Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 26. júní Í930. 5 Kveðjnr til Islands. Langt í fjarlægð fyrir tíu öldum frumherjar sjer numið höfðu land, land, sem girtu höf með hrönnum köldum er hávamálin kváðu æ við sand, — land, sem rjetti himni hvíta tinda og heita kysti vorsins morgunsól, þá landsins dísir blóm sjer gerðu binda, blómin, sem þar uxu i dal og hól. Og þetta land var ísland okkar kæra. — Áar vorir frægu stóðu ]>ar á vellinum við vatnið Öxár tæra, vitrir höfðu stefnt til fundar þar. Að byggja land með lögum þótti sæma, því lýðvéldið var hvítvoðungur enn; til að sækja sök, að verja og dæma þeir sína ætíð völdu bestu menn. Og þing var sett und himinboga heiðum og handsöl voru bæði traust og mörg. Frelsis gyðjur Ijeku á austurleiðum lög, er endurkváðu stuðlabjörg. Nú voru fyrstu frelsis þættir snúnir framtíðinni og allrar þjóðar hag. Tíminn hefir geymt þær „góðu rúnir“, sem göfugmennin ristu oss þann dag. Þjóðin mín, með þrótt og sterkan vilja þúsund ára staðið hefir próf. íturmennin ætíð virtust skilja og enginn þeirra pund í jörðu gróf; þeir stóðu á verði um niflheims vetrar nætur á náströnd þrauta bitrust drukku full. — En — Muspellsheimur — sumars var þeim sætur þá sólin breytti öllu í lýsigull. Vjer, sem hjer frá vestur ströndu mænum vonar augum heim til þín i dag, og í okkar hjartans barna bænum biðjum guð, þjer snúist alt í hag. — Munið bræður, minnist systur góðar að menning treystir venslaböndin sterk, við erum hjer, sem þingmenn vorrar þjóðar, það er okkar heilagt skylduverk. Á sævarströnd mjer svífa Ijóð af munni, sonar kveðja, er hjartað eitt til bjó, til landsins, sem að ungur fyrst jeg unni, þar æsku vonin gullna hörpu sló. Heim, ó, heim, það halla tekur degi. — Jeg hefi ei gleymt þjer, kæra feðra storð, við sólarlag míns lífs þá höfuð hneigi, jeg helga þjer mín fyrstu og siðstu orð. ÞORSTEINN M. BORGFJÖRÐ, Olympia, Washington. Samband ungra Sjálfstæðismanna stofnað á Pingvöiium á morgun. Hátt í norðri þar sem þylur þrotlaust kvæði Ægir blár, þar sem bjargið græði ginta geymir sögu um þúsund ár. Þar sem hetjur Bddu ólust og á vörum sjerhvers manns lifa fornra sagna svipir, svífa fyrir augum hans, Hvar sem hraunflóðshrannir stre'ymdu, hvar sem bjartur tindur rís, hvar sem vellir grænir gróa, gnæfir klettur, blikar ís. Þar setn Geysir ólmur ólgar eins og gíni Heljarkverk, þar sem foldar frumöfl tira, fánýt sýnast manna vekk, er úr myrkum undirdjúpum opinn gígur logum spýr — þar sem eldfjöll þungbrýn sofa, þar sem dauðinn undir býr — hjer á þúsund þrauta árum þjóðin geymdi helgan arf, hjer við erlent ok og kúgun aldíei frelsislun&m hV'árf, hjer að þrotnum þúsund árum þenur Islands haukur flug, miðnætur- og morgungeislum móti ber hann frölsisdag, þegar hundrað þúsund brjóstum þruma gleðisöngvar frá: „Frelsi, frelsi, helga hugsjón“ — hljómar yfir land og sjá — þangað far þú, ferðamaður farðu, þýska bræðrasveit. „Eining, rjettur, allra frelsi“ ísland líka á skjöld sinn reit. Er þú handtak, orð og búning íslendinga kenna mátt, lítur bjarta menn og mikla, meyja fegurð, rausnarhátt, Trygglynt skap og hreinlynd hjörtu, heiðarlega og glaða þjóð, finnurðu innst í þeirra þeli þýska sál og frænda blóð. Eins og systkin ykkur tengja fsafold og Þýskaland, sömu örlög, sömu vonir, sama bló'ð og æftarband. Svo sem þýski örninn aftur upp mun svífa um himinlind, íljúgðu, fsland hvíti haukur, hátt og djarft á frelsistind. Tileinkað íslandi á 10®0 ára af- mæli Alþingis. Gustav Buchheim. Magnús Ásgeirsson þýddi. Ingolf, der das Land ,genommen‘, Grimur Geitskór, der sie fand Diese Thingsatt so willkommen, Sind fúr immer wohlbekannt. Alt und heilig ist der Boden, Wo der Lögberg sich erhebt, Wo vor tausend Jahren Goden Schufen, was nicht úberlebt. Hier wurde Gesetz gesprochen, Man erhielt auch rasch Bescheid, Und wer Unrecht hat verbrochen, Busse von der Obrigkeit. Buden standen festgefúget, Reich geschmúckt mit Weberei’n, Wo man dichtend sich vergnúget Oft bei Methorn und Schalmei’n. Spalten tief im Wasser spiegeln, Wo die Mdrchen flug’s entsteh’n; Die dann Skalden bass besiegeln Und stets júnger aufersteh’n. 'iele gab’s nach alter Sitte, Ball- und Ringspiel, wie noch heut, Pferdekampf und Pferderitte, Einigkeit und Streitigkeit. Islands Falke in den Lúften Uber Thingvellir noch schwebt Uber Triften, úber Klúften: Isafold, es lebt und strebt. Von der Donau blauem Strande Grússt Dich eine Wiener Schar, Die durch treue Liebesbande Dir verbunden immerdar. Dr. Hans. Frhr. v. Jaden. Eftirfarandi kveðju hefir FB verið beðin að koma til blað- anna: Herra prófessor Ágúst H. Bjarnason, Reykjavík. Sem forseti háskólafjelagsins í Schleswig-Holstein leyfi jeg mjer hjermeð að senda íslensku þjóð- inni og þingi hennar bestu ósk- ir í tilefni af þúsund ára afmæl- ishátíðinni, fyrir hönd fjelagsins og mína. Við þetta tækifæri minnumst vjer með þakklæti þátttöku íslendinga % þýsk-nor- rænu vikunni. Útkoma hins þýska hátíðarrits, sem háskólafjelagið hefir gefið -út í tilefni af rikis- afmæli lslands, mun enn á ný votta íslenskri þjóð hreinskilinn áhuga okkar fyrir náinni and- legri samvinnu milli íslands og Þýskalands. Jeg leyfi mjer að biðja yður, próf. Ágúst H. Bjarnason, að færa forsætisráð- herranum og þinginu hamingju- óslc þessa með þeim hætti, sem yður þykir viðeigandi. Dr. Schifferer, forseti Háskólafjelagsins í Schleswig-Holstein. íslendingum öllum sendi jeg hu.gheilar hamingjuóskir í tilefni af 1000 ára alþingishátíðinni, og óska landi og þjóð allrar farsæld- ir um ókomnar aldir. Með alúðarfylsty, kpeðjfim. Ludvig David. í vetur og í vor hefir færst mikið fjör í fjelagsskap ungra Sjálfstæðismanna víða um land. Meðlimum þeirra fjelaga ungra Sjálfstæðism. er til voru hefir fjölgað stórkostlega, og mörg ný fjelög og efnileg hafa verið stofnuð. Auk þess er nú mjög víða í ráði að stofna slik fjelög. Verða sum stofnuð í sumar og og önnur í haust. Hingað til hefir ekkert fast samband verið milli hinna ein- stöku fjelaga ungra Sjálfstæðis- manna. Þau hafa skifst brjef- um á og annað þess háttar, en sjaldan haft tækifæri til að halda sameiginlega fundi um á- hugamál sín eða vinna að þeim í sameiningu. Úr þessu vilja ungir Sjálfstæðismenn nú bæta. Hafa mörg fjelög þeirra ákveðið að stofna samband sín á milli. Er það mikið gleðiefni, því vafa- laust getur slíkt samband stuðl- að mjög að eflingu einstakra fjelaga ungra Sjálfstæðismanna og orðið Sjálfstæðisflokknum í heild hinn mesti styrkur. Stofnfundur þessa sambands verður væntanlega haldinn á Þingvöllum kl. 8 að morgni, föstudaginn 27. júní. Ætla full- trúar hinna einstöku fjelaga er sambandið stofna að koma sam- an þá við tjald fjelagsins Heim- dalls, sem er nr. 13 við L-götu í tjaldborg Reykjavíkur. Torfi Hjartarson lögfræðing- ur, hefir boðað til þessa fundar og sjeð um nauðsynlegasta und- irbúning undir hann. Mun hann leggja frv. til laga sambands- ins fyrir fundinn. Frv. þetta geta fulltrúar fjelaganna feng- ið í tjaldi Heimdalls á Þing-- völlum í dag. Ef fulltrúarnir kynnu að vilja fá frekari upplýs- ingar um fundinn, geta þeir fundið Torfa Hjartarson í tjaldi Heimdalls kl. 6 —8þ4 í dag. Meðal fulltrúanna, sem fje- lögin senda á stofnfund sam- bandsins er Morgunblaðinu kunnugt um þessa: Frá fjelagi ungra Sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum: Stefán Árnason, Jónas Jónsson, Páll Eyjólfsson, Hinrik Jónsson. Frá Stefni í Hafnarfirði: Ásgrímur Sigfússon, Gunnar Sigurjónsson, Stefán Sigurðsson, Valgeir Guðlaugsson, Árni Matthiesen. Gunnar E. Benediktsson. Sigurður Magnússon, Jón Þórarinsson. Frá Heimdalli í Reykjavík: Magnús Thorlacius, Stefán Jónsson, Carl D. Tulinius, Kristján Skagfjörð, Thor Thors, Unnur Magnúsdóttir, Sigurður Þorkelsson, Pálmi Jónsson, Steinunn Sveinsdóttir, Þorgrímur Sigurðsson, Guðm. Benediktsson, Guðni Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Ólafur H. Jónsson, Jóhann G. Möller, Kristján GuÖlaugsson, jcjinar Asmundsson, bigíús Sighvatsson. bra íjelagi Ungra Sjaiistæóis manna í Borgarnesi: Sigurður Jóhannsson, Bjorn G. Björnsson, b'nörik Þórðarson. rra Sjálistæðis- og framíara- íjeiagi Hnappdælinga: Sigurður Arnason frá Stóra- Hrauni. Frá Sjálfstæðis- og fram- íaraíjelagi Olafsvíkur: Ágúst Ólason. Frá Skyldi í Stykkishólmi: Lúðvíg Kristjánsson. Frá Óðni á Flateyri: Sturla Ebenezersson. Frá Fylki á Ísaíirði: Sigurður Auðuns, Kjartan Ólafsson, Einar Steindórsson. Frá fjelagi ungra Sjálfstæðis- manna á Sauðárkróki: Eysteinn Bjarnason. Frá fjelagi ungra Sjálfstæðis- manna á Siglufirði: Sigurður Björgólfsson. Frá Verði á Akureyri: Árni Sigurðsson, Kristján Steingrímsson. Einar Bjarnason. Auk þessara fulltrúa, er hjer eru taldir, er búist við nokkrum mönnum í viðbót, en Mbl. eru ekki enn kunn nöfn þeirra. Auk aðalfulltrúanna hafa mörg fje- Iög kosið varafulltrúa. Fulltrúa- hópur þessi er hinn glæsilegasti. Vill Morgunblaðið nota tækifær ið til þess að óska þessum ungu mönnum til hamingju með fyrir- tæki sitt. Er það gleðilegt, að það skulu einmitt vera æsku- mennirnir, sem nú fylkjast harð ast undir merki Sjálfstæðis- flokksins. —------------------ Gjafir Svía. í tilefni af Alþingishátíðiimi. 1 tilefni af Alþingishátíðimn gefa Svíar íslendingum þessar gjafir: Ljósmyndaútgáfu af stórmerku Eddu-bandriti ,sem geymt er í bá- skólabókasafninu í Uppsölum, þar sem litprentuð er „lýsing“ liand- ritsins. Fullkomið safn af öllu því sem ritað hefir verið frá öndverðu á sænsku um ísland. Urval sænskra bókmenta frá því um síðustu aldamót — um 800 bindi. Ennfre'mur færir Roos landshöfð ingi íslandi merkilegt skrautker frá Gustafsbergsverksmiðjunni sem gjöf frá hinu nýstofnaða íslands- vinafjelagi í Stokkhólmi. Skraut- ker þetta hefir Vilh. Koge teiknað, og er það að allra dómi hið me'sta listaverk. Upphlaup í fangelsi. Rangoon: Fangarnir í aðal- fangelsi borgarinnar gerðu til- raun til þess að brjótast út, en ögregluhermennirnir hófu skot hríð á fangana. Fjörutíu fangar og tveir varðmenn biðu bana. Sextíu fangar sæ'rðust. "■*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.