Morgunblaðið - 03.11.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1929, Blaðsíða 3
N í» H <- r N. v»< 1 A J JpflorðttttHaJtö Hwtnandl: Vtlh Fln»en. ) ')tB*í*ndl: FJelag I R«ykja»!)i. *i»«tlðrar: J6n KJartan»»on. Valtýr Stefán»«on. . uglf■lngaitjörl: E. Hafberir. «kr!f»tofa Au*tur»tr»etl ». «<■»1 nr. 600. i uBlý»InBaakrlf«tofa ur. 700. k»ia>«t«iar: Jön KJartan««on nr. 7«i Valtýr Stef4n«»on nr. lSiO. B. Hafberg nr. 770. *sriftaBj»ld: Innanlanda kr. S.00 & **Anu«l nlands kr. t.60 — »ölu 10 aura olntakltl. Erlendar símfregnir. Khöfn, PB 2. nóv. Ný tilraun til stjórnarmyndunar í Frakklandi. Frá París er símað: Forseti Frakklands hefir falið Tardieu að mynda stjórn. Búast menn við, að honum muili hepnast stjórnar- myndunin o<r verði henni lokið í dag. Flokkaskiftingin í þingi Tj ekkóslóvaMu. Frá Prag er símað: Tjekkneskir Og þýskir horgaraflokkar, sem tóku þátt í fráfarandi stjórn (Urdzals-stjórninni), fengu við kosningarnar ca. 143 þingsæti í neðri deild þingsins, en andstæð- ingar stjórnarinnar fengu 157 þingsaati. Eftirtekt vekur, að fylgi sjáBfstjórnarf 1 okks Slóvaka rjen- aði talsvert. Næstum því 20 flokk- ar hafa fulltrúa á jiingi, en eng- in neinn flokkur hefir þingmeiri- hluta. Er því búist við myndun samsteypustjórnar, með þátttöku sósíalista oc ánnar'a andstæðinga Urdzalstjórnarinnar. Erjur í Póllandi. Frá Varsjá er síinað: Út af at- kurðum þeim, sem getið var um í skeytinu í gær (þ. e. samsöfnun liðsforingjanna í forsal þinghúss- ins), segja stjórnarblö<fin, að það «itt hafi vakað fyrir liðsforingj- unum að hylla Pilsudski. Fylgis- menn stjórnarinnar andmæla harð- lega gerðum forseta þingsins (þ e- að fresta þingsetningunni.) — Biöð stjórnarandstæðinga hafa verið gerð upptæk. Fall dæmdur. Frá Washington dr símað : Fall, fyrverandi innanríkisráðherra, hef- ir verið dæmdur til eins árs fang- elsisvistar, og til þess að greiða eitt hundrað þúsund dollara i sekt, íyrir að þiggja mútur af olíukóng- ingum Dolieny. Þingvallakóriim. Æfing annað kvöld (mánudag) kl. 8, sopran og ait> og tenor kl. 9, í Mentaskólan- tim. Allir beðnir að mæta stund- víslega. Væringjar halda hlutaveltu í dag í íþróttahúsi K. R. og hefst kún kl. 3. Er þar meðal happ- drátta farmiði til Pingvalla á Al- bingishátíðina að sumri, hæði fram °g aftur, frí tjaklleiga á Þingvöll- um meðan á hátíðinni stendur og 50 krónur í peningum fyrir fæðis- kostnað á Þingvöllum. Ennfremur er þar miði, sem veitir sjúkra- tryggingu í heilt ár, og margt verður þar fleira góðra drátta. rr rfkisupplausn í aJsig? Þannig spyr Tíminn í gær. Þessi spurning er ekki það óviturleg- asta, sem sjest hefir í því blaði. Því að þá fyrst er ríki liætta búin, þegar sú óhæfa liendir það, að í æðst.n og ábyrgðarmestu stöður þess veljast menn, sem haldnir eru af sVo óstöðvandi ofsóknaræði, að heilbrigð skynsemi fær engu ráðið. Núverandi stjórnarflokkar liafa valið Jónas Jónsson frá Hriflu í dómsmálaráðherrasætið. Eftir að þessi maður settist í þetta ábyrgð- armikla sæti, hefir hann reynt að halda uppi látlausri ofsókn gegn Hæstarjetti, þeirri stofnun, sem fremur fle'stum öðrum verður að teljast hyrningarsteinn okkar sjálf stæðis. Svo langt hefir ráðlierrann gengið i þessum stjórnlausu of- sóknum, að hann hefir eklci hikað við að fullyrða úr ráðherrastól á Alþingi, að Hæstirjéttur liafi fram- ið rjettarmorð! Slík uminæli úr dómsmálai'áð- herrasæti, sem eru gersamlega staðlaus, er sennile'ga einhver stærsti glæpurinn, sem íslenskur þegn getur framið. Er ríkisupplausn í aðsígi? Þannig spyr Tíminn nú. Hann spurði ekki þannig, þegar dóms- málaráðherra bar fram á Alþingi hina glæpsamlegu aðdróttun á Hæstarjett. Þá var þó ástæða til að spyrja. Það eru samtök lækna gegn of- beldi og ranglæti dómsmálaráð- herra, sem gefur Tímanum tilefni til þess að varpa fram spurning- unni um ríkisupplausnina. Hvað hafa læknar ge'rt? Þeir liafa það eitt gert, sem veitingar- valdinu bar skylda til að gera, en fjekst ekki til að framkvæma: aið gæta rjettlætis við embættaveit- ingar. Lælmar landsins hafa hvað eftir annað reynt að komast að sam- komulagi við stjórnina um þessi mál, en stjórnin hefir_ æfinlega svarað á þann einn veg: að bæta nýju ranglæti ofan á það, sem fyr- ir vax! Þegar slíkir böðlar sitja við stýrið, hvað er þá eðlilegra og rjettmætara, en að læknar myndi slík samtök, sem þeir nú hafa gert? Dagbák. □ Edda 5929115 Enginn fundur. Veðrið (í gær kl. 5): Lægðin, sem unda’nfarna daga hefir verið fyrir vestan Island, er nú horfin að mestu, en ný Iægð sem myndað- ist ve'stur af Skotlandi aðfaranótt laugardagsins er nú komin norður yfir hafið inilli íslands og Jan Mayen. Vindur er víðast orðinn NV-lægur hjer á landi og úti fyr- ir V-fjörðum er hvass NA-vindur ,(7—8 vindstig). Snjójel í útsveit- um um alt land, nema á A-fjörð- um er íjettskýjað. Víðast 2 st. hiti en þó er komið 1 st. frost á Hestevri og eins úti á Halamiðum (sjávarhiti er þar 4.2 st.).* Stinn- ingskaldi á suðvestan norðan til á N-sjónum og á leiðinni milli Skot- lands 0g íslands. Veðurútlit í Rvík í dag: NV- stinningskaldi. Ðálítil snjójel. Kvikfjárræktin. Veðurstofan afl ar sjer ýmissa upplýsinga viðvíkj- andi kvikfjárrækt landsmanna í sambandi við tíðarfarið. Er í sein- asta blaði „Veðráttunnar* ‘ sagt frá því, að gemlingar hafi verið rúnir að meðaltali um mánaðamótin maí og júní, en ær.hafi ekki verið rún- ar að meðaltali fyr en 22. júní. Byrjað var að hleypa kúm út 6. niaí, en súmstaðar ekki fyr en 14. júní. Sumstaðar var hætt að gefa kúm 14. maí, en annarstaðar ekki fýr en 4. júlí. Árbók hins íslenslca Fornleifa- fjelags, árið 1929, er komin út. Birtist þar fyrst fyrirlestur sá, er Matth. Þórðarson flutti um Kópa- yogsminjarnar. Hann ritar enn- f'remur um brjefaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Uuðmundssonar málara. — Seinast eru skýrslur um aðalfund fjelags- ins, reikninga þess, stjórn og fje- lagatal. Rigmor Hanson sýnir í dag ýmsa dansa með að- stoð nokkurra nemencla sinna. Hún mun þó dansa mest sjálf, og er að vonum, að góð skemtun þyki að, því að hún er danskona af guðs náð, enda gædcl óvenjumildum hæfileikum. Hjer i blaðinu hefir áður ve'rið getið um nokkurn liluta af hinni miklu og merkilegu dans- skrá, en þó þykir hlýða að minnast á balletf-dans hennar, sigaunadans, spanska dansinn, auk sólódans- ins, sem Ása systir liennar sýnir, Er hann hinn yndislegasti í með- ferð liennar. Og loks samkvæmis- dansarnir. Þeir eru hið nýjasta á því sviði, fallegir og einfaldir, eins og' samkvæmisdansar eiga að vera. Það er e'nginn vafi á þvi, að margt verður um manninn í Gamla Bíó í dag kl. 3. Bókarfregn. Ný sögubók er kom in á markaðinn. Er liún eftir Da- víð Þorvaldsson stúdent, og heitir „Björn fonnaður og fleiri smá- sögur“. Höfundurinn hefir stund- að nám við Sorbonne-háskóla í Frakklandi, veikt.ist þar, og liefir nú verið hjer heima um hríð. Er hann enn ungur maður. Verður bókarinnar nánar getið síðar hjer í blaðinu. Gnllbrúðkaup eiga á inorgun (mánudag 4. nóv.) Jón Guðmunds- son fyrv. hreppstjóri í Brennigerði í Skarðshreppi í Skagafj arðarsýslu og kona hans Guðný Eggertsdótt- ír. Þau eru tengdaforeldrar Björns Magnússonar símastjóra á ísafirði. Um fjármála-glapræði,. týnda varasjóði, glæpsamlega meðferð á almannafje', og önnur Ragnarök Reykjavíkur og fjármála íslands o. m. fl., ætlar Páll .T. Torfason fjármálamaður að flytja márga fvrirlestra, hinn fyrsta í dag kl. 3 í Nýja Bíó, og siðan flesta sunnu daga fram yfir nýár. Mun hann koma víða við, og verða all harð- skeyttur og beinskeyttur. — Að- göngumiða áð 10 fyrstu fyrir- lestrunum var þegar farið að selja il BarnasKúfatnaður. Höfum nýlega fengið meira og fallegra úrval af Smábarnaskófalnaði en áður hefir sjest hjer. — Lítið á þesSar nýju birgðir. — Ennfremur: Vetrarskó — og Stígvjel fyrir telpur og dúengi fjölda teg., þar á meðal „Indiana“ sbó- oy stigvjel, svört og brún með saumuðum Gúmmíbotnum, af- ar sterk og ódýr. Skiftið þar sem varan er best, og úrvalið mest, því þar er einnig verðið lægst. Lárns 0. Lnðvigsson, Skóverslnn. Um fjármálaplapræði, týnda varasjóði, glæpsamlega meðferð á almannaf je og önnur ragnarök Reykjavíkur og fjármála íslands, og margt fleira talar P ÁLL J,. T 0 R F A/S 0 N í dag kl. 2 síðd. og síðan hvexn. sunnudag fram yfir nýjar þó e'kki 22. og 29: des.) í Nýja Bíó. Landsstjórn, alþingismönnum og blaðamannum er bóðið. Aðgöngukort, sem gilda að fyrstu 10 erindundum fást í bókaverslon Sigf. Eymundssonar og kosta kr. 7.50. Að einstökum erindum kosta aðgöngumiðar kr. 1.00 og fást þeir við innganginn — verði einhver sæti laus. HKallersskólinn. Menn sem ætla sjer að æfa morgunleákfimi (frá kl. 7þá—10) gefi sig fram nú þegar. Nokkrar konur geta komist í leikfimistíma síðari hluta daga Stúlkur, sem pantað hafa æfingatíma eftir kl. 8 á kvotdin og aðrar, sem kynnu að vilja taka þátt í leikfimi á þessum tíma, komi til viðtals hið allra fyrsta. í þessum mánuði byrjar sjerstök deild við skólann fyrir smá- böm á aldrinum frá 6—11 ára. Foreldrar, sem ætla að koma böm- um sínum í þessa kenslu, verða sjálfir að sækja um fyrir þau og tala við undirritaðan. « Viðtalstími frá kl. 3—5. Sími: 738. JÓN ÞORSTEINSSON frá Hofstöðum. Ftskllinnr. Hjeðan af þarf enginn að vera í vai'a um, hvort fiskilínur þær, sem hann kaupir, eru góðar eða ekki, því að nú hefi jeg fengið það, sem lengi hefir vantað, nefnilega V J E L til að reyna me'ð styrk- leika og teygju á öllum fiskilínum. Komið og skoðið, hvemig t. d. fiskilínur frá þessari eða hinni verksmiðju, se'm að þjer þekkið, reynast í samkepni við fiskilhiur frá 'öðrvlm verksmiðjum, og þje'r munuð sannfærast um, að margt er öðruvísi í því efni en þjer hafið áður gert yður hugmynd um. Fiskilínur frá 10 fyrsta flokks verksmiðjum fýrirliggjandi, svo að nógu er úr að velja. \ 0. Ellinysen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.