Morgunblaðið - 12.01.1930, Side 5
Sunimdagmn 12. janúar 1930.
5
0U
Hkæruvaldíð og relslvaldið
Það e'r nú rjett ár síðan Her-
mann Jónasson Hóf starf sitt sem
lögreglustjóri þessa bæjar. Menn
hugðu alment gott til hans í þess
ari vandasömu og ábyrgðarmiklu
stöðu. Hann hafði áður um nokk-
urt skeið farið með lögreglumál
bæjarins undir handleiðslu eins af
bestu og glegstu dómurum þessa
lands, Jóhannesar fyrv. bæjarfó-
geta Jóhanne'ssonar, aulc þess sem
hann hafði sjerstaklaga kynt sjer
erlendis meðferð lögreglumála og
annað það er að starfi lögreglu-
stjóra lýtur. En það sem mest var
um vert og menn lögðu mesta a-
herslu á, og töldu He'rmanni sjer-
staklega til ágætis var það, að
hamn hafði- ávalt. haldið sjer utan
við stjórnmáladeilurnar og virtist
að öllu leyti óháður flokkum og
einstökum mönnum í því efni. Það
töldu menn vera tryggingu þess.
að hann mundi verða rjettlátur í
starfi sínu og á engan þátt láta
stjórnast af pólitískri eða persónu-
legri óvild til manna, se'm oft leiðir
af hinni harðvítSgu stjórnmála-
deilu vorra tíma.
Mönnum var það ljóst hversu
afaráríðandi það er þjóðfjelaginu
og ekki síst þessu bæjarfjelagi að
lögreglustjórinn, sá embættismaður
sem að miklu leyti hefir refsivaldið
og framkvæmd þess í höndum sjer,
c'igi ekki í dagsins deilum og
stjórnmálaþrefi, heldur inni starf
sitt af liendi óskiftur og óháður og
laus við alla pólitíska samúð eða
andúð til þeirra manna sem eiga
við að búa stjórn hans, eiga rjett
sinn að sækja í hendur honum og
eiga kröfu til verndar hans ef svo
ber undir.
Menn tóku þegar í öndve'rðu eft
ir því, að dómsmálaráðherrann,
Jónas Jónsson frá Hriflu, sem skip
aði Hermann í lögreglustjóraem-
bættið, ljeti ekki þar við sitja,
heldur tók hann beinlínis að sjer
og ól önn fyrir honum sem embætt
ismanni með mikilli nákvæmni og
gerði alt sem hann gat til þess að
breiða út hróður hans sem lög-
reglustjóra. Flutti stjórnarblaðið
„Tíminn“ hverja greinina eftir
aðra um ágæti þessa nýja lögreglu
stjóra og gat ekki nógsamlega lof-
að skarpskygni hans í því að kom-
ast fyrir glæpi, stjórnsemi hans
og röggse’mi. Mönnum þotti þessi
lofsöngur „Tímans“ nokkuð kyn-
legur og jafnvel grunsamlegur, þar
sem það var ekki vitað, að nokkuð
■ það hefði komið fyrir í tíð þessa
nýja lögreglustjóra, er gæfi minsta
tilefni til slíkrar aðdáunar eða
benti á nokkurn hátt á yfirburða-
liæfileika hans. — Hvað veldur?
spurðu menn. Og nú er gátan ráðin
Hermann Jónasson átti að vei-ða
pólitískt verkfæri í höndnm Jónas-
ar frá Hriflu.
Dómsmálaráðherrann og lög-
reglustjórhm í Reykjavík — á-
kæruvaldið og refsivaldið — áttu
að standa saman í stjórnmálabar-
áttunni og þar með áttii að kúga
pólitíska andstæðinga til auð-
sveipni og undirgefni.
Margir þeir, er þektu Hermann
Jónasson, bjuggust við því að hann
liefði það þrek og þann manndóm,
að standast blíðmælgi Jónasar frá
Ifriflu og að hann, jafn skarp-
skygn og hann var sagður sem lög-
reglustjóri, myndi hafa þá greind
til að bera að liann ljeti ekki
blekkjast af atlotum Jónasar. Og
menn voru e’innig að búast við því
að Hermann tæki starf sitt sem
lögreglustjóri svo alvarlega, væri
svo ant. um embættisheiður sinn,
væri svo samviskusamur og fýndi
til svo mikillar ábyrgðar í þessu
starfi sínu, að hann mundi aldrei
láta dómsmálaráðherrann leiða sig
út á þá háskalegu braut sem hann
nú er genginn inn á, — að standa
við lilið Jónasar i stjórnmáladeil-
unni, jafn óvægile'g og persónuleg
og hún jafnan hefir verið af hálfu
ráðherrans.
Mönnum bar öllum saman um
það, að lögreglustjórinn mætti síst
allra manna verða flæktur í póli-
tískar flokkadeilur, því að aðstaða
hans væri þannig að enginn gæti
sem hann, misbeitt valdi sínu á því
sviði ef honum biði svo við að
horfa.
En hvað skeður?
Hermann Jónasson er óvenju-
lega framgjarn maður, og það vita
þeir sem þekkja hann best að hann
er ekki að sama skapi hygginn
maður.Hann stóðst ekki atlot Jón-
asar frá Hriflu. Honum finst það
vera vegsauki að standa framar-
lega í hinni pólitísku baráttu og
hann sjer í hillingum ókomins
tíma frægð og frama þjóðmálaleið
togans. — Hann fellur fyrir gyll-
ingum dómsmálaráðherrans.
Og hvað svo?
Það sem menn óttuðust mest
verður að verule'ika.
Þegar á fyrsta fundinum, sem
haldinn er hjer í bænum vegna bæj
arstjórnarkosninganna, sem nú
fara í hönd, gerir lögreglustjórinn
sig sekan um það, að drótta því
að mönnum, sem ekkert höfðu til
saka unnið annað en það að standa
á öndve'rðum meiði við hann í póli
tískum skoðunum, að hann hafi
haft þá undir hendi; vitanlega sem
sökudólga. Hann misbeitir þannig
við fyrsta tækifæri, á hinn háska-
legasta hátt, stöðu sinni sem
lögreglustjói-i, — á opinbe'rum
fundi og framan í hundruðum
manna. Og meira enn: Hann er
neyddur til þess á sama fundi og
framan í sömu mönnum, að aftur-
kalla þessar aðdróttanir sínar og
gerist þannig opinber ósanninda-
maður frammi fyrir alþjóð. Getur
slíkur maður krafist trausts og
virðingar borgara þessa bæjar?
H rmann Jónasson hefir brugð-
ist trausti þeirra manna sem best
hugðu til hans sem lögreglustjóra.
Hann hefir sýnt það nú, að hann
tekur ekki starf sitt sem lögreglu-
stjóri eins alvarle'ga og honum ber,
að hann hefir skort samviskusemi
og ábyrgðartilfinningu til þess’að
halda sjer utan við deilur stjórn-
málanna, — og að hann hefir fórn
að embættisheiðri sínum á altari
Jónasar frá Hriflu.
Þetta er öllum bæjarbúum ljóst
og þeir munu minnast þess við bæj
aistjórnarkosningarnar 2Ö. þ. m.
a—b.
iliiliilliiiir
aUiaáaf
IJJ’ Bezti eiginleiki
v FLIK=FLAKS lj
er, að það bleikir þvottini^!
við suðuna, án þess að fjM
skemma hann á nokk- /M
urn hátt f
^ Ábyrgzt, að laustyB
[K. sé við klór.
Rskan
og bolsabroddarnir.
Engir hafa látið meira yfir ást
sinni á æskunni og stuðningi sín-
um við hana en bolsabroddarnir.
Árið út og árið inn hafa þeir kyrj-
að lof sitt um æslruna. „Æskan á
að ráða. Yið berjumst fyrir rjett-
indum hennar“. Þetta er söngur-
inn.
Nu hafa menn á aldrinum 21—25
ára í fyrsta sinn öðlast kosninga-
rjett og kjörgengi. Menn skyldu nú
ætla, að bolsabroddarnir hefðu
reynst orðum sínum trúir og tekið
einhvern ungan mann í örugt sæti
á lista sínum. Svo varð þó eigi. All-
ir gömlu fulltrúamir eru teknir þar
í röð — eftir „embættisaldri“.
Ungu mennirnir í flokki sósíalista
eru notaðir aðeins sem flotholt und-
ir hina afturþungu burgeisa flokks-
ins.
Oft hafa broddarnir beðið um
fylgi æskumannanna, skjallað þá og
sagt:
„Ef æskan vill rjetta þjer örfandi
hönd,
þá ertu á framtíðarvegi“.
Það er rjett, að þeir, sem æsk-
an rjettir höndina, eru á framtíð-
arvegi. — Nokkrir æskumenn hafa
rjett þeim Hjeðni, Stefáni Jóhanni
og Sigurði Jónassyni sína örfandi
hönd og þeir hafa komist á fram-
tíðarveginn — framtí,ðarveg olíu,
tóbaks og embætta. En þegar æskan
vill sjálf komast á framtíðarveg
hugsjóna sinna — hvar er þá hönd
þessara manna ?
Um það ber listi þeirra ljósastan
vottinn.
Sjálfstæðismenn tefla nú fram
mjög efnilegum 24 ára gömlum
manni.
Alþýðublaðið þarf auðvitað að
hnýta í þennan unga mann, því að
hann er ekki af þess sauðahúsi. En
á hvern hátt gerir blaðið það ? Bú-
ast mætti við, að það væri vegna
skoðana lians. Nei! Það er Vegna
æsku hans.
Alþýðublaðið velur okkur æsku-
mönnum þessa bæjar heitiS pela-
börn. — Þar kom vilfurinn undan
sauðargærunni. Þarna komu þeir
upp um hinn sanna hug sinn til
æskunnar.
Auglýsing
nm ntsvarsskyldn ntansveitarmanna.
Samkvæmt lögum nr. 46, 15. júní 1926 um útsvör og
reglur 8. n<3v. 1927 um útsvarsskýrslur utansvcitarmannú.
ber að senda bæjarstjórninni skýrslur um atvinnu þá, er
utansveitarmenn stunda í Reykjavík.
Þessir eru skyldir að senda skýrslur um atvinnu sína
í Reykjavík:
1. Hver sá einstaklingur, eða fjelag, sem ekki á heim-
ilissveit í Reykjavík, en
a. hefir hjer heimilisfasta atvinnustofnun, einkaat-
vinnu eða útibú,
b. stundar fiskveiðar og leggur upp afla sinn í Rvík,
c. rekur hjer atvinnu, svo sem verslun, síldarkaup,
verksmiðjuiðnað eða slíkt,
d. flyst hingað búferlum.
2. Þeir, sem eiga hjer ekki heimilissveit, en stunda at-
vinnu í Reykjavík að minsta kosti 3 mánuði samtals
á gjaldárinu.
3. Þeir, sem eru lögskráðir á skip í Reykjavík að minsta
kosti 3 mánuði samfleytt, en eiga hjer ekki heimils-
sveit.
Ennfremur allir þeir vinnuveitendur í Reykjavík,
og þeir sem hafa hjer heimilisfasta atvinnustofnun skyld-
ir að senda skýrslur um atvinnu þeirra utansveitarmanna,
sem starfa í þjónustu þeirra.
Allar þessar skýrslur skal rita á eyðublöð, sem þar
til eru gerð, og fást á skrifstofu borgarstjóra.
Skýrslur fyrir árið 1929 bera að senda hingað á skrif-
stofuna nú þegar og ekki síðar en fyrir lok febrúarmán-
aðar, að viðlögðum dagsektum eftir ákvörðun atvinnu-
málaráðuneytisins.
.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 11. janúar 1930.
K. Zimsen.
Þegar æskan lætur okkur stjórna
sjer og rjettir okkur örfandi hönd
á framtíðarvegi okkar, þá er htín
ágæt.
En þegar æskan gerist svo djörf,
að heimta rjett sinn til beinna á-
hrifa á hag bæjarins, þá fær hún
ert vit á slíkum málum fremur en
þann vitnisburð, að hún hafi ekk-
pelabörn.
Þessa munu allir sjálfstæbir æsku-
menn í Reykjavík minnast nú við
kosningarnar.
Þess vegna kjósa þeir C-listann.
Æskumaður.
Efnalaug Reykjavíknr hefir flutt
afgreiðslu sína í hið nýja hús Gúð-
steins Eyjólfssonar, Laugaveg 34-