Morgunblaðið - 01.12.1929, Page 11
MORGÐNBLAÐIÐ
11
ján Gnðlaugsson stud. jur. og
ílinar M. Jónsson stud. the'ol. lesa
úpp, migfrú Ásta Norðmann dans-
nr, Tómas Guðmundsson talar um
J>ýðingu stúdenta fyrir bæjarlífið
og loks leikur hljómsveit undir
stjórn G. Táckaks stud. med. þjóð-
sönginn.
Dansleikur stúdenta í Iðnó.
Kl. 9 um kvöldið hefst dansleik-
nr stiádenta í Iðnó. Hefir verið
vandað hið be'sta til hans, skreyt-
ingar gerðar af mikilli list, og
verða bumbur barðar og lúðrar
þeyttir langt fram eftir nóttu.
Stúdentablaðið
kemur lit í dag stórt og vand-
að að frágangi. Getur þar að líta
margar ágætar greinar um ýms
mál, sem varða almenning ekki
síður en stúdenta. Þar verður
grein um stúdentamótið, bygð á
upplýsingum frá Thor Thors cand.
jur., formanni stúdelitanefndar,
grein um stúdentalíf og fleira í
Uppsölum eftir Sig. Skúlason mag.
art., „Fyrir 1930“, eftir Einar Ól-
Sveinsson mag. art., „Dáleiðsla
og refsingar“, eftir Jóhann Sæ-
mundsson stud. med., saga eftir
hinn góðkunna höfund Davíð Þor-
valdsson, mörg kvæði eftir rit-
stjórann, Kr'. Guðlaugsson, Einar
M. Jónsson, Einar Ól. Sveinsson,
Tómas Guðmundssoon og þýðing
eftir Magnús Ásgeirsson, lag eftir
Þorvald Blöndal og síðast en ekki
síst myndir, teikningar og skrípa-
myndir af ýmsum mætum mönnum
úr stúdentahópi, e'ftir Eyþór Gunn
arsson og Arthur Pfleghar.
„Gnð og lnkkan“.
Sögur eftir Guðmund Gíslason
Hagalín, Ak. 1929.
Guðmundur Gíslason Hagalín er
mikilvirkur rithöfundur og vinnur
þó vel. Þessi er hin sjötta bók hans
á árinu og verður ekki annað sagt
en það sje vel af sjer vikið þegar
litið er á aðstæður allar.
. í bókinni eru þrjár sögur Guð
og lukkan, Einstæðingar og Mann-
leg náttúra. Því miður er ekki rúm
til að re'kja efni þeirra lijer, en að
mínu -viti eru sögurnar hver ann-
uri betri. Það er ósvikin mannlýs-
ing, lýsingin á Gunnari bónda á
Máfabergi, sem trúði á Guð og
lukkuna og farnaðist vel með allan
barnahópinn þrátt fyrir sífeldan
ótta oddvitans um að alt færi á
sveitina. Þó að Gunnar væri ein-
faldur og hæglátur, dylst lesand-
anum þó ekki, að sá maður er
ongin rola, sem getur sjeð fyrrr á
þ>riðja tug barna hjálparlaust á
vyttulegu kotbýli. Sagan er í heild
sinni snildarlega sögð og bráð-
skemtileg. 1 ,,Einstæðingum“ nær
höf. dýpstum tökum á sálarlífi
persónanna. Laufey og Halldór eru
meistaralega gerð, einkum þó hún.
Jeg tel þá sögu með því besta, sem
íslensk söguskáld hafa látið frá
sjer fara. — Síðasta sagan, „Mann-
leg náttúra“, ek skemtileg sjó-
mannasaga, og ágætlega sögð, en
þó verða hinar sögurnar mönnum
sennilega minnisstæðari.
J^ vil hvetja höfundinn til að
halda áfram að skrifa sögur og
fólkið til þess að lesa bækur hans.
G. J.
Bogi Th. Helsted.
Illinuiiig.
»Skjildan eldast skólabræBur«. Svo
kvað Konráð prófessDr Gíslason að orði
í einu brjefa sinna til afa míns, Ste-
r'áns prófasts Þorvaldssonar < Stafholti.
Þeir voru jafnaldrar Konráð og afi
minn, faddir báðir 1808, og þá gaml-
ir orðnir, er þessi orð voru rltuð, en
höfðu þá ekki sjest í fjölmörg ár.
Samt var enn óslitin trygð þeirra og
vinátta; hlvjan í brjefum þeirra æ
hiti sama.
Þau orð Konráðs gamla, sem jeg
minnist hjer á, komu mjer í hug, þegar
jeg fyrir fáeinum dögum las < V<si
andlátsfregn gamals og góðs vinar
míns og bekkjarbróður, Boga Th. Mel-
steds, sem andaðist a heimili s(nu <
Kaupmannahön 12. þ. m.
Við munum hafa verið 19 fólagarnir
sem samferða urðum út úr lærða skól-
annm árið 1882, þetta ár sem öllum
mun minnisstætt, þeim sem þá voru
nokkuð komnir til vits og ára og enn
eru á l(fi. En síðan er mikil breyting
á orðin, sem vænta má á svona mörg-
um árum. Mörg eru nú skörðln komin
í fylkinguna og altaf fjölgar þeim, þv<
að nú eftir fráfall þeirra s<ra Hafsteins
Póturssonar og Boga Melsted, eru þeir
11 orðnir, Bem burt eru kallaðir úr
hópnum, en einir 8 eftir. Altaf er mjer
samt ánægja að því að renna huganum
t.il æskuáranna og samvlstanna við
þessa gömlu fjelaga m<na. Bjartar og
hlýjar 9ru mjer endurminningsr þær
allar eða flestar. Þó er mjer varla
önnur minnlng kærari eU' minningin
um Boga Melsted. Við vorum mikið
saman,einkum s(ðari skólaár okkar og
lásum þá oft saman. Samkomulagið var
gott. Fljótt þóttist jeg lika finna það
að hjer hefði jeg lagt lag mitt við
góðan dreng sem var grandvar til orða
og verka, og taldi jeg mjer það ávinn-
ing mikinn.
Þegar eftir stódentBprófið var sam-
vistum okkar Boga lokið og fór hvor
sina leið. Sáumst við siðan ekki f mörg
ár og vissi hvorugur hvað hinum leið,
en á siðari árum fórum við aftur að
endurnj'ja garnlan kunningskap og
skrifast á. Auk/ þess hittumst við
nokkrum sinnum, þá er Bogi kom hing-
að heim. Jeg komst þá að raun um
það, að rótt er þetta að »skólabræður
eldast ekki,« hvað sem árunum líður.
Best fann jeg þó til þessa haustlð 1921
er jeg kom til Kaupmannahafnar og
heimsótti Boga þar. Varð jeg þá B<st
fyrir votibrigðum, því að hann tók
mér sem besti bróðir, og fann jeg þeg-
ar að enn var hann hinn sami, gamli
skólabróðlrinn, gamli vinurinn, sem
vildi gera alt sem hann gat fyrir mig,
ferðamanninn, útlendinginn, æskuvin-
vininn. — Hina sömu trygð og vináttu
sýudi hann mjer æ síðan, og skal hjer
nefnt eitt dæmi þe3s. Sjálfur var Bogi
heilsuveill mjög og hafði hann þvi á
efri árum sínum farið nokkrum sinnum
til baðstaðar þess á Þýskalandi sem
Neuheim heitir, og dvalið þar um
tíma sjer til heilsubótar. En er hann
frjetti að jeg væri veikur orðinn á nokk-
uð Kkan hátt og hann, þá vildi hann
fyrir hvern mun fá mig með sjer þang-
að suður. Sótti hann þetta fast og
vildi með öllu móti reýna til að gera
mjer ferðina sem allra auðveldasta og
ódýrasta. Úr því ferðalagi mínu gat
samt ekkert orðið, því að til þessa
brast mig bæði fje og áræði. En vel
sýnir þetta góðvild Boga við mig. —
Seinasta brjefið, er jeg fjekk frá hon-
um, er skrifað < síðastliðnum mánuði.
Er hann þá enn að biðja mig að gæta
vel heilsunnar, og gefur mjer ýmisleg
heilræði þar að lútandi. — Af þessu
síðasta brjefl hans er ekki annað að
sjá en að þá sje hann enn vel hress
og glaður < anda. Óskar hann, að jeg
sje þá horfinn tll hans, svo að hann
geti spjallað við mig um hitt og þetta.
Ennfremur mlnnist hann < brjefinu
á ýms áhugamál s(n, einkum á Fræða-
fólagið, sem hann ljet sjer mjög ant
um og lagði mikið < sölurnar fyrir.
Brjefið endar hann með þessum orð-
um: »Nú er 22 oktbr. og skip fer á
morgun. Mjer liður vel.«
Bogi Melsted var áhugamaður mikill
í mörgu. Áhugi hans og löngun til
að láta gott af sjer leiða var miklu
meiri en < meðallagi. Hann varð oft
fyrir ósanngjörnum dómum og var á
margan hátt misskilinn af sumum
löndum sinum. Meðal annars var hon-
um brugðið um of rpikið dekur við
Dani. Það er s a 11, að hanu var vin-
veittur Dönum, en óg sje ekkert ljótt
< því. — Hitt er aftur jafn ó s a 11,
að hann hafi ekki sýnt fulla rækt ætt-
jörðu sinni. Hann var ættjarðarvinur
og góður íslendingur. Reyndar má vel
vera að stundum hafi honum missýnst <
þjóðmálum, eins og manna dæmi eru.
Jeg er ekki maður til að dæma um
það. — En hvað sem því Kður, þá
er það víst, að í þeim málum, eins
og í öllu öðru, vildl hann ekki annað
en það eitt, sem honum fanst vera satt
og rjett, því að maðurinn vildi ekki
vamm sitt vita. Hann var grandvar og
ósjerplæginn og sakir þeirra mann-
kosta sinna varð hann að mörgu leyti
nýtur maður fyrir land og þjóð, þvi
að mannkostamaður verður altaf að
einhverju leyti nýtur m&ður.
Jeg sagði áður, að Bogi Melsted hefði
verið góður íslendingur, og það er víst,
að það var hann. En < hverju sýndi
hann það? Hann Býndi það umfram
alt < því, að honum sárnaði það mjög,
ef einhverjir íslendingar, er dvöldu er-
lendis, gerðu Bjer eitthvað til minkun-
ar, þv< að með þv( fanst honum smán-
arblettur vera settur á þjóðina hans,
en honum var svo ant um sæmd henn-
ar og sanna velferð, að sKkt gat hann
með engu móti þolað, eða hvað mun
hafa valdið þessu annað en ást hans
til lands og þjóðar.
Þá má eun nefna það, að sjálfur
hafði hann gert þá ráðstöfun, að eftir
lát hans skyldu bein bans flutt hingað
h e i m og geymast < (slenskri moldu.
Hann gat ekki hugsað til þess að láta
þau hvíla annarsstaðar en < skauti
fósturjarðarinnar, þv< að svo sterk voru
böndin, sem bundu hann við landið
hans, landið, sem geymir duft svo
margra forfeðra hans og ættingja,
margra þeirra, sem gert hafa garðinn
frægan hér á landi.
Þá vil jeg sfðast en ekk< s<st geta
þess hór um hinn gamla og góða vin
minn, að bann var alla æfi einlægur
og heitur trúmaður. Honum var ant
um kirkju og kristindóm; hann treysti
af alhuga forsjón Guðs og handleiðslu,
og sú tilfinning átti án efa dýpstar
rætur í eðli hans. Þetta fann jeg bvo
oft og þá ekki síst, er við hittumst,
seinast. — Það var < sumar er leið. —
Þá var hann, mór til mikillar ánægju
gestur á heimili mínu, og minningin
um þá samverustund verður mór ávalt
kær. — Það er víst, að trúartraust
Boga veitti honum þrek í þjáningum
hans. Eitt sinn skrifar hann mjer þann-
ig: Jeg má þakka Gnði fyrir, að hann
hefir gefið mjer styrk til þess að bera
veikindln, og vera glaður þrátt fyrir
þau«.
»Mjer líður vel«. — Þessi voru síð-
ustu orð Boga Melsteðs í síðasta brjefi
hans til mín. Samt hefir honum þá
varla liðið vel nema að nokkru leyti;
en nú efast jeg ekki um, að honum
Kði vel að öllu leyti. Ekki efa jeg
það heldur, að enn munum við eiga
eftlr að hittaBt, og þegar sá tími kem-
ur, veit jeg, að hann muni taka vel á
mótl mór, jafnvel ennþá betur en hann
gerði nokkurntfma hér < heimi, þótt
vel væri þá.
Reykjavík 17. nóv. .1929.
Stefán Jónsson.
FABRIE.KSMERK
Munið að þetla
erbesta og eftir
qœðum ódýrasta
súkkulaðið.
Kærkomnar iólagjafir
fást ódyrar í Bankastræti 4
á móti Stjórnarráðinu.
Hvernig
veröur
veðriö
í dag.
Langstærsta úrval á landinu
af úrum, klukkum, silfur og
gullvörum er hjá
SIGURÞÓR,
Austurstræti 3.
A T H B 6 1 Ð
að með Schlutor dieselvjelinni kostar olía íyrir hverja fram-
leidda kilóvattstund aðeins 7—8 aura.
H. F. RAFMAON.
Hafnarstræti 18. Sími 1005.
Vigiðs Gnðbranflsson
klseðskerl. Aðalstrseti 8
Ávalt birgur af fata- og frakkaefnum. Altaf ný efni með hverri ferð.
AV. Saumastofunni er aokað kl. 4 e. m. alla laugardaga.
Efnðlaug Reykjavikur.
Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug.
Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein-
an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er.
Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum.
Eykur þægindi! Sparar fje!
Driianda kaffið er drýgst