Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 1
Þingvalla-útgáfa Rlþingishdtíðin. J Konungur stígur á land. í fyrrakvöld, seint, lagðist kon ungsskipið Niels Juel við festar í Hafnarfirði. Lá það þar fram eftir nóttu, og kom ekki hingað til Reykjavíkur fyr en snemma í gærmorgun. Það kvisaðist brátt um bæinn, að von væri á, að konungshjónin stigu á land kl. 12 y2 í gærdag. Þess vegna safnaðist múgur og margmenni niður við höfnina, og um kl. 12 stóðu þar hundruð manna og biðu eftir að konungs- hjónin kæmu. Um og eftir kl. 12 kom margt manna niður að „Steinbryggju“ í þeim erindum að taka á móti konunginum. Voru það fulltrú- ar hinna ýmsu þjóða, sem verða hjer á Alþingishátíðinni, land- stjórn og æðstu embættismenn, ræðismenn, Sveinn Björnsson sendiherra, Jón Sveinbjörnsson, konungsritari, forsetar Alþingis o, fl. Hafðist stórmenni ]>etta við í tjaldi, sem reist hefir verið á fiskplaninu austan vert við heiðursbogann, þar til konung- urinn kom. Rjett fyrir kl. 12i/2 dundi í fallbyssunum á Niels Juel og öðr- um herskipum, sem hjer eru stödd. Nú var konungurinn að stíga af skipsfjöl. Um sama leyti hjelt forsætisráðherrann og frú hans niður á steinbryggjuna og biðu þar komu konungshjónanna; á eftir þeim komu Danmerkur- ráðherrarnir, Stauning og Borg- bjerg, þá dómsmálaráðherrann og svo hver af öðrum af fulltrú- unum. Kl. 12% stigu konungshjónin á land. Tryggvi Þórlia'lsson bauð þau velkomin til IsJands. Eftir að konungurinn hafði heilsað öll- um þeim sem á bryggjunni stóðu með handarbandi og sagt nokk- ur orð við hvern og einn, gekk hann upp bryggjuna. Við heið- ursbogann stóð K. Zimsen borgar stjóri og bauð konungshjónin vel komin til bæjarins og bað þau lengi að lifa, en mannfjöldinn tók undir með dynjandi húrra- hrópi. Sænski krónprinsinn kemur. Skömmu eftir - að konungs- hjónin voru komin á land, tók aftur að dynja í fallbyssum her- skipanna. Það var sænski krón- prinsinn, sem nú steig af skips- fjöl á „Oskari II.“. Hjelt þá allur hópurinn aftur niður á bryggjuna með konungshjónun- um í broddi fylkingar til þess að fagna þessum tigna gesti. Þegar báturinn hafði lagst að bryggjunni steig krónprinsinn á land, Ijett og liðlega, heilsaði konungi og drotningu með handabandi og síðan landstj. og öðrum þeim sem á bryggj- unni stóðu og biðu komu hans. Hann gekk síðan við hlið konungshjónanna upp bryggj- una. Við heiðursbogann stigu þau í bíl sem beið þeirra þar, og var síðan haldið heim til bústað- ar forsætisráðherra og sest þar að árdegisverði. I veislu þeirri tóku þátt, auk konungshjón- anna og krónprinsins, fylgdar- lið þeirra, ráðherrarnir og frúr þeirra, forsetar þingsins og ann- að stórmenni. Konungshjónin fóru aftur um borð í „Niels Juel“ um þrjú leytið í gærdag. Þá fór krón- prinsinn einnig um borð í „Oskar II“. Þau komu aftur kl. 4i/£ og voru þá í tedrykkju hjá for- sætisráðherra. I þeirri veislu tóku þátt þingmenn og aðrir bæjarmenn, um 200 manns. Að henni lokinni hafði konungur boð um borð á „Niels Juel“. Sú veisla stóð til kl. 9. Var síðan haldið til Þingvalla og lögðu konungshjónin, krón- prinsinn og allir fulltrúarnir af stað frá Hótel Borg um kl. 10 í gærkvöldi. Ferðamainnaskipið Polonia kom beint frá Ameríku í gærkvöldi. Hafði það verið rúma 7 daga á leiðinni, fór frá New York 17. júní. Með skipinu eru 200 manns. Eru það mestmegnis ltonur úr fje- laginu „Danisk American Womens Assaciations.“ Fjelagið hefir leigt skipið til þe'ssarar ferðar. Ætla farþegarnir að vera á Alþingishá- tíðinni þar til á laugardaginn, en skipið fer á laugardagskvöld. — Meðal farþega má geta um íslend- ingana Björn Bjarnason leikara, Aðalstein Ingimundarson. Auk þess eru me'ð skipinu þrír full- trúar á Alþingisliátíðina, einn frá Bandaríkjunum, sem Hoover til- nefndi til þessarar farar og sem heitir Mr. O. P. B. Jacobsen, annar sem kemur frá ríkinu Illinios, síra J. O. Rosland, og síra L. M. Grummeste'd, sem kemur fyrir liönd 300.000 Nqrsk-Amerikana. Fjelagið „Danish American Wom- ens Asssociations“ ætlar að gefa landinu bronsbrjóstmynd af Vil- hjálmi Stefánssyni, landkönnuð, í tilefni af Alþingishátíðinni. Stytt- una hefir gert, Nína Sæmundsen myndhöggvari. Flokki íslenskra knattspyrnu- manna, hefir verið boðið til Fær- eyja í lok júlímánaðar í sumar. íslenskir knattspyrnumenn munu taka boðinu. llorræna slúdentamótið. Móttökuhátíðin í gær. í gærmorgun kl. 9 söfnuðust stúdentarnir sáman fyrir framan háskólann. Einar prófessor Árnórsson ávarp aði gestina fyrir hönd háskólans og bauð þá hjartanlega velkomna. Mælti prófessorinn bæði á íslensku og dönsku. Að ræðunni lokinni, se'm fagnað var með innilegu lófa- taki, söfnuðust stúdentarnir undir fána sína og mynduðu langa fylk- ingu. Á undan fylkingunni fór Lúðrasveitin og spilaði „Sjung om studentens lyckliga dag“, en stvi- dentar tóku duglega undir. Fyrir allri fylkingunni var ís- lenski fáninn. borinn. Fyrst gekk stúdentamótsnefndin, þá Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar, t'n síð astir gengu íslendingarnir, sem eðlilega eru langfjölmennastir á móti þessu. Leiðin lá gegnum Pósthússtræti, Austurstræti og Bankastræti að Gamla Bíó, en þar var móttökuhá- hátíðin haldin. Það var fögur sjón, og verður mörgum ísle'ndingum án efa ógleymanleg stund, að sjá lænna fríða stúdentaflokk, „ljusets riddervakt“, eins og eitt sænskt sicáld hefir kallað stúdenta, ganga undir fánum sinum í skrúðgöngu um götur bæjarins. Móttökuhátíðin í Gamla Bíó. Athöfnin í Gamla Bíó hófst með því, að formaður stúdeUtamóts- nefndar, Thor Thors cand. jur. setti mót-ið með snjallri ræðu. — Hóf hann ræðu sína með þvi að hafa yfir erindið alkunna úr Háva- m-álum: „Veist ef þú vin átt“ o. s. frv. Var aðalefni ræðu hans á þessa leið fslenskir stúdentar bjóða frænd um sínum í fyrsta sinn heim. Vjer höfum aldrei átt jafn kærkomnum gestum að fagna. Osk vor e'r að gera ykkur gestum vorum dvalar- stundirnar hjer heima sem skemti- legastar. Við höfum ekki stórkost- legar hallir eða auðæfi að sýna ykkur. En bót er í máli að íslenska náttúran e'r fögur. Vjer höfum boðað til þessa móts til þess að sýna að „yderst mod Norden“ búa stúdentar, sem vilja styrkja bræðra bandið við frændur sína á Norður- löndum. Stúdentamótið hefir þann tilgang að efla samhug og einlægni milli norrænna stúdenta. Vjer þörfnumst einlægni og vináttu um fram alt. Norrænir stúdentar! Sú öld er vjer lifum á er eins og ólgandi haf. Vonandi sldna úr vorum hóp þær stj'örnur, sem lýsa leiðina fram á við til velmegunar, hamingju og meiri menningar“. Formaður talaði bæði á dönsku og íslensku og var ræðu hans fagn áð með dynjandi lófataki. Á eftir söng íslenska stúdenta- kórið: „Sjung om studentens lyck- liga dag“. Næst talaði kandidat Schou, frá Danmörku. Þakkaði þann þann heiðnr, sem dönskum stúdentum hefði verið sýndur með því að bjóða þeim á þetta mót og bar kveðju frá þeim til íslenskra stú- denta. Bað hann landa sína að lirópa sexfalt hú^'a fyrir íslensk- um stúdentum. Þá var sunginn danski þjóðsöng- ui'inn: „Det eh et yndigt Land“. Af Finnlendinga hálfu talaði fil. mag. Runar Meinander. Flutti hann kveðju frá löndum sínum og mæltist eitthvað á þessa leið: Vjer Finnar höfum altaf borið lotningu fyrir hiiini íslensku þjóð. Líkir strengir hrærast í brjóstum begg'ja þjóðanna. Báðar eru aldar upj) við fóssaniðinn. Saineiginlegt er það þe'im báðum að treysta á framtíðina, trúa á.lífið. Svo letigi sænska er töluð í Finnlandi, mun- um vjer finna til frændseminnar við íslendinga. Að endingu hrópuðu Finnar ní- falt húrra fyrir íslenskum stú- dentum. Þá söng kórið Suomis sáng (Hör hur hárííg' sángen skallar). Næst talaði Norðmaðurinn Ape- ne's cand. econ., flutti hann kveðju frá löndum sínum, sem hinir fyrri: Sambandið milli Noregs og íslands er gamalt og merkilegt, saga be'ggja þjóðanna er fljettuð sam- an. Einkis óskum vjer Norðmenn frenmr en að tengja innile'g bræðra bönd-^við hina norrænu frændur vora. En ekkert er betur til þess fallið en sameiginleg stúdentamót. Þau hafa varanlegt gildi.. íslensku stúdentar, vjer Norð- menn erum stoltir af því að eiga ykkur að frændum. Ræðumaður bað landa sína að lokum að hrópa norskt — 3X3 — liúrra. Á eftir ræðu cand. Apenes var norski þjóðsöngurinn: „Ja, vi elsk- er dette landet“, sunginn.' Þá talaði Svíinn, jur. cand. Sven Hallnás, frá Lundi: — íslensku stúdentar! Jeg þakka boð ykkar og á að bera kveðju frá hinum sænsku fjelögum mínum. Á þessari stund minnist jeg eins atviks frá sanska stúdentamótinu 1928. Við vorum staddir allir þátttakendur mótsins í Uppsölum — í „Botan- iska Trádgárden.“ — Þar skein sól, og gleðin sat að völdum. Þjóðsöngvar og stú- dentasöngvar bárust út í geiminn frá 11 liundruð stúde'ntum, Lúðra- sveit ljek undir. Einn þjóðsönginn vantaði: „Ó, guð vors lands“. Þ4 gekk litli íslenski flokkurinn fram og söng þjóðsöng sinn. Þetta voru fyrstu kynni mín af íslendingum. Vjer. Svíar viljum að nánari kynni megi komast á milli vor og hinna íslensku frænda. Margar gainlar minningar tengja okkur við hina frjálsbornu, islensku þjóð- Litli íslenski stúdentaflokkurinn í Uppsölum var „symbol“ þessarar frjálsu þjóðár. Sænskir stúdentarC hrópum húrra fyrir þe'ssum frjálsa,. hrausta kynstofni — hinni íslensku: þjóð. Þá söng kórið: „Du gamla, dm fria, du fjállhöga nord“. Öllum fulltrúunum var fagnað á g-æta vel og óspart klappað fyrir ræðum þeirra. Þegar erlendu ræðumennirnir höfðu lokið máli sínu, sje Davíð skáld frá Fagraskógi upp á ræðu- pallinn. Biðu íslenskir stúdentar með mikilli eftirvæntningu etftir rt ðu hans. Davíð er landskunnur sem skáld, en sem ræðumaður er hann að mestu óþektur. Davið hjelt ræðu sína á íslensku og maltist prýðile'ga. Ræða hans var þióttmikill óður frá upphafi til enda. Skáldið sagði m. a.: — — Vjer göngum sáttir til sama leiks, norrænu stúdentar. — Þjer hafið siglt hin sömu höf og forfeður vorir og sjeð landið, sem beið þeirra manna, er þráðu frels- ið. — Lega lands vors er osa íslendingum hamingja. Hún hefir skapað erfiðleika, en um leið bætt íslenskt kyn. Náttúran hjer er mild og máttug i einu. — — Þegar norðurljósin stíga hjer dans milli stjamanna á heiðríkum vctrarkvöldum mætti ætla að hjer byggju guðir en ekki menn. — — Aðrar þjóðir hafa misbeitt rjetti sínum við oss, en vjer skulum ekki erfa það, heldur halda sætt vora. Vjer megum ekki eyða orku vorri í hatur til annara þjóða. — — Vjer ísleúdingar verðum að fylgja kröfum tímans, vjer megum ekki hræðast breytingarnar. Breyt- ingin er lofsöngur tilverunnar til skapara sins. íslenska þjóðin þolir é'kk-i einangrun, hún á ekki að vera neinn forngripur fyrir aðrar þjóðir. — — Að endingu mintist ræðumaður á ríkjasamband Norðurlanda. — Fáir kjósa eitt ríki á Norðurlönd- um — en rödd blóðsins tengir oss saman, vjer erum greinar af sama stofni. Norrænu stiidentar! Þið eruð hreinir yfirlitum og hafið me'ira afl en ykkur grunar. — — Rí' ða Davíðs var þöklcuð með dynjandi lófataki. — Á eftir söng kórið „Ó, guð vors lands.“ Á Hótel Borg. Eftir móttökuhátíðina hjeldu stúdentar niður á Hótel Borg. Var %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.