Morgunblaðið - 06.04.1930, Side 7

Morgunblaðið - 06.04.1930, Side 7
— MORGUNBLAÐTÐ « LandkJSrið. Listi SjáUstæðismanna. Lands'kjörið á að fara fram liðugri viku áður en halda á há- tíðlegt þúsund ára afmæli elstu og veglegustu stofnunar íslensku þjóðarinnar. — Nálægð þessa merka atburðar gefur kjósendum alveg sjerstakt tilefni til þess að hugleiða hvernig komið er veg þessarar stofnunar. — Mönnurn kemur alment saman um, að Alþingi njóti eigi þeirrar virðing ar, sem slíkri stofnun ber. En um orsakirnar til þess eru skift- ar skoðanir, að minsta kosti á yfirborðinu. Pjetur Magnússon. Eins og gefur að skilja, er það ríkjandi stjórn á hverjum tíma, sem fyrst og fremst setur svip- ii-n á þingið, vinnubrögð þess og ráðstafanir og anda þann, sem ríkir í þeim friðhelgu sölum. Aldrei verður hjá því kom- ist að menn verði skiftra skoð- ana. En skoðanamunur er ekki sama og illindi. Flokkarnir munu eiga í baráttu. En barátta er ekki sama og heift og hefndir. — Lótt sinn vilji hvað er það ekki sönnun þess að annar vilji vel en hinn illa. Báðir geta viljað vel. Þetta skilja ekki núverandi stjórnendur þessa lands. Ofstæk- ismenn viðurkenna aldrei, áð andstaða gegn þeim sje sprott- in af öðru en illum vitja. Þar sem stjettarígurinn ríkir, flokks- hatrið og sundrungin, er spurt Um blint flokksfylgið og ekkert annað. Eftir því fer eilíf fyrir- gefning eða eilíf fordæming. Hjer er óstjórn, sem meira og tneira nálgast áþján. En á því er enginn vafi, að allur þorri landsmanna þráir ekkert heit- ara en uppstyttu á því eldregni •sunörungarinnar, sem dunið hef- ir yfir þjóðina nú um hríð. Ef kjósendur landsins ætla sjer að auka veg Alþingis nú á þúsund úra afmælinu, munu þeir vissu- iega varast að greiða atkvæði sitt þeim, sem með rjettu verða sak- aðir um niðuriægingu þess. * * * Framboðsfrestur;nn til lands- icjörsins er útrunninn 19. þ. m. °g munu allir flokkar langt komn ir með að ákveða lista sína. Vafa Íaust verður það mörgum Sjálf- stæðismanni vonbrigði, að hvorki frk. Ingibjörg H. Bjarnason nje Jónas Kristjánsson eru á lista flokksins. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason er fyrsti íslenski kvenfulltrúinn á Alþingi Hún hefir með starf- semi sinni og framkomu allri, fært fullar sönnur á það, að konur eru að engu ver fallnar til löggjafarstarfsemi en karlar. Að fenginni þeirri reynslu hefir Sjálfstæðisflokkurinn ekki hikað við að hafa konu í öðru sæti list- ans, og var valið í það sam- kvæmt bendingu frá frk. Ingi- björgu H. Bjarnason. Jónas Kristjánsson hefir set- ið á þingi í 3 ár og hefir rækt störf sín þar af þeirri samvisku- semi og þeim dugnaði, sem hon- um er eiginlegt við hvað sem hann fæst. Ástæðan til þess að hvorugt þessara ágætu þing- manna verða á listanum, er sú, að þau skoruðust bæði alveg ein- drégið undan endurkosningu. Þegar þetta er ritað, er listi Sjálfstæðisflokksins ekki fullráð- inn að öðru en tveimur efstu mönnunum, þeim Pjetri Magnús- syni hæstarjettarmálaflm. og frú Guðrúnu Lárusdóttur. * * * Pjetur Magnússon er fæddur að Gilsbakka 10. janúar 1888, sonur hins þjóðkunna ágætis- manns, sjera Magnúsar Andrjes- sonar. Pjetur lauk stúdentsprófi 1911, en lögfræðiprófi 1915. — Síðan hefir hann stundað mál- færslustörf hjer í bænurn, jafn- framt ýmsri annari starfsemi, sem hann hefir haft með hönd- um. Hann var sex ár starfsmað- i,r í Landsbankanum og forstjóri Ræktunarsjóðsins var hann frá stofnun hans til áramóta. Nú er hann sem kunnugt er, meðbanka- Guðrún Lárusdóttir. stjóri við Búnaðarbankann. — Undraði margan að hann skyldi ekki verða aðalbankastjóri þeirr- ar stofnunar, þótt ekki skuli um það fjölyrt á þessum stað. í bæjarstjórn Reykjavíkur átti Pjetur sæti um sex ára skeið. Hjer á landi verður ekki bent á marga menn, sem almehnara trausts njóta en Pjetur Magn- ússon. Fornmenn mundu hafa lýst honum á þá leið að hann væri „vitur maður og góðgjarn“. Af slíkum mönnum er jafnan færra en skyldi. Hann er alger andstæða ýmsra þeirra angur- gapa og hávaðamanna, sem mest vaða uppi í íslensku þjóð- lífi. Minna yfirlætismann getur ekki. Pjetur Magnússon hefir haft þau störf með höndum, að hann hefir haft alveg sjerstakt tæki- færi til að kynnast högum lands- manna til hlítar. Hann er þaul- kunnugur atvinnurekstri vorum bæði til lands og sjávar, vegna 15 ára málfærslustarfs. En sjer- stök kynni hefir hann þó af land búnaði, bæði vegna þess að hann er uppalinn í sveit, og þó eink- um vegna hins, að hann hafði um 5 ára skeið á hendi forstjórn þeirrar stofnunar, sem mestu hefir valdið um bætta búnaðar- háttu á seinni árum. Fór honum það starf svo úr hendi, að eng- inn hefir lastað. Þekking Pjeturs, víðsýni og dómgreind, prúðmenska, virðuleg framkoma, skapfesta og frábær- ir mannkostir munu þegar skipa honum í fremstu röð fulltrúa á löggjafarþingi íslendinga. * * * Því hefir oft verið haldið fram — og vafalaust oftast með rjettu — að þær konur, sem mikið fengjust við öpinber mál, yrðu að afrækja þau störf, sem næst lægju þeim — heimilisstörfin. Frú Guðrún Lárusdóttir hefir sýnt, að þessi regla er sem betur fer engan veginn algild. Jafn- framt því að veita forstöðu stóru barnaheimili og rækja þar hús- móðurstörfin, svo að til fyrir- myndar er, hefir hún jafnan tek- ið öflugan þátt í margháttaðri starfsemi utan heimilis. — Slík dreifing kraftanna er ekki öðr- um hent en þeim, sem eru ó- venjulegum hæfileikum búnir, á- huga og starfsþreki. Frú Guðrún er löngu þjóð- kunn orðin. Hún hefir ritað meira en flestar konur hjer á landi. Hún talar oft á mannfund- um og er ræðum hennar ávalt veitt hin fylsta athygli. Hún átti sæti í bæjarstjórn tvö kjör- tímabil og starfaði þar flestum meira. Átti hún sæti í fátækra- nefnd og var fátækrafulltrúi um skeið. Aðalkrafta sína utan heimilis hefir frú Guðrún helgað alls- konar mannúðarstarfsemi og munu fáir hafa lagt á sig meiri byrðar en hún vegna fátækra manna, gamalmenna og bág- staddra. Á fimtugsafmæli frú Guðrún- ar Lárusdóttur, nú í vetur, komst kona henni nákunnug, fröken Inga L. Lárusdóttir, meðal ann- ars svo að orði um hana: „Frú Guðrún Lárusdóttir fjekk í vöggugjöf fjölhæfar gáf- ur, glaðlyndi samfara alvöru- gefni, og starfsþrek svo mikið, að henni veitist ljett að miðla af því örlátlega á báðar hendur — og verða æ ríkari, því meira sem hún gefur“. * * * Ef Sjálfstæðismenn beita sjer um alt land, geta þeir komið báð- um þessum fulltruaefnum að við landskjörið. Með því auka þeir veg Alþingis, efla það að vits- munum og mannkostum. Að öðru leyti er listi flokksins ekki fullráðinn, en verður birt- ur einhvern næstu daga. ——---------------— „A Mother of Parliament“ he'itir grein eftir Florence Whitle, í enska tímariiinu ,,Millgate“, og fjallar um Alþingi og mentamál vor. Greinin e'r hlýl.ga rituð og í öllum aðalatriðum rjett. ueru- Hið mikla „Modemagasin“ mosa“ sendir nú aftur í ár til Is lands,' sem auglýsingu talsvert af hinum fallegu pérlufestum, sem það flytur inn frá Austurlöndum Ef þjer óskið, getið þjer næstu daga fengið senda eina egta jap- anska perlufesti, 150 cm. langa fyrir aðeins 2 kr. ísl., sem er að- eins fyrir kostnaðinum við send- inguna. Sendið upphæðina í ísl. frímörkjum, eða póstávísun, og þjer fáið festina með næsta pósti. Þjer munið sltilja að verðið svo lágt, að festin verður nær al- veg gefins Skrifið þess vegna strax til „Mimosa“, Vesterbrogade, 138, Kaupmannahöfn. Suðusukkulaði „Overtrek“ Atsúkkulaði KAKAO SSIvo silfurfægilögur *er óviðjafnan- legur á silfur, p!et, nickel og alumineum "Gjörir alt ákaf- lega blæfallegt ÉT 1G5É \ I. BRTWJOLFSSON & KVARAÍJ ZEBO ofnlðgnr Hótel Borg Heimili Reykvíkinga, samkomu- staður bæjarbúa seint og snemma. Menn fara þangað á morgnana til þess að fá sjer morgunkaffi, með kunningjum sínum éða til þess að gera þar áætlun um væntanlegt dagsverk. Og þegar einhver ætlar að gæða sjer og öðrum á góðum mat án þess að gera heimilum sínum ómak og fyrirhöfn, þá er ekki annað en bregða sjer á Hótel Bo’rg og benda á það sém hverjum hentar í mat og drykk, og setjast þar að snæð- ingi. Milli klulckan þrjú og fimm á hverjum degi er þar ös og þys,. því þangað fjölmenna menn og konur til kaffidrykkju, en einkum þó til þess að sýna sig og sjá aðra. Vænst þykir bæjarbúum um Borg á kvöldin. Þá fara menn þangað sjer t.il hvíldar, hressingar og tilbreytingar eftir erfiði dags- ins, borða og drekka og horfa inn í „gylta salinn“ þangað tii þeir hérða upp hugann og fá sjer einn snxining. Og áður en þeir sem þunglamalegir eru hafa tíma til þess að snúa sjer við, er gólfið i „gylta salnum“ orðið fult af dansandi ungu fólki, sem svífur áfram langt, langt út úr áhyggj- um og erfiði daglega lífsins. Og það er einmitt vegna þess að Reykvíkingum er farið að þykja vænt um Hótel Borg, að þegar þangað kemur, er sem þeir f jarlæg- ist alt sem leiðinlegt er og drunga legt í þessum bæ, þar gleyma meún hefir nýlega fengið mikla end- rbót og er nú óviðjafnanlég- ur. Gefur fagran hrafnsvart- an gljáa. Nú eru hinar marg eftlr- spurðu 7 Hk: vjelar loks komnar. C. P R O P P E. i Leynöaröómar Parfsarborgar koma út f heftum (eitt » hefti hálfsmánaOarlege. á 1 kr.) I. bindi (8 hefti) fæst nú í Bókaverslunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.