Morgunblaðið - 23.03.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1930, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 23. mars 1930. 8 Gagnfræðabkólar og skóiamál Reykjavíkur Studebaker E IG H T S- PROVED BY THOUSANDS OF MILES . . APPROVED BY THOUSANDS OF OWNERS ccat Yfir 20 átta cyl. bílar hafa í skindi, verið sendir á síð- ustu alþjóða bílasýningar, til þess að gefa kaupendum kost á að kynnast af eigin sjón og reyndi, krafti, fegurð og gangmýkt bíla vorra. Fyrir þremur árum kom Studedaker með nýjan átta cyl. bíl á markaðinn, sem ekki var dýrari en 6 cyl. bíll. Bílar þessir, President, Commander og Dictator átta, hafa inn- unnið Studebaker fleiri opinberar viðurkenningar, en nokk- ur önnur bílategund hefir hlotið. Yður vantar sparneytinn, fyrsta flokks átta cylindra bíl. Yður vantar Studebaker, gerðan af leiðandi framleiðanda, í átta cyl. bílum, sem byggir á 78 ára reynslu í bílaframleiðslu. Aðalumboðssali á íslandi: Egill Vilhjálmssoii. Besta sö'ununin'íyrir transtleibJU Hercnles reiðhjóla Verðið er sjerlega lágt eftir gæðum. Reiðhjólin eru útveguð gegn pöntunum. HeiIdTerslnn Garðars Gíslasonar. Mentamálanefnd Bd., hefir klofn aft um frv. til laga um gagnfræða- skóla. Minni hlutinn (Jón Þorláks- son) hefir lagt fram eftirfarandi áiit á málinu: Fyrst verð jeg að víkja að nokkr um ummælum um skólamál Reykja víkur í greinargerð frv., sem þeir Iugvar Pálmason og Erlingur Frið jónsson hera þinglega áhyrgð á, en auðsjáanlega eru rituð af Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra. Þar segir meðal annars: „í Reykjavík hefir aldrei verið neinn eiginlegur alþýðuskóili, fyrr en Alþingi stofn- setti ungmennaskóla þann, sem starfað hefir nú i tvo vetur. Var það ástand orðið beinlínis þjóð- hættulegt, þar sem í höfuðstaðnum býr um fjórði hluti allra lands- manna......í Reykjavík hafa ráð- andi menn bæjarins sýnt svo á- takanlegt hirðuleysi um málið, að ekki varð við unandi“ o. s. frv. Sannleikurinn um þetta e'r sá, að sem stendur eru þessi alþýðuskólar í Reykjavík: Tala nemendá G gnfræðadeild Mentaskólans 96 Gagnfræðaskóli Reykvíkinga . 83 Ungmennaskólinn.............. 72 Kvölddeild sama skóla........ 28 Kvennaskólinn................ 99 Hússtjórnardeild sama skóla . 24 Verslunarskólinn........... 108 Kvölddeild sama skóla....... 25 Iðnskólinn ..................290 Neifliendur samtals 825 Bnnfremur má nefna Samvinnu- skólann með kringum 40 nemendur og framhaldsbekki barnaskólans (7. og 8. bekk) með 350 nementl- um, flestum á skólaskyldualdri, sem lokið hafa fullnaðarprófi hinn ar lögskipuðu barnafræðslu. Þar við bætast svo nokkrir smærri einkaskólar. Þessi stutta skýrsla ætti að nægja til þess að sýna, hver fjar- stæða það er, að í Rvík hafi „aldrei verið neinu eiginle'gur alþýðu- skóli“ fyrr en Ungmennaskólinn kom. Hinir eru allir eldri en hann, nema einn, sem er jafngamall hon- um, og hafa samtals sjöfalt eða áttfalt fleári nemendur en hann. Bn að heildinni til hafa þe'ssir ,S kólar hvílt ljettara á ríkissjóði en skólar landsins yfirleitt,. Reyk- víkingar hafa kostað þá að lang- mestu leyti sjálfir með skólagjöld- um og á annan hátt. Þakkirnar fyrir þetta frá æðstu stöðum eru svo þær, að „í Reykjavík hafa ráð- andi menn bæjarins sýnt svo átak- anlegt hirðuleysi um málið, að ekki varð við unandi vegna alþjóðlegra hagsmuna“. Oll liin tilfærðu um- mæli bera á sje'r snið ljelegustu tegundar óvandaðrar blaðamensku, en eru gersamlega ósamboðin ráð- herra. Ýmislegt ej/ fleira skakt og óná- kvæmt í greinargerðinni, svo sem það, að Gagnfræðaskólinn á Akur- eyri sje elstur allra alþýðuskóla .á íslendi, 50 ára. Kve'nnaskólinn í Reykjavík er eldri. Skiftir þetta auðvitað litlu máli, en ber vott um mjög óviðeigandi hroðvirkni. Þá skal jeg víkja að ágöllum fnr. að því er snertir úrlausn skóla mála Reykjavíkur. Það þarf ekki en að líta á skrána yfir framhalds- skólana, sem nú eru í Reykjavík og vaxið hafa að mestu upp úr eðlilegri* þörf bæjarbúa við lítinn stuðning úr ríkissjóði, til þess að sjá það, að hjer í fjölmenninu hæf- ir ekki samskonar framhalds- fræðsla („ungmennafræðsla“ svo- neínd) öllum. Fjölmennið þvingar fram miklu víðtækari verkaskift- ingu í atvinnulífinu heldur en þá, sem kemur til greina í fámenni. Þessi verkaskifting í atvinnulífinu gerir harðar kröfur til sjerment- unar, og þær sívaxandi, og þessum kröfum verða skólarnir að full- nægja að því leyti, sem til þeirra kasta kemur. Verslunarskólinn, Iðn skólinn og Kvennaskólinn með hús stjórnardeild sinni eru talandi vott ur um þörfina á aðgreiningu skóla- námsins til undirbúnings undir mismunandi störf í lífinu. Nú er svo ástatt um þessa skóla hjer í Rvík, að húsnæðisvand- ræði er allra þeirra stærsta me'in. Iðnaðarmannasjett bæjarins bygði á sínum tíma skólahús fyrir Iðn- skólann, sem nú er orðinn fjöl- mennasti skóli landsins að nem- endatölu. Húsnæðið er orðið of lít- ið og ekki að öllu leyti samsvar- andi kröfum nútímans. Þessi skóli starfar eingöngu að kvöldinu, en þörf orðin á dagskóla fyrir frh.- kenslu í iðnfræðum. Verslunarskó- inn, sem er næstur að fjölmenni, býr í allsendis ófullnægjandi leigu- húsnæði. Gagnfræðaskóli Reykvík- inga er einnig húsnæðislaus, Ung- mennaskólinn sömuleiðis. Sje nú litið yfir þessa skóla í heild, sem eru húsna:ðislausir eða búa við ó- fullnægjandi húsnæði, þá sje'st, að sem stendur eru þar samtals 263 nemendur að deginum og 343 að kvöldinu. Verði gagnfræðadeild Mentaskólans lögð alveg niður, svo scm ráðgert er í frv. um þann skóla, sem þingdeildin þegar hefir afgreitt, má te'lja vist, að tilsvar- andi tala nemenda leiti í Gagn- fræðaskólann og e. t. v. að litlu leyti í Ungmennaskólann. Ennfrem ur verður að reikna með áfiam- haldi vexti bæjarins meðan úrlausn málsins stendur yfir, og er þá greinilegt, að skólahúsnæði vantar fyrir a. m. k. 400 dagskólaneme'nd- ur og ámóta marga kvöldskólanem endur — til að byrja með. Það liggur nú í augum uppi, að auðveldast er að fullnaFgja þessari húsnæðisþörf með einni myndar- legri skólabj^ggingu, sem rúmi a. m. k. 400 nemendur til að byrja með og auka megi síðar, og liggja til þess tvær höfuðástæður. Önnur sú, að ein bygging verður ódýrari eh fleiri með jafnmiklu kenslu- rúmi fyrir það, að ýmislegt hiis- pláss annað en kenslustofurnar get ur þá verið sameiginlegt fyrir alla skólana, ef þeir eru í einu húsi, og má fyrir þá sök komast af með minna heildarhúsnæði. Hin sú, Ið ef byggja ætti sjerstök skólahúsin, 3 eða 4, þá þyrfti miklu meira ktnslurúm, sakir þe'ss að í hverj- um skóla þarf húsnæði fyrir þá nemendatölu, sem mest er þar sam- tímis. Þar sem íðnskólinn hefir nær 300 kvöldnemendur, en hinir skólarnir fljótlega um 400 dagnem endur þyrfti að byggja kenslustof- ur fyrir 700 nemendur, ef skóla- húsin e'ru aðskilin, í staðinn fyrir 400, ef þau eru sameinuð. Fyrir þessari úrlausn málsins er nú sjeð með frv. því um samskóla Reykjavíkur, sem nú liggur fyrir Nd. og efalaust felur í sjer þá einu fullnægjandi uppástungu um alþýðuskólamál Reykjavíkur, sem enn -hefir komið fram. Jeg fór þó e'kki fram á það í nefndinni, að því máli væri á neinn hátt blandað inn í þetta frv. Aðeins fór jeg fram á lítinn viðauka við 18. gr. frv. Þar er ákveðið, að ríkissjóður leggi fram alt að 90 þús. kr. til húsgerðar handa gagnfræðaskóla í Rvík, gegn 135 þús. kr. frá Reykja víkurbæ. Viðaukinn, sem jeg ósk- aði eftir, var nú sá, að heimilað yrði, ef um það næðist samkomu- lag milli allra gðilja, og þá einnig ríkisstjórnarinnar, að þessi fram- lög mættu, ásamt öðru fje, e'r til þess fengist, ganga til sameigin- legrar byggingar fyrir Gagnfræða- skólann, Iðnskólann og Verslunar- skólann. Annar af meðnefndar- mönnum mínum (PH) viðurkendi rökin fyrir þessu, en vildi þó ekki styðja tillögu um það nema nmð samþykki kénslumálaráðhe'rra. Var þess leitað, en fjekst ekki, og tók jeg þá þann kost að kljúfa nefnd- ina. Hinsvegar get jeg nú ekki, eftir að andstaða ráðherrans gegn skynsamlegi’i hugsun á þessu sviði er svo beh orðin, látið mjer nægja að 'orða þetta sem heimild fyrir stjórnina, og haga jeg brtt. mínum samkv. því. Taubútar, alt sem eftir er, selst f dag Enuþá dálitið eftir af silki- bntum. Verslanin Vík. Laugaveg 52 — S;mil485.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.