Morgunblaðið - 24.01.1930, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
(rKp) Umbúðapappír í rnllnm og firknm, allar
stærðir.
VA^) Brjeipokar af öllnm stærðnm fl. tegnndir.
Athugið! Hattar, sokkar, nærföt,
húfur, vinnuföt o. fl. ódýrast í
Hafnarstræti 18, Karlmannahatta-
búðin. Einnig gamlir hattar gerð-
ir sem nýir.
Skrifstofuborð stórt, með fjór-
Hin skúffum, tií sölu, mjög ódýrt.
Magnús Stefánsson, sími 1817.
Útsprungnir túlípanar og hya-
sintur í Hellusundi 6. Sent heim
ef óskað er. Sími 230.
Hingað til hefir það verið full
kominn dauðadómur yfir hverjum
manni, sem komið hefir fram fyrir
kjósendur í Reykjavík, að vera
bendlaður á einhvern hátt við Tím
ann, og svo skal etan verða, þó að
raont þeirra og ofsi hafi aukist við
að komast að völdum.
1 bæjarmálum Reykjavíkur á
Tímaklíkan að halda uppteknum
hætti fyrri ára: Að skammast sín
og þegja.
P.
Sósialistar
og kristin kirkja.
Túlipanar fást í Skrautgripa-
verslun Árna B. Björnssonar, Lækj
artorg.
<
Húsnæði.
y
Húspláss óskast til að geyma í
húsmuni. A. Obenhaupt.
Tilkynningar.
Máttur, fundur 26. janúar kl.
1 y2 í Þingholtsstræti 28.
Kensla^^^^^l1
Árósa húsmæðraskóli, Danmörku.
Riis Skov St.v. Aarhus. 5 og 3
mán. námskeið frá maí, 2 mán.
frá ágúst. Skólaskýrsla send. —
Axel Möller.
Ostar
og niðnrsnða
á kalda borðið
ðdýrast I
Statesman
er stðra orðið
kr. 1.25
borðið.
Earlmanna
Föt
og
Frakka
kaupið þjer best
og ódýrast í
Vðrnhnsinn.
Það var upphaflega eitt af
kjörorðum sósíalista, að trúar-
skoðun manna skyldi vera einka-
mál þeirra. En nú hafa þeir í
verkinu algerlega horfið frá
þessu kjörorði sínu, forsprakicar
íslensku sósíalistanna. Þetta er
alkunnugt hjer, bæði af umtali
blaðs þeirra um trú og kristin-
dóm og tillögur þeirra um þau
mál annars.
Þeir hafa nú fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar verið að
neita þessari staðreynd. En þær
neitanir eru algerlega þýðingar-
lausar, því að sannanlegt er, að
Alþýðuflokkurinn, er sig kallar
svo, hefir alveg nýverið gefið út
bók, sem ekki aðeins hefir að
geyma árás á kristindóminn,
heldur einnig hið rammasta níð
um hann og það, sem hingað til
hefir verið kallað guðlast.
Ekki skal hjer farið út í það,
hversu slík umyrði sem í riti
þessu eru, eru frámunalega
smekklaus og langt frá því að
vera siðuðum manni samboðin.
Þau eru álíka ósmekkleg og t.
d. klám eða blótsyrði á prenti.
Enginn heimtar það nú á dög-
um af höfundi þessarar bók-
ar eða öðrum, að þeir trúi öðru
en þeim þykir skynsamlegt. En
hitt heimta allir siðaðir menn,
jafnt af trúuðum sem vantrú-
uðum, að þeir hagi orðum sín-
um bæði í ræðu og riti hneyksl-
islaust, án þess að særa trúar-
kend trúrækinna manna og
smekkvísi almennings.
Bók sú, sem hjer er við átt, er
bók Halldórs Kiljans Laxness:
Alþýðubókin, svo nefnda. Seg-
ir í formála fyrir bókinni, sem
ritað hefir Jakob Smári, að höf.
hafi gefið Alþýðuflokknum
hana og að hún hafi verið gef-
in út svo fljótt sem unt hafi
verið. Svo dýrðlegt er guðspjall
bókar þessarar, að áliti Alþýðu-
flokksins. — Ráðamenn þessa
flokks eru, eins og allir vita,
Jón Baldvinsson, Haraldur Gúð-
mundsson, Hjeðinn olíusali
Valdimarsson, Stefán Jóhann,
Sigurður tóbakssali Jónasson o.
fl. Flokkurinn hefir athuga-
semdalaust birt svívirðingar bók
arinnar og smekkleysur um
kirkju og trúarbrögð, og hefir
þar með sýnt hug sinn til þeirra
málefna og staðfest rækilega
það, sem mnen vissu áður. Einn
smærri spámanna sósíalista —
Hallbjörn Halldórsson — hefir1
beinlínis sagt, að þessa bók ætti
að kenna í skólum landsins.
Alþýðubókin og Tíminn.
Útibú sósíalista hjer, Fram-
sókn, hefir einnig tekið bókina
hans Halldórs Kiljans á arma
sína. Blað uppgjafakennimanns
kirkju vorrar, biskupssonarins
frá Laufási, Tíminn, hefir talið
hana mjög merka og ekkert
haft við guðlast hennar að at-
huga. Þeir hafa því ábekt guð-
lastið með Alþýðuflokknum,
eins og við mátti búast.
Ummæli Kiljans um trúar-
brögð, kirkju og kristindóm.
Þess skal getið, að Halldór
var til skamms tíma heitur,
kaþólskur trúmaður. Þá mátti
hann ekki heyra andað á ka-
þólska kirkju. Og þá fyrirleit
bæði Tí'minn og Alþýðublaðið
hann. En þegar Halldór varð só-
síalisti og fór að prjedika rán
og svívirðingar um kristna trú,
þá varð hann ágætur bæði x
Alþýðublaðinu og Tímanum.
Halldór talar um kirkju og
kristindóm.
Nú er best að lofa Kiljan að
taka til máls. Hann mælir svo
(Alþb., bls. 35) :
„HáSulegasta níðstöngin“.
„Við Háskóla íslands er kenn-
arastóll í forn-arabiskum trúar-
grillum, og er síst of mælt, að
tilvist þess kennarastóls sje hin
háðulegasta níðstöng, sem menn
ingu norræns kyns hefir rist
verið.....Úr kensludeild þess-
ari eru útskrifaðir menn, Mm
eiga að hafa það starf með
höndum að fara út meðal ís-
lensku þjóðarinnar og ljúga inn
í hana væminni töfratrú, hund-
gamalli austan úr Miðjarðar-
hafsbotnum ....“.
Sí'ra Ingimar skólastjóri er
einn þessara manna, sem sendur
var út til að „ljúga“ inn á menn
þessari væmnu töfratrú. — Og
þetta eru kveðjurnar, sem Al-
þýðuflokkurinn sendir klerkum
og kennimönnum landsins.
Kristin trú og menningarspillir.
(Alþb., bls. 36).
En Halldór og Alþýðuflokk-
urinn huggar sig við það, að Is-
lendingar hafi „aldrei verið
ýkja ginkeyptir að þessum menn-
ingarspilli vorum“. Enda hefir
„lygaform þetta, sem Spengler
svo nefnir ......... kristnina,
komið miklu meiri ruglingi á
sálarlíf flestra germanskra
þjóða en vort“. En þó er þess
ekki að dyljast, að kristni»
„sýkti mjög jarðveg íslenskrar
hugsunar öldum saman“.
Þannig talar nú fyrverandi
boðberi kaþólskrar kirkju. Og
þetta hefir Alþýðuflokkurinn
gefið út handa fólki, sjálfsagt í
stað trúbóka kirkjunnar.
Biblían og Alþýðuflokkurinn.
(Alþb., bl.s 36—38).
Kiljan segir, að guðfræðis-
kandidatar frá háskólanum
„fremji töfra-athafnir og
skvaldri um trúargrillur". En
„biblían er oss aðeins til ama
sakir hjegiljuháttar“. Þó finn-
ur Nýjatestamentið ofurlitla náð
í augum Kiljans og Alþýðu-
flokksins. Nýjatestamenti þeirra
gyðinganna, eins og Kiljan kall-
ar það, er ekki „alskostar ó-
merkileg bók“. Og það er af
því, að þar er fjórskrifuð sag-
an af „Hvíta Kristi“, er hann
segir farið hafa með „frum-
stætt“ og „óorðspakt“ hjal.
„En mikil náma er Nýjatesta-
mentið fyrir grillufangara", seg
ir Kiljan og Alþýðuflokkurinn.
Enda segir hann, að vjer ís-
lendingar eigum í munnmælum
fjölmargar kynjasagnir áhrifa-
hollari og miklu betur samdar
en Nýja testamentið. Og nefnir
til eina slíka sögu, er hann ber
saman við „söguna um Krist,
er hann mettaði 5000 manna
með göldrum“.
Um Krist fer hann annars
fleiri orðum. Hann segir, að
„trúfífl hafa lengi logið því að
alþýðu manna og tekið laun fyr-
ir, að Kristur þessi hafi verið
almáttugur“. Enda „allar kenn-
ingar um almætti meiningar-
laust þvaður út í bláinn“. Samt
segir Kiljan, að ýmislegt sje
„haft gáfulegt eftir Kristi, hvort
sem hann hefir sagt það eða
einhver annar.“ En það er að-
eins þar, sem Kiljan þykist
geta tekið orð Krists til inn-
tekta bolsevisma sínum.
Nýja testamentið og Nýall dr.
Helga. (Alþb., bls. 40).
Meðal bóka, sem Kiljan og
Alþýðuflokkurinn telur almenn-
ingi hollari en Nýja testament-
ið, nefnir hann Nýal dr. H. P.
Kiljan segir, að dr. H. P. setji
reyndar fram „mjög óvísinda-
legar hugmyndir um starfsemi
miðla og enn vísindalega snauð-
ari hugmyndir um drauma, þá
er slíkt hjegómi einn hjá firr-
um þeim öllum og kynjum, sem
vaða uppi í guðspjöllunum“.
Postulasagan og rit Eiríks frá
Brúnum (bls. 41).
„Langtum þykir mjer“, segir
Kiljan, „Postulanna gerninga-
bók ómerkilegri en frásögn Ei-
ríks fyrr bónda á Brúnum . . .
frá því, er hann tókst ferð á
hendur ... til að boða sanna
trú á íslandi". Sennilega hafa
þó kristniboð postulanna mark-
að fult eins djúp spor í sögu
mannkyns þessa hnattar og för
Eiríks bónda.
Páll postuli og Þórbergur
Þórðarson.
Ekki þykir Kiljani meira vert
um trú Páls postula á Jesú
Krist, en trú Eiríks frá Brúnum
á Þórð Diðriksson. Skemtilegur
verður Kiljaii í niðurlagi kafl-
ans um kirkju og kristni. Þar
fer hann í rnannjöfnuð. öðru-
megin^er Páll postuli og hinu-
megin er Þórbergur Þórðarson.
Báoir hafa skrifað brjef, eins
og sumum mun kunnugt. Og
fullyrðir Kiljan, að Þórbergur
sje tvímælalaust fróðari um
„guð og sálina“ en Páll. Svo er
Þórbergur „skipulegri stílari“
en Páll, sem hættir víða til að
verða „kreddubundinn og tepru-
legur í siðferðismálum, eins og
enskur íhaldsskrifari. Sálarlíf
Páls er lifandi vottur risavax-
ins grillufangara, en aðalstyrk-
ur Þórbergs er fólginn í kröfum
hans um endurbætur á atvinnu-
vegunum“.
Ljereft,
Flnnel,
Tvistau,
Sængnrveraafni.
Fjölbreytt úrval.
Lægst verð.
Verslunin
Egill Jacobsen.
Hniflitspððiir.
Rndlltscream,
flndlitssápur
ug llmvetn
er ðwalt édýrist
og b®ai t
Soussa
irn bestn egypakn Cigarettnmar..
20 st. pakU
á kr. 1.25.
msz?-:css.
Aðalumboðsmenn
Hvannbergsbrædur.
Eins og menn sjá, fer Páll
postuli stórlega illa út úr þess-
um mannjafnaði Kiljans. Er
Þórbergur Páli að öllu góðu
fremri.
Þess skal enn getið, að Kilj-
an varar alþýðu manna mjög al
varlega við sálmakveðskapnum.
Og er það í samræmi við hitt,
sem nefnt hefir verið.
Allar skýringar á framan-
greindum ummælum Kiljans
eru alóþarfar. Hann hefir talað
og alþýðuburgeisarnir hafa lagt
blessun sína á tal hans með því
að gefa það út, ekki aðeins at-
hugasemdalaust í nafni flokks
síns, heldur einnig með því að
hvetja alla til að tileinka sjer
það, eins og þeir hafa gert hvað
eftir annað í blaði sínu.
K o n a.
Reykvískir borgarar!
Listi ykkar er C-listi.