau svo vel i, að læknirinn var heima. 114. Skeggið á Alvísi lækni hafði vaxið töluvert. Hann tók vingjarnlega á móti börnunum og rannsakaði vand- lega augu blindu stúlkunnar. Síðan bar hann smyrsli á augun og batt um þau. Svona varð litlá stúlkan að liggja í þrjá daga. „Og þá verður hún orðin heilbrigð," sagði læknirinn. „Annars er ekki hægt að lækna hana.“ Trítill var samt vongóður, því að hann trey^ti kunnáttu læknisins. 115. En hvað þessir þrír dagar voru lengi að líða! Trítill var mjög órólegur. Hann veik ekki eina stund frá sjúkra- beði litlu stúlkunnar. Á þriðja degi kom dr. Broddi í heimsókn til starfs- bróður síns. „Nú er bezt að athuga, hvernig lækningin hefur tekizt," sagði Alvís. Hann tók reifarnar af augum litlu stúlkunnar, en hún hrópaði upp yfir sig ljómandi af gleði: „Ég sé ykkur alla!“ 117. „Merkilegt!“ sagði læknirinn. „Þetta hef ég aldrei heyrt fyrr!“ Álf- hildur hljóp nú af stað til pabba síns, tíl að sýna honum, að hún hefði lælkn- azt. Hún kærði sig kollótta um það, þótt henni kólnaði á fótunum. En hún varð að Iofa Trítli því, að heimsækja hann að minnsta kosti tvisvar á viku. Og það efndi hún. — Trítill beið nú óþolinmóður eftir vorinu, storkunum og — föður sínum. 118. Loksins kom vorið. Allt tók að lifna við. Grösin tóku að gróa og fugl- arnir að koma sunnan úr löndum. All- an liðlangan daginn stóð Trítill við gluggann og gætti að því, hvort stork- arnir færu ekki að koma. En einn dag- inn var Alfinnur kominn alla leið inn í stofu, áður en Trítill vissi af. Nú varð fagnaðarfundur! „Ég kom með öðrum Sstorki frá Afríku,“ sagði Alfinnur. „Storkurinn, vinur okkar, er dauður.“ 119. „Hinir storkarnir sögðu mér, að negrarnir þarna suður frá hefðu skotið hann,“ hélt hann áfram. „Svo að við höfum haft hann fyrir rangri sök.“ Alfinnur andvarpaði og horfði í gaupn- ir sér. Þrem vikum síðar kom svalan. Hún kunni frá mörgu að segja, en af því að það kemur ekki við okkar sögu, þá verður ekki sagt frá því hér. 116. „Hvað heitirðu?" spurði Trít— ill. Hann hafði ekki áður spurt hana að nafni. „Ég heiti Álfhildur," Alvís læknir spurði hana, hvernig á því hefði staðið, að Tritill hefði ekki drukknað í síkinu. „Bróðir minn bar á hann smyrsli,“ svaraði hún. „Við það varð húðin þunn eins og á froski og gat tekið loftið til sín úr vatninu. Þannig er hægt að lifa í vatninu án þess að anda, alveg eins og froskur". 120. Trítill lærði læknisfræði hjá Alvísi og varð brátt eins þekktur og kennari hans. Hann læknaði marga^ er þjáðust af ýmsum sjúkdómum, og engan lét hann synjandi frá sér fara* Hann og Álfhildur kóngsdóttir giftust, er þau höfðu aldur til, og vinir þeirra, svalan, dr. Broddi og dr. Alvís, voru hjá þeim í góðu yfirlæti til æfiloka. Og lýkur hér sögunni af Alfinni álfa- kóngi og Trítli syni hans. Ástin sigrar. Ef öðru vísi hefði staðið á, mundu þessi orð hafa sært Ruth. En hún var nú alt of áfjáð að tefja hann til þess, að henni kæmi til hugar að firtast af háði hans. Henni var alveg sama um, með hverju móti hún gerði þetta. Pyrir henni var aðalatriðið að tefja hann, og hún hikaði ekki við neitt. Þess vegna var henni það kærast, að hún gæti sem lengst talað um þetta við hann. — Hvað heldurðu að jeg kæri mig um Sir RowlandT — Hvaðí Það er sæmra, að jeg spyrji! — Ekkert — alls ekkert, sagði hún fullvissandi, og í nokkrar mínútur var Sir Rowland um- ræðuefnið í þessu einkennilega samtali. En alt í einu tók klukk- an á arinhillunni að slá. Honum varð litið á hana — hana vantaði fjórðung í níu. Nú mundi hann líka eftir ákvörðun sinni. Niðri í ganginum stóð Trenchard róleg- ur og reykti pípu sína, án þess að skifta sjer vitund af því, hvort Wilding færi til hertoga, eða yrði kyr hjá konu sinni, — ef konu skyldi kalla, hugsaði hann með sjer. — Frú, sagði Wilding snögg- lega. Þú hefir enn ekki sagt mjer, hvað þjer er á höndum. Þú sagðir áðan, að þú hefðir komið til að leita hjálpar minnar. Mjer sýnist nú, sem lítið munir þú hafa grætt á samtali okkar, en ef þú býrð yfir einhverju, þá ætla jeg að biðja þig að skýra mjer frá því sem fyrst. — Hvert ertu að fara?, spurði hún enn og gerði sig ekki líklega til að flýta sjer með erindi sitt. Um leið leit hún á klukkuna og sá, að enn vantaði að minsta kosti fimm mínútur til að erindi henn- ar mundi takast. Hann brosti, en í þetta skifti var hann farið að gruna margt, en enn gat hann ekki ráðið í er- indi hennar. Hann sá samt, að hcnni var mjög umhugað um að tcfja hann, en til hvers, vissi hann ekki. — Þú ert alt í einu farin að skifta þjer grunsamlega mikið af því, sem mjer við kemur. Hvað vantar þig? Segðu mjer það fljótt, því að jeg hefi ekki tima til áð bíða eftir þjer. — Hvert ertu að fara, svaraðu mjer því, og síðan skal jeg segja þjer, hversvegna jeg lcom. — Jeg ætla að borða kvöldverð hjá Newlington kaupmanni með hans hátign. — Hans hátign? — Monmouth konungi, svaraði hann óþolinmóður. Hana flýttu þjer nú Ruth, jeg er orðinn of seinn. —1 Ef jeg bæði þig um að fara ekki, sagði hún hægt og rjetti út hendurnar til hans, mundir þú þá fara? Hann tók útrjetta hendi hennar og sagði: — Hvað er þetta Ruth? Þú ert að vinna að einhverju, sem jeg get ekki áttað mig á. Hvað áttu vjð? — Lofaðu mjer því, að fara ekki til Newlingtons, og þá skal jeg scgja þjer það. — En hvað kemur Newlington þessu við....? Nei, jeg er þegar ákveðiim að fara. Hún hallaði sjer að honum. — En ef jeg bið þig um það, ef jeg.. konan þín grátbið þig um það? Það vantaði ekki mikið upp á, að hún ynni hann að fullu. En nú mundi hann alt í einu eftir líkum atburði, þegar hún hafði komið til að biðja hann í eigingjömum tilgangi. Hann hló næstum fyrir- litlega. — Ert þú nú að biðja mín, Ruth, sem ekki vildir heyra mig njé sjá, þegar jeg bað þín? Hún hörfaði frá lionum og blóð- roðnaði. — Það er líklega best að jeg fari. Þú gerir hvort sem er ekki annað en að hæðast að mjer. Það getur vel verið, að þetta sje mjer að kenna, en svo mikið er víst, að ef .. • • nú jæja. Hefðir þú farið að mjer með minni frekju og með meiri blíðu, hver veit.... ? Hún hætti við að segja meira. — Góða nótt! sagði hún og gekk að dyrunum. Hún lagði hendina á snerilinn og ætlaði út, en þá kall- aði hann alt í einu: tSt Alfínntír álfakóngttr kemur á morgan í bóka- verslanir. —• Bíddu, þú ferð ekki, fyr en þú hefir sagt mjer, hvað þú áttir við með því að vilja varna mjer að fara til Newlingtons. Hann var nú farinn að hugsa skýrar, en skildi samt ekki til- gang hennar með heimsókninni. Eru einhver svik á seiði?, spurði hann um leið og hann leit á klukk- una. En nú heyrðist lágt marr og Wilding sneri sjer við, hálf-hissa og reiður, því að hann heyrði, að huth hafði læst dyrunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.