Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 3
MOP.GUNBLAÐTÐ S 3fflor0tmWattð Útgef.: H.f. Arvakur, Reykjavlk Rltatjörar: Jón KJartaneeon. Valtýr Stef&nsaon. Ritatjórn og afgraiBela: Auaturatrœtl 8. — Slml 500. Auglýalnjfaatjórl: E. Hafbergr. Auglýeingaakrlf atof a: Austuratræti 17. — Slml 700. Hel-aaaímar: Jón KJartansaon nr. 742. Valtýr Stef&nsson nr. 1220. H. Hafbergr nr. 770. ÁakriftagrJald: Innanlanda kr. 2.00 & m&nuVl. Utanlanda kr. 2.50 & m&nuOi. 1 lauaasölu 10 aura elntaklU, 20 aura metJ Lesbók. irlendar sfmfregnlr. Londen (UP) 24.’'júní FB. Fyrsta Atlantshafsflugið. New York City: Skeyti liefir borist frá eimskipinu „Ameriea“, sem kvæðst hafa haft samand við „Southarn Cross“ kl. 6.15 (Green- wich meðaltími). Var „Southe'rn Cross“ þá á 30.30 breiddargr. og 36.0 lengdargr. Indlandsmál. London: Helstu atriði Sir John ‘Simons tillágnanna, sem nú hafa verið franf bornar, til þess að efla framfarir í Indlandi, fjárhagslega ■og stjórnarfarslega, eru þessi: 1. Síofnað verði sambandsþing (Fe'derated Assembly), sem fylkin (provinces) sendi á fulltrúa, er kosnir sjeu með hlutfallskosning- Um; — 2. Afnám núverandi stjórnarfyr- irkomulags í fylkjunum (Diarchy system), þ. e. að æðstu völd sjeu í höndum'tveggja manna). 3. Að skilnaður Burma og Ind- lands verði framkvæmdur nú þeg- ar. — 4. Kosningarrjetturinn ve'rði rýmkaður. 5. Ríleistekjurnar verði auknar með nýjum skattálögum. 6. Þarxnig verði frá framtíðar- stjórnarskrá Indlands gengið að indversku ríkin geti orðið meðlimir ríkissambandsins er þau óska þess. 7. Indlandsstjórn sje heimilað að skipa landamæranefndir, til þess að gera tillögur um landamæra- breytingar, e'f breytingar þykja heppilegar vegna náttúruskilyrða. leiða af sjer aðskilnað ósáttra þjóð fiokka, eða ef hagsmunir ríkja- sambands krefjast þeirra. Viðsjár í Egyptalandi. Kaíró: Stjórnin bannaði þing- fundahald og ljet lögreglulið slá hring um þinghúsið, til þess að varna þingmönnum inngöngu. Þing menn undu þessari kúgun illa, hófu árás á lögregluliðið, rufu liringinn, og ruddust inn í Þing- salinn. Var því næst fundur settur og stóð hann yfir í hálfa klukku- stund. Ný stjórn var mynduð og þingfundum frestað um mánaðar- tíma. Flugbáturinn sem sneri aftur. « London: Tilkynt hefir verið, að Smith flugforingi, sem hafði á hendi stjórn annars flugbátsins, sem lagði af stað til íslands frá Plymouth í tile'fni af Alþingishá- tíðinni, hafi verið fluttur á spítala í Stornoway vegna botnlanga- bólgu. Erfiðleikar ensku stjórnarinnar. London: Enska stjórnin beið þrisvar sinnum ósigur í efri mál- stofunni í dag. Þegar rætt var am breytingar á kolafrumvarpinu. í fyrsta lagi feldi málstofan breyt- ingar neðri málstofunnar á frum- varpinu, í öðru lagi samþykti hún breytingartillögu þe'ss efnis að járnbrauta- og skipaskurðanefnd skyldi hafa yfirstjórn um fram- kvæmd laganna og loks gerði hún aftur þá breytingu, að vinnan skyldi bygð á níutíu tíma vinnu á hálfum mánuði, en ekki 45 tíma vinnu á viku, eins og neðri mál- stofan hafði ákveðið. Atlantshafsflugið. New Yorkborg: Eimskipið „Ame rica“ hefir sent skeyti um það, að kl. 7.30 e. h. (GMT) hafi „Sout- hern Cross“ sent frá sjer loftskeyti þess efnis, að flugvjelin hefði feng- ið vestan og suðvestan mótvinda. Hefði það dregið taísvert fir flug- hraðanum. Annars alt í besta lagi. Hraði 100 enskar mílur á klukku- stund. Flughæð 250 fet. Montreal: Kanadiska landsíma- stjórnin tilkynnir, að sjest hafi til „Southern Cross“ í fjögur hundr- uð mílna fjarlægð frá Cape Race'. Þess er ekki getið á hvaða tíma það var. London (UP) 25. júní FB. NeAv York: „Southern Cross“ gaf upp stöðu sína kl. 18 (Green- wichtími) til e'imskipsins „Amer- ica“ og gerði ráð fyrir að lenda annað hvort á Quidividi-flugvellin- um nálægt St. John’s 1 Kanada eða í Grace Harbour. —■—<im>—■— íslandsflug euski flngbátsins. Annar sneri aftur í Stornoway sökum vjelbilunar og vegna þess að flugmaðurinn varð skyndilega veikur. Mbl. hefir leitað sjer nánari upplýsinga um flug Jones flug- manns á flugbátnum S 1264 til Islands í fyrradag. I sumar var ráðgert, að tveir flugbátar kæmu til íslands frá Englandi um það leyti sem Al- þingishátíðin færi fram. Voru teknir í það ferðalag tveir her- flugbátar, og er annar þeirra, sá er komst alla leið hingað til Reykjavíkur, stærsti herflug- báturinn, sem Englendingar eiga. Á mánudaginn lögðu báðir flugbátarnir af stað frá London. Ætluðu þeir að fljúga í þrem áföngum, fyrst til Stornoway í Skotlandi, þaðan til Færeyja og síðan beint hingað til Reykja- víkur. En í Stornoway varð ann ar flugbáturinn að hætta ferð sinni, vegna vjelbilunar. Enn- fremur var flugmaðurinn — Smith — þá orðinn veikur af botnlangabólgu og varð að flytja hann í skyndi á spítala. Hin flugvjelin hjelt áfram frá Stornoway í gærmorgun og lagði af stað þaðan kl. 7,20 mín. Kom hún til Færeyja og hafði þar klukkutíma viðdvöl. Flaug hún síðan í' einum áfanga til Reykjavíkur og kom hún hing- að eftir 11 tíma flug frá Storno- way. Til Hornafjarðar kom hún eftir 10 tíma flug, og er það íljótara en nokkur flugvjel hef- ir farið áður þessa leið. Þegar flugvjelin kom hingað var bátur frá herskipinu Rod- ney á ytri höfninni til þess að leiðbeina flugmanninum um hvar hann gæti lent flugbátn- um. í bátnum frá Rodney voru Walter Sigurðsson ræðismaður, Walter flugstjóri, dr. Alexand- er Jóhannesson og blaðamenn. Jones flugmaður ljet vel af ferðinni. Raunar sagði hann, að hún hefði verið erfið, en að það væri bostur við þessa flugleið fram yfir syðri leiðina yfir haf- ið, að áfangarnir væru hjer ekki eins langir. Flugmennirnir munu dvelja hjer fram yfir hátíðina og ef til vill verða í förum með flug- bátinn milli Reykjavíkur og Þingvalla. —-—«m>------- Iþróttaskólinn i Haukadal. Enn munu til vera menn, sem ekki vita af skólanum í Haukadal og er það ómaklegt. Að vísu he'fir skóli þessi enn hvorki aldur nje aðstöðu til að hafa getið sjer frægð ar, en liinsvegar verðsltuldar hann athygli fyrir ýmsra hluta saltir. Eins og kunnugt er er Haukadal ur eitt hið e'lsta skólasetur þessa lands og hefir verið höfuðból fram á þenna dag, en skóli hefir ekki verið þar í háa tíð þangað til Sigurður Greipsson setti þar á stofn skóla 1927. — Sigurður Greipsson er þjóðkunnur maður, m. a. fyrir það að hann var glímu- kóngur íslands í 5 ár og hefir unnið Islandsbe'ltið oftar en nokk- ux annar. Forfeður Sigurðar hafa búið í Haukadal í marga liði og er sxx ætt hið rnesta hreysti og kappa- kyn. Sigui'ður tók gagnfræðapróf við Flensborgarskóla og dvaldi síðar bæði við hinn þekta skóla L. Eske- lands í Voss í Noregi og hinn víð- fræga íþróttaskóla í Ollerup. Það fór fyrir Sigurði, eins og farið hefir fyrir mörgxxm Isle'ndingum, er dvalið hafa við alþýðuskóla ná- grannaþjóðanna, að hann varð fyr- ir vakningu af þjóðernis- og dáða- anda þeijn er þar ríkir. Og mun skólastofnun þessi vera að miklu leyti ávöxtxxr þeirrar vakningar. Þegar athugaðir eru staðhættir í Haukadal má það teljast ótrúlegt þre'kvirki, sem Sigurður hefir ráð- ist í með þessari skólastofnun. — Haukadal er þannig í sveit kom- inn að hann er upp við óbygðir fyrir miðju stærsta undirlendi Is- lands. Axxgljóst er af því að erfitt er þar xxm aðdrætti vegna vega- lengdar, e'kki væri það þó nein frá gangssök ef bílvegur væri kominn þangað. En nú hagar svo til að frá Haxxkadal á bílveg er fast að þriggja tíma lestaferð og það yfir nxjög slæmar vegleysur að fara. Að vísu komast bílar þangað yfir hásumarið, ef þurkatíð er, með því að aka eftir moldargötum og mal- areýrum meðfram læk nokkrum, sem fara vei'ður þrjátíu og þrisvar sinnum yfir og auðvitað er ekki ein einasta bnx á honum. En strax og blotnar verður leið þessi ófær. T. d. var Sigurður teptur með bíl á einum stað í 24 tíma síðastliðið sumar, auk minni hindrana. Otrú- legt e‘r hvað þetta bygðarlag hefir orðið afskift með vegabætur enn sem komið er. Þykir mjer líklegt að úr því verði bráðlega bætt, því að xxnxlarlegt mætti það heita á þessari skólaöld ef enginn vildi viðgang þessa skóla. En telji þing- ið ekki þörf á að leggja veg þang- að vegna skólans, veit það væntan- lega að Geysir er enn í Haukadal, og þó hann sje að vísu hættur að gjósa fýsir márga að sjá heims- fræga öldunginn. Hann á þar og bræður marga, sem sverja sig í ætt við hann þó enginn sje honum jafnsnjall. Ekki erxx þetta þó einxi ástæðxxrnar fyrir þvi að vegur þurfi að komast þarna uppeftir. Margir óska að auðveldara væri að komast að Gullfossi en nú er, og leiðin þangað liggxxr eðlilegast um Haxxkadal. Gxxllfoss stendur enn í öllu sínxx veldi og er það sönn sálarhressing að sjá hann og heyra Enn er ótalin sú ástæða að ferða- nxannastraxxmurinn að Hvítárvatni og til óbygðanna þar i grend fer sívaxandi, og myndi þeim, er þang að fara kært að fá ve'g upp úr bygðinni. Yið vegleysið bætist svo það, að ef fara þarf í síma er það að vetrarlagi við fjögra tíma ferð, svo að heita má að allar bjargir þær, sem nútínxinn gerir kröfur til, sjexx bannaðar á þessum stað. Hin- ar ytri aðstæður Haukadalsskóla erxx því litlu betri nú en þær voru á 11. öld, munurinn er sá, að þá bjó hann við kjör síns tíma en nú býr hann, að því er snertir sambandið við umheiminn við kjör, se'm erxx mörgxxm mannsöldum á eftir tím- anum. Ókunnxxgir kynnu nú að ætla að staður þessi sje óheppilega valinn fyrir sltólasetur, en svo er engan- veginn. Þegar vegur og sími kem- ur að Haukadal er skólinn þar engxx ver settur en Laugarvatns- skóli. Jörðin er geisistór og ágæt undir bú, hverahiti er þar miklu íxxe'iri en á Laxigarvatni, aðstaða til rafvirkjunar er þar hin ákjósan- legasta og ræktxxnarskilyrði ótak- mörkuð. Fallegt er g í Haukadal og margt aðlaðandi við staðinn. Sumarið 1927 rjeðst Sigurður Greipsson í að byggja allstórt skólahús skamrnt frá Geysi. Yar í því íbúð fyrir ca. 15 nemendur og lcikfimissalur. Þá bygði hann og bráðabxrgða sundlaug úr torfi. Síð- astliðið sumar bygði hann stórt leikfimishús og steypta sundlaug, getur nxi te'kið á móti 30—35 nem- enduin. Aðalnámskeið skólans er frá 1. nóv. til 15. febr. Er það fyrir pilta frá 18 ára og uppeftir. Kenndar erxx allskonar íþróttir s. s. leikfimi, sxxnd, glíma, ýmsar útiíþróttir o. fl. Auk þess er kent af bóklegum greimxm: Heilstxfræði, íslenska, reikningur, danska, saga og landa- fræði. Kenslan miðast við þá nem., sem engrar tilsagnar hafa notið eftir fullnaðarpróf barnaskóla, en Sigurður hefir stilt svo til um kennaraval að einnig væri hægt að veita þeim úrlausn, sem lengra værxx komnir. Auk þess hefir hann haft annað námskeið fyrir yngri pilta frá 1. mars til 15. apríl, en það fjell niður í vetur. Kostnaður við skóladvölina þenna þriggja og hálfs mánaðar tíma er ca. 300 krpn ur. í því felst, axxk uppihalds, skólagjald, bækur og leikfimisföt. Má það heita fxxx’ðulítil xxpphæð. Fæstir unglingar hjer í Reykjavík munu ltomast af með 300 kr. yfir þenna tíma, þó þeir kosti engu til náms. Væri mörgxxm þeirra betra að dvelja í Haukadal þann tíma og styrkja líkama og sál með heilnæm um íþróttum en ganga iðjulausir hjer og taka ytri og innri afle'iðing um þess. Skólalífið er eins og geta má nærri, hið fjörugasta. Nemend- ur hafa með sjer málfundi og gefa út (skrifað) blað. í vetur var stofn að til bókasafns, sem mjög hefir vantað og sýndu nelnendur kær- leika sinn til skólans með því að skjéta saman talsverðri upphæð til þess, þó fæstir hefðu af miklu að gefa. Væri vel að mentavinir mint- ust þessa bókasafns þegar ham- ingjan hefir verið þeim hliðstæð. Eins og geta má nærri, á skóli þessi enn við ýmsa erfiðleika frum býlingsins að stríða, en þó margt standi þar til bóta er ótrúlegt hve mikið hefir þegar áunnist einkum þegar þefss er gætt að skólinn hefir engin fjárframlög fengið frá rík- inxi. Sig. Gr. hefir þá heilbrigðu skoðun á tilgangi iþrótta, að þær sjexx fyrst og fremst meðal tH hreysti og fegurðar. En fegurð og heilbrigði eru eins og kunnugt, er helstxx lindir lifsgleði og farsældar. Það erxx þessar lífslindir, sem Sig. Gr. hefir fundið sig kallaðan ttl að leiða íslenska æsku að, og ljettu af æskulýðnum lognmollu þeirri og drruiga, sem letogi hefir grúft yfir honum hjer á landi. Þó skóÞ anum yrði einkis annars ágengt en að kenna nokkrum ungxxm mönn- um á ári hvei’ju að hirða og virða líkama sinn eins og vel siðuðum mönnum sæmir, er það nóg til þess að hann leggur fram mikilvægan skerf til íslenskrar menningar. Sigurður Greipsson á þakkir skil ið fyrir að hafa beitt sinni miklu atorku að svo nauðsynlegu og áður vanræktu máli. S. P. Dagbðk. Veðrið (í gær kl. 5) : Nú nær lægðin þvert yfir ísland frá Noregi til Grænlands og veldur hægum en breýtilegum vindunx xim alt land, yfirleitt norðlægum á N og V-landi samfara þokxx og súld. Veðxxrútlit í Rvík í dag: Hæg V og NV-átt. Skýjað. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Friðrik Hallgrímssyni, xxngfrú Ingibjörg Þórðardóttir, Öldugötu 27 og Kjartan Árnason skipstjóri á Draupnir. — Heimili brúðhjón- anna er á Bræðraborgarstíg 15. Frú Dóra Sigurðsson ætlar að syngja í Nýja Bíó á mánurlags- kvöld; á söngskánni vei’ða íslensk lög eingöngu. Þarf ekld að efa, að þessi ágæta söngkona fær hús- fylli. Kvöldboð hje'lt skipherrann á frakkneska herskipinu „Suffren“ í fyrrakvöld; voru þar ráðherr- arnir, forsetar Alþingis, æðstxx em- bættismenn og auk þess fjöldi af ungu fólki og var dans stiginn fram eftir kvöldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.