Morgunblaðið - 06.04.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Tfí orgttnblaí>tö Útgref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Ritstjðrar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgriiBsla: Austurstræti 8. — Stnai E00. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrif stof a: Austurstræti 17. — Simi 700. Heimasímar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. . Utanlands kr. 2.50 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eintaklö, 20 aura metS Lesbók. Vikan. 30. mars til 5. apríl. Veðrið. Fyrir síðustu helgi var rorðangarður. En um helgina stilti til. Var á mánudag stilt veður, en á þriðjudagiim hvesti af suðaustri og hlánaði á Suð- ur- og Austurlandi. Síðan gekk til sunnanáttar með hlýindum um land alt, og 6—8 stiga hiti um miðjan daginn. Hefir síðari hhita vikunnar verið mikil leys- ing á Norðurlandi. Þó er þar ekki enn auð jörð, því mikilli fönn kyngdi niður í norðongarð- inum. ís sást frá Grlmsey og Vest- fjörðum í byrjun víkunnar, en hann hvarf alveg er brá til xunnanáttar. Afli hefír haldist hinn sami þessa viku fyrir Buður- og Vest- uriandi, sem að tmdanförnu. — Hafa nokkrir togarar flutt í land á 2. þúe. skpd. á hálfum mán- uði. Afli á öllu landinu er nú um 140.000 skpd., en var um 114.- OOO skpd. um sama leyti í fyrra. Er alveg stórfurðulegt, að afl- inn í ár skuli vera kominn þetta fram úr aflanum í fyrra, þeg- ar þess er gœtt, hve mikið gæfta- og aflaleysi var í janúar og fe- brúar í ár. I Vestmannaeyjum eru kom- in um 24.000 skpd. í land. Hafa nokkrir bátar þar þegar fengið meðal vertíðarafla. Netjaveiðar eru þar lítið eitt byrjaðar. En búist er við, að menn stundi þar lítið netjaveiðar í ár, sjái sjer ekki fært að hætta netum sínui vegna yfirgangs erlendra tog- ara, meðan ekki er þar annað varðskip en fleytan Hermóður. Á Norðurlandi hefir lítið gef- ið á sjó enn. Á Austfjörðum hefir afli verið tregur, og eins í Homafirði, nema nokkurn tíma framan af mars. Fiskverð fer lækkandi. Afli í Noregi mikill, 42 miljónir af fiski komnar þar á land, en 47 miljónir á sama tíma í fyrra. I>á var þar afburða aflaár. Síðan eldhúsdegi lauk, hefir verið tíðindalítið í þinginu. Er talað um að hespa þingstörfin af fyrir páska. Er líklegast að þingið hafi þá afgreitt tvö mál, sem nokkuð kveður að, fjárlögin og bankamálið, og hefir lengri tími farið í bankamálið heldur en hitt. En úr því svo fór, að mál- inu lauk með „sigri hins góða málstaðar“ eins og Ásgeir Ás- geirsson komst að orði, munu Sjálfstæðismenn ekki harma það, þó nokkur tími hafi í það farið, enda eðlilegt, að það yrði dálít- ið tafsamt, að snúa landsstjórn- inni algerlega í jafn stórvægi- legu máli. Það var sem kunnugt er fastur og einbeittur ásetningur lands- stjórnarinnar að láta fram fara gjaldþrotaskifti á bankanum. Og sá vilji hennar var altaf jafn einbeittur, uns sexmenningarnir í Framsókn gerðu landsstj. að- vart um það, að ef bankinn yrði leiddur á höggstokkinn. þá fyki landsstjórnin úr valdasessi. Þá snerist stjórnin, lofaði bót og betrun. Þá vann „hinn góði mál- staður“ sigur. Og landsstjórnin gerði enn meira. Hún hóf upp lofsöng — um sjálfa sig, og hin „föstu tök“ sín í bankamálinu. „Föstu tök- in“ eru orðin að einskonar „motto“ fyrir skopleik þeim sem stjórnin hefir leikið í þessu máli. „Föstu tökin“ lýstu sjer í því, að stjórnin 1. neitaði öllum til- raunum tfl að endurreisa þenE<< ann, 2. bar fram frumvarp um gjaldþrotaskifti, 3. dró á lang- inn að fram færi rannsókn á hag bankans, 4. birti falska skýrslu um rannsóknina, er henni var iokið; alt til að koma í veg fyrir að bankinn yrði opn- aður aftur. — Jafnframt því varaðist stjómin eins og heitan ekl að örfa nokkra mannveru til h 1 utafjárframlaga hjer innan- íande. Úr því ekki tókst að reka rothöggið á bankann á eínum degi, þá átti að seigdrepa hann. — En þegar stjórnin sá, að fengnar voru 2 miljónir króna i hlutafje innanlands, og fáan- leg myndi erlend aðstoð, en lánstraust landsins væri að fjara út, ef bankinn yrði ekki endur- reistur, og þegar brakaði I fún- um löppum ráðherrastólanna, þá slepti stjómin þeim einu „föstu tökum“, sem hún hafði tekið í þessu máli, tökunum, sem hún fyrst með lævísum rógi, síð- ar í heift og bráðræði hafði tek- ið um kverkar bankastarfseminn ar; og snerist á sveif með end- urreisnarmönnunum. I þeim hringsnúning bjargaði stjórnin einu hálmstrái, sem nú skartar í stjórnarhattinum. — Bankinn breytti um nafn. Hann heitir Útvegsbanki, en er sami og íslandsbanki. Nafnbreyting- in var eini „útvegur“ stjórnar- innar til þess að reyna að villa þeim sýn í bili, sem í fjarlægð búa. — inga-títuprjóna-yfirvaldsins stór- fræga, er sprottin af því, að meirihluti Framsóknar vjek hon- um úr forsetastólnum en kaus Ásgeir Ásgeirsson. Það var Ás- geir sem stóð fremst í flokki við að kippa bankamálinu í lag. Það var Ásgeir, sem átti fyrst og fremst að vera í bankaráðinu. En fyrir þær athafnir fjekk hann óvild frá ó^num bankans. Og þeir óvinir hugsuðu til hefnda. Ásgeiri var sparkað í þetta sinn, en Magnús Torfason kosinn. — „Klögumálin ganga á víxl“ — í Framsókn, eins og í vísunni stendur. Mikið ánægjuefni er það öll- um Sjálfstæðismönnum, hve fylgi flokksins fer vaxandi með- al unga fólksins. í Reykjavík og Hafnarfirði eru fjelög ungra Sjálfstæðismanna sífelt að efl- ast. Fjelagið hjer í Reykjavík, Heimdallur, gefur út samnefnt blað, þar sem ungir áhugamenn flokksins rita um ýms dagskrár- mál. Hafa þar birtst ágætar greinír undanfarið. Ættu fyigiiv roenn' Sjálfetæðisflokksins fjær og nær, að styrkja þessa starf- semi hinna ungu liðsmanna. Nokkrar konur hjer í höfuö- staðnum efndu til fundar ný- lega, til þese að ræða um alysa- vamirnar. Slysavarnafjelagið er enn ungt og vanmegnugt til að lyfta því mikla verkefni sem fyr- ir Kggur. En hálfnað er verk þá hafið er. Nú hafa konur höfuðstaðar- ins tekið höndum saman til þess að ljá málefní þessu lið. Með því móti er það trygt, að starf- semi Slysavamafjelagsins fái í framtíðinni þann blæ í innileika og trúmensku í starfinu, sem konur leggja fram, er þær taka að sjer mikilvæg störf. Hver getur betur dæmt um nauðsyn slysavarna, og hver finn ur betur nauðsyn þeirra, en k< ur hjer í Reykjavík, sem mik- inn hluta ársins verða að vera með hugan hjá ástvinum úti á hafinu? Eins og aðrir skopleikir, end- aði skopleikur stjórnarinnar með eftirtektarverðri rúsínu í end- anum. Aðalfundur var haldinn nú i vikunni, er stóð á þriðjudag, mið vikudag og föstudag. Þar kaus stjórnarliðið í bankaráð Magn- ús Torfason. — Það vefst fyr- ir sumum í svip hversvegna hann varð fyrir valinu. — Hann sigldi eins og menn muna í suihar — til að læra mannasiði — til að verða forseti Alþingishátíðar- innar. En síðan kom meirihluti Framsóknarflokksins á þingi sjer saman um að kjósa ekki Magnús, heldur mann, sem flokk urinn kinnroðalaust gat horft á í forsetastólnum. Þeir sem kunnugastir eru í heimahögum Framsóknar, vita Enn frjettist ekkert um það, að Islendingar ætli að sinna fiski veiðum við Grænland í ár. Er sú deyfð alveg óskiljanleg, úr því reynsla annara er svo skírmælt, sem raun er á. Nú er Hellyers' fjelagið hætt útgerð frá Hafn- arfirði. Tvímælalaust m. a. vegna þess, að fjelaginu þykir sú út- gerð ekki bera sjer nægilegan arð. Sama fjelag leggur sem kunnugt er mikið kapp á veiðar við Grænland. Þar er gróðinn vís. — Og þar moka Færeying' ar upp fiski ár eftir ár, og græða stórfje — enda þótt veiðitæki þeirra sjeu talin úrelt hjer á landi. Hafa íslendingar efni á að sitja lengur hjá aðgerðalausir ? Væri ekki nær að fara vestur á Grænlandsmið í sumar, í stað þess að eyða fje í að veiða síla sem e. t. v. eins og í fyrra, er veidd til þess eins að skila henni aftur í sjóinn. Tíminn birti á dögunum eft- irtektarverða skýrslu eftir Sig- urð búnaðarmálastjóra um það hve jarðrækt hafi margfaldast Meö vaxandi hraöa ryöur ARISTON sigarettan s}er til rúms. Munið nýja myndasafnið. Bestu bifhjólin og fílsterku reiðhjólin fást í Heildv. Garðars Gískisonar. árgreiðslnsftoian „Ondnla“ ðskar eftir dnglegri faUnama stnlku. vel, að bankaráðstign Árnes-'sveitum landsins síðan jarðrækt- arlögin komust á. „Bændavin- irnir“, sem að Tímanum standa geta ekki neitað því, að engin löggjöf hefir á síðari árum gert landbúnaðinum eins mikið gagn eins og jarðræktarlögin. Þau hafi lagt þann grundvöll, sem búnaðarframfarirnar byggjast á í náinni framtíð. Tíminn skeytir ekki um að halda því á loft hverjir sömdu ' jarðræktarlögin. — Höfundar þeirra ekki heldur. Þeim er nóg að reynslan hefir sýnt að lögin koma að tilætluðum notum. En ef svo hefði verið, að Tíma menn hefðu þar verið að verki, þá myndu eigi margir mánuðir líða án þess að minst væri á það í Tímanum, hverjir hefðu borið gæfu til þess, að leiða löggjafar- valdið inn á þá braut, að þvinga fram örar framfarir í ræktun landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.