Morgunblaðið - 12.01.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAOIÐ )) INfeiirm & SS Nýkominn: Colmans-mustaröur do, karry. do- línsterkja. Þessar vöiur eru viðurkendar um alt land. Engin verslun má láta sig vanta Colmans-vörur. Golgates --- hreinlætisvörur = eru þektar um heim allan fyrir framúrskarandi gæði. H ö f u m n ú f y r i r 1 i g g j a n d i: Coleo handsápur, Eclat handsápur, Big Bath hanðsápur, Tanncream, Rakcream, Raksápur lausar 09 í hylkjum. Charmis Cold cream í túpum og krukkum. Mirage V/anishing cream í túp og krukkum Munið ‘þegar þjer viljið fá góða handsápu íyrir lágt verð, þá biðjið un] COLEO. H. Ölafsson & Bernhöft. Símar 2090 1609. Skantar og sleiar Miklð úrval af stálskantam, járnskantnm oy sleðnm ávalt fyrirliggjandi. Veiðarfæraverslunln „Seysir". Mikil verðiækkun á nýjum fiski. Við komum til að hafa nýjan fisk til sölu öðru hvoru í allan vetur, þegar ferðir falla frá Sandgerði, sem ætíð verður seldur með föstu verði, 10 aura pr. y2 kg. á staðnum H.f. Sandgerði, Norðnrstlg 4. Sími 2343. Vanir bíkhaldari Karl eða kona, sem kann tvöfalda bókfærslu og sem getur gert upp bækurnar og efnahagsrdkning um áramót, óskast nú þegar. Eiginhandar umsóknir með tilgreindri kaupkröfu sendist A. S. í. Merkt „Bókhaldari“. Drífanda kaffið er drýgst Páll Rnnólfsson. Nokkur minningarorð. t t Páll Guðfinnur Runólfsson var fæddur 8. ágúst 1901 á Naustum í Eyrarsveit og drukknaði með þeim hætti, að hann dátt út áf bryggju á Siglufirði 28. nóv. s.l. Við frá- fall hans höfum við sveitungar hans mist einn okkar efnile'ga'sta og hesta dreng. Hann stundaði oft- 'ast.atvinnu utan hjeraðs, sem vjela maður frá því hann var 18 ára, en tók sjer oftast eitthvert frí til þess aðeins að sjá fore'ldra og vini á ári hverju og borga hjer öll gjöld þar til nú að hann var að setjast, að á Siglufirði. Hann var mjög hjálpfús og leiðbeinandi mönnum sem hann þekti sem voru í atvinnu leit þar sem hann til náði og hugðu menn nú sjerstaklega gott til, er hann settist þarna að. Páls he'itins verður því sársakn- að af Öllum þeim er nokkur kynni höfðu af honum. Lund hans var Ijett og glöð, viðmót hans þægilegt og framkoma öll sjerstaklega lát- laus og prúðmannleg. Hann bauð af sjer góðan þokka hvar sem hann kom eða fór, og vildi öllum gera grejða og rjetta hjálparhönd. For- eldrum sínum reyndist hann jafn- an yndislegur sonur, systkinum sín um ljúfur og e'lskulegur bróðir, og fjelagsbræðrum og samverkamönn- um drenglyndur og góður fjelagi. Hann var drengur góður, ötull og ósjerhlífinn starfsmaður að hverju sem' hann gekk. Sár harmur er nú kveðinn af eftirlifandi ástvinnm þegar hann er burt kallaður í blóma lífsins, Og vini hans og kunningja setur hljóða. Æfi hans var ekki löng, e*nn hún var þó nóg til þess að skilja eftir bjartar og hlýjar endurminn- ingar í hjörtum vandamanna og vina. Þá er vel þegar lífinu er lifað þannig. Blessuð sje minning hans. Gamall sveitungi. Heimáallsfnnáurinn Fimtud.kvöld var haldinn fundur í fjelagi nngra Sjálfstæðismanna, Heimdalli, til þess að ræða um bæjarstjórnarkosningarnar. Sýndi aðsóknin þegar í fundarbyrjun það greinilega að ungu kjósend- urna skorti hvorki vilja nje áhuga til þess að vinna að því að kosn- ingarnar bregðist ekki vonum hinna bjartsýnustu manna í Sjálf- stæðisflokknum. Pjetur Hafstein, form. fjel. hóf umr. með því að greina frá hversu e'inhuga og drengilega kosninga- Hjartans þakkir vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur eamúð og hluttekningu við andlát og jarðarför sonar og bróður, Sæmundar Gíslasonar. Kristín S. Hafliðadóttir og systkini. Innilegar þakkir fyrir anðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, Stefáns Jónssonar, múrara. Reykjavík, 11. janúar 1930. Sigríður Sigurðardóttir. Það tilkynnist hjer með að Magnús sonur okkar ljest þann 4. þ. m. Jarðarförin er ákveðin fimtudaginn 16. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. að heimili hins látna, Skúlaskeiði 4. Kransar eru afbeðnir. Hafnarfirði 11. janúar 1930. . , Þórunn Hansdóttir. Auðunn Magnússon. Jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður, Þor- bjargar Þorkeísdóttur, fer fraih næStkomándi þriðjudagl4. þessa m. og hefst með bæn á heimili hennar, Þórsgötu 4. Arni He'lgason, Júlíus Arnason, Guðlaug Árnadóttir, Ásmundur Árnasdh, Guðmundur Árnason, Sigurj.ón Jónsaon, Margrjet Þorvarðsdóttir, Sigríður Gústafsdóttir, Sigríður Gúðmundedóttir. nefndin hefði tekið fulltrúa Heim- dalls, eins og sjá mætti af því, að hann hefði verið settur í örugt sæti á listanum og hvatti menn til þess að votta Sjálfstæðisflokknum þakkir sínar með því að vinna engu ósieitilegar fyfir listann nú, heldur en þe'ir mundu liafa gert cf fulltrúi þeirra hefði verið settur í vafasæti. Hófust því næst fjörugar umr., margir töluðu og allir á þá einu leið, að ungu kjósendurnir mundu gjalda Sjálfstæðisfl. ríflegan at- kvæðaskatt í þakkarskyni fyrir það tillit sem flokkurinn hefði sýnt þeim. Einkum voru menn ein- huga um að muna Alþýðuflokkn- um það hnjóðsyrði, e'r málgagn hans leyfði sjer að kalla fulltrúa þeirra og þar með alla kjósendur á hans reki „pelabörn.“ Tuttugu og tveggja ára. Hthvarf ósannindamanna Það er háttur æfðra .slefbera og ósannindamanna, eins og Jónasar Þorbergssonar útvarpsstjóra, að leita hælis í skúmaskotum nýrrar ósannindaþoku, þegar þeir eru staðnir að augljósum lygum. í kosningasnepli Framsóknar sagði Jónas Þorbergsson frá því, að jeg hefði hlustað á ræðu nafna Iians frá Hriflu á fundinum í K.R.- húsinu. Hann sagði hvar jeg hefði verið í salnum, lýsti andlitssvip mjnum meðan á ræðunni stóð o. s. frv. í gær lýgur hann því upp að jeg hafi sagt, að jeg hafi aldrei á fundinn komið. Ný lýgi. Og hampar því síðan að mörg hundr- uð manna geti borið það me'ð sjer, að jeg hafi þar verið. Flýr hann með þessu í skjól nýrra ósanninda. ITm það var rætt, hvort jeg hefði verið þar, er Hriflumaður hjelt ræðu sína. Skora jeg nú á Jónas Þorbergsson, ef til er nokk- Tirt blóðkorn af manndómi í hon- um, að fá einhvern einn af þessum hundruðum, til þess að bera það með sjer. Alt um veru mína á fundinum meðan nafni hans talaði, eru vís- vitandi helber ósannindi, - og þessi hundruð manna sem Jónas Þor- bergsson reynir í gær að vitna til, geta ekki annað en staðfest það með mjer, að hann — Jónas Þorhergsson — er nú se'm fyr stimplaður opinber ósannindamað- ur og ræfill. Með þessum marg- endurtelma stimpli hverfur nú þessi boðbe'ri lýginnar úr hópi ís- lenskra blaðamanna. V. St. Minnismerki Amundsens og Guilbauds. Franska blaðið „La Libertée'' hefir hafið fjársöfnun til þess að þeim Amundsen og Guilbaud verði reist minnismerki. Se'gir norska blaðið „Aftenposten", að minnis- merkið eigi að reisa í Noregi, sennilega á þeim stað„ þar sem „Latham“ ljet síðast frá landi. R9komið: Bflstjórajabkar, fóðraðir með skinni. % Vattteppi margar tegundir: Nankiusialaaðnr. Deppnr. Trawlbnznr. Enskar Minr. Ullarteppi. Baðmnllarteppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.