Morgunblaðið - 23.03.1930, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1930, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ flðlu-Hiðlmars sapa eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi, örfá eintök eitir og kosta að eins kr. 1.50 eintakið. ísafoldarprentsmiðja h.f. Erindi um trú kvekara flytur Klemens Guðmundsson í dag kl. 5 í Kaupþingssalnum. (Sjá nánar í augl. í blaðinu). Trúlofun sína hafa opinberað 9. þ. m. Stefanía Guðmundsdóttir, Hverfisgötu 87, og Valdimar Dan- íelsson, Urðarstíg 15. Hjónaefni. Helga Markúsdóttir og Kristján Bergmann Jónasson, þæði frá Hafnarfirði, hafa nýlega opinberað trúlofun sína. Alþýðufræðsla Guðspekifjelags- ins. í kvöld kl. 8yz flytur frú Val- ,gerður Jensdóttir kennari í Hafn- arfirði, erindi um englana, í húsi fjelagsins við Ingólfsstræti. — Að- gangur ókeypis. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag, kl. 11 árd. og kl. 8 síðdegis. Nemendur foringjaskólans stjórna. Hornaflokkurinn og strengjasveit- in aðstoða. Sunnudagaskólinn kl. 2 síðd, Sjómannastofan: Guðsþjónusta í Varðarhúsínu í dag kl. 6. Síra Arni Sigurðssön talar. Allir vel- komnir. Landskjörstjóm. Dómsmálaráðu- neytið hefir skipað í landskjör- stjórn þá Magnús Sigurðsson bankastjóra, Ólaf Lárusson pró- fessor, Hermann Jónasson lögre'glu stj. og til vara þá St. J. Stefánsson hrm., og Helga Briem skattstjóra. Framboðslistar skulu afhentir odd- vita kjörstjómar, Magnúsi Sig- urðssyni 8 vikum fyrir kjördag, í seinasta lagi laugardaginn 19. apríl. Vitavarðarstaðan á Reykjanesi hefir nú verið auglýst laus til um- sóknar 1. júní „laun samkvæmt launalögunum, auk húsnæðis, ljóss og hita og afnota túnbletts, er fylgir vitanum.“ Þessi „túnblettur, sem fyigir vitanum“, er eingöngu handaverk Ólafs Sveinssonar, se'm nú á að hrekja frá Reykjanesi. Tvær bækur eru auglýstar í blaðinu í dag, sem fæsta hefir líklega grunað að til væru í bóka- verslun, enda e'ru aðeins örfá ein- tök eftir af hvorri þeirra. Þetta eru Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar og Bólu-Hjálmars saga eftir Brynj- ólf Jónsson frá Minna-Núpi. 400 ára afmæli prentlistarinnar á íslandi. Fjelag íslenskra prent- smi'ðjueigenda og Hið íslenska prentarafjelag gangast fyrir því, að fjögur hundruð ára afmæíis prentlistarinnar á íslandi verði minst og verður það ge»t með tvennu móti. Fjelögin efna til sam- sætis þ. 5 n. m. og verða þátt- takendur í því án efa mjög margir. Auk þess gefa fjelögin út vandað rit til minningar um afmælið. — Heitir það „Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á íslandi“, skráð af Klemens Jónssyni fyrv. ráðherra. Er á allan hátt vandað til útgáfu þessarar merku bókar, se'm líklega verður um 15—20 arkir að stærð í stóru broti. FB. Þingvallakóriim. Samæfing ann- að kvöld (mánudag) kl. 8V2. Ríkisútgerð. Samkvæmt auglýs- ingu frá skipaútgerð ríkisins var burtför Esju hjeðan suður og austur um land, ákveðin kl. 10 í gærkvöldi og hafði þá burtför verið frestað dag frá degi. Á tilsettum tíma komu farþegar um borð að venju, fjöldi manns. En nokkrum mínútum áður en skipið átti að leggja á stað kom Ólafur Friðriksson með „makt og miklu veldi“ og bannaði, að póstur, sem var á bíl við skipshliðina, og nokkrar olíutunnur, sem lágu á bakkanum, væri látið um borð. Eftir andartak var svo slegið upp auglýsingu við landbryggju og tilkynt að burtför skipsins væri frestað til kl. 10 í dag. Farþegar máttu þá allir hypja sig í land. Höfðu þeir haft það eitt upp úr förinni að brjótast í ge'gnum mann þvögu mikla, bæði um borð og í land aftur. Ekki er annað hægt að segja, en að vel fari á stað með ríkisútgerðina og væri ekki ósann- gjarnt að gera ráð fyrir því, að ferstjórinn, sem hefir skriðið í þetta sæti fyrir náð Jónasar frá Hriflu og „afgreiðslumaðurinn“ Sigurjón Ólafsson, 4. þingmaður Reykvíkinga, væri svo kunnugir fyrirætlunum Ólafs Friðrikssonar, að þeir þyrfti ekki að leika sjer að því, að narra saklausa ferða- menn. Veit afgreiðslan ekki hvað hún má bjóða sjer gagnvart Ólafi Friðrikssyni ? Eða á það að vera einkenni ríkisútgerðarinnar, að relta farþega í land um leið og burtför skips er ákveðin. Geta má þess, að skipverjar lýstu yfir því xvið farþega að þeir hefði boðist til að taka sjálfir olíuna og póst- inn um borð, en Ólafur bannaði það og Pálmi og Sigiirjón -beygðu sig í auðmýkt. — Til hamingju með ríkisútgerðina! Einar Markan söng í Nýja Bíó í fyrrakvöld. Á söngskránni voru eingöngu lög eftir íslensk tónskáld. Flest af lögum þessum munu hafa verið áheyrendum kunn. En þó voru þarna tvö lög, sem fáir munu hafa heyrt áður^ Wiegenlied, eftir Emil Thoroddsen og ísland eftir frú Elísabetu Waage. Aukreitis söng Markan meðal annars hið al- kunna lag „For you alone“, og „Elegie“ eftir Massenett, bæði við íslenska texta. Undirtektirnar báru jess ljósan vott að áheyrendur voru stórhrifnir af söng Markans. Dr. Mixa ljek undir. Sæsíminn. Skemdir urðu fyrir skemstu á sæsímanum milli ís- lands og Færeyja og var lelci á honum alla vikuna, en samt var hægt að koma skeytum milli landa. 1 gær kom símaviðgerðaskip á stað inn og slæddi upp símann. Var sambandslaust sæsímaleiðina til "'tlanda í gær, og voru því öll skeyti send loftleiðina. Búist er við því að sæsíminn verði kominn í lag í dag. Morgunblaðið er 12 síður í dag og Lesbók. Slökkviliðið var í gær kvatt inn að húsinu nr. 79 við Laugaveg, Hafði kviknað þar lítilsháttar eld- Allar síðustu umbætur og framfarir í bifreiða-smíði eru sameinaðir í hinum nýj- ustu gerðum af NASH bif- reiðum. Hvarvetna vekja NASH bif- reiðarnar stórkostlega at- hygli sakir hinna fjölmörgu kosta sinna og yfirburða. Lengri undirvagnar. Kraftmeiri vjelar. Ný gerð af vatnskössum með sjálfvirkum lolcara. Fullkomið hömlukerfi (hávaðalaust og fljót- virkt. (Stáltaugar í stað teina). Færanlegt framsæti. Tvöföld raf- kveikja samfara hámarks- samþjöppun) í mótornum. Vökvaþrýsti- hömlur á öllum fjöðrum. 7 sveifáslegur (9 í 8 cylindra vögnum). Allur undirvagninn smurður með einu handtaki. Nú er kominn tími til að panta'þær bifreiðar, sem eiga að koma með vorinu. Látið ekki hjá líða að afla yður allra upplýsinga um NASH, áðiur en þjer ákveðið yður. Aðalumboðsmaður á íslandi fyrir Nash Motors. Signrþór Jónsson, Austurstræti 3, Reykjavík. ur í kjallara,.en varð brátt slökt- ur. — Messað í Fríkirkjunni í dag kl. 2, síra Árni Sigurðsson. Brúarfoss strandar. Klukkan 4 í fyrrinótt strandaði Brúarfoss í Önundarfirði norðanvert, skamt frá Flateyri. Var á leið inn fjörð- inn og fór of nærri norðurland- inu. Kom til mála að senda „Óð- inn“ þangað vestur og var hann kallaður hingað, en er hann kom hafði Brúarfoss losnað sjálfkrafa. Það var á flóðinu, um hádegisbil. Skipið sigldi síðan tft Flateyrar og þaðan til ísafjarðar í gær- kvöldi og heldur áfram áætlun- arferðinni eins og ekkert hafi í skorist. Ekki verður um það sagt hvort botninn í skipinu hefir skemst eða ekki. Varð vart við, ofurlítinn le'lca í botn-„tank“, en lestir eru alveg þurar. Eldhúsumræður hófust í þinginu í gær. Fyrstur talaði Magnús Guð- mundsson og kom víða við; birt- ist fyrri hluti ræðu hans hjer í blaðinu í dag. Þegar Magnús hafði Aðalfunður Fjelags lóðialeigjenda verður haldinn í dag, sunnudaginii 23. mars kl. 2 e. h. í Varðarhúsinu. Dagskrá samkvæmt fjelagslögum. STJÓRNIN. Bernburgs hiiómsveit í kvfild á Hótel Heklu. lokið ræðu sinni stóðu ráðherrarnir upp til andsvara, én lítið varð úr vörn af þeirra hálfu. Þá fór Magn- ús JóiissolV í eldhfisið ög flutti skörulega ræðu í rúma 2 tíma; sneri sjer aðallega að spillingu stjórnarinnar í embættaveitingum. Verður nánar sagt frá ræðu hans: hje'r í blaðinu síðar. Eldlnisumræð- ur halda áfrarn á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.